Fréttablaðið - 05.10.2011, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 05.10.2011, Blaðsíða 4
5. október 2011 MIÐVIKUDAGUR4 LÖGREGLUMÁL Samtökunum Barna- heill – Save the Children á Íslandi bárust á síðasta ári ábendingar um íslenskar vefsíður sem vist- aðar eru erlendis og hver sem er getur sett inn efni á. Þar var meðal annars að finna kynferðislegt efni, texta og myndir af íslenskum stúlkum undir lögaldri. Þetta segir Petrína Ásgeirsdótt- ir framkvæmdastjóri samtakanna. Barnaheill tók í gær, í samstarfi við SAFT (Samfélag, fjölskylda og tækni) og embætti ríkislögreglu- stjóra, í notkun nýjan ábendingar- hnapp um ólöglegt og óviðeigandi efni tengt börnum á netinu. Með því að smella á hnappinn á www. barnaheill.is getur almenningur tilkynnt um slíkt efni. Nær 4.000 ábendingar um efni þar sem börn eru sýnd á kynferðislegan hátt eða beitt kyn- ferðisofbeldi hafa borist frá því að Barnaheill opnaði ábendinga- línu árið 2001. Á síðasta ári bárust samtökunum 30 ábendingar vegna mögulegs efnis þar sem börn eru beitt kynferðislegu ofbeldi eða sýnd á kynferðislegan hátt. Af þessum ábendingum reyndust 37 prósent vera myndir sem innihéldu ofbeldi gegn börnum. Einnig bárust tíu ábendingar um óviðurkvæmilegt efni á netinu svo sem Facebook-síður, þar sem menn villtu til dæmis á sér heim- ildir og þóttust vera aðrir en þeir eru. Samtals voru ábendingarnar því 40, töluvert færri en á árunum 2001 til 2008. Á árinu 2009 bárust samtals 59 ábendingar. Af þeim var rúmur helmingur, 58 prósent, efni þar sem börn voru beitt kynferðislegu ofbeldi eða sýnd á kynferðislegan hátt. Allar ábendingar um ólöglegt efni fara til embættis ríkislög- reglustjóra, þar sem þær eru rann- sakaðar og gripið til viðeigandi aðgerða, að sögn Petrínu. Þá fara ábendingar um óviðeigandi efni, svo sem meiðyrði, hótanir eða haturstal um ákveðna hópa, til net- þjónustuaðila til skoðunar. Petrína undirstrikar að markmiðið sé ekki einungis að ná til þeirra sem haldi úti vefsíðum með ólöglegu efni. Forvarnirnar sem í aðgerðunum felist séu ekki síður mikilvægar. jss@frettabladid.is Innlendar níðingssíður sýna íslenskar stúlkur Ábendingar hafa borist Barnaheill um íslenskar vefsíður, vistaðar erlendis, þar sem finna má kynferðislegt efni, texta og myndir, af íslenskum stúlkum undir lögaldri. Samtökin hafa nú tekið í notkun nýjan tilkynningarhnapp á vef sínum. PETRÍNA ÁSGEIRSDÓTTIR Framkvæmdastjóri Samtakanna Barnaheill – Save the Children á Íslandi segir að allar ábendingar um ólöglegt efni fari til embættis ríkis- lögreglustjóra. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÍTALÍA, AP Amanda Knox hélt heim til Bandaríkjanna í gær frá Ítalíu, þar sem hún var á mánudag sýknuð af morðákæru eftir að hafa dvalist fjögur ár í fangelsi. Fjölskyldu hennar var mjög létt og bjó sig undir að taka fagnandi á móti henni. Á hinn bóginn var fjöl- skylda Meredith Kercher í áfalli eftir niðurstöðu áfrýjunardómstóls- ins, sem sneri við dómi undirréttar. „Þetta var dálítið áfall,“ sagði Stephanie Kercher, systir hinnar myrtu. „Þetta er mjög óþægilegt. Við höfum enn engin svör fengið.“ Saksóknari ætlar að áfrýja mál- inu til hæstaréttar og segist sann- færður um að þá verði Knox og Sollecito fundin sek. Árið 2009 hlaut Knox 26 ára fangelsisdóm í undirrétti fyrir að hafa myrt Meredith Kercher í íbúð þeirra haustið 2007, þegar þær voru báðar um tvítugt. Kær- asti Knox, Raffaele Sollecito, hlaut 25 ára fangelsi fyrir aðild sína að morðinu, en hann var einnig sýkn- aður á mánudag. Þriðji maðurinn, Rudy Guede, hefur einnig hlotið dóm fyrir aðild sína, en dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði ekki staðið einn að verki. - gb Í Bandaríkjunum er því fagnað að Amanda Knox hafi losnað úr fangelsi á Ítalíu: Fjölskylda hinnar myrtu í áfalli AFTUR Á BYRJUNARREIT Móðir, bróðir og systir hinnar myrtu ræddu við fjölmiðla á Ítalíu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DANMÖRK Lars Løkke Rasmussen, leiðtogi hægrimanna í Danmörku, segist hæstánægður með stefnu- ræðu arftaka hans í forseta- embættinu, Helle Thorning- Schmidt. „Mér fannst þetta góð ræða. Þetta er töluvert annað en það sem við heyrðum í kosn- ingabaráttunni,“ skrifaði hann á Facebook-síðu sína og hrósaði nýju vinstristjórninni fyrir að ætla ekki að standa við öll kosningaloforðin. „Allt það sem ekki átti að gera – endurbæturnar á eftirlaunum og atvinnuleysisbótum – verður nú framkvæmt og er stefna stjórnar- innar. Margt af því sem átti að gera – auðkýfingaskattur og bankaskatt- ur – verður ekki að neinu og er ekki stefna stjórnarinnar.“ - gb Ánægður með nýja stjórn: Breytt stefna eftir kosningar SVÍÞJÓÐ, AP Þrír bandarískir vís- indamenn deila með sér Nóbels- verðlaunum í eðlisfræði þetta árið. Verðlaunin fá þeir fyrir kenningar sínar um útþenslu alheimsins. Þeir Saul Perlmutter, Brian Schmidt og Adam Reiss hafa, með rannsóknum sínum á fjarlægum sprengistjörnum, sýnt fram á að alheimurinn er stöðugt að þenjast út og mun enda í fimbulkulda og svartamyrkri meðan stjörnuþokur sundrast og fjarlægjast hver aðra svo hratt að ljósið af þeim nær ekki að berast til baka. Verðlaunin verða afhent hinn 10. desember. Þau nema ríflega 1,7 milljörðum íslenskra króna. - gb Nóbelsverðlaun í eðlisfræði: Endalok heims í kalda myrkri SAUL PERLMUTTER Tók fréttunum fagnandi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SAMKEPPNISMÁL Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur gert Vífil- felli að greiða 80 milljóna króna stjórnvaldssekt vegna misnotkun- ar á markaðsráðandi stöðu. Með ákvörðuninni er upphafleg sekt Samkeppniseftirlitsins lækkuð verulega, en hún hafði hljóðað upp á 260 milljónir króna. Samkvæmt niðurstöðunni braut Vífilfell af sér með skilyrðum í samningum við viðskiptavini sína, meðal annars um að þeir versluðu ekki við neina aðra. Nefndin lækkar hins vegar sektina til að gæta samræmis við aðrar sektarákvarðanir í sam- keppnismálum. - sh Samkeppnislagabrot staðfest: Sekt Vífilfells lækkuð mikið VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 27° 26° 18° 15° 20° 20° 15° 15° 26° 21° 31° 21° 29° 14° 21° 20° 14°Á MORGUN 5-10 m/s, hvassara A-til. FÖSTUDAGUR Breytileg átt um allt land. 4 3 2 4 3 5 3 6 5 8 -2 8 11 13 9 6 10 3 4 2 5 4 5 1 2 3 7 5 -1 -2 -1 5 KÓLNAR Það kólnar hressilega í veðri þessa dagana og við erum minnt á að veturinn er á næsta leiti. Norð- lægar áttir ríkja út vikuna með til- heyrandi úrkomu norðan til en bjart- ara veðri syðra. Í dag hvessir N- og NV-lands en lægir í nótt eða fyrra- málið. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður „Efni er ólöglegt þegar börn eru sýnd á kynferðislegan hátt, beitt kynferðis- legu ofbeldi, þegar um mansal á börnum er að ræða eða einelti á neti, þegar klámefni er aðgengilegt börnum, efni þar sem fullorðnir misnota börn á kynferðislegan hátt á ferðum sínum erlendis eða annað ofbeldisefni á netinu.“ Hvaða efni er ólöglegt? HELLE THORNING- SCHMIDT Í frétt blaðsins í gær um umferðarslys sagði fyrir misskilning að báðir í bíln- um hefðu verið undir áhrifum fíkniefna en því skal haldið til haga að einungis ökumaðurinn er grunaður um að hafa verið undir slíkum áhrifum. HALDIÐ TIL HAGA MENNTUN Borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins vilja að efnt verði til foreldraþings um skólamál nú í haust. Tillaga þess efnis var lögð fram á borgarstjórnarfundi í gær. Með því að halda foreldraþing myndi borgarstjórn efla lýðræðis- lega þátttöku foreldra í skólastarfi. Kvartað hefur verið yfir ónógu samráði meirihlutans í yfirstand- andi hagræðingaraðgerðum, að því er segir í tillögunni. Þingið á að vera öllum opið þar sem fjárhags- rammi borgarinnar, forgangsröð- un og stefnumótun verða kynnt. Tillaga sjálfstæðismanna: Borgin haldi foreldraþing Nýr aðstoðarmaður Árni Snæbjörnsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra. Árni tekur við af Gunnfríði Elínu Hreiðarsdóttur sem lét af störfum fyrir skömmu. Árni hefur meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri Bjargráðasjóðs og sem framkvæmda- stjóri Landssambands veiðifélaga. STJÓRNSÝSLA GENGIÐ 04.10.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 213,5788 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 119,21 119,77 183,26 184,16 157,21 158,09 21,12 21,244 20,094 20,212 17,212 17,312 1,5538 1,5628 184,25 185,35 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.