Fréttablaðið - 05.10.2011, Blaðsíða 23
Ágætu kennar-
ar, til hamingju
með daginn.
Alþjóðadagur
kennara er
helgaður jafn-
rétti. Á aðal-
fundi Alþjóða-
sambands kennara, EI, var sam-
þykkt ný stefna samtakanna í
skólamálum. Í stefnunni er lögð
mikil áhersla á jafnrétti til náms
á öllum skólastigum. Samtökin
vara sterklega við áhrifum ný-
frjálshyggjunnar á skólamál sem
birtast í aukinni áherslu stjórn-
valda víða um heim á einka-
framtak og einkarekstur innan
skólakerfisins. Þetta leiðir til auk-
ins ójafnréttis til náms, en slík er
reynsla þeirra þjóða sem fetað
hafa út á þá braut.
Einnig er varað við að
mælistokkar viðskiptalífsins
séu yfirfærðir á menntakerfi án
þess að innihald og forsendur
í menntamálum séu skoðaðar
eða hafðar sem leiðarljós. Krafa
um hagræðingu á kostnað
gæða í skólastarfi er slæmur
kostur og bent er á að stöðluð
próf segja ekki allan sannleikann
um innhald skólastarfs. Í stefnu
EI er einnig lögð mikil áhersla
á kennarann sem fagmann og
sérfræðing í kennslu. Í því sam-
hengi er bent á mikilvægi þess
að kennarinn þarf tíma til að
undirbúa hverja kennslustundi
sem og tíma til þess að vinna
úr úrlausnum nemenda. Verum
stolt af starfinu okkar kennarar,
því við menntum Íslendinga.
Á rið 1994 var Alþjóðadagur kennara haldinn hátíðleg-ur í fyrsta sinn. Við hljót-
um öll menntun og það er okkar
hagur að búa að góðum kennur-
um sem láta sér annt um okkur og
menntun okkar. Í þeim skilningi er
þetta dagur sem við getum öll gert
að okkar. Þann 5. október gefst kær-
komið tækifæri til að vekja athygli
á starfi kennara og þrýsta á um al-
þjóðlegar umbætur í skólamálum.
Alþjóðasamband kennara, EI, nýtir
sér daginn í þessu skyni og hvetur
aðildarsamtök sín til að gera slíkt
hið sama. Menningar málastofnun
Sameinuðu þjóðanna, Unesco, vekur
athygli á 5. október af sömu ástæðu.
Kennarar eru burðarás menntunar.
Á Alþjóðadegi kennara ár hvert
er lögð sérstök áhersla á einn stór-
an og mikilvægan málaflokk í þágu
menntunar og mannréttinda. Ein-
kennisorð okkar í ár eru: Kenn-
arar berjast fyrir kynjajafnrétti.
Þrennt er sérstaklega mikilvægt í
þessu samhengi: Jafnrétti karlkenn-
ara og kvenkennara, þar með talið
launajafnrétti, aðgengi stúlkna að
hágæðamenntun og loks hlutverk
kennara og skóla í að kveða niður
staðalímyndir um stráka og stelpur,
konur og karla.
Jafnrétti er í deiglunni á fleiri
vígstöðvum í alþjóðlegri kenn-
arasamræðu. Á sjötta heimsþingi
kennara í Höfðaborg í Suður-Afr-
íku í sumar samþykkti þingið að
leggja mikla áherslu á skólann
sem jöfnunartæki í samfélaginu.
Allir eiga að geta notið góðrar og
fjölbreyttrar menntunar og skóla-
göngu, burtséð frá kyni, þjóð-
erni, félagslegri stöðu, aldri, fötl-
un og svo framvegis. Skólunar þar
sem tekið er mið af þörfum okkar
fyrir að vinna saman í hópi, skapa,
læra, nota huga og hönd, iðka list-
ir, styrkja okkur sem einstaklinga
og sem siðaða samfélagsþegna. En
nýfrjálshyggjan lifir enn í skóla-
kerfinu víða um lönd þótt henni
hafi verið hafnað að margra mati
sem hugmyndafræði þegar krepp-
an skall á. Vegið er að velferðar-
kerfi og menntakerfi og barátt-
an fyrir raunverulegu jafnrétti
allra til góðrar menntunar hefur
harðnað gríðarlega, meira að segja
í Norðrinu, þ.e. hinum (fram að
þessu) ríku löndum. Stjórnvöld eru í
lykilhlutverki í skólamálum í hverju
landi og menntun má aldrei mæta
afgangi, eins og til dæmis með
því að afhenda hana einkaaðilum,
skera endalaust niður í skólum og
sinna ekki menntun og símenntun
kennara. Hvort er mikilvægara að
beina fjármunum til skólanna eða
verja þeim til eftirlitsaðgerða, lang-
vinnra fundarhalda og skýrslutöku
í anda Thatcherismans? Skólinn
snýst um heill og hamingju allra
barna og ungmenna, ekki bara
fárra. Til hamingju með daginn!
Kristin Elfa Guðnadóttir, útgáfustjóri KÍ
Kennarar burðarás menntunar
Raunverulegt jafnrétti!
Kennarasamband Íslands
Alþjóðadagur kennara 5. október 2011
Þórður Hjaltested,
formaður KÍ
KENNARAR
SKULU VERA
STOLTIR
KYNJAJAFNRÉTTI Í NÁMI
OG KENNARASTARFI
Í Alþjóðasambandi kennara eru
um fjögur hundruð landssamtök
kennara í yfir hundrað og sjötíu
löndum. Alþjóðadagur kennara
er haldinn hátíðlegur þann 5.
október ár hvert með ýmsum
hætti víða um lönd. Athygli er þá
jafnan vakin á stórum og mikil-
vægum málaflokkum sem tengj-
ast menntun. Í ár er það kynja-
jafnrétti, bæði í námi og kenn-
arastarfi.
Áhersla er lögð á þrennt:
1. Jafnrétti karlkennara og kven-
kennara, þar með talið launa-
jafnrétti. 2. Fullt aðgengi stúlkna
að hágæðamenntun til jafns við
drengi. 3. Mikilvægi kennara og
skóla í að kveða niður kynja-
staðalímyndir.