Fréttablaðið - 05.12.2011, Síða 12

Fréttablaðið - 05.12.2011, Síða 12
12 5. desember 2011 MÁNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Náttúrulegur orkugjafi - eflir einbeitingu, úthald og þrek - vinnur gegn streitu og álagi - talin hjálpa gegn depurð og prófkvíða við hlustum! HALLDÓR Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Aðventan og jólin er tíminn þegar öllum á að líða vel – eða svo teljum við. Og víst er þetta yndislegur tími þegar vel gengur. Um hver jól eru þó margir sem eiga erfitt með að gleðjast og fagna. Nýlega var sagt frá því í fréttum að þeir sem minnst hafa kvíða helst jólunum. Erfið ast er þó hlutskipti þeirra sem hafa misst náinn ástvin, þegar einn stóllinn við hátíðar- borðið er auður. Fyrir þau sem syrgja eru jólin oft erfiðasti tími ársins, tíminn þegar við eigum að vera glöð en höfum ekki ástæðu til. Þegar hann eða hún er horfinn sem var hluti af jólagleðinni verður þessi tími gjarnan tími sárs- auka. Fyrir syrgjandann er meira að segja jólakveðjan „gleðileg jól“ gjarnan erfið. Jólin eru sjaldnast gleðileg í sorgarhúsi. Hvað er til ráða? Fjölskyldur í sorg þurfa að ræða um það fyrir fram hvernig halda skuli hátíð- ina. Á að halda hefðunum óbreyttum eða á að breyta þeim? Hvernig á að bregðast við þegar fólk óskar gleðilegra jóla? Gott ráð er að gera aðeins það sem maður treystir sér til eða hefur gaman af – ekki það sem „ætti“ að gera. Það má sleppa jólakort- unum og skreytingunum. Fyrir syrgjanda er líka eðlilegt að vera sorgmæddur um jól – og það er líka í lagi að gleðjast – það er engin óvirðing við minn- ingu hins látna. Umfram annað er mikilvægt að vera góður við sjálfan sig; búast ekki við of miklu, hlusta á tilfinningar sínar, eiga hlustandi eyra eða öxl til að halla sér að. Hvíla sig. Þiggja hjálp annarra. Hugleiða boðskap jólanna um von. Fyrir þau hin sem tengjast syrgjendum: „Ekki tjaldar sorgin til einnar nætur“ segir Hannes Pétursson skáld í einu ljóða sinna. Sorgarúrvinnslan tekur yfirleitt lengri tíma en við áttum okkur á, sérstaklega við erfiðan, ótímabæran eða snöggan missi. Verum styðjandi fyrir þau sem hafa misst – verum náungi þeim sem búa við sorg. Jól í skugga sorgar Sorgarúr- vinnslan tekur yfirleitt lengri tíma en við áttum okkur á, sérstaklega við erfiðan, ótímabæran eða snöggan missi. Sorg Halldór Reynisson Formaður Nýrrar dögunar, samtaka um sorg og sorgarviðbrögð Ú ttektir á launum kynjanna sýna undantekningarlítið fram á talsvert launabil milli karla og kvenna, oft svo nemur tugum prósenta þegar eingöngu er horft á heildarlaunin. Þeir sem einblína á þennan „óleiðrétta“ launamun eru oftast skammaðir og þeim bent á að horfa þurfi til þess að konur séu oftar í hlutastarfi en karlar og þær vinni síður yfirvinnu. Þegar þetta tvennt hefur verið tekið út úr dæminu og eingöngu eru borin saman laun á vinnustund er launamunurinn vissulega talsvert minni. Þá er enn eftir að leiðrétta fyrir fleiri þáttum. Karlar hafa til dæmis iðulega lengri starfsaldur, meiri menntun, eru hærra settir í fyrir- tækjum og bera meiri fjárhags- lega ábyrgð. Þegar allt þetta hefur verið tekið með í reikninginn er „óútskýrði“ launamunurinn, það er munur sem ekki verður útskýrður með öðru en kynferði, oft bara orðinn fáein prósent. Þegar aðeins er horft á leiðrétta launamuninn er þó að sumu leyti verið að koma sér hjá því að svara mikilvægri spurningu, sem ætti með réttu að æpa á fólk: Hvers vegna eru konur iðulega með skemmri starfs- aldur, minni menntun, hafa síður mannaforráð og bera minni fjárhags- lega ábyrgð í fyrirtækjum en karlar? Í nýrri skýrslu starfshóps borgarstjórnar Reykjavíkur um launamun kynjanna hjá borginni er sjónum réttilega beint að óleiðrétta launa- muninum og hann sagður „afleiðing af aðstöðumun og mismunun milli kynja, þ.e. konur eiga oft styttri starfsaldur að baki þar sem þær taka frekar á sínar herðar ábyrgð á barnauppeldi m.a. vegna ríkjandi launa- munar kynjanna“. Þarna stendur hnífurinn í kúnni og hefur gert lengi. Karlar og konur eru föst í vítahring sem er ágætlega lýst í skýrslunni: „Á meðan konur eru með lakari kjör en karlar þá er líklegra að starf karlmannsins verði látið ganga fyrir t.d. þegar sinna þarf veiku barni eða öldruðum for- eldrum sem viðheldur áframhaldandi launamun kynjanna og ríkjandi viðhorfum til kvenna á vinnumarkaði.“ Svo lengi sem karlar taka ekki þátt í heimilisstörfum og barnauppeldi til jafns við konur leiðir það jafnframt af sér ójafnvægi milli kynjanna á vinnumarkaðnum. Það þarf að vinna gegn misréttinu á báðum víg- stöðvum. Starfshópur borgarinnar leggur fram margar tillögur um hvernig megi eyða launamuninum, sem liggur fyrst og fremst í aksturs- og yfirvinnugreiðslum. Ein sú áhugaverðasta er að reyna að skapa fjöl- skylduvænan vinnustað, þar sem yfirvinnu sé haldið í lágmarki. Starfs- hópurinn bendir á að konur afkasti líklega meiru en karlar, þar sem þær nái fremur að ljúka verkefnum sínum á dagvinnutíma og þurfi ekki að vinna yfirvinnu. Kynferðið sem slíkt skýrir varla þennan mun. Líklega útskýrist hann frekar af þeirri ábyrgð og verkefnum sem bíða heima fyrir. Sá sem þarf að sækja krakkana í leikskólann, kaupa inn og elda drífur verkefnin frekar af en sá sem ekki ber þá ábyrgð. Styttingu vinnuvikunnar þarf því að fylgja hvatning til karlanna að axla ábyrgð á fjölskyldulífinu til jafns við konur. Launamunur kynjanna og reiknikúnstir: Mikilvæg spurning gleymist Kæra á leiðinni? Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra er yfirmaður dómsmála á Íslandi. Hann tjáði sig við Ríkisútvarpið á laugardag og sagði að svo virtist sem að í Magma-málinu hefðu þau vinnubrögð verið viðhöfð að mönnum hefði verið leiðbeint framhjá íslenskum lögum. Þetta eru stór orð og alvarleg ásökun. Að hvetja til lögbrota er ólöglegt og því nauðsynlegt að það mál verði rannsak- að til hlítar. Því hlýtur að vera von á ákæru í málinu, í það minnsta rannsóknarbeiðni. Varla er ráðherra að henda fram jafn alvarlegri ásökun án þess að meina neitt með henni, kannski í pólitískum tilgangi? Þjórsáin góða Brynja Halldórsdóttir, fyrrverandi for- maður Ungra vinstri grænna í Reykjavík, sagði sig úr flokknum í gær. Það er hið besta mál, flokkakerfið á að vera þannig að fólk yfirgefi flokka sem það á ekki lengur samleið með. Ein af ástæðum úrsagnarinnar er „ákvarðanir sem tengjast virkjun Þjórsár“ og veldur það nokkrum vangaveltum. Engar ákvarð- anir hafa verið teknar um virkjun Þjórsár síðan umhverfis mat Búðarháls virkjunar var sam- þykkt 2001, þó að áin sé á nýtingarlista í ramma- áætlun. Um það á eftir að takast, meðal annars innan flokksins sem Brynja nú er gengin úr. Vísindamaðurinn Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, sagði sig líka úr Lögfræðingafélaginu um helgina. Tilefnið var fundur um stjórnarskrártillögur stjórnlagaráðs, en Gísla þótti of einhliða umfjöllun um þær. Gísli bendir á að eitt af hlut- verkum félagsins sé að stuðla að vís- indalegri umræðu en telur fundinn brjóta í bága við það hlutverk. Verst að Gísla sjálfan má saka um að gefa aðeins eftir í strangleika vísindanna, hann mætti nefnilega ekki á fundinn hver varð tilefni úrsagnarinnar. kolbeinn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.