Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.10.2011, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 13.10.2011, Qupperneq 10
13. október 2011 FIMMTUDAGUR10 Heildarúttekt á lagaum- hverfi heils málaflokks, sem er grunnur að smíði nýrrar löggjafar hér á landi, liggur fyrir í fyrsta sinn. Um er að ræða svo- nefnda Hvítbók til grund- vallar nýjum náttúruvernd- arlögum. Þetta felur ekki einungis í sér endurskoðun náttúruverndarlaganna sem fyrir eru heldur er litið til tengdra laga og alþjóðlegra skuldbindinga í viðleitni til að ná yfirsýn og góðri fót- festu við þá vinnu sem fram undan er. Markmiðið er göfugt; að styrkja stöðu náttúruverndar. Mikið hefur verið fjallað um umhverfismál að undanförnu og nýjar hugmynd- ir kalla á þessa endurskoðun enda má færa fyrir því rök að náttúru- vernd hér á landi líði fyrir óskýr og ómarkviss lög. Rétt er því í fyrri hluta þessarar fréttaskýringar að greina forsendur löggjafar um náttúruvernd. Í síðari hluta henn- ar verður gætt að hugmyndum um breytingar á stjórnsýslu náttúru- verndarmála. Mikið rit Hvítbók um náttúruvernd er mikil að vöxtum, vel á fimmta hundrað blaðsíður. Fyrst af öllu má nefna að þar er að finna afburðagóða lýs- ingu á náttúru landsins; einkenn- um hennar, stöðu og æskilegum verndaraðgerðum. Á þeirri lýsingu grundvallast síðan allt annað í bók- inni; hugmyndafræði sem forsenda löggjafar um náttúruvernd jafnt sem umfjöllun um skuldbindingar Íslands út á við, stefnu stjórnvalda og stjórntæki í náttúruvernd. Í samstarfsyfirlýsingu stjórnar- flokkanna segir að náttúruvernd verði hafin til vegs og virðingar og staða hennar innan stjórnarráðs- ins styrkt til muna. Í þeim anda var nefnd skipuð af Svandísi Svav- arsdóttur umhverfisráðherra og starfaði hún í tæp tvö ár. Nefndina skipuðu sérfræðingar á sviði nátt- úrufræða, stjórnsýslufræða og lög- fræði. Grundvöllur löggjafar Sú hugmyndafræði sem hefur legið til grundvallar náttúruverndar- lögum frá upphafi hefur verið gildi íslenskrar náttúru og fágæti hennar. Hún hefur jú, þegar allt er skoðað, orðið fyrir takmörkuð- um áhrifum af mannavöldum. Feg- urð hennar skiptir miklu enda leita flestir Íslendingar eftir upplifun- um í náttúrunni, þó það sé gert með ólíkum áherslum. Þá má nefna þýð- ingu auðlinda fyrir samfélagið, eða nytjagildið sem má greina allt frá fyrstu náttúruverndarlögunum frá 1956. Þar er þó að finna greinilega áherslu á nægjusemi eða að gætt sé að „endursköpunarmætti náttúru- auðæfa“. Í gildandi lögum frá 1999 má svo finna þá hugarfarsbreyt- ingu að vernda náttúruna á henn- ar forsendum frekar en að réttur og hagsmunir manna eigi að liggja til grundvallar allri löggjöf um umhverfis- og náttúruvernd. Nefndin var sammála um að byggja skuli ný náttúruverndarlög á grunni eldri laga en að leitast skuli við að skerpa á ýmsum greinum og efnisatriðum sem ekki hafa reynst nægjanlega vel. Stefna stjórnvalda Halda verður til haga hver stefnu- mörkun stjórnvalda hefur verið síð- asta áratug. Þetta er nauðsynlegt til að skilja á hvaða grunni ný löggjöf mun hvíla, enda um vegvísi stjórn- valda að ræða um náttúruvernd. Fyrst er að telja samþykkt ríkis- stjórnar árið 2002 um stefnumörk- un um sjálfbæra þróun, en þegar hún var uppfærð og settar nýjar áherslur fyrir líðandi stund var lögð áhersla á endurskoðun löggjafar um náttúruvernd. Í þessu samhengi er vert að minnast á rammaáætlun um verndun og nýtingu vatnsafls og jarðvarma sem bundin er öðrum lögum um náttúruvernd órofabönd- um. Það kemur fram í Hvítbókinni að í náttúruverndarlögunum verði stefnt að því að skilgreina af meiri nákvæmni en fyrr hvað skal vernda og af hverju, og með því verður byggð upp aðferðafræði við mat á verndargildi. Það hefur marga snertifleti við rammaáætlunina. Í Hvítbókinni er jafnframt fjallað um aðra þætti í stefnu stjórnvalda sem munu marka vinnuna við end- urskoðun laganna. Í desember 2010 var samþykkt í ríkisstjórn áætlun um framkvæmd stefnumörkunar um líffræðilega fjölbreytni. Sam- kvæmt henni er meðal annars talið nauðsynlegt að auka umfang vökt- unar og grípa til verndaraðgerða ef þörf krefur. Þá verður að hafa hugfastar skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum og um málefni hafsins. Ótalin er svo áætlanagerð af ýmsum toga, sem er að finna í náttúruverndaráætlun og land- græðsluáætlun svo tvennt sé nefnt. Við þessa áætlanagerð hefur verið hugað sérstaklega að vernd víð- erna, landslags og sérstæðra jarð- myndana og vistgerða á hálendinu og vernd og endurheimt votlendis og birkiskóga. Í Hvítbókinni segir að einn meg- inhvatinn að endurskoðun nátt- úruverndarlaganna nú séu skuld- bindingar Íslands samkvæmt alþjóðasamningum. Til sanns vegar má færa að þær hafa mótað þróun umhverfismála meira en margt annað á síðustu árum. Stefnumörk- un stjórnvalda verður að skoða í því ljósi. Grundvallarreglur Eitt það mikilvægasta við endur- skoðun laganna er að mati nefnd- arinnar innleiðing á meginreglum umhverfisréttar. Þessar reglur komu fyrst fram á Ríó-ráðstefnunni um umhverfi og þróun árið 1992 og dæmi eru um að vísað sé beint til þeirra í texta alþjóðlegra samninga. Hins vegar hafa frumvörp til laga um meginreglur umhverfisrétt- ar verið lögð fram á Alþingi í þrí- gang án þess að nokkurt þeirra næði fram að ganga. Markmiðið með því að innleiða meginreglurnar er að „stuðla að sjálfbærri þróun og sjálf- bærri nýtingu umhverfis, auðvelda samþættingu umhverfissjónar- miða við önnur sjónarmið og draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum ákvarðana sem varða umhverfið,“ eins og segir í Hvítbókinni. Með öðrum orðum, að festa í sessi þau sjónarmið sem nú eru ríkjandi í náttúruvernd og skapa viðmið sem verður að taka tillit til þegar tekn- ar eru ákvarðanir sem hafa áhrif á náttúru og umhverfi. Rauði þráðurinn er að styrkja náttúruverndarsjónarmið í lögum og færa þau framar í ákvarðana- tökunni. Dæmi: Ekki byrja að grafa fyrr en búið er að ganga úr skugga um hvað verður fyrir tönninni eða að skortur á vísindalegri þekkingu verði ekki notaður sem rök fyrir að ráðast í framkvæmdir, eins og var- úðarreglan fjallar um svo tekið sé dæmi. Friðlýsingar sem stjórntæki Í Hvítbókinni er fjallað um helstu stjórntæki sem til greina kemur að beita í löggjöf um náttúruvernd. Markmiðasetning og meginreglur umhverfisréttar falla þar undir sem og gerð áætlana, eins og vikið hefur verið að. Friðlýsing er þó sú aðferð sem helst hefur verið beitt í íslenskri náttúruvernd og vekur ný útfærsla þessa verndunarúrræðis sérstaka athygli við lestur Hvítbókarinnar. Lengi vel voru friðlýsingar frek- ar tilviljunarkenndar en í tveimur síðustu náttúruverndaráætlunum hefur verið reynt að innleiða þá hug- myndafræði að vernda á grunni vís- indalegrar þekkingar og beita við- urkenndum aðferðum við mat á verndargildi náttúruminja. Á þetta verður lögð sérstök áhersla og í samræmi við alþjóðlegar skuldbind- ingar Íslands vill nefndin að skipu- lega verði unnið að því að mynda net verndarsvæða hér á landi og í hafinu umhverfis landið. Það ætti að tryggja nægjanlega vernd til þess að viðhalda líffræðilegri fjöl- breytni landsins og á sama hátt ætti slíkt svæðanet að tryggja skipulega vernd landslags og jarðmyndana. Það er tillaga nefndarinnar að fjölga friðlýsingaflokkum og eins og sést á meðfylgjandi töflu endur- speglar það með skýrari hætti til- gang og markmið friðlýsinga. Sú flokkun sem stungið er upp á er í betra samræmi við flokkunarkerfi Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN) sem einfaldar alþjóðlegan samanburð verndaðra svæða og mat á árangri. Reyndar kristallast viðfangs- efni löggjafans þegar litið er til friðlýsinga. Það hefur verið stefna stjórnvalda að friðlýsa ekki svæði í andstöðu við landeigendur og við- komandi sveitarfélög þrátt fyrir heimildir til þess. Þannig hafa hags- munir heildarinnar og náttúrunnar þurft að víkja ef landeigandi eða viðkomandi sveitarstjórn eru mót- fallin friðlýsingu. Það hefur ekki einu sinni verið hægt að friðlýsa land í eigu ríkisins ef viðkomandi sveitarstjórn leggst gegn því. Þessu veltir nefndin upp og telur eðlilegt að ákvarðanir um friðlýsingar séu teknar út frá mikilvægi þess sem friðlýsa á og heildarhagsmunum. Eins og segir í Hvítbókinni þá er náttúruvernd sameiginlegt verkefni þjóðarinnar allrar og þess vegna verði að vera mögulegt að friðlýsa mikilvæg svæði þótt samþykki ein- stakra landeigenda fáist ekki. Brotakennd lög Framsetning málsins í Hvítbókinni gefur fyrirheit um að ný lög bæti úr augljósum galla íslenskra laga um málefni umhverfisins sem er hversu brotakennd þau eru. Hér er boðuð sú hugmyndafræði að fella saman ýmsa lagabálka en borgarar þessa lands hafa ekki texta á einum stað þar sem gerð er grein fyrir rétt- indum þeirra og skyldum varðandi vernd náttúrunnar. Þetta varðar almannarétt, eitt meginatriði bókarinnar, en hug- myndin er að kveða mun skýrar á um það atriði í nýjum lögum. Gera má ráð fyrir að réttur almennings muni aukast með nýrri löggjöf og ákvarðanir verði teknar út frá forsendum náttúrunnar en ekki einkahagsmunum. Brotakennd lög endurskrifuð VIÐ MÝVATN Skútustaðagígar eru gervigígar sem friðlýstir voru sem náttúruvætti 1973. Gervigígar myndast við það að glóandi hraun streymir yfir vatn eða votlendi. Gígarnir nefnast gervigígar þar sem hraunkvikan kemur ekki beint úr iðrum jarðar við myndun þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Heiti frið- lýsingarflokks Hlutfallsleg stærð svæða Tilgangur og markmið friðlýsingar Náttúruvé Oft minni svæði eða hluti stærri svæða Friðlýsing með strangri verndun, miklum takmörkunum á umferð og nýtingu, í þeim tilgangi að varðveita líffræðilega fjölbreytni og mögulega einnig jarðminjar/ jarðmyndanir. Svæðin geta haft ómetanlegt gildi sem viðmiðunarsvæði fyrir vísindarannsóknir og vöktun. Víðerni Stór lítt snortin svæði Friðlýsing miðar fyrst og fremst að því að varðveita víðáttumikil svæði, lítt snortin af áhrifum, inngripum og framkvæmdum mannsins. Þjóðgarðar Venjulega stærri svæði Friðlýsing til að vernda heildstætt landslag, jarðmyndanir og vistkerfi svo og menningarleg og söguleg gildi viðkomandi svæðis m.a. til að stuðla að því að almenningur eigi aðgang að fjölbreyttum náttúru- legum svæðum til útivistar og fræðslu. Náttúruvætti Oftast minni svæði Oftast jarðfræðileg fyrirbæri sem vernduð eru vegna fræðilegs gildis, fegurðar eða sérkenna. Friðlönd Misstór svæði Friðlýst vegna mikilvægra vistkerfa, vistgerða, tegunda og búsvæða þeirra. Landslags- verndarsvæði Venjulega stærri svæði Friðlýsing miðar að verndun sérstæðs og fágæts landslags, landslagsheilda og jarðmyndana. Verndarsvæði með sjálfbærri hefðbundinni nýtingu Venjulega stærri svæði Friðlýsing þjónar fyrst og fremst þeim tilgangi að vernda náttúruleg vistkerfi sem nýtt eru með sjálf- bærum hætti. Fólkvangur Misstór svæði Friðlýsing náttúrulegs svæðis til útivistar í grennd við þéttbýli. FRÉTTASKÝRING: Hvítbók um náttúruvernd fyrri hluti Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.