Fréttablaðið - 13.10.2011, Side 16

Fréttablaðið - 13.10.2011, Side 16
13. október 2011 FIMMTUDAGUR16 Þingræði á Íslandi í 100 ár Uppruni, eðli og inntak þingræðis - framkvæmd þingræðis á Íslandi. Opið málþing á vegum Alþingis og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála í tilefni af útgáfu bókarinnar „Þingræði á Íslandi. Samtíð og saga.“ föstudaginn 14.október 2011 kl. 13.15-15.00. Háskólatorg stofa 105. Í 16 hagur heimilanna Allar eftirlitsskýrslur Umhverfis- stofnunar verða framvegis birtar á vef stofnunarinnar, www.ust.is. Þannig getur hver sem er fylgst með stöðu mála hvað varðar meng- andi starfsemi, hvar sem er á land- inu, hvenær sem er, að því er segir á vefnum. Þar segir að á forsíðu vefsins sé hægt að skoða landakort með öllum fyrirtækjum sem Umhverfisstofn- un hefur eftirlit með og komast beint inn á hvert fyrirtæki fyrir sig. Þar sé hægt að skoða starfsleyf- ið, eftirlitsskýrslur og upplýsingar um beitingu þvingunarúrræða hafi þess verið þörf. Umhverfisstofnun hefur eftir- lit með álverum, efnaiðnaði, fisk- eldi og kræklingarækt, fiskimjöls- verksmiðjum, olíubirgðastöðvum, úrgangi, efnamóttöku og verk- smiðjum. Reglubundið eftirlit fer fram ýmist einu sinni eða tvisvar á ári, að því er greint er frá á vefnum. Með birtingu skýrslnanna er verið að bæta upplýsingamiðlun um umhverfismál. Umhverfisstofnun hvetur almenning til þess að kynna sér eftirlit með mengandi starfsemi og til að koma ábendingum á fram- færi við stofnunina. Eftirlitsskýrslur Umhverfisstofnunar birtar á netinu: Skoða má eftirlit með mengun SORPBRENNSLAN FUNI Díoxin frá Funa í Skutulsfirði mældist tugfalt yfir viðmiðunar- mörkum. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA Miklar líkur eru á að svindlað sé á ferðamönnum sem taka leigubíl í evrópsk- um stórborgum. Þetta sýna niðurstöður sameiginlegrar könnunar félaga bifreiða- eigenda í Evrópu, Eurotest. Farnar voru 220 ferðir í 22 evrópskum stórborgum. Í 82 ferðanna fóru leigubíl- stjórarnir krókaleiðir á kostnað farþeganna, eink- um að næturlagi. Leigubílstjórar í evrópskum stór- borgum eru ekki alltaf þjónustu- liprir við ferðamenn. Bílstjórarn- ir svindla auk þess á þeim, að því er könnun félaga bifreiðaeigenda í Evrópu leiddi í ljós. Í sumum borganna 22 sem könnunin var gerð neituðu bílstjórarnir að taka farþega með þegar ákvörðunar- staðurinn var í göngufjarlægð. Það kom einnig fyrir að leigubíl- stjórarnir stöðvuðu bílinn í 500 m fjarlægð frá þeim stað sem þeir voru beðnir um að aka til. Í helmingi borganna töluðu leigu- bílstjórarnir ekki ensku, að því er kemur fram á vef danskra sam- taka bifreiðaeigenda, FDM. Í Genf þurfti farþegi að greiða nær 250 krónur aukalega fyrir að taka með fartölvu í leigubíl- inn. Stutt leigubílaferð í Hamborg varð 213 prósentum dýrari en hún átti að vera. Leigubílstjórar fengu hvergi toppeinkunn en best var þjónust- an í Barcelona, München, Köln, Mílanó, Berlín, París og Lissa- bon. Verst var þjónustan í Madr- íd, Prag, Vín, Amsterdam, Lúx- emborg, Róm og Ljúbljana. Í 82 ferðanna af þeim 220 sem farnar voru fóru bílstjórarnir krókaleið- ir, einkum að næturlagi. Í öllum borgunum voru eknar fimm leiðir. Ekið var frá flugvelli að aðallestarstöð, frá aðallestar- stöð að ráðstefnuhöll, frá ráð- stefnuhöll að hóteli (stutt leið), frá miðbæ að áhugaverðum stað fyrir ferðamenn (stutt leið) og frá hót- eli að veitingastað. Allar leiðirnar voru eknar frá 6 til 9 að morgni og frá 22 að kvöldi til 5 að morgni. Sá sem tók leigubílinn gaf sig út fyrir að vera kaupsýslumaður. Markaðsstjórinn hjá FDM tra- vel, Line Danvad, segir það vera augljóst að þægilegast sé að taka leigubíl. „Við mælum hins vegar með því að ferðamenn taki rútu, skutlu eða lest þegar þeir þurfa að komast frá flugvelli að hóteli.“ Hún mælir einnig með að ferðamenn notfæri sér almenn- ingssamgöngur á leið sinni um stórborgir. Ætli menn hins vegar að taka leigubíl sé skynsamlegt að spyrja um verðið fyrirfram. Jafnframt að kynna sér leiðina frá flugvelli að hóteli áður en farið er að heim- an. Með staðsetningartæki í far- símanum sé hægt að fylgjast með leiðinni en þá þurfi að hafa í huga gjald fyrir nettenginguna. Skoða ætti hvort leigubílstjór- inn er með sýnilegt persónuskil- ríki. Það ætti að vera til marks um að leigubíllinn sé skráður. Markaðsstjórinn bendir einn- ig á að ferðamenn ættu að ganga úr skugga um það fyrirfram hvort þeir geti haft samskipti við leigubílstjórann þar sem það dragi úr hættu á misskilningi og svindli. ibs@frettabladid.is Leigubílstjórar stórborga svindla á ferðamönnum Í PRAG Leigubílstjórar í Prag eru meðal þeirra sem komu illa út úr evrópskri neytendakönnun. Börn undir átta ára aldri ættu ekki að blása í blöðrur án eftirlits. Í reglugerð Evrópusambands- ins, ESB, frá 1988 segir að á umbúðum utan um gúmmíblöðrur eigi að vera viðvörun til foreldra um að þeir láti ekki börn undir átta ára aldri leika sér ein með blöðrur. Bent er á að börn geti kafnað reyni þau að blása í blöðru þar sem hætta sé á að þau sjúgi blöðruna að sér. Hún geti þá fest í hálsinum og þau kafnað. Jafnframt segir í reglugerðinni að leikföng sem ætluð eru börnum undir þriggja ára aldri eigi að vera það stór að ekki sé hætta á að börn gleypi þau. ■ Reglugerð ESB Börn undir átta ára blási ekki í blöðrur án eftirlits Það er ekki bara sykur í sælgætinu á nammibarnum. Í víngúmmíböngsunum er kopar sem gefur grænan lit. Í frauðsveppunum er seyði úr lús sem gefur þeim rauðan lit, sams konar seyði og notað er í varaliti. Þetta má lesa á vefsíðu dansks neytendablaðs sem einnig greinir frá því að ilmefnin E-100 og E-120 séu í víngúmmíi. Í gúmmíinu, og ýmsu öðru sælgæti á nammi- barnum, er jafnframt gelatín sem framleitt er úr sinum, beinum og húð af svínum og nautgripum. Að utan eru flestar sælgætistegundirnar meðhöndlaðar með býflugnavaxi og vaxi úr brasilískri pálmategund til þess að þær verði glansandi og mygli ekki. ■ Sælgæti Hvað inniheldur sælgætið á nammibarnum? GÓÐ HÚSRÁÐ pissað undir Kartöfl umjöl á blettinn Ef barnið vætir rúmið er gott að strá kartöflumjöli yfir blettinn meðan hann er blautur og láta þorna alveg. Ryksugið svo upp kartöflumjöl- ið sem drekkur í sig þvagið og dýnan verður blettalaus. Ódýrustu gallabuxurnar fá bestu einkunnina þegar kemur að siðferðis- legri frammistöðu framleiðenda. Ekki er því hægt að ganga út frá því að betur sé staðið að framleiðslunni þótt verðið sé hátt. Þetta sýnir ný könnun neytendasamtaka Evrópu sem greint er frá á vef Neytendasamtakanna. Haft var samband við 15 þekkta gallabuxnaframleið- endur sem selja vörur sínar í Evrópu og þeim sendir spurningalistar. Þá var farið í heimsókn í verksmiðjurnar til að kanna raunverulegar aðstæður. Einungis sex af 15 vildu taka þátt. Við einkunnagjöfina var tekið mið af aðstæðum í verksmiðju, umhverfisstefnu, stefnu varðandi samfélagslega ábyrgð, gegnsæi og upplýsingum til neytenda. Á meðal þeirra sem fá falleinkunn eru Diesel, Lee Jeans og Wrangler. Hæstu einkunn fengu gallabuxur frá H&M, Zöru og Jack & Jones. ■ Frammistaða framleiðenda Ódýrustu gallabuxurnar fengu hæsta einkunn 61,77% ER SÚ HÆKKUN sem orðið hefur á verði ferskra ýsuflaka á síðustu fimm árum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.