Fréttablaðið - 13.10.2011, Side 22

Fréttablaðið - 13.10.2011, Side 22
22 13. október 2011 FIMMTUDAGUR Sölufulltrúi hannes@remax.is Sími: 699 5008 Fyrsta skrefið er að vita hvers virði eignin þín er. Fáðu frítt og vandað verðmat. hdl. lögg. Fasteignasali Sími: 510-7900 Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að leggja orð í belg um málefni líð- andi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð, að hámarki um 4.500 tölvuslög með bilum. Aðeins er tekið við yfirlesnum og villulausum texta. Greinahöfundar eru beðnir að hafa í huga að því styttri sem greinin er, þeim mun líklegra er að hún fái skjóta birtingu. Eingöngu er tekið við raunverulegum umræðugreinum, en ekki greinum sem eru fyrst og fremst kynning á til dæmis fyrirtæki eða félagasamtökum, ráðstefnu eða átaki. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@frettabla- did.is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða á Vísi eða í báðum miðlum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. Sendið okkur línu Ísland getur skipað sér í fremstu röð á alþjóðavett- vangi, sem grænt hagkerfi, með áherslu á hreina náttúru, sjálf- bæran orkubúskap, nýsköpun og menntun til sjálfbærni. Þetta er framtíðarsýn þverpólitískr- ar nefndar með aðild allra þing- flokka á Alþingi sem nú hefur skilað niðurstöðum sínum um eflingu græna hagkerfisins á Íslandi eftir tólf mánaða starf. Í skýrslunni kynnir nefndin stefnu- mið sem liggja til grundvallar 48 tillögum um aðgerðir til að örva þróun í átt til græns hagkerfis á Íslandi. Hvers vegna grænt hagkerfi? Um 20% mannkyns taka til sín 80% af orku og auðæfum heims og losa lungann af þeim gróður- húsalofttegundum sem leystar eru í andrúmsloftið af manna- völdum. Ef allir jarðarbúar leyfðu sér orkueyðslu Vestur- landabúa, að óbreyttu tæknistigi, væri framtíð mannkyns stefnt í voða. Það er stærsta og líklega mikilvægasta verkefni mannkyns á þessari öld að móta efnahags- og atvinnustefnu sem dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda og nýtir orku á sjálfbæran hátt. Fjöldi þjóðríkja og alþjóðastofn- ana á borð við Sameinuðu þjóð- irnar, Evrópusambandið, Norður- landaráð og OECD líta á það sem forgangsverkefni að skilgreina grænt hagkerfi og varða veg sem dregur úr ágengni atvinnustarf- semi á vistkerfið. Græn orka en mikil sóun Við Íslendingar höfum lengi stát- að af því að vera land hreinnar orku og áætlað hefur verið að um 80% allrar orku sem notuð er í landinu séu endurnýjanleg orka sem á upptök sín í virkjun vatns- afls eða jarðvarma. Íslendingar eru hér í sérflokki vestrænna þjóða, en til samanburðar má geta þess að Evrópusambandið hefur sett sér það mark að hlut- deild endurnýjanlegar orku verði orðin 20% árið 2020. Ef litið er til orkuneyslu blasir hins vegar við okkur önnur mynd, en nýleg rannsókn í Háskóla Íslands gefur til kynna að Íslend- ingar séu neyslufrekasta þjóð jarðar, skv. mælingu á svokölluðu vistspori. Þá gerir það íslenskt hagkerfi viðkvæmara fyrir ytri áföllum hve orkunýtingin er ein- hæf. Það segir sína sögu að ein atvinnugrein – áliðnaður – stóð undir 74% af raforkunotkun landsins árið 2009 en engin önnur atvinnugrein náði meira en 6% hlutdeild. Af ofansögðu má draga þá ályktun að Ísland getur verið í fararbroddi á alþjóðavettvangi í þróun til græns hagkerfis en for- senda þess er að landsmenn og atvinnufyrirtækin í landinu taki til rækilegrar endurskoðunar neysluvenjur, framleiðsluferla og forgangsröðun í atvinnumálum. Hvað er grænt hagkerfi? Eðlilegt er að spurt sé, hvað er grænt hagkerfi fyrir nokkuð? Nefnd Alþingis styðst við þá skil- greiningu Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna að grænt sé það hagkerfi sem leiði til auk- inna lífsgæða um leið og dregið sé verulega úr umhverfislegri áhættu og röskun vistkerfa. Í grænu hagkerfi er áhersla lögð á atvinnustarfsemi sem dregur úr mengun og losun gróðurhúsaloft- tegunda, stuðlar að bættri nýt- ingu orku og auðlinda og kemur í veg fyrir hnignun líffræðilegrar fjölbreytni og þjónustu vistkerfa. Í stuttu máli einkennist grænt hagkerfi af aukinni verðmæta- sköpun á sama tíma og dregið er úr álagi á náttúruna. Grænt hagkerfi á Íslandi kallar því á atvinnustefnu sem byggir á auk- inni fjölbreytni og hugmynda- fræði sjálfbærrar þróunar, þar sem jafnvægi er milli hagsmuna núlifandi íbúa landsins og þeirra sem á eftir okkur munu koma. Þverpólitísk vinna Nú þegar nefndin hefur skilað sínum niðurstöðum fer málið til Alþingis til frekari meðferðar. Ég hef lagt fram þingsályktunartil- lögu ásamt þingmönnunum Illuga Gunnarssyni og Guðmundi Stein- grímssyni sem sæti áttu í nefnd- inni og 18 öðrum þingmönnum allra þingflokka þar sem lagt er til að forsætisráðherra stýri mótun aðgerðaáætlunar um eflingu græns hagkerfis á grundvelli til- lagna nefndarinnar. Tillagan verð- ur tekin til umfjöllunar á Alþingi í dag og fær síðan efnislega með- ferð í þinginu. Þar verður leitað umsagnar um efni tillögunnar og er það von mín að sem flestir sem áhuga hafa á málaflokknum leggi sitt af mörkum með umsögnum og athugasemdum til að endanleg niðurstaða þessarar vinnu verði sem best úr garði gerð. Verðmætasköpun og náttúruvernd Grænt hagkerfi er viðfangsefni sem varðar allar atvinnugreinar og allan almenning. Við getum tekið frumkvæði og verið til fyrir- myndar en við höfum vissulega það val að gera ekki neitt, m.a. í þeirri trú að náttúruauðlind- ir okkar séu óþrjótandi. Það er mikil væg niðurstaða nefndarinn- ar að verðmætasköpun og náttúru- vernd séu ekki andstæður heldur sé þvert á móti skynsamlegast að þróa ný atvinnutækifæri án þess að gengið sé á náttúruauðlindir með ósjálfbærum hætti. Það þýðir betra jafnvægi milli atvinnusköp- unar og náttúruverndar en við höfum átt að venjast á undanförn- um áratugum. Vistvæn nýting orkuauðlinda er mikilvæg en það er okkur líka hollt að minnast þess að mikil gróska er nú í atvinnu- greinum eins og hugverkaiðnaði, ferðaþjónustu og skapandi grein- um sem ekki byggja afkomu sína fyrst og fremst á nýtingu náttúru- auðlinda. Í næstu grein mun ég fjalla um stefnumið og einstakar tillögur nefndarinnar. Ísland verði grænt hagkerfi í fremstu röð Grænt hagkerfi Skúli Helgason alþingismaður Dagurinn minn Ég fer í kirkjuna mína í dag og verð vitni að því þegar yndislegt barn er borið fram til blessunar. Mér dettur í hug kort sem ég fékk fyrir nokkru frá elskulegum foreldrum, sem á stóð: „Children are always the only future the human race has. Teach them well.“ Sannar- lega er engin framtíð án barna og skiptir máli hvað fyrir þeim er haft. Eftir smá stund í veislunni, þýt ég heim til að skipta um föt, því ég er að fara í brúð- kaup. Mér verður hlýtt um hjartarætur þegar ég hugsa til brúðhjónanna, svo falleg og ljúf, og gleðinni sem sat í hásæti langt fram á nótt og yndislegir borðfélagar. Í þeim hópi er ung kona er hafði fæðst á Fæðingarheimili Reykja- víkur og verið hjá mér á nám- skeiði þegar hún átti von á sínu fyrsta barni. Hún segir mér sögu af litla stráknum sínum – tengd tónlist – sem fer inn í hjartarætur mínar og er hvat- inn að þessum skrifum mínum í dag. Fræðimenn telja að fyrstu tvö árin í lífi barns skipti sköp- um – aðrir ganga svo langt að telja að hvernig við umgöng- umst barnið í móðurlífi skipti og máli – að barnið skilji meira en við gerum okkur grein fyrir. Hljómsveitarstjóri Fíl- harmóníunnar í Ontario segir frá því að á yngri árum hafi honum oft fundist hann þekkja tónverkin sem hann var að æfa þótt hann hefði aldrei séð nóturnar. Hann færði þetta í tal við móður sína og þá leyst- ist gátan, hún hafði verið að æfa þessi tónverk þegar hún gekk með hann. Blaðamenn við Winnipeg Free Press upp- lýstu fyrir nokkru að vísinda- menn hefðu komist að þeirri niðurstöðu að börn sem lesið var fyrir í móðurlífi sýndu við- brögð þegar sami texti var les- inn fyrir þau eftir fæðinguna og þannig mætti áfram telja. Öll börn, hvar sem þau fæð- ast á jarðarkúlunni, ættu að eignast þá lífsfegurð sem í því felst að þeim sé sinnt ekki einungis eftir fæðingu held- ur og í móðurlífi – að þeim sé sagt meðan þau eru þar, hvað þau séu elskuð! Talað, sung- ið, spilað og lesið fyrir þau og þeim sagt frá djúpvitrasta barni allra tíma, barninu sem fæddist í Betlehem og varð- veitti hið innra með sér frið og fegurð sem hann nú og ávallt vill deila með okkur. Þetta barn – varð mesti mannvinur allra tíma. Ekkert sem hann sagði eða gerði skemmdi lífið. Hvert orð sem féll af vörum hans og hvert verk sem hann vann var lækning og lyftistöng til fegurðar og betra mannlífs. „Leyfið börnunum að koma til mín og bannið þeim það eigi, því að slíkra er Guðs ríki.“ Á sama tíma og þessar hug- leiðingar mínar fara á blað, er hópur fólks á litla Íslandi að krefjast þess, að nafn Jesú- barnsins sé ekki nefnt á nafn í skólum landsins – hvergi – eigi að þurrkast út. Ég er ekki að tala um kristniboð, en tel að þjóð, sem kallar sig kristna þrátt fyrir galla sína alla – beri skylda til að segja frá og kynna fegurðina sem felst í sögunni um Jesúbarnið og lífsviskuna sem felst í sögunum sem Krist- ur sagði sem fullorðinn maður og kynna þannig þá lífskúnst og lífsdýpt sem í orðum hans felast og þá fegurð sem af þeim hefur leitt til betra og bættara mannlífs. Það þarf ekki annað en horfa á einfaldan fréttatíma til að sjá hversu mjög okkur hefur rekið frá þeirri heillandi lífssýn, sem felst í djúpstæðum en þó svo einföldum kærleiksboðskap mannsins frá Nazaret, að þú og ég virðum og þyki vænt hvoru um annað, þar í liggja svörin til betra mannlífs. Vöntun á þeirri lífskúnst hefur komið til vegar vandamálum af stærðar- gráðu sem við ráðum hreint ekkert við. Jesús Kristur var ekki aðeins „besti vinur barnanna“ eins og stendur í sálminum. Hann var vinur allra. Hann var vinur og verndari kvenna, talaði við þær sem jafningja, leiðbeindi þeim og hughreysti, varði þær gegn ásakendum og svaraði fyrir þær: „Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrst- ur steininum.“ Hann var laus við dulúð, kom beint að efninu í orði og verki, sem allir gátu skilið, var vinur lítilmagn- ans en einnig þeirra ríku sem óskuðu eftir nærveru hans. Jarðnesk gröf hans var gjöf frá einum slíkum. Boðskapur Krists var ekki flókinn, hann var list í lífs- leikni eins og hún best getur orðið. Þess vegna má ekki taka frá yndislegum börnum okkar að kynnast þessum list- ræna mannkærleiksboðskap. Við getum ekki tekið afstöðu til þess sem við höfum aldrei kynnst! Guð blessi börn og foreldra þessa lands og hjálpi okkur að tileinka okkur það fegursta sem lífið hefur upp á að bjóða. Lifið heil. Trúmál Hulda Jensdóttir fv. yfirljósmóðir Boðskapur Krists var ekki flókinn, hann var list í lífsleikni eins og hún best getur orðið. Þess vegna má ekki taka frá yndislegum börnum okkar að kynnast þessum listræna mannkærleiksboðskap.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.