Fréttablaðið - 05.10.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 05.10.2011, Blaðsíða 6
5. október 2011 MIÐVIKUDAGUR6 20% afslátturaf Biomega vítamínum Fimmtudaginn 6. október kl. 12-14 Hátíðasalur Háskóla Íslands Í boði Viðskiptafræðideildar Þórhallur Guðlaugsson, dósent við Viðskiptafræðideild gerir grein fyrir þeim forsendum sem þurfa að vera til staðar þegar byggja á upp markaðsdrifið fyrirtæki. Friðrik Eysteinsson, aðjunkt við Viðskiptafræðideild mun fjalla um markaðslega færni og þátt hennar í frammistöðu fyrirtækja. Frosti Jónsson, markaðs- og birtingaráðgjafi hjá Birtinghúsinu fjallar um samfélagsmiðla og hvort þau fyrirtæki sem ekki eru að nota þá í markaðsstarfi sínu séu að fara á mis við tækifæri. Allir velkomnir, aðgangur ókeypis Markaðsfræðin í fortíð, nútíð og framtíð FÉLAGSVÍSINDASVIÐ 1911-2011 FÉLAGSVÍSINDASVIÐ HÁSKÓLI ÍSLANDS Þórhallur Friðrik Frosti Nú er hægt að fá fetaost sem kubb í saltvatni. Gott er að nota ostinn í salöt, samlokur, grænmetisrétti og á pítsuna. Ljúffengar uppskriftir með fetaosti er að finna á www.gottimatinn.is TOLLAMÁL Í alþjóðlegri aðgerð gegn sölu á fölsuðum og ólögleg- um lyfjum á netinu sem tollgæsl- an á Íslandi tók þátt í, lagði hún hald á tæplega 8.000 töflur. Aðgerðinni sem var alþjóðleg og mjög viðamikil lauk nýlega. Hún var skipulögð af WCO og Interpol og stóð hún yfir dagana 20. til 27. september. Þessi aðgerð er sú stærsta sem skipulögð hefur verið af þessu tagi og tók 81 land þátt í henni. Í aðgerðinni var meðal annars lagt hald á um það bil 8.000 sendingar og 2,4 milljónir taflna voru gerð- ar upptækar. Jafnframt var um það bil 13.500 sölusíðum lokað í framhaldinu. Meðal þeirra lyfja sem gerð voru upptæk voru fúkkalyf, krabbameinslyf, þunglyndislyf, flogaveikislyf, megrunarlyf og fæðubótarefni. Fjölmargir voru handteknir í tengslum við aðgerðina, ýmist fyrir framleiðslu, sölu eða dreifingu á efnunum. - jss Aðgerðir gegn fölsuðum og ólöglegum lyfjum á netinu: Tollurinn tók átta þúsund töflur ÓLÖGLEG LYF Viðamikilli, alþjóðlegri aðgerð gegn ólöglegum lyfjum á netinu er nýlokið. VIÐSKIPTI Endurheimtur úr þrotabúi Björgólfs Guðmundssonar munu að hámarki nema 0,65 prósent- um af kröfum, samkvæmt Sveini Sveinssyni, skiptastjóra búsins. Þetta kemur fram í stefnu á hendur fyrrverandi bankastjór- um Landsbankans sem þingfest var í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku, þar sem þeir eru krafðir um hátt í þrjátíu milljarða í skaðabætur. Tveir fyrrverandi auðmenn hafa verið lýstir gjaldþrota eftir bankahrun. Gjaldþrot Björgólfs er langstærsta gjaldþrot einstak- lings í sögu Íslands og eitt stærsta í heiminum. Kröfur í búið nema tæpum 101,4 milljörðum króna. Það næststærsta var þrot Magnús- ar Þorsteinssonar, viðskiptafélaga Björgólfs. Það nam 930 milljónum. Upp í þessa 101,4 milljarða munu mest fást fjórar milljónir evra, að því er segir í stefnunni. Í dag samsvarar sú upphæð ríflega 630 milljónum króna, innan við 0,65 prósentum af kröfum. Þar er um bankainnistæðu í Lúxemborg að ræða. Jafnframt kemur fram í stefnunni að afskap- lega lítið muni fást upp í kröfur í bú tveggja eignarhaldsfélaga sem voru að stærstum hluta í eigu Björgólfs; Fjár- festingarfélagsins Grett- is, sem meðal ann- ars átti megnið í Eim- skipi, og Grettis eignarhaldsfélags, sem meðal annars átti stærstan hlut í Straumi. Kröfur í bú hvors félags um sig nema rúmum 33,5 milljörðum en heimtur úr þeim verða í heild líklega ekki hærri en 733 milljónir, um eitt prósent krafna. - sh Fjórar milljónir evra á reikningi í Lúxemborg allt og sumt sem fæst upp í 101,4 milljarða kröfur: Heimtur úr búi Björgólfs verða mest 0,65% BJÖRGÓLFUR GUÐMUNDS- SON Mat eignir sínar í góðærinu á um 143 milljarða króna. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓMAR V. NEYTENDUR Knattspyrnuáhuga- fólki á að vera frjálst að skipta við útsendingaraðila utan heima- lands síns til að sjá leiki í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Evr- ópudómstóllinn úrskurðaði í gær að hömlur á slíku gengju í ber- högg við lög Evrópusambands- ins um óheft flæði á sölu vöru og þjónustu. Úrskurðurinn gæti haft áhrif hér á landi, þar sem Ísland er aðili að Evrópska efnahagssvæð- inu. 365, móðurfélag Fréttablaðs- ins, hefur sýningarrétt á enska boltanum og fleiri keppnum á Íslandi. Jóhannes Gunnarsson, formað- ur Neytendasamtakanna, segir í samtali við Fréttablaðið að í þess- um úrskurði séu góðar fréttir fyrir íslenska neytendur. „Fljótt á litið held ég að við hljótum að falla undir þetta sem hluti af EES og frjálsu flæði vöru og þjónustu, þannig að ég geri mér vonir um að þetta muni skerpa á samkeppninni hér.“ Jóhannes segir þó að enn eigi eftir að fara ítarlega yfir úrskurðinn og málið muni skýrast á næst- unni. Hann sé þó vongóður. „Virk sam- keppni er í raun eina trygging neytenda fyrir því að verð á vöru og þjónustu sé sem hagstæðast. Ef neytendum stendur það til boða að gera betri kaup en í dag hljótum við að fagna því.“ Snæbjörn Steingrímsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka myndrétt- hafa á Íslandi (SMÁÍS), segir hins vegar að málið sé ekki eins einfalt og það gæti sýnst í upphafi. „Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir að þetta geti stofn- að til mikillar einokunar ef einn aðili kaupir réttinn að Evrópu í heild sinni. Það verður ekki endi- lega eitthvert svaka frelsi og sam- keppni. Það gæti jafnvel orðið þannig að sýningarrétturinn yrði svo dýr að einungis stórfyrirtæki gætu staðið undir því.“ Ari Edwald, forstjóri 365, seg- ist ekki búast við því að þessi úrskurður hafi mikil áhrif á félagið til skemmri tíma litið. „Þetta er álit Evrópudómstóls- ins og ekki enn orðið að dóms- niðurstöðu í Bretlandi. Ef við gerum ráð fyrir að þróunin verði í þessa átt getur þetta sjálfsagt haft einhver áhrif á komandi árum en þau verða varla mikil eða snögg. Veruleikinn er sá að við búum þegar við samkeppni frá aðilum eins og Sky og við höfum staðið okkur vel þar. Okkar verð er lægra en það sem erlendu aðilarnir bjóða upp á, jafnvel þó að við sýnum mun fleiri leiki í beinni útsendingu. Svo vil ég ætla að flestir íslenskir knattspyrnuáhugamenn vilji hafa íslenska þuli, þætti og umfjöll- un um enska boltann, þannig að ég á ekki von á neinum snöggum umskiptum.“ thorgils@frettabladid.is Boltadómurinn gæti haft áhrif á Íslandi Evrópudómstóllinn úrskurðar að leyfilegt sé að selja áskrift að enska boltanum milli landa. Neytendasamtökin vonast eftir að samkeppni aukist. Forstjóri 365 segir nokkra samkeppni þegar ríkja og væntir ekki mikilla umskipta næstu ár. ARI EDWALD ALLTAF Í BOLTANUM Úrskurður Evrópudómstólsins kveður á um að ekki megi banna kaup á áskriftum á enska boltanum milli landa. Neytendasamtökin fagna aukinni samkeppni á þessu sviði, en forstjóri 365 segist ekki búast við miklum umskiptum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KJÖRKASSINN Sóttir þú einhverjar sýningar á RIFF-kvikmyndahátíðinni? Já 4,1% Nei 95,9% SPURNING DAGSINS Í DAG Fylgdist þú með stefnuræðu for- sætisráðherra á mánudag? Segðu þína skoðun á vísir.is.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.