Fréttablaðið - 13.10.2011, Page 69
FIMMTUDAGUR 13. október 2011 45
mini
Skipholti 50 C
Pöntunarsími: 562 9090
www.pitan.is
Ny
r og
skemm
tilegu
r
va
lkostu
r
2.990.-
12 mini pítur
*Pantanir þurfa að berast fyrir 15:00 daginn áður
Nú bjóðum við okkar frábæru pítur sem smárétti fyrir
öll stór og smá tilefni. Mini píturnar eru afgreiddar á
hentugum bökkum í þremur útfærslum*
Klassík: Buff, kjúklingabringa, grænmeti, lamb og beikon
Exótík: Sjávarréttir, lax, kalkún-beikon og kebab
Mix: Roastbeef, buff, skinka og kjúklingalundir
klassí
k
mix
exótí
k
Björk Guðmundsdóttir hefur fengið frábæra
dóma í erlendum fjölmiðlum fyrir nýjustu
plötuna sína, Biophilia.
Tónlistarvefurinn Gigwise gefur henni fullt
hús stiga og segir Björk hafa búið til einstaka
plötu sem sé öðruvísi en allar aðrar sem hafi
komið út á árinu. Gagnrýnandinn bætir við
að lagið Cosmogony sé eitt það fallegasta sem
hún hafi nokkru sinn samið.
Breska blaðið The Telegraph gefur Bio-
philia einnig fullt hús, fimm stjörnur, og
segir það koma á óvart hversu aðgengileg og
falleg platan sé. Til þess þurfi hún þó tíma
og einbeitingu hlustandans. NME frá Bret-
landi hleður Björk einnig lofi og gefur plöt-
unni 9 af 10 mögulegum í einkunn og það
sama gerir Clash Music. David Fricke, blaða-
maður bandaríska tímaritsins Rolling Stone,
gefur Biophilia fjórar stjörnur af fimm og
segir rödd Bjarkar yfirnáttúrulega í lögunum
Thunderbolt og Craving Miracles.
Tímaritin Mojo og Q splæsa hvort um sig
fjórum stjörnum á gripinn og breska blaðið
The Guardian er á sama máli og segir gæði
tónlistarinnar á Biophilia sýna hversu Björk
sé sér á báti og framarlega í samanburði við
aðra tónlistarmenn.
Gagnrýnandi The Independent í Bretlandi
er ekki eins hrifinn og gefur plötunni aðeins
tvær stjörnur. Hann segir Björk hafa fjar-
lægst rætur sínar með því að blanda marg-
miðlun saman við tónlistarsköpun sína.
Hér í Fréttablaðinu fékk Biophilia fjórar
stjörnur af fimm, þar sem platan var sögð
magnað verk sem sýndi að Björk væri ekki
hætt leit sinni að nýjum og spennandi hlutum.
Fær fullt hús eða fjórar stjörnur
FRÁBÆRIR DÓMAR Björk hefur fengið frábæra dóma
fyrir nýjustu plötuna sína, Biophilia.
Sara Leal, konan sem Ashton
Kutcher hélt framhjá Demi
Moore með, hefur í fyrsta skipti
tjáð sig opinberlega við tímarit-
ið US Weekly. Og hún bætir ekki
málstað Kutchers. Hún segist
nefnilega hafa sofið hjá Kutch-
er í tvígang á brúðkaupsafmæli
þeirra hjóna og eftir þau nánu
kynni á Kutcher að hafa sagt að
hann hafi aldrei upplifað slíka til-
finningu áður.
Sara bætir því við í viðtalinu að
hún og Kutcher hafi rætt heims-
málin eftir að hafa sofið saman
og þar hafi komið upp mál á borð
við stjörnufræði, trúmál, ást og
stjórnmál. Stúlkan upplýsir jafn-
framt í viðtalinu að hún og leik-
arinn hafi stundað óvarið kynlíf.
Í samtali við The Sun bætir Leal
um betur, upplýsir að Kutcher
hafi upphaflega gert sér vonir
um að sænga með Leal og vin-
konu hennar en honum hafi ekki
orðið að ósk sinni. Demi Moore
er hins vegar byrjuð að ræða við
skilnaðarlögfræðinga.
Kutcher í
klandri
Í VONDUM MÁLUM Framhjáhald
Ashtons Kutcher er á milli tannanna á
fólki vestanhafs um þessar mundir, en
ástkona hans hefur nú kjaftað frá.
Johnny Depp hefur aldrei farið
leynt með þá ósk sína að hann fái
hlutverk í kvikmyndaútfærslu
sjónvarpsþáttanna 21 Jump
Street. Margir hafa haldið því
fram að hlutverk Depps yrði hálf-
gert feluhlutverk en orðrómur
um að leikarinn verði í stórri
rullu hefur fengið byr undir báða
vængi að undanförnu.
21 Jump Street voru þeir þætt-
ir sem gerðu Depp að stjörnu í
Bandaríkjunum og leikarinn vill
mjög gjarnan launa þeim greið-
ann. Jack Johnson, sem leikur
eitt aðalhlutverkanna í myndinni,
viðurkennir að mikil leynd eigi
að hvíla yfir þætti Depps. „En ég
get þó lofað því að þetta er meira
en bara eitt andartak,“ sagði
hann í samtali við
sjónvarpsstöðina
E!. Depp hefur
hins vegar sjálf-
ur sagt að aðdá-
endur hans
gætu átt
erfitt með að
þekkja hann í
hlutverkinu.
Johnny Depp
snýr aftur
DULARFULLUR Mikil leynd
hvílir yfir þætti Johnny
Depp í kvikmyndinni 21
Jump Street.