Fréttablaðið - 03.10.2011, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 03.10.2011, Blaðsíða 31
Kynning - auglýsing Við sérhæfum okkur á heimilis-byggingamarkaðnum,“ segir Jón Þór Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Rafports í Kópavogi. „Okkar aðalsmerki er gott úrval ljósa- og hitastýringa og við erum markaðs ráðandi afl í sölu stýrikerfa fyrir ljós og hita. Helsta nýjungin í þeim geira er kerfi sem heitir KNX og byggist á því að nú er hægt að stýra þessum kerfum í gegnum iPad og iPhone. Þannig geturðu tengst hús- inu þínu hvar sem þú ert staddur í heiminum, lækkað eða hækkað hit- ann, kveikt eða slökkt ljósin eða látið renna í pottinn á meðan þú ert á leið heim. Með þessari nýju tækni eru möguleikarnir endalausir. Önnur nýjung sem tengist iPad og iPhone er dokka sem tengd er rafmagnsdós- inni í veggnum og hátölurum þannig að hægt er að stinga iPhone eða iPod í og spila tónlist í fullum gæðum. Það eru ótal mjög spennandi hlutir að gerast í sambandi við iPadinn og um að gera fyrir fólk að kíkja við hjá okkur og kynna sér nýjungarnar.“ Láttu renna í pottinn með iPad Dyrasímar hafa fram til þessa verið lítið spennandi tæki; símtól í ramma við hlið útidyranna á flestum heimilum. En tækninýjungarnar eru hraðskreiðar í þeim geira eins og öðrum og Rafport býður gott úrval nýjustu gerða af dyrasímum. „Nýjung- arnar hjá okkur eru frá spænska framleið- andanum Fermax,“ segir Jón Þór Guðjóns- son, framkvæmdastjóri Rafports. „Við bjóð- um upp á dyrasíma bæði með hljóði, mynd og fingraskanna, ýmist hverju fyrir sig eða allt sambyggt í einu tæki. Æ fleiri velja það að hafa mynddyrasíma, enda er það sjálf- sagt öryggis atriði að geta séð hver það er sem stendur fyrir utan hjá þér. Síðan erum við með nýja dyrasíma sem henta mjög vel í fjöl- býlishús, netta og fallega handfrjálsa síma. Í stað þess að þurfa að tala í símtól ýtirðu bara á takka og talar beint í tækið sjálft. Þetta eru bæði fallegri og einfaldari símar en við eigum að venjast.“ Ýmsar fleiri nýjungar eru í boði hjá Raf- porti sem gott er fyrir fólk í þessum hugleið- ingum að kynna sér. Mynd- dyrasímar eru farnir að teljast sjálfsagt öryggis- tæki. Mynd, hljóð og fingraskanni Rafport við Nýbýlaveg 14 í Kópavogi býður allar hugsanlegar nýjungar í dyrasímum. Dyrasímar frá Fermax. Kynntu þér málið hjá sölumönnum okkar! Dyrasímar Vandaðir og stílhreinir mynd-dyrasímar frá FERMAX. Nýbýlavegi 14 s. 554 4443 rafport.is H u g sa s é r! Dokkan fyrir iPodinn er ekki fyrirferðarmikil. Jón Þór er staddur í verslun Rafports í Kópavogi og lætur renna í heitan pott á Akureyri í gegnum iPadinn. MYND/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.