Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.10.2011, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 13.10.2011, Qupperneq 48
Náðu í Airwaves appið og upplifðu hátíðina með okkur Dagskrá Þínir dómar Layar Tónleika- staðirnir Viðtöl Áminning um tónleika Fréttir Facebook On Venue Off Venue Mynd- bönd Þín dagskrá Allt um böndin Streymi á tónlist Staðan á röðunum Four- square Kort Twitter m.siminn.is/airwaves E N N E M M / S ÍA / N M 4 8 5 7 9 WATCH OUT Þetta lag er frá því snemma á ferlinum þegar þau í ABBA héldu ennþá að þau væru glam- hljómsveit með Björn sem forsöng- vara. Gítarlikkið grúv- ar eins og flottasta ZZ Top, Björn gargar eins og Rod Stewart á góðum votviðrisdegi og stelpurnar bæta svo inn allsvakalegum rokköskrum. Það flottasta í laginu er mjög langt rokköskur frá Agnethu sem er klippt á, mjög snögglega, á akkúrat réttu augnabliki. TAKE A CHANCE ON ME Línan í bakröddunum í up- phafi lagsins nær mér all- taf; „Take a chance, Take a Chance, Take a, Take a, Chance, Chance“. Svona textagerð er skandin avískari en ákavíti. Í hvert skipti sem ég heyri þessa byrjun þá rifja ég ósjálfrátt upp allt lagið á methraða og fæ síðan nostalgíuhroll við að hlusta á það klárast á rauntíma. KNOWING ME, KNOWING YOU Sannar það ásamt Dancing Queen af sömu plötu að AB- BA-liðar höfðu náð fullkomnu valdi á diskóforminu. Hér er líka að farið að heyrast í þessari tregafullu eftirsjá sem er bæði klén og sönn og er stór hluti af ABBA-galdrinum. LAY ALL YOUR LOVE ON ME Frábær diskóslagari og með því „evrópskasta“ sem ABBA gerði, allavega hljó- magangurinn. Hef alltaf séð fyrir mér að þetta gæti verið lag með Kraftwerk ef þeir væru með tromm ara og söng- konur og væru ekki töff. Sé strákana frá Düsseldorf alltaf fyrir mér að hlusta á þetta lag í hraðlest að næturlagi. Er handviss um að það hafi einhvern tímann gerst og þá hafi Kraftwerk sett upp alveg sérstaklega töff svip. LIKE AN ANGEL PASSING THROUGH MY ROOM Sennilega tregafyllsta ABBA- lagið enda síðasta lagið á The Visitors sem var síðasta platan. Nær einsdæmi að hljómsveit gefi upp öndina með reisn. Rytminn er keyrður áfram á tifi í vekjaraklukku og röddin í Fridu er tekin upp alveg hrein og mjög nálæg í mixinu. Söngur að handan, enda hljómsveitin öll þegar við hin fengum að heyra þetta á plötu. BESTU ABBA-LÖGIN FIMM 1 2 3 4 5 ÓTTARR PROPPÉ SÖNGVARI Í HAM Mammút hefur verið að semja lög á næstu plötu sína í sumarbústað uppi í sveit. „Við leigðum ódýran sumarbústað fyrir utan bæinn, pínkulítinn. Við erum búin að fara þangað tvisvar í sumar og höfum verið í viku, tíu daga í senn,“ segir söngkonan Katrína Mogensen. „Það hefur gengið mjög vel. Það var algjörlega frábær ákvörðun.“ Upptökur á nýju plötunni hefjast í næsta mánuði. Hljómsveitin var búin að taka upp marga grunna fyrir plötuna en ákvað að henda þeim í ruslið og byrja upp á nýtt. „Við þurftum að gera eitthvað róttækt á eftir Karkara [sem kom út 2008]. Við þurftum að kúpla okkur út frá þeirri plötu,“ segir Katrín. „Við vorum búin að spila hana svo mikið en núna á Airwaves ætlum við bara að spila nýtt efni. Við ætlum að setja Karkara á hilluna í bili.“ Mammút, sem sigraði í Músíktilrau- num 2004, spilaði á Nasa í gær á Airwaves-hátíðinni. Í dag verður hún í kaffiaðstöðunni hjá nemenda galleríi Listaháskólans og á Kex Hostel. Á morgun spilar sveitin svo utan dagskrár í kjallaranum hjá Ásu Dýradóttur, bassaleikara Mammúts, á Laufásvegi 14. Þar stígur einnig á svið hljómsveitin Muck. - fb SEMJA NÝ LÖG Í SUMARBÚSTAÐ UNDIRBÚA NÝJA PLÖTU Katrína Mogensen og félagar í Mammút hafa samið lög á nýjustu plötu sína í sumarbústað uppi í sveit.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.