Fréttablaðið - 28.11.2011, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 28.11.2011, Blaðsíða 4
28. nóvember 2011 MÁNUDAGUR4 STJÓRNMÁL Mikil óánægja er innan ríkisstjórnarinnar með framgöngu Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í tengslum við endurskoðun fiskveiðistjórn- unarkerfisins. Jóhanna Sigurð- ardóttir forsæt- isráðherra segir ekki hægt að líða vinnubrögð Jóns. „Þetta er eitt stærsta mál ríkis stjórn ar- innar og það gengur ekki að sjávar- útvegsráðherra haldi því bara fyrir sig. Hann hefur unnið þessa vinnu án aðkomu stjórnarliða og heldur skipað í kringum sig fólki, sem til- heyrir stjórnarandstöðunni. Það eru vinnubrögð sem ekki er hægt að líða,“ segir Jóhanna og bætir því við að ráðherra sem starfi í umboði þingflokka ríkisstjórnarflokkanna en vilji ekki starfa með sé illa stætt í ríkisstjórn. Jón Bjarnason kynnti drög að nýju frumvarpi um breytingar á stjórn fiskveiða á fundi ríkis- stjórnarinnar á þriðjudag. Ríkis- stjórnin ákvað svo á fundi sínum á föstudag að fela ráðherranefnd að taka við undirbúningi á breyting- um á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Katrín Jakobsdóttir og Guðbjart- ur Hannesson munu leiða nefndina og var málið því svo að segja tekið úr höndum Jóns. Frumvarpsdrögin sem Jón kynnti í síðustu viku voru birt á vefsíðu sjávarútvegs- og landbún- aðarráðuneytisins á laugardag. Starfshópur sem Jón skipaði hefur unnið að frumvarpinu um hríð, að því er virðist án vitundar annarra ráðherra. Í starfshópnum voru Aðalsteinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélagsins Framsýnar á Húsavík, Atli Gíslason þingmaður sem nýverið sagði sig úr Vinstri grænum, Jóhann Guðmundsson, skrifstofustjóri í ráðuneytinu og fyrrverandi aðstoðarmaður Jóns Bjarnasonar, og Jón Eðvald Frið- riksson, framkvæmdastjóri FISK á Sauðárkróki. Ekki náðist í Jón Bjarnason í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraun- ir. Hann sendi hins vegar frá sér yfirlýsingu vegna málsins síðdegis. Þar segir að frumvarpsdrögin sem um ræðir séu vinnuskjöl sem geti orðið umræðugrundvöllur. Ekki sé um fullbúið stjórnarfrumvarp eða tillögur ráðherra að ræða. Jóhanna Sigurðardóttir segir hins vegar ljóst að frumvarpsdrögin sem Jón kynnti verði aldrei lögð fram sem stjórnarfrumvarp óbreytt. Í mörg- um atriðum gangi drögin ansi langt frá stefnu ríkisstjórnarflokkanna. Jóhanna segir Jón Bjarnason ekki hafa verið sammála öðrum ráðherrum um þá ákvörðun að færa málið inn í ráðherranefnd. Aðspurð hvort sú aðgerð jafngildi vantraustsyfirlýsingu á embættis- störf Jóns svaraði hún: „Ég ætla ekki að tala um það hvort þetta er vantraust á hans vinnubrögð. Það er hins vegar ljóst að Jón Bjarnason hefur hagað sér með þeim hætti að það varð að grípa til ráðstafana.“ Jóhanna segist að lokum hafa fulla trú á því að ríkisstjórnin muni breyta fiskveiðistjórnunar- kerfinu áður en kjörtímabilinu er lokið. Þá óttast hún ekki að upp úr stjórnarsamstarfinu slitni á næst- unni ef þingmenn flokkanna bera gæfu til þess að taka meiri hags- muni fyrir minni. magnusl@frettabladid.is Frumvarpsdrögin sem birt voru á vefsíðu sjávarútvegs- og land- búnaðarráðuneytisins eru talsvert ólík hinu svokallaða stóra kvóta- frumvarpi sem lagt var fram á þingi í vor. Meðal breytinga sem orðið hafa í frumvarpinu eru að ákvæði um bann við veðsetningu aflaheim- ilda hefur verið fellt út. Þá verði nýtingarleyfi á aflaheimildum í upphafi veitt til að jafnaði 20 ára í stað 15 eins og áður var gert ráð fyrir. Nýtingarleyfishafar eiga síðan að hafa rétt á viðræðum um endur- skoðun og hugsanlega framlengingu samnings. Ákvæði um verulegar takmarkanir á framsali aflaheimilda hefur einnig verið breytt. Loks skulu 40 prósent af veiðigjaldi renna til þess sveitarfélags þar sem skip er skráð en þetta hlutfall var 30 prósent í stóra kvótafrumvarpinu. Kvótafrumvarpinu verið breytt nokkuð JÓHANNA SIG- URÐARDÓTTIR Veruleg óánægja með Jón Bjarnason í ríkisstjórninni Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, illa sætt í ríkisstjórninni á meðan hann vinnur ekki með þingflokkunum í hverra umboði hann starfar. JÓN BJARNASON Jón segir að þau frumvarpsdrög sem birt voru á vefsíðu ráðu- neytis síns á laugardag séu vinnuskjöl sem geti orðið umræðugrundvöllur. Ekki sé um fullbúið frumvarp að ræða. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Gildir út nóvember Lyfjaval.is • sími 577 1160 Nicotinell er samstarfsaðili Krabbameinsfélagsins Nicotinell Tropical Fruit GENGIÐ 25.11.2011 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Brynja Gunnarsdóttir brynjag@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512- 5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 216,0112 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 120,24 120,82 185,98 186,88 159,24 160,14 21,412 21,538 20,306 20,426 17,203 17,303 1,5519 1,5609 186,08 187,18 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR FERÐAÞJÓNUSTA „Þessi niðurstaða kom á óvart. Það er mikið kall- að eftir erlendri fjárfestingu og þarna virtist vera áhugaverð hugmynd á döfinni,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, um ákvörðun Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra um að veita kínverska fjárfestinum Huang Nubo ekki leyfi til að kaupa Gríms- staði á Fjöllum. Hún segir það hljóta að vera að þessi ákvörðun fæli erlenda fjár- festa frá landinu. „Þessi viðhorf hluta ríkisstjórn- arinnar til erlendra fjárfesta hljóta að fæla frá. Þetta er allavega ekki til þess fallið að laða þá að.“ Erna segir samtökin, líkt og aðra í atvinnulífinu, hafa kallað eftir erlendri fjárfestingu hingað til lands og finnst henni mál Nubo vera glatað tækifæri. „Það sem kom mér mest á óvart er að það hafi ekki verið reynt að semja við manninn á nokkurn hátt. Hann fékk ekki viðtal við ráð- herra,“ segir hún. Erna segir það undarlegt að inn- anríkisráðuneytið hafi ekki reynt að komast að einhvers konar mála- miðlun við Nubo, til þess að reyna að ná einhverri lendingu. - sv Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar furðar sig á ákvörðun ráðherra um Nubo: Hlýtur að fæla fjárfesta frá ERNA HAUKSDÓTTIR Framkvæmda- stjóri Samtaka ferðaþjónustunnar telur að ákvörðun innanríkisráðherra fæli erlenda fjárfesta frá. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON STOKKHÓLMUR, AP Rafmagn fór af um tólf þúsund heimilum í Dan- mörku og Suðvestur-Svíþjóð eftir að stormur gekk þar yfir í gær. Óveðrið olli umferðartöfum auk þess sem ferjuferðum var frestað á milli Svíþjóðar, Dan- merkur, Noregs og Þýskalands. Eyrarsundsbrúnni var einnig lokað vegna stormsins. Sænska veðurstofan varaði við storm- inum og tilkynnti um hæsta var- úðarstuðul, eða þrjá. Hjá dönsku veðurstofunni var varúðar- stuðullinn tveir. - fb Mikill stormur í Danmörku: Þúsundir húsa án rafmagns VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 18° 10° 6° 7° 7° 7° 6° 6° 22° 10° 16° 18° 22° 3° 9° 19° 4°Á MORGUN 10-18 m/s. Dregur úr vindi er líður á daginn. MIÐVIKUDAGUR 5-10 m/s. 1 -5 -4 -2 0 -6 0 2 2 4 6 9 5 8 16 12 7 5 5 4 8 5 -3 -4 -4 -1 -1 -12 -12 -8 -8 -5 FROST Á FRÓNI Lítur út fyrir vonskuveður um norðvestanvert landið í kvöld með stormi og mikilli ofankomu. Stíf norðanátt framan af morgundeg- inum og éljagangur norðanlands. Hæg- ari og úrkomulítið á miðvikudag en horfur á talsverðu frosti. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður EGYPTALAND, AP Herforingjastjórn- in í Egyptalandi hvetur mótmæl- endur til að vera til friðs og taka þátt í þingkosningum í dag, þeim fyrstu sem haldnar hafa verið í landinu síðan Hosni Mubarak var steypt af stóli í byltingu fyrr á árinu. „Við viljum ekki leyfa vand- ræðafólki að blanda sér í kosning- arnar,“ sagði Hussein Tantawi, leiðtogi herforingjaráðsins, sem farið hefur með völd að mestu síðustu mánuði. Hann sagði erlend öfl standa að baki mótmælunum, sem brutust út að nýju fyrir rúmlega viku. - gb Kosningar í Egyptalandi í dag: Herforingjar biðja um frið MÓTMÆLI Í KAÍRÓ Mótmælendur krefjast afsagnar herforingjanna. NORDICPHOTOS/AFP ÞÝSKALAND, AP Þýska lögreglan handtók í gær um 1.300 manns, sem reyndu að stöðva flutn- ingalest með kjarnorkuúrgang með því að setjast á lestarteina í norðanverðu Þýskalandi. Öllum var þó sleppt fáeinum klukkustundum síðar. Alls tóku nærri 5.000 manns þátt í mótmælum gegn flutningi á kjarnorkuúrgangi frá Frakklandi til geymslu skammt frá bænum Gorleben í Þýskalandi. Tugir manna hafa meiðst í átökum við lögreglu. - gb Á annað þúsund handteknir: Mótmæltu kjarnorkulest

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.