Fréttablaðið - 03.10.2011, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 03.10.2011, Blaðsíða 16
3. október 2011 MÁNUDAGUR16 MOSAIK Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Hafsteinn Sölvason tjónamatsmaður Garðatorgi 7, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 4. október kl. 13.00. Kolbrún Haraldsdóttir Knútur Sölvi Hafsteinsson Eygló Eiðsdóttir Ágúst Hafsteinsson Jónína Björk Birgisdóttir Örn Hafsteinsson Íris Baldursdóttir Hafdís Hafsteinsdóttir Sturla Ragnarsson barnabörn og barnabarnabörn. Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ásgerður Gísladóttir áður til heimilis að Aflagranda 40, Reykjavík, andaðist á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni, sunnudaginn 25. september. Útför hennar verður gerð frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 4. október kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Hrafnhildur Sigurðardóttir Brynjúlfur Sæmundsson Gíslína Guðmundsdóttir Haraldur Dungal Ólöf og Axel, Ragnar, Sigurður Ásar, Hrafn og langömmubörn. Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. timamot@frettabladid.is Leikfélagið var stofnað 1936 af nokkr- um félögum sem komu saman og höfðu það að skemmtun að setja upp leik- verk,“ segir Þráinn Óskarsson, for- maður Leikfélags Hafnarfjarðar sem fagnar 75 ára afmæli sínu á þessu ári. „Fyrsta leikritið sem þau settu upp saman var Almannarómur og síðan rak hvert verkið annað.“ Félagið hefur verið starfrækt síðan en þó hafa komið lægðir í starf semina á köflum. „Það fer eftir því hversu kraftmikið fólk kemur inn í félagið hversu miklu flugi það nær,“ segir Þráinn. „Það dofnaði yfir félaginu 1943 og það var í lægð í töluverðan tíma og var á hrakhólum með hús- næði. Fékk inni hér og þar en aldrei til lengri tíma, sem eðlilega dró úr krafti starfseminnar. Síðan gerist það að ákveðinn hópur hér í Hafnar- firði kemur saman og stofnar atvinnu- leikhús sem er í dag Gaflaraleikhúsið. Það fær til afnota húsið sem Hafnar- fjarðarleikhúsið hafði verið starfrækt í við Víkingastræti og í framhaldinu gerði Leikfélag Hafnarfjarðar samn- ing við það um samnýtingu húsnæðis- ins og hér erum við nú.“ Afmælissýning LH er barna leikritið Fúsi froskagleypir eftir Ole Lund Kirke gaard í þýðingu Olgu Guðrúnar Árnadóttur. „Við sýndum þetta verk upphaflega 1972 í Bæjarbíói og það varð svo vinsæl sýning að við ákváð- um að fagna afmælinu með því að sýna það aftur. Leikstjórinn Björk Jakobs- dóttir staðfærði verkið þannig að nú er sögusviðið Hafnarfjörður nútímans og boðskapurinn er auðvitað sígildur, en verkið fjallar öðrum þræði um ein- elti,“ segir Þráinn. Sýningum á Fúsa froskagleypi var hætt fyrir fullu húsi í sumar en nú hefur sýningin verið tekin upp aftur og voru fyrstu sýningarnar um nýliðna helgi. Sýnt verður í Gaflaraleikhúsinu á laugardögum og sunnudögum. Næstu skref LH eru ekki að fullu ákveðin en Þráinn segir þó ýmislegt í bígerð sem ekki sé tímabært að greina frá. „Auk þess erum við með leiklistar- námskeið fyrir 8-15 ára krakka þar sem Björk Jakobsdóttir leikkona og Lárus Vilhjálmsson leiðbeina krökk- unum og gaman er að geta þess að flestir krakkarnir í Fúsa froskagleypi voru einmitt á slíku námskeiði áður en þau voru valin í sýninguna.“ Um hundrað manns eru skráðir félagar í LH en um 40 þeirra eru virkir í starfseminni að sögn Þráins. „Það er alltaf pláss fyrir gott fólk og við tökum vel á móti öllum svo það er bara um að gera að drífa sig af stað og taka þátt í skapandi og skemmtilegu starfi.“ fridrikab@frettabladid.is LEIKFÉLAG HAFNARFJARÐAR: FAGNAR 75 ÁRA AFMÆLI MEÐ BARNASÝNINGU Kraftmikið fólk nær flugi KRAFTMIKIL STARFSEMI „Það er alltaf pláss fyrir gott fólk og við tökum vel á móti öllum,“ segir Þráinn Óskarsson, formaður Leikfélags Hafnarfjarðar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Salan á bleiku slaufunni hófst um helgina en með kaupum á henni styður fólk við starf Krabbameins- félagsins. Í ár er ávinning- urinn tvöfaldur því um leið styrkir fólk fátækar barna- fjölskyldu í Suður-Afríku. Í Zúlúlandi í Suður-Afríku, er ein hæsta tíðni HIV-smits í heiminum. Þessi mikli far- aldur hefur valdið því að um 1,4 milljónir barna eru for- eldralaus. Í grænum sveitum Zúlú- lands búa margar „ömmur“ sem annast yfir tug barna hver. Sum börnin eru barna- börn þeirra en önnur hafa einfaldlega ekki í önnur hús að venda. Þessar ömmur, eða „Gógós“ eins og þær eru kallaðar, hafa litla tekju- möguleika og búa við afar þröngan kost í litlum leir- kofum. Norsku samtökin Zulu- fadder, sem stofnuð voru af leikkonunni Mari Maur- stad, veita þessum konum og börnum aðstoð m.a. með byggingu leikskóla, eflingu heilsugæslu og skóla. Í ár höfðu Zulufadder milligöngu um að útvega þeim vinnu við að perla bleiku slaufuna fyrir Krabbameinsfélag Íslands. Margrét Jónsdóttir og Elísabet Haraldsdóttir fóru sem sjálfboðaliðar á vegum Krabbameinsfélags Íslands og heimsóttu Zúlúland, kon- urnar sem unnu slaufurnar og starfsmenn samtakanna. Þar gengu þær úr skugga um að launin fyrir bleiku slauf- una færu beint til þeirra kvenna sem unnu hana. Slaufan skapar fátækum tekjur GÓÐ TEKJULIND Bleika slaufa Krabbameinsfélagsins var búin til af fátækum konum í Zúlúlandi í Suður-Afríku. BLEIKA SLAUFAN 2011 Í ár er bleika slaufan búin til úr perlum. ÓSKAR ÁRNI ÓSKARSSON skáld er 61 árs í dag. „Allir vegir geyma ferðalög, allar hafnir brottför og komu.“ Í niðurstöðum skoðanakönnunar um það hver ætti að verða frambjóðandi Demókrataflokksins í bandarísku forsetakosningunum 2008 sem birtar voru 3. október 2007 naut Hillary Clinton langmests fylgis. Hún hafði tólf punkta fram yfir helsta keppinaut sinn Barack Obama og í bandarískum blöðum var því slegið föstu að kapphlaupið um útnefningu flokksins til forseta- framboðsins væri lokið. Clinton væri örugg. Eftir því sem leið á kosningabaráttuna hrundi fylgið þó hratt af Clinton og á endanum stóð Barack Obama uppi sem forsetaframbjóðandi Demókrata. Hann sigraði síðan í forsetakosning- unum og varð 44. forseti Bandaríkja Norður- Ameríku og fyrsti þeldökki maðurinn til að gegna því embætti. ÞETTA GERÐIST: 3. OKTÓBER 2007 Hillary talin örugg um tilnefningu Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ingibjörg Snæbjörnsdóttir Bólstaðarhlíð 45, Reykjavík, lést laugardaginn 24. september á Hrafnistu, Hafnarfirði. Útför hennar fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn 3. október (í dag) kl. 13:00. Elín Birna Hjörleifsdóttir Jón Hjörleifsson Sigríður Hjördís Hjörleifsdóttir og aðrir aðstandendur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.