Morgunblaðið - 25.06.2010, Side 43

Morgunblaðið - 25.06.2010, Side 43
leikum og í útvarpsstúdíóum. Svo haga þeir sér alveg eins og stjörnur rokkaldarinnar, syngjandi á hnján- um til skríkjandi stúlkna fremst við sviðið. Það er eitthvað svo frískandi að sjá tónlistarflutning þar sem löngu horfið sakleysi 6. áratugarins er rifjað upp og söngvararnir eru ekki hálfberir að líkja eftir sam- farahreyfingum uppi á sviði. Það sem kom mér þó mest á óvart var að The Baseballs, sem hefðu ekki getað valið sér amerískara nafn, eru Þjóð- verjar! Þótt þeir syngi og dilli sér al- veg eins og amerískir smjörlíkistöff- arar heyrist klingjandi þýska inn á milli laga á tónleikamyndböndunum. Hljómsveitin er nefnilega frá Berlín og hefur notið talsverðra vinsælda í þýskumælandi löndum, sem og á Norðurlöndunum. Þetta er kannski enn eitt merkið um lok kalda stríðs- ins, eða kannski fór þetta tímabil bara alveg framhjá Þjóðverjum, en The Baseballs hrista aldeilis upp í goðsögninni um þurra og stífa Þjóð- verja sem þoli ekki ameríska menn- ingu. Mér er nokk sama hvað veldur og held bara áfram að dilla mér við nostalgíuna meðan ég vinn hús- verkin. Spurning hvort ég geti tekið kast á mömmu núna fyrir að hafa ekki skikkað mig til að læra þýsku í framhaldsskóla? „The A-Team setur sér það einfalda markmið að skemmta áhorfendum sínum með látum, og henni tekst það með stæl. Ekta sumarbíó!” -T.V. - Kvikmyndir.is ÞEIR VORU PLATAÐIR - ÞEIR VORU SVIKNIR - HEFNDIN ER ÞEIRRA MISSIÐ EKKI AF FYRSTU STÓRMYND SUMARSINS! SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI, SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI „Sumarið er komið með kúlnaregni” -S.V. - Mbl. „Brjálaður hasar” -J.I.S. - DV HHH T.V. - Kvikmyndir.is Sími 462 3500 Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum SÝND Í SMÁRABÍÓI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI HHHH „Ofursvöl Scarface Norðurlanda“ Ómar Eyþórsson X-ið 977 Grown Ups kl. 5:50 - 8 - 10 LEYFÐ The A-Team kl. 5:50 - 8 - 10:15 B.i. 12 ára Sýnd kl. 10:20 Sýnd kl. 4, 6 og 8 Sýnd kl. 4 - ÍSLENSKT TAL ÞEIR VORU PLATAÐIR - ÞEIR VORU SVIKNIR - HEFNDIN ER ÞEIRRA MISSIÐ EKKI AF FYRSTU STÓRMYND SUMARSINS! Sýnd kl. 5:40, 8 og 10 „Sumarið er komið með kúlnaregni” -S.V. - Mbl. „The A-Team setur sér það einfalda markmið að skemmta áhorfendum sínum með látum, og henni tekst það með stæl. Ekta sumarbíó!” -T.V. - Kvikmyndir.is „Brjálaður hasar” -J.I.S. - DV FÓR BEINT Á TOPPINN Í BRETLANDI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 H E I M S F R U M S Ý N D Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greið með kreditkorti tengdu Aukakrónum www.laugarasbio.is 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á -bara lúxus Sími 553 2075 gdu Aukakrónum! MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2010 Benedikt Hermann Her-mannsson, Benni HemmHemm, sendi nýverið frásér fimm laga disk, svo- kallaða stuttskífu að nafni Retaliate. Er þetta fyrsta plata Benna þar sem hann semur og syngur á ensku og ferst það honum vel úr hendi. Plöt- una tók hann upp heima hjá sér í Skotlandi, spilar á flest hljóðfærin sjálfur en fékk liðsstyrk frá Emily Scott sem leikur á bassa og Peter Liddle sem sér um trompet- og hornleik. Hljómurinn á skífunni er mjög flottur og má líklega þakka heima- upptökunni það. Hann er svolítið grófur en fullkomlega einlægur og hæfir hinni angurværu tónlist vel. Já, ég nefndi angurværa tónlist. Flestir þekkja tónlist Benna Hemm Hemm af miklum lúðrablæstri og stuði. Á Retaliate kveður við annan tón, þar er gítar, rólegheit og angurværð, órafmögnuð stemning. Þessi nýi stíll fer Benna mjög vel og svolítið sér- stök söngrödd hans hentar tónlistinni vel. Það mætti lýsa tónlist stuttskífunnar sem svo- lítið þjóðlagaskotinni og huggulegri en samt kraftmikilli, öflugri. Ég var sérstaklega hrifin af fimmta og síð- asta laginu, „Blood of Lady Law- son“, krafturinn í laginu fer stigvaxandi og endar á miklu flugi, þegar á líður verður allt hraðara og kraftmeira og svo er stutt- skífan bara búin. „Shipcracks“ er annað lag í uppáhaldi hjá mér, fjórða í röðinni og yndislega heillandi. Flott er í „Church Loft“ hvernig hann syngur bæði á tungumálunum íslensku og ensku, hvoru ofan í ann- að. Það kemur flott út því maður skynjar textana í báðum tilfellum og lagið bíður alveg upp á þetta. Píanó- ið og brakið í bakgrunninum gera mikið fyrir það lag. Fyrstu tvö lögin eru líka falleg en einhvernveginn fer minna fyrir þeim á skífunni þó þau séu fyrst. Á Retaliate er aðeins öðruvísi Benni Hemm Hemm en flestir þekkja hann. Þetta er samt Benni Hemm Hemm, bara nýr og eflaust betri að sumra mati. Stórgóður Benni Hemm Hemm sendi nýverið frá sér sína fyrstu plötu á ensku. Geisladiskur Benni Hemm Hemm – Retaliate bbbbn Kimi Records 2010 INGVELDUR GEIRSDÓTTIR TÓNLIST Angurvær, einlægur og öflugur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.