Morgunblaðið - 25.06.2010, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 25.06.2010, Blaðsíða 48
FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 176. DAGUR ÁRSINS 2010 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 1. Hvetja fólk til að taka út 2. Heimsmeistararnir úr leik … 3. Fékk flog í Eymundsson 4. Eftirstöðvar sexfaldast »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Á sjálfum 17. júní síðastliðnum vann Stefán Sölvi Pétursson titilinn sterkasti maður Íslands. Hann er að- alsmaður vikunnar og upplýsir okkur um hvað hann óttast mest og hvað hann fær ekki staðist. »44 Stefán Sölvi tekur 220 kg í bekknum  Í dag kemur út platan Here með tónlistarkonunni Önnu Halldórs- dóttur. Platan var tekin upp á Ís- landi en unnin í New York, og verður Anna með útgáfutónleika í stórborginni á tónleikastaðnum Del- ancey í kvöld. Allur ágóði af sölu plöt- unnar mun renna til barnaheimilis fyrir börn frá Himalajafjöllunum. Heldur útgáfutón- leika í New York  Danska djasssöngkonan Christine Legardh er þekkt í heimalandi sínu og hefur komið víða fram í Evrópu og Asíu. Hún syngur á tónleikum á Jómfrúnni á morgun, bæði eldri djassnúmer og nýtt efni, sem hún hefur verið að vinna með Sigurði Flosasyni fyrir plötu sem þau ætla að taka upp í haust. »39 Vinnur að plötu með Sigurði Flosasyni Á laugardag Austlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s, skýjað að mestu og sums staðar væta um vestanvert landið, annars bjart að mestu. Hiti 12-18 stig. Á sunnudag Austlæg átt, 8-13 m/s syðst á landinu og við N-ströndina, annars hægari. Skýjað og úrkomulítið sunnanlands en annars skýjað með köflum. Hiti breytist lítið. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg austlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum en smá- skúrir SV-lands. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast á S-landi en svalast við ströndina N-til. VEÐUR Handknattleikskonan efni- lega úr Stjörnunni, Þorgerð- ur Anna Atladóttir, hefur í höndunum tilboð frá danska úrvalsdeildarliðinu FIF í Kaupmannahöfn. Fátt virðist geta komið í veg fyr- ir að hún gangi til liðs við félagið í sumar. „Þetta er mjög spennandi,“ segir Þor- gerður Anna sem er 18 ára og á ekki langt að sækja handknattleikshæfileik- ana. »1 Þorgerður Anna til Danmerkur? Mikil gleði ríkir í Slóvakíu eftir að landslið þjóðarinnar sigraði heims- meistarana frá 2006, Ítali, í loka- umferð riðlakeppni HM í Suður-Afríku í gær. Ítalir eru úr leik en Slóvakar eru hinsvegar komnir í 16-liða úrslitin í fyrstu tilraun en þeir hafa aldrei áð- ur leikið í lokakeppni heimsmeist- aramótsins. »3 Slóvakar skelltu ítölsku heimsmeisturunum FH kvað „bikargrýlu“ í kútinn í gær- kvöldi þegar liðið vann loksins bik- arsigur í Reykjanesbæ, þó reyndar væri ekki leikið á Keflavíkurvelli að þessu sinni. Tvö lið til viðbótar unnu sigur og fylgja FH í 8-liða úrslitin en 1. deildarlið KA vann Grindavík á úti- velli eftir vítakeppni og bráðabana, og Fram lagði Fylki að velli. Dregið er í 8-liða úrslitin í dag. »4 FH, Fram og KA áfram í VISA-bikarkeppninni ÍÞRÓTTIR Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Hingað er búið að keyra heilu bíl- farmana af blómum, enda þarf ekk- ert smá til að skreyta heilt bæjar- félag,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, en í dag hefst garðyrkju- og blómasýn- ingin Blóm í bæ í Hveragerði og stendur fram á sunnudag. Að sögn Aldísar er hér um að ræða hátíð græna geirans á Íslandi, enda hátíð- in unnin í nánu samstarfi við öll fag- félög þess geira á Íslandi. „Þetta er sú atvinnugrein sem við sem þjóð erum hvað stoltust af, en vitum kannski hvað minnst um af því að garðyrkjumenn hafa verið heldur hlédræg stétt. En þetta eru þeir sem sjá okkur fyrir tómötunum, gúrkunum, paprikunum, öllum sum- arblómunum og trjánum. Þeir eru í lykilaðstöðu til að gera umhverfið okkar betra, bæði það sem við borð- um og það sem við horfum á.“ Þetta er annað árið í röð sem há- tíðin er haldin og að sögn Aldísar verður hún vonandi haldin árlega. Segir hún hátíðina hafa tekist með eindæmum vel í fyrra þegar tæp- lega 40 þúsund gestir á öllum aldri hafi sótt hátíðina heim. „Hátíðin spurðist mjög vel út þannig að við eigum ekki von á færri gestum í ár,“ segir Aldís. Skreyttir skór um allan bæ Að sögn Aldísar taka nær allir bæjarbúar þátt í blómasýningunni og skreyta allt sem þeim dettur í hug með blómum. „Það er ótrúlegt hvernig garðarnir líta orðið út hjá fólki,“ segir Aldís. Nefnir hún sem dæmi að íbúar á elliheimili bæjarins hafi skreytt skó sína með blómum og komið þeim fyrir í tröppum fyrir utan heimilið, auk þess sem sumir hafa skreytt bíla sína, trampólín í görðum og margir húsin sjálf. Í nokkrum völdum görðum bæjarins verður á morgun boðið upp á grænmetissúpu sem gestir geta gætt sér á meðan þeir skoða garða gestgjafanna, jafnframt fer í bænum fram samkeppni um flott- ustu blómaskreytinguna í skóm og stígvélum auk þess sem keppt verð- ur um fallegasta gróðurkerið. Samkvæmt upplýsingum frá Al- dísi verður öllum þeim sem keyra inn í bæinn um helgina afhent dag- skrá og leiðarvísir, en sýningin fer fram víðs vegar um bærinn. Sem dæmi má nefna að útbúið hefur ver- ið sérstakt sýningarsvæði fyrir garðplöntur þar sem skoða má sum- arblóm, berjarunna, matjurtir og fjölæringa. Allar nánari upplýsingar um hátíðina og dagskrá hennar má nálgast á vefnum: www.blomibae.is. Hveragerðisbær blómstrar  Skipuleggjendur eiga von á a.m.k. 40.000 gestum Morgunblaðið/Sigmundur Blómahaf Undirbúningur fyrir Blóm í bæ var í fullum gangi í gær enda hefst sýningin í dag og stendur fram á sunnudag. Bæjarstjórinn í Hveragerði segir að um sé að ræða hátíð græna geirans á Íslandi. „Þetta er ekki bæjarhátíð heldur sýning með aðkomu bæjarbúa sem og allra fagfélaga græna geirans á Íslandi,“ segir Aldís og tekur fram að enginn áhugamaður um gróð- ur, garðyrkju og góða skemmt- un ætti að láta sýninguna framhjá sér fara. Að sögn Aldísar er dagskrá sýningarinnar ekki of þétt pökkuð til þess að bæjargestum gefist tækifæri til að fara um bæinn á sínum hraða og njóta þess sem fyrir augu ber. „Þannig er bærinn allur ein sýning,“ segir Aldís. Þema sýningarinnar í ár er Börn og ævintýri. Af því tilefni er m.a. boð- ið upp á sérstakt ævintýrahús í miðbænum, litríkan og líflegan blómaorm sem hlykkjast mun í gegnum miðbæinn og laukaball fyrir yngstu kynslóðina á morgun kl. 14.00. „Bærinn allur ein sýning“ GARÐYRKJU- OG BLÓMASÝNINGIN BLÓM Í BÆ Í HVERAGERÐI Aldís Hafsteinsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.