Fréttablaðið - 28.11.2011, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 28.11.2011, Blaðsíða 46
28. nóvember 2011 MÁNUDAGUR26 MORGUNMATURINN Harðkjarnasveitin Mínus kom fram á einum tónleikum í tengslum við rokkhátíð sem haldin var í St. Péturs borg í Rússlandi nú á dögun- um. Mínus var eina erlenda sveit- in sem kom fram á hátíðinni og að sögn Krumma Björgvinssonar, söngvara sveitarinnar, var ferðin stórskemmtileg frá upphafi til loka. Krummi segir þjóðlagatón- list og popp tvær vinsælustu tón- listarstefnurnar í Rússlandi og að með hátíðinni vildu aðstandendur hennar vekja athygli almennings á rokktónlist. „Það mætti segja að við höfum farið út í pílagrímsför til að berjast fyrir rússnesku rokki,“ segir Krummi. Tónleikarnir fóru fram á leik- vangi í borginni sem rúmar allt að tíu þúsund manns og var höllin nánast full er Mínus-menn stigu á svið. „Við vorum næstsíðastir á svið og höllin var þá orðin troð- full af fólki sem virtist skemmta sér vel. Það var gríðarlega mik- ill munur á okkar tónlist og þeirri sem rússnesku sveitirnar voru að spila, það var oft einhver þjóðlegur hljómur hjá þeim sem finnst ekki hjá okkur.“ Meðlimir Mínuss komu síðast saman á Iceland Airwaves árið 2010 og tóku því nokkra daga saman þar sem þeir æfðu sig fyrir tónleikana. Tímann á milli æfinga notuðu þeir til að skoða sig um í borginni sem Krummi segir skemmtilega og stórbrotna. „Það tala fáir ensku þarna þannig að við áttum oft erfitt með að koma okkur á milli staða en náðum þó alltaf að bjarga okkur á einhvern hátt. Við eyddum miklum tíma í neðanjarðarlestinni, sem var alltaf troðin af fólki, því leigubílar voru allir ómerktir. Maður stóð bara við götubrúnina og rétti út höndina og þá stoppaði oftast einhver bíll en þú vissir aldrei við hverju mátti búast. En fólk var almennt mjög hjálpsamt og frábært.“ Inntur eftir því hvort hart hafi verið tekið á því í Rússlandi svarar Krummi neitandi. „Við höfum allir fullorðnast. Ég náði að lesa tvær bækur á fimm dögum og fór oft- ast snemma að sofa. Maður þarf að fara vel með sig og röddina, þegar maður var ungur gat maður leyft sér ýmislegt en það er liðin tíð og aðrir og skemmtilegri teknir við.“ Mínus lauk nýverið við upptök- ur á efni á nýja hljómplötu sem væntanleg er í verslanir í byrj- un næsta árs og að sögn Krumma geta aðdáendur þeirra búist við sama harðkjarnarokkinu nema með nýjum blæ. HLJÓMSVEITIN MÍNUS: HÉLT TÓNLEIKA Í RÚSSLANDI Barðist fyrir rokkinu BERJAST FYRIR ROKKINU Harðkjarnasveitin Mínus kom fram á einum tónleikum í Rússlandi nú á dögunum. Að sögn Krumma Björgvinssonar fóru þeir félagar í pílagrímsför til landsins til að berjast fyrir rokkinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Þetta er auðvitað bara rakið lög- brot og ég get örugglega fengið Pétur Jóhann í lið með mér. Eggert Þorleifsson er örugglega líka reiðu- búinn til að leggja mér lið,“ grínast kvikmyndagerðarmaðurinn Ólaf- ur Jóhannesson. Það vakti mikla athygli þegar menntamálaráðherra og iðnaðarráðherra kynntu í Frétta- blaðinu „Stóra planið“ en svo nefnd- ust tillögur þeirra til uppbyggingar íslenskrar kvikmyndagerðar eftir erfið ár í kjölfar bankahrunsins. Hvort það er tilviljun eður ei þá er Stóra planið einnig nafn á kvik- mynd Ólafs sem frumsýnd var fyrir þremur árum. Ólafur er stoltur af þessari nafnagift hjá ráðherrunum tveim og segir þetta heiður fyrir sig. „Þetta er mjög skemmtilegt og ég verð að senda þeim dvd-diskinn með myndinni ef þær hafa ekki séð hana.“ Ólafur var nýlentur á Keflavík- urflugvelli þegar Fréttablaðið náði tali af honum en hann var að koma heim frá Los Angeles. „Þetta var bara þriggja vikna fundaherferð og ég sat svona fimm fundi á dag. Í Los Angeles er hins vegar sjötíu og fimm prósent af öllu sem sagt er bara innantómt loft og maður hefur líka bara lært það.“ Ólafur var líka að fylgja eftir endurgerðinni á kvikmyndinni Borgríki. Hann hitti meðal annars leikstjórann James Mangold, framleiðendurna og lög- fræðingateymi þeirra en Mangold, sem leikstýrði Johnny Cash-mynd- inni Walk the Line, hefur hug á því að endurgera íslensku spennumynd- ina. „Þetta er bara allt í vinnslu og mér leist bara mjög vel á hann, þetta er fínn gæi,“ segir Ólafur. - fgg Ólafur á fundi með Mangold STOLTUR Ólafur Jóhannesson er stoltur af því að ráðherrarnir tveir skuli hafa kallað tillögur sínar Stóra planið. Ólafur var í stífri fundaherferð í Los Angeles þar sem hann átti meðal annars fund með James Mangold. „Á hverjum morgni skreiðist ég á fætur, rista brauð og set fram ost og sultu auk Nesquik-kaffi og smá appelsínusafa, kveiki á kertum og dreg svo konuna mína á lappir. Það er notalegt.“ Svavar Knútur Kristinsson, tónlistarmaður. Harper Collins, útgefandi Ólafs Jóhanns Ólafsson- ar í Bandaríkjunum, lét prenta tvö þúsund kynningareintök af nýjustu bók rithöfund- arins, Málverkinu. Eintökunum er dreift til fjölmiðla og blaðamanna, eigenda bóka- búða og annarra sem málið varðar en eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er þetta töluverður fjöldi en til samanburður má geta þess að meðalupplagið að íslenskri bók er tvö þúsund eintök. Ólafur sjálfur vildi hins vegar ekki tjá sig mikið um þetta mál þegar Fréttablaðið leitaði eftir því, stað- festi hins vegar að talan væri rétt. „Ég var sjálfur mjög hissa þegar ég heyrði þennan fjölda,“ segir Ólafur. Hins vegar mátti litlu muna að Málverkið kæmi ekki út hér á landi fyrr en árið 2012 þar sem ákvæði í útgáfu- samningi Ólafs við Harper Coll- ins kvað á um að þeir yrðu allt- af fyrstir með útgáfuna. „Ég var nú ekkert að rýna mikið í þetta ákvæði á sínum tíma enda, þegar ég skrifaði undir samn- inginn, þá leit nú út fyrir að ég yrði búinn með bókina og að hún kæmi út á svipuðum tíma í Ameríku og heima,“ segir Ólafur. En skrifin drógust á langinn og verkinu seinkaði. „Og þar sem undirbúningurinn hérna úti er miklu þyngri í vöfum en heima þá leit allt út fyrir að bókin kæmi út í febrúar hérna úti og þá á sama tíma á Íslandi. Og það gefur enginn heilvita maður á Íslandi svona bók út á þeim tíma þannig að jólin 2012 voru næst inni í myndinni. En þetta gekk í gegn, enda hefði það verið skrýtin staða ef bókin hefði komið út fyrst í Bandaríkjunum og svona miklu seinna á Íslandi.“ - fgg Tvö þúsund kynningareintök MIKIL EFTIRVÆNTING Forlagið Harper Collins hefur mikla trú á Ólafi Jóhanni og lét prenta tvö þúsund kynningarein- tök af nýjust bók hans, Málverkinu. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.