Fréttablaðið - 13.10.2011, Síða 36

Fréttablaðið - 13.10.2011, Síða 36
Þú varðst ekki vinsæll á einni nóttu, þetta er púl, ekki satt? „Það er einmitt málið. Ég byrjaði 2002 að koma fram sem Mugison. Þá tók ég tónleika á Akranesi og það mættu sjö. Ég var á Akureyri, Egilsstöðum, Ísafirði. Ég byrjaði strax að fara hringinn. Fyrstu tvö árin var mætingin frá engum upp í 15. Svo fór fleira fólk að koma. Fór úr sjö í 15, 15 upp í 30 og svo tvöfaldaðist það yfirleitt. Nema ef ég spilaði á slæmum tónleikum, var of fullur eða lasinn. Þá fækkaði aftur um helming.“ Mugison segir að allt taki sinn tíma og rifjar upp fyrstu árin. „Mér fannst ég vera með sjúklega gott efni og hélt tíu tónleika á Gauknum eða Grand Rokki. Það kom enginn. Bara pabbi og Pétur Ben. Ég hugsaði: „Djöfullinn! Það er ekkert að gerast. Á ég að fara og skrá mig í háskólann?“ Það lenda flestir í þessu, þetta hefur svo mikil áhrif á egóið í manni þegar það mæta svona fáir. En það tekur tíma að búa til skel. Maður þarf alltaf að hafa gaman af gigginu, sama þótt það séu tveir eða tvö þúsund. Svo ég hljómi eins og sjálfshjálparbók, þá verður maður alltaf að gera sitt besta. Sama hvar maður er og hverjir eru mættir. Ég oft lent í því að spila fyrir tvo, en annar þeirra hafi reynst mér sjúklega vel. Verið tónleikabókari, plötubúðarstarfs- maður eða unnið fyrir tímarit. Það skiptir rosalega miklu máli að gefa alltaf allt í draslið.“ Stingum af hefur verið eitt af vinsælustu lögum landsins síðustu vikur. Lagið er spilað á X-inu jafnt sem á Bylgjunni og virðist höfða til allra. Mugison var á tímabili orðinn að einhvers konar rokk- skrímsli en sú hlið er víðs fjarri á nýju plötunni og á ferðalagi sínu um landið hefur hann tekið eftir að áhorfendahópurinn breytist með tónlistinni. „Það sem er í gangi á hverjum tíma hefur geðveik áhrif. Þegar Mugimama sló nett í gegn hérna heima mætti mikið af tónlistar- fólki og músíknördum, fyrst um sinn. Svo fór þetta að vera blanda af ungu fólki, 17 til 30 ára. Þegar Mugiboogie kom út hvarf eigin- lega kvenþjóðin. Það var bara rokk og sviti og ég fékk karla á öllum aldri — helvíti hressa sem vildu bara pungarokk. Núna hefur orðið skemmtileg breyting á, því rúmur helmingur er konur. Það eru vinkonuhópar að koma á giggin. Svona 25 til 65 ára gamlar skvísur, sem er alveg sjúklega gaman að spila fyrir því þær hlusta vel. Það er gaman því pungakarlarnir áttu stundum til að vera búnir að fá sér aðeins of mikið í tána og koma á gigg heldur hressir. Það kom ekki oft fyrir, en það kom fyrir. Það er gaman að hópurinn er alltaf að breytast.“ 4 • POPPSKÚRINN Horfðu á Mugison flytja Stingum af og fleiri lög í Poppskúrnum á Vísi.is. HERRA ÍSLAND Mugison er viðkunnanlegasti tónlistarmaður landsins, kann ekki að gefa út lélegar plötur og fyllir tónleikastaði um allt land. Oft. Hann er herra Ísland og gleðst yfir því að eldri konur séu byrjaðar að mæta aftur á tón- leikana hans, en þær vildu ekki sjá pung- sveitt rokkið af plötunni Mugiboogie. Nýja platan Haglél er ljúfsár og angurvær og er mest selda plata landsins um þessar mundir. Mugison er með nýja plötu í bígerð sem hann hyggst taka með sér til Evrópu á næsta ári. MUGISON Á AIRWAVES: KEX (OFF VENUE) KLUKKAN 17 Á FIMMTUDAG. HARPA NORÐURLJÓS KLUKKAN 21.40 Á FÖSTUDAGINN Þá er hann væntanlegur til Hafnarfjarðar, Þorlákshafnar, Akra- ness, Keflavíkur, Húsavíkur, Egilsstaða, Neskaupstaðar, Hafnar í Hornafirði, Bjarnarfjarðar, Ísafjarðar, Patreksfjarðar og Styk- kishólms. Upplýsingar á Facebook. Framhald á síðu 6 GÓÐ RÁÐ FRÁ MUGISON: VAKNA OG DRULLA SÉR Í DRASLIÐ 1 „Allt er þetta vinna. Maður þarf að drulla sér á fætur og gera hlutina. Það hjálpar eiginlega ekki neitt að hanga og tala. Það hefur haft meiri áhrif á mig en nokkuð annað þegar ég heyrði Einar Örn Sykurmola segja: „Það skiptir ekki máli hvað þú getur, heldur hvað þú gerir.“ Það var eins og fyrir ofsatrúarmann að uppgötva Biblíuna. Mér finnst ég vera fínt dæmi um þetta. Ég er eiginlega ekki góður hljóðfæraleikari eða lagahöfundur, en ég geri og geri og geri. Sumt af því er gott, finnst mér. Eða getur orðið gott. Það er algjörlega númer eitt: Að gera. Vakna á morgnana og drulla sér í draslið.“ 2„Ekki vera með fyrirfram ákveðnar hugmyndir um fólk. Þá á ég við, að þegar maður er að spila músík þá á ekki að skipta máli hvort það eru leikskóla- krakkar, framhaldsskólakrakkar, ofsatrúarsöfnuðir eða bankamenn. Ég hef sjálfur lent í því að langa að fá athygli hjá strákunum í Trabant og krúttkynslóðinni. Svo þegar ég var beðinn um að spila fyrir opnun búðar einhvers staðar fyrir 100 þúsund kall, þá fannst mér það svo sjúklega erfitt því það var ekki minn hópur. Davíð Þór [hljómborðsleikari] sló mig einu sinni utan undir og sagði að ég væri snobbhálfviti. Hann spurði hvort ég væri að spila fyrir stéttir eða fólk. Mér fannst það holl lexía.“ 3 „Ekki vera með stæla við ljósa- eða hljóðmenn eða tónleika- bókara. Það er ótrúlega algengt að hljómsveitir, sérstaklega ungar, setji sig á stall og finnist eitt- hvað fáránlegt. Ég gerði það fyrst þegar ég spilaði á Airwaves. Þeir bókuðu mig á skítastað klukkan fimm. Ég var að kvarta ógeðslega mikið yfir hljóðkerfinu, staðnum og tímasetningunni. En svo kom á daginn að það var ótrúlega snjallt hjá þeim að setja mig klukkan fimm þegar ekkert annað var í gangi. Það komu ógeðslega margir blaðamenn og ég græddi sjúklega á þessu.“ klukkutímar af tónlist 300 E N N E M M / S ÍA / N M 4 8 5 7 4 Náðu í appið og upplifðu Airwaves með okkur m.siminn.is Tónlist Viltu vinna miða? Kíktu á Tónlist.is Björk í Hörpu 7. nóvember.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.