Fréttablaðið - 05.10.2011, Blaðsíða 32
5. október 2011 MIÐVIKUDAGUR24
Eiginmaður minn,
Sveinbjörn Markússon
kennari,
er látinn.
Fyrir hönd aðstandenda,
Anna Jónsdóttir.
Innilegar þakkir sendum við öllum
sem sýndu okkur hlýhug og samúð
við andlát og útför ástkærrar móður
minnar, tengdamóður og ömmu,
Sveinbjargar Eiríksdóttur
Frostafold 14, Reykjavík.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigríður Ósk Lárusdóttir Þorsteinn Alexandersson
Logi Guðjónsson
Valgerður Ragnarsdóttir
og barnabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
Jógvan Hansen
(Joen Edvard Jacob Hansen),
Vestmannaeyjum,
sem andaðist laugardaginn 17. september síðastliðinn,
verður jarðsunginn frá Landakirkju laugardaginn
8. október kl. 11.
Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug við andlát og útför ástkærs
eiginmanns míns, föður, tengdaföður,
afa og langafa,
Árna Árnasonar
fyrrv. forstjóra,
Sóltúni 10, Reykjavík.
Hjartans þakkir til lækna, hjúkrunarfólks og starfs-
fólks á B-4 Landspítala í Fossvogi sem annaðist hann
og okkur af einstökum kærleik og fagmennsku.
Einnig þökkum við Heimahjúkrun fyrir alla þeirra
umönnun og hjálp sem var ómetanleg. Stórfjölskyldan
og vinir fá innilegar þakkir og allir þeir, sem heiðruðu
minningu hans. Við biðjum Guð að blessa ykkur öll.
Guðrún Pálsdóttir
Árni Þór Árnason Guðbjörg Jónsdóttir
Þórhildur Árnadóttir Valdimar Olsen
Guðjón Ingi Árnason Sigríður Dögg Geirsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Systir mín,
Anna Hallsdóttir
frá Steinkirkju,
Þórunnarstræti 108, Akureyri,
lést á Dvalarheimilinu Hlíð þriðjudaginn 27. september.
Útför hennar fer fram frá Illugastaðakirkju
föstudaginn. 7. október kl. 14.
Elín Hallsdóttir
og aðrir aðstandendur.
timamot@frettabladid.is
ROBERT FREDERICK ZENON „Bob“ Geldof, söngvari og aðgerðasinni, er 60 ára í dag
„Stjórnmálamönnum er ekki treystandi. Það skiptir engu hver það er sem flytur pólitíska ræðu,
hann fer með eintómar lygar – og það á líka við um rokksöngvara sem flytja pólitískar ræður.“
„Sigursveinn fékk lömunarveiki þegar
hann var tólf ára og sagan af því hvern-
ig hann braust til mennta og varð fjár-
hagslega sjálfstæður er mjög merkileg,“
segir Sigursveinn Magnússon, systur-
sonur Sigursveins D. Kristinssonar tón-
skálds, inntur eftir því hvaða þætti í lífi
móðurbróður hans beri hæst. Tilefni
spurningarinnar er að í kvöld verður
Sigursveinsvaka í Hörpu til að minnast
þess að í apríl voru 100 ár frá fæðingu
Sigursveins D. Á tónleikunum kemur
fram fjöldi listamanna og flytur tón-
list eftir Sigursvein D., auk þess sem
stiklað verður á stóru í lífshlaupi hans.
„Hann braust ekki aðeins áfram
fyrir sjálfan sig heldur hjálpaði hann
öðrum til sjálfsbjargar líka,“ heldur
Sigursveinn áfram. „Það er ekki hægt
að segja að hann hafi verið stofnandi
Sjálfsbjargar, félags fatlaðra, en þegar
maður les þá sögu alla er greinilegt að
það var hann sem skynjaði kall tímans
og gaf merkið.“
Sigursveinn D. fór til endurhæfingar
og náms í Kaupmannahöfn, stund-
aði tónsmíðanám í Berlín, var ötull
baráttumaður fyrir réttindum fatl-
aðra, átti sæti á landsþingum ASÍ sem
fulltrúi Verkalýðs- og sjómannafélags
Ólafsfjarðar auk þess að stofna Tón-
skóla Sigursveins árið 1964. „Það var
reyndar atrenna að því,“ segir Sigur-
sveinn. „Hann stjórnaði tónlistarskóla
á Siglufirði í fimm ár eftir að hann
kom heim frá Berlín. Þar fékk hann
verkalýðsfélögin í lið með sér og þau
beittu sér fyrir tónlistarfræðslu sem
þá átti sér enga hliðstæðu hér á landi.
Hann var alla tíð virkur í verkalýðs-
hreyfingunni og eftir að hann flutti
hingað suður hafði hann frumkvæði
að stofnun bæði Söngfélags verkalýðs-
samtaka í Reykjavík og Lúðrasveitar
verkalýðsins sem er í fullu fjöri enn í
dag og er meðal þeirra sem koma fram
á tónleikunum í kvöld undir stjórn Kára
Húnfjörð Einarssonar.“
Meðal annarra sem fram koma eru
Sigrún Valgerður Gestsdóttir sópran
og Einar Jóhannesson klarínettuleik-
ari, auk þess sem geisladiskur með
flutningi þeirra á lögum Sigursveins D.
Kristinssonar verður til sölu. Aðrir sem
fram koma eru: Finnur Bjarnason tenór
og Örn Magnússon píanóleikari, Karla-
kór Reykjavíkur undir stjórn Friðriks
S. Kristinssonar, Strengjasveit Tón-
skólans undir stjórn Gunnsteins Ólafs-
sonar, Ólöf Sigursveinsdóttir sellóleik-
ari og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari
og Ágúst Ólafsson barítón og Ástríður
Sigurðardóttir píanóleikari.
Tónleikarnir hefjast klukkan 20 og
aðgangur er ókeypis.
fridrikab@frettabladid.is
SIGURSVEINSVAKA Í HÖRPU: TÓNLIST SIGURSVEINS D. KRISTINSSONAR
Baráttumaður og brautryðjandi
MINNAST SIGURSVEINS Sigursveinn Magnússon og Kristinn Sigursveinsson, sonur Sigursveins D. Kristinssonar, vinna saman að undirbúningi
Sigursveinsvökunnar í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
60
Merkisatburðir 5. október
1615 Spánverjavígin: Hópur baskneskra hvalveiðimanna er drep-
inn við Skaganaust yst í Dýrafirði.
1897 Barnablaðið Æskan hefur göngu sína.
1946 Alþingi samþykkir að veita Bandaríkjunum afnot af landi á
Miðnesheiði. Samningurinn veldur miklum deilum.
1946 Melaskóli hefur starfsemi sína.
1963 Hljómsveitin Hljómar frá Keflavík kemur fram opinberlega.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
Stefán M. Gunnarsson
fyrrverandi bankastjóri,
sem andaðist 26. september, verður jarðsungin frá
Kópavogskirkju föstudaginn 7. október kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarkort
Kópavogskirkju, s. 554 6820, eða Heimahlynningu
Landspítalans, s. 543 1159.
Hertha W. Jónsdóttir
Jón Gunnar Stefánsson, Tracey E. Stefánsson
Sigríður Þrúður Stefánsdóttir, Benjamín Gíslason
og barnabörn.
Sprengjur sprungu í tveimur krám í
bænum Guildford á Englandi að kvöldi
hins 5. október 1974. Fyrri sprengjan
sprakk rétt fyrir hálf níu og sú seinni
um hálftíma síðar. Fimm manns fórust í
sprengingunum; fimm hermenn í leyfi frá
störfum sínum á Norður-Írlandi og einn
óbreyttur borgari. Sextíu og fimm manns
særðust. Árið 1975 voru þrír ungir karl-
menn og ein kona dæmd fyrir sprengju-
tilræðið og fengu öll lífstíðardóma.
Árið 1977 var reynt að áfrýja málinu
en því var hafnað. Það var ekki fyrr en
tíu árum síðar, 1987, sem málið var
tekið upp aftur á grundvelli nýrra sönn-
unargagna. Hinn 18. október 1989 voru
dómarnir yfir fjórmenningunum, sem
gengu undir nafninu Guildford-fjórmenn-
ingarnir, úrskurðaðir ógildir og kallaðir
„stórkostleg réttarafglöp“. Fjórmenn-
ingarnir voru látnir lausir eftir fjórtán ára
veru í fangelsi.
Síðar voru þrír lögreglumenn ákærðir
fyrir að hafa falsað sönnunargögn við
rannsókn sprenginganna í Guildford en
málinu gegn þeim var vísað frá.
ÞETTA GERÐIST: 5. OKTÓBER 1974
Tvær krár sprengdar í Guildford