Fréttablaðið - 05.10.2011, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 05.10.2011, Blaðsíða 46
5. október 2011 MIÐVIKUDAGUR38 Samtök um sorg og sorgarviðbrögð NÝ DÖGUN www.nydogun. is www.sorg. is nydogun@nydogun. is Vetrarstarf Nýrrar dögunar hefst n.k fimmtudagskvöld 6. október kl 20:30 í safnaðarheimili Háteigskirkju. Sr. Svavar Stefánsson ræðir um sorg vegna sjálfvígs. Stuðningshópur byrjar í kjölfarið. Allir velkomnir. 3. nóv. Makamissir. Stuðningshópar byrja í kjölfarið. 8. des. Sorgin og jólin. Samvera í Grafarvogskirkju. Samverurnar verða í safnaðarheimili Háteigskirkju kl. 20:30. Húsið opnar kl 19:00 þar sem fólk getur komið, spjallað og fengið kaffi. Sorg vegna Sjálfsvígs Vetrardagskrá 2011 Myndsímtöl á 0 kr. í dag! Þú greið ir f. sím an r. o g a ðr a no tk un s kv . v er ðs kr á á si m in n. is Ef þú ert með GSM hjá Símanum hringir þú myndsímtöl innan kerfis Símans fyrir 0 kr. í dag. Magnaður miðvikudagur! Konukvöld Feminin Fashion Fimmtudaginn 6. október 17.30 – 21.30 Léttar veitingar í boði allt kvöldið. Stelpurnar frá naglaskólanum Professionails verða á staðnum og kynna það nýjasta í naglatískunni í haust. Feminin Fashion styður Krabbameinsfélagið í baráttunni gegn krabbameini hjá konum og býður Bleiku slaufuna til sölu. 25% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM Glaðningur í frá Nivea, Professionails, Vivag og Feminin Fashion í boði fyrir allar þær sem versla hjá okkur þetta kvöld. Tískuverslunin Feminin Fashion stærðir 40 – 56. | Bæjarlind 4 | 201 Kópavogur | Sími: 544-2222 | www.feminin.is „Ég myndi segja að bókin fjallaði meira um samfélagið á Íslandi en um Björk sjálfa,“ segir norski verð- launahöfundurinn Mette Karlsvik, en bók hennar, Bli Björk, kemur út í Noregi í byrjun nóvember. Útgáfa bókarinnar hefur vakið athygli, en fyrir helgi tók blaðamaður norska dagblaðsins Dagbladet viðtal við Björk á Íslandi og greindi henni frá útgáfu bókar- innar. Söngkonan virtist koma af fjöllum og sagði: „Þetta er óþægi- legt. Sérstaklega þar sem ég vissi ekkert um bókina. Ég vona að það komi fram að þetta sé skáldskapur og alls ekki sannleikurinn.“ Ástæðan fyrir því að bók Karls- vik er um Björk og Ísland er að hún hefur ávallt heillast af landi og þjóð. Hún segist bera virðingu fyrir tónlistarmanninum Björk og finnst samfélagið hér merkilegt. „Ég er enginn brjálaður elti- hrellir og stóð satt að segja í þeirri trú að Björk vissi um bókina,“ segir Karlsvik í samtali við Frétta- blaðið, en greinin í Dagbladet kom rithöfundinum í mikið uppnám. „Ég vil að það komi skýrt fram að þetta er skáldskapur frá upphafi til enda. Mig langaði að búa til nýja bókmenntastefnu og skrifa skáld- sögu um fræga manneskju sem er á lífi í dag. Það sló mig hins vegar þegar Björk sagði að sér fyndist þetta óþægilegt en hún þarf ekk- ert að óttast. Þetta er skáldskapur og mitt listaverk.“ Karlsvik dregur í efa að Björk hafi ekki vitað af útgáfu bókarinnar. Hún kveðst til að mynda hafa verið í miklu sambandi við föður hennar, Guðmund Gunn- arsson, en upphaflega átti hann að vera aðalpersóna bókarinnar. „Það var hins vegar fyrir tilstilli yfir- manns míns hjá forlaginu sem ég ákvað að hafa bókina um Björk,“ segir Karlsvik, sem hafði samband við Guðmund, aðallega vegna þess að hún hafði áhuga á stéttarfélög- um, en Karlsvik er í stjórn rithöf- undasambands Noregs. „Ég hringdi í hann og spurði hvort ég mætti nota persónu hans í skáldsögu. Hann samþykkti það og ég flaug til Íslands og tók við hann nokkur við- töl, og afraksturinn af þeim hefur birst í norskum fjölmiðlum en þau voru aðallega um stéttarfélög og pólitík.” Karlsvik segist aftur hafa haft samband við Guðmund þegar hún breytti viðfangsefninu yfir í Björk, auk þess sem hún hafði samband við aðstoðarmann hennar, James Merry. „Við skiptumst á nokkrum tölvupóstum og ég stóð í þeirri trú að þau samskipti hefðu farið fram með vitund Bjarkar. Þess vegna trúi ég tæpast að Björk hafi ekki vitað af útgáfu bókarinnar.“ alfrun@frettabladid.is LÖGIN VIÐ VINNUNA „Þetta er voðalega gott gengi miðað við litla íslenska stuttmynd,“ segir Jón Gústafsson. Stuttmyndin In a Heartbeat, sem Jón framleiddi og konan hans, Karolina Lewicka, leikstýrði, hefur verið sýnd víða um heim að undan- förnu við góðar undirtektir. Mynd- inni hefur verið boðið á fjórtán hátíðir til þessa og meðal annars hefur hún verið sýnd á Ítalíu, í Kan- ada og Úrúgvæ þar sem hún var valin besta dramatíska stuttmynd- in. Sömuleiðis fékk hún aukaverð- laun á Columbus-hátíðinni í Ohio. In a Heartbeat verður sýnd á alþjóðlegri barnamyndahátíð í Chicago í næsta mánuði og einnig er búið að bjóða Jóni til Indlands í nóvember. „Hún er að fara á allar topp tíu barnamyndahátíðirnar,“ segir Jón, sem tekur þó fram að myndin hafi ekki verið gerð sér- staklega fyrir börn. Hún fjallar um níu ára stelpu sem öðlast kjark til að rísa upp á móti ódæðismönnum. Með hlutverk stelpunnar fer Elín Perla Stefánsdóttir. In a Heartbeat var frumsýnd á Alþjóðlegri kvik- myndahátíð í Reykjavík í fyrra og var í framhaldinu tilnefnd til Eddu- verðlaunanna. Aðspurður segir Jón viðbrögðin við myndinni hafa verið miklu betri en hann þorði að vona. „Ég var sátt- ur við að hún færi bara á hátíðina í Reykjavík, ekki meira en það, en nú er hún búin að vinna þessi verðlaun.“ Síðasta mynd Jóns, Reiði guð- anna, sem fjallar um gerð myndar- innar Bjólfskviðu, var einnig sýnd á fjölda kvikmyndahátíða og vann hún til margra verðlauna. - fb Boðið á fjórtán erlendar hátíðir VINSÆL MYND Stuttmyndin In a Heart- beat sem Jón Gústafsson framleiddi hefur fengið mjög góðar viðtökur. „Þetta verður stærsti staðurinn, í fermetrum talið,“ segir Friðrik Weisshappel, athafna- maður í Kaupmannahöfn. Hann opnar þriðja Laundromat-staðinn sinn í höfuðborg Danmerkur þann 6. desember en þá á hann einmitt afmæli, verður 44 ára. Staðurinn stendur á sólríku horni á Gam- mel Kongevej 96 en þar var áður að finna teppabúð. Friðrik fékk húsnæðið afhent á laugardaginn og hefur síðan þá unnið daga og nætur við að rífa niður og byggja aftur upp. „Vinnudagarnir hafa verið sirka 17 tímar síðustu þrjá eða fjóra daga,“ segir Friðrik en hann auglýsti meðal annars eftir nýju starfsfólki á nýja staðinn í Frétta- blaðinu. „Af hverju ekki? Ef einhvern langar til að koma út og gera eitthvað skemmtilegt. Ég þarf að ráða 25 manns,“ segir Friðrik og bætir því við að honum finnist líka bara gaman að gera auglýsingar. Laundromat-staðirnir eru því orðnir fjórir en Friðrik segir að staðurinn við Austur- stræti í miðborg Reykjavíkur gangi mjög vel, þeir séu meðal annars búnir að kaupa eldhúsið á La Primavera til að anna eftir- spurn. „Þetta gengur vel, það er ekkert launungarmál og lykilatriðið að þessu er gott starfsfólk og góður endurskoðandi, ég fæ ekki að kaupa neitt nema hún sé búin að gefa mér leyfi.“ Friðrik vildi hins vegar ekk- ert tjá sig um hvort staðurinn við Gammel Kongevej væri sá síðasti. „Ég bara veit það ekki, ef það kæmi æðisleg staðsetning við Islandsbrygge þá er aldrei að vita. Maður á aldrei að hætta ef manni finnst eitthvað skemmtilegt.“ - fgg Opnar nýjan stað á afmælisdaginn STÓRTÆKUR Friðrik Weisshappel er að opna fjórða Laundromat-staðinn og þann þriðja í Kaupmannahöfn við Gammel Kongevej. Hann segist geta gert þetta vegna þess hversu heppinn hann sé með starfsfólk og endurskoð- anda. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN METTE KARLSVIK: SKRIFAR BÓK MEÐ BJÖRK Í AÐALHLUTVERKI Ég er enginn eltihrellir HEILLUÐ AF LANDI OG ÞJÓÐ Norski rithöfundurinn Mette Karlsvik ætlar að senda Björk eintak af Bli Björk og vonast til að hún sjái sér fært að lesa hana. Hver er skoðun þín á bókinni? „Ég hef ekki lesið hana svo það er erfitt að vera með skoðun. Ég get ekki neitað því að það er erfitt að fara ekki í varnarstöðu þegar fólk skrifar heila bók um mann og manns nánustu, einhver sem maður hefur aldrei hitt.“ Karlsvik segir að hún hafi verið í sambandi við meðal annars Guðmund Gunnarsson föður þinn og James aðstoðarmann þinn, og að þeir hafi vitað af ritun bókarinnar. Vissir þú ekkert um bókina áður en blaðamaður frá Dagbladet greindi frá því fyrir helgi? „Hún tók tvisvar viðtal við hann um verkalýðs- mál og pólitík og þess lags, ekki um persónulega hluti eða fjölskylduna. Hún hitti hann í þriðja sinn og bað hann að lesa handritið sem hann vildi ekki gera, þannig að það er ekki satt. Hún hafði samband við James þar sem hún sagðist vera að skrifa bók um Ísland og pólitík, ekki persónulega bók um mig og fjölskyldu mína. Hún sendi mjög pólitískan spurningalista sem ég svaraði ekki þar sem ég var að einbeita mér að tónlist á því tímabili. Þannig að mér finnst hún ekki hafa verið heiðarleg.“ SVAR FRÁ BJÖRK Fréttablaðið hafði samband við Björk sem gaf eftirfarandi svör. „Ég hlusta voða mikið á Johnny Cash og Bob Marley. Reyndar ratar Emilíana Torrini mjög oft á fóninn líka.“ Eyrún Ósk Jónsdóttir, leikstjóri myndar- innar Hrafnar, sóleyjar og myrra.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.