Fréttablaðið - 13.10.2011, Síða 1
veðrið í dag
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
Sími: 512 5000
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup apríl - júní 2011
HEILBRIGÐISMÁL Líknardeild öldrunardeildar
Landspítalans á Landakoti verður lokað og
starfsemi hennar færð til líknardeildarinnar í
Kópavogi. Talið er að breytingin muni spara 50
milljónir króna og er hún liður í niðurskurðar-
ferli Landspítalans vegna fjárlaga næsta árs.
Framlög til spítalans eru í fjárlagafrumvarpi
skorin niður um 630 milljónir króna og talið
er að það muni hafa áhrif á um 90 störf innan
spítalans.
Pálmi V. Jónsson, yfirlæknir á öldrunardeild
Landspítalans, segir lokun líknardeildarinnar
ákveðið afturhvarf til fortíðar. „Það er eins og
það sé verið að fara 10 til 15 ár aftur í tímann.
Deildin var sérhæfð fyrir
aldraða en deildin í Kópa-
vogi er blönduð óháð aldri,“
segir Pálmi. „Maður sér á
hverjum degi hvað þjónust-
an skilar miklu. Því er mjög
erfitt að horfa upp á þetta
tekið í sundur.“
Á líknardeildinni á Landa-
koti eru níu sjúkrarúm og
er þar veitt lífslokameðferð
fyrir aldraða með líknandi
nálgun. „Þarna er verið að
fækka plássum og fólk fer
yfir í ósérhæfðari úrræði,“
segir hann. „Og þetta er
mjög veikt fólk við lok lífs
sem þarf virkilega á sérhæfðri meðferð að
halda. Þörfin er mjög mikil.“
Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir
að búið sé að ræða við mjög margar stórar ein-
ingar innan Landspítalans og kynna fyrir þeim
fyrirhugaðar breytingar, sem séu erfiðar og
viðkvæmar. Allt verði þó tilkynnt formlega í
dag.
Landspítalanum er gert að skera niður um
630 milljónir í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta
ár. Björn segir að vegna núgildandi fjárlaga,
þar sem niðurskurðarkrafan var einnig rúmar
600 milljónir króna, hafi þurft að segja um 85
manns upp störfum. Því megi gera ráð fyrir að
með niðurskurðinum í ár verði fjöldi þeirra sem
missi vinnuna að minnsta kosti svo mikill.
„Ef það er rýnt í tölurnar núna, þá er auðvelt
að sjá hvað er í vændum. En það kemur í ljós á
morgun [í dag],“ segir hann.
- sv / sjá síðu 6
Paratabs®
Nærbolurst. 86/92
-128/140
1.699,-
Boxer
st. 86/92
-128/140
1.299,-
Kjóll
st. 90-140 vnr. 846584
3.999,-
Náttkjóllst. 92/98 – 128/140 vnr. 847990
3.499,-
Náttföt
st. 92/98-
128/140vnr. 848011
4.499,-
Bolur
st. 90-140 vnr. 848975
1.999,-
Bolur
st. 90-140 vnr. 848975
1.999,-
Hettupeysast. 90-140vnr. 849066
3.999,-
Viðamesta frumsýning
Íslandssögunnar.
Heimsfrumsýnd 14. okt
á 11 stöðum og í 24
bíósölum um land allt!
Frostpinnar með hetjum valhallar
þrumudrykkurinn þór
hetjur valhallarspilastokkar
mjölnir hlaup með ávaxtabragði
NÝTT
VISATÍMABIL
væntanlegt
væntanlegt
fylgir með fréttablaðinu
í dag!
FJÓRBLÖÐUNGUR
HAGKAUPS
Fimmtudagur
skoðun 20
3 SÉRBLÖÐ
í Fréttablaðinu
Allt
POPP
SÝN
13. október 2011
239. tölublað 11. árgangur
Ef það er
rýnt í tölurnar
núna, þá er
auðvelt að
sjá hvað er í
vændum.
BJÖRN ZOËGA
FORSTJÓRI LAND-
SPÍTALANS
Hvítbók um náttúruvernd
Það er krafa dagsins að
lög um umhverfismál hljóti
heildarendurskoðun.
náttúruvernd 10
Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Brynja Dan Gunnarsdóttir brynjadan@365.is 512 5465 Snorri Snorrason snorris@365.is 512 5457
Bjargar
mannslífumPRIMEDIC hjartastuðtækið
• Ávallt tilbúið til notkunar• Einfalt og öruggt• Einn aðgerðarhnappur• Lithium rafhlaða• Íslenskt tal
Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is
Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16
NÝ SKÓSENDINGDragtadagar
20% afsláttur af öllum drögtum
Pils og buxnadragtir í mörgum sniðum. Hægt að púsla saman að vild.
Stærðir 36-52
Skoðið brot af úrvalinu á facebooksíðunni okkar
LÉTT FYLLTUR OG FLOTTUR
Teg. 198880 - létt fylltur og fl ottur í B C skálum á kr. 4.600,- buxur í stíl á kr. 1.995,-
Laugavegi 178 - Sími: 551 3366Opið mán.-fös. 10-18.Opið á laugardögum 10-14.Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.www.misty.is
MISTY er á ferð um landið, núna erum við á
HÚSAVÍK hjá Önnu Rúnu í síma 895-6771 og
á HÖFN hjá Hóffy í síma 861-6445, sjá nánar auglýsingu í staðarblöðum.
Mammoth-tískuhátíðin í Minsk þótti merki-
leg, en þar var sýndur klæðnaður sem í fæstum
tilfellum var mjög hefðbundinn. Til dæmis bar
þessi fyrirsæta afmyndaða vængi í tískusýningu
Svetlönu Ivashinu.
G uðlaugur Halldór Einars-son og Hrafnkell Flóki Kaktus Einarsson hafa þrátt fyrir ungan aldur nokkra reynslu af tónleikahátíðinni Iceland Airwaves sem haldin er í tólfta sinn um helgina. Saman skipa þeir hljómsveitina Captain Fufanu sem var stofnuð haustið 2008 og leikur nú í þriðja sinn á hátíðinni. „Ég held að þetta sé níunda Airwaves-hátíðin sem ég spila á,“ segir Hrafnkell hokinn af reynslu en hann hóf að leika á trompet með hljómsveitinni Ghostigital aðeins tíu ára að aldri.Báðir hafa strákarnir mjög flott-an fatasmekk en segjast þó ekki hafa sérstakan áhuga á tísku. „Nei, við erum ekkert að sitja á kaffihúsum og lesa tískublöðsegir G ðl
„Ég fæ fötin mín aðallega úr dán-arbúum, kannski ekki öll en ég fékk samt jakkann í alvöru úr dánarbúi,“ segir Guðlaugur um brúna köflótta frakkann sem hann klæðist. Hrafnkell verslar lítið á Íslandi. „Það er þá helst í Nolandi, ég er í gallabuxum þaðan en svo finnum við bara hitt og þetta hér og þar erlendis. Bara einhvers staðar úti á götu,“ segir Hrafnkell og bætir við að það séu flott föt í Weekday og Fred Perry-búðunum erlendis. Spurðir um færni sína við sauma-vélina segist Guðlaugur hafa breytt ýmsum flíkum og Hrafnkell segist leita til hans í von um að breyta fötum.
„Nei,“ svara þeir samtímis inntir eftir því hv t þ
Við afklæðumst samt bara þegar við erum í stuði en við erum alltaf í stuði svo þú getur lagt tvo og tvo saman,“ segir Hrafnkell.„Íslendingar eru svo fyndnir, þeir þurfa alltaf að gera sig fína þegar Yvan Rodic, betur þekktur sem „Facehunter“, kemur til lands-ins,“ segir Hrafnkell spurður hvort fólk klæði sig öðruvísi á hátíðinni.Þeir sem vilja hlýða á tónsmíð-ar drengjanna en eru ekki hand-hafar armbands á Iceland Air-waves-hátíðina geta séð þá á off-venue tónleikum á Kaffibarnum í kvöld. Einnig þeyta þeir skífum í versluninni Maníu frá klukkan þrjútil sex á laugardag Skl
Guðlaugur og Hrafnkell í Captain Fufanu velja föt fyrir sviðið með það að leiðarljósi að geta afklæðst.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Flíkur úr
dánarbúum
TÓNLISTARBLAÐ • 13. OKTÓBER
Með hnút í maganum
Óskar Jónasson og Ólafur
Jóhannesson frumsýna
nýjar bíómyndir í vikunni.
kvikmyndir 40
SLAGVIÐRI Í dag verða sunnan
8-18 m/s, hvassast V-til og við
A-ströndina. Víða rigning og tals-
verð úrkoma suðaustanlands en
úrkomulítið N-til. Hiti 5-12 stig.
VEÐUR 4
9
12
11
10
12
STOKKIÐ FRAM AF FOSSBRÚN Franski ofurhuginn Matthias Giraud stökk
fram af brún fossins Drífanda í Fljótshlíð fyrir nokkrum dögum. Fossinn er rúmlega 100 metra
hár og þurfti Giraud að hafa snör handtök við að opna fallhlífina – væri það látið ógert tæki
fallið aðeins fimm sekúndur. Allt fór þetta vel og verður hægt að sjá afrakstur ferðar Frakkans í
þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í kvöld. MYND/GÍSLI BERG
FERÐAÞJÓNUSTA Tilkoma tónlistar-
og ráðstefnuhússins Hörpu mun
fjölga ferðamönnum sem koma til
Íslands á hverju ári.
Tekjur tilkomnar vegna þessa
gætu á næstu árum verið á bilinu
1 til 1,4 milljarðar króna á ári og
orðið allt að þrír milljarðar á ári.
Þetta er niðurstaða Hagfræði-
stofnunar Háskóla Íslands sem
hefur gefið út skýrslu um áhrif
Hörpu á komu ferðamanna.
Sérstaklega er í skýrslunni horft
til þeirra erlendu ferðamanna
sem kunna að sækja ráðstefnur í
Hörpu. Þá telja skýrsluhöfundar
að tónlistarviðburðir í Hörpu muni
einnig draga að ferðamenn.
Í skýrslunni er loks bent á að
Harpa er þegar farin að hafa áhrif
á fjölda ferðamanna. Bókaðar og
staðfestar hafa verið 24 ráðstefn-
ur í Hörpu til ársins 2015. Gert
er ráð fyrir að 14.000 þátttakend-
ur sæki umræddar ráðstefnur, að
stærstum hluta erlendir gestir. Þá
er bent á að um 300 erlendir gestir
sóttu tónleika Jonasar Kaufmann í
Hörpu í maí.
Stefnt er að því að gera frek-
ari mælingar á því hversu margir
erlendir ferðamenn koma hingað
til lands vegna viðburða og ráð-
stefna í Hörpu eða vegna umfjöll-
unar um húsið í erlendum fjölmiðl-
um. - mþl / sjá síðu 4
Tekjur vegna Hörpu gætu orðið allt að 3 milljarðar á ári:
Ferðamönnum fjölgar vegna Hörpu
Líknardeild
lokað á LSH
Líknardeild Landspítala á Landakoti
verður lokað og starfsemin færð í
Kópavog. Um 90 gætu misst vinnuna
í áætluðum niðurskurði LSH.
Ætlar með Leikni upp
Willum Þór Þórsson tók við
1. deildarliði Leiknis í gær.
sport 48