Fréttablaðið - 20.12.2011, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 20.12.2011, Blaðsíða 42
20. desember 2011 ÞRIÐJUDAGUR38 Börnin í Ártúnsskóla og kennarar þeirra fengu í síðustu viku afhenta viður- kenningu í tilefni af Alþjóð- legu ári skóga fyrir framúr- skarandi starf í skólatengdu útinámi. Katrín Jakobs- dóttir menntamálaráðherra afhenti viðurkenninguna og af sama tilefni afhenti hún fyrsta eintak myndarinnar Skógurinn og við (Of Forests and Men) sem í tilefni af Ári skóga verður send til allra grunnskóla í landinu ásamt leiðbeiningum um skógar- tengd verkefni. Nemendur úr fyrsta og öðrum bekk tóku þátt í athöfninni og afhentu Katrínu og Ragnari Þor- steinssyni, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, rauðgreni sem komin eru af Óslóartrénu. Fjölmörg lítil rauðgrenitré vaxa nú upp af fræjum Óslóartrésins en það var hugvitsmaðurinn Ólafur Oddsson, verkefnis- stjóri Lesið í skóginn, sem tók sig til og hirti köngla af trénu árið 2007, hreins- aði úr þeim fræin á bað- gólfinu heima hjá sér og afhenti síðan umhverfis- sviði Reykjavíkurborgar. Nú er það eitt af verkefnum barnanna í Ártúnsskóla að planta litlum Óslóar-afleggj- urum í grenndarskóginn sinn í Elliðaárdal í staðinn fyrir tré sem þau fella sem jólatré skólans. Afhentu lítil Óslóartré MEÐ LÍTIL ÓSLÓARTRÉ Nem- endur í fyrsta og öðrum bekk afhentu Katrínu Jakobsdóttur og Ragnari Þorsteinssyni rauðgreni sem komið er af fræjum Óslóar- trésins. SKÓGARVERÐLAUN Börnin í Ártúnsskóla fengu í vikunni afhenta viðurkenningu í tilefni af Alþjóðlegu ári skóga fyrir framúrskarandi starf í skólatengdu útinámi. Fyrr í desember opnaði sýning á málverkum eftir Jóhann- es Níels Sigurðsson en Jóhannes, sem kallaður er Nilli, er betur þekktur sem leikari og fimleikamaður hjá Vestur- porti. Sýningin er í Gallerí Krúnki á veitingastaðnum Portinu í Kringlunni og er þetta fyrsta sýningin í nýopn- uðu galleríi veitingastaðarins. Að því er segir í tilkynningu bera myndir Nilla með sér þjóðlegan blæ á gamansaman hátt og sýna meðal annars íslenskt sauðfé við leik og störf. Sýningin stendur fram í janúar. - jma Gallerí í Portinu FYRSTA SÝNING KRÚNKS Jóhannes Níels Sigurðsson, eða Nilli, er fyrstur til að sýna myndir í Gallerí Krúnki í Portinu, Kringlunni. Elskuleg eiginkona, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Kristín Petrína Gunnarsdóttir (Didda) Hrafnistu, Hafnarfirði, áður til heimilis að Ásgarði 5, Garðabæ, andaðist á Landspítala Háskólasjúkrahúsi fimmtu- daginn 15. desember. Hún verður jarðsungin frá Garðakirkju fimmtudaginn 22. desember kl. 13.00. Helgi Björnsson Þóra Kristín Helgadóttir Alda K. Helgadóttir Sigurður Ottósson barnabörn og barnabarnabörn. Elsku hjartans systir mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Angela Ragnarsdóttir lést sunnudaginn 18. desember á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri. Útför hennar fer fram frá Raufar- hafnarkirkju miðvikudaginn 28. desember kl. 14.00. Einar Ragnarsson Kristín Þormar Hörður Þorgeirsson Ragnar Þormar Ásta Helgadóttir Ægir Þormar María Sveinsdóttir Þór Þormar Kristín Auðbjörnsdóttir Jón Þormar Garðar Þormar og börn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ágústa Sumarrós Gamalíelsdóttir til heimilis að Stigahlíð 30, andaðist á Droplaugarstöðum þann 7. desember sl. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ólafur G. Sveinsson Nanna Baldursdóttir Sigurdís Sveinsdóttir Kristín V. Á. Sveinsdóttir Magnús Björn Jónsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Jón Benediktsson fv. útgerðarstjóri, Ægisvöllum 2, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 22. desember kl. 13.00. Blóm og kransar afþökkuð. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Velferðarsjóð Suðurnesja. Bjarnhildur Helga Lárusdóttir Benedikt Jónsson Inga Rebekka Árnadóttir Jóna Guðrún Jónsdóttir Magnús Valur Pálsson M. Agnes Jónsdóttir Óli Þór Barðdal barnabörn og barnabarnabarn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Karl Brynjólfsson Háabarði 10, Hafnarfirði, lést á heimili sínu sunnudaginn 11 desember. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju, Strandgötu, miðvikudaginn 21. desember kl. 13.00. Rósa Karlsdóttir Björn Rúnar Lúðvíksson Magnús Karlsson Ólafur Halldórsson Auður Sigurðardóttir barnabörn og langafabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Kristján Jónsson Sléttuvegi 23, Reykjavík áður Hlégerði 5, Kópavogi, lést 16. desember sl. á Hjúkrunarheimilinu Skjóli. Guðbjörg Óskarsdóttir Olga Kristjánsdóttir Hrönn Kristjánsdóttir Lilja Kristjánsdóttir Lára Kristjánsdóttir Dóra Hjálmarsdóttir afabörn og langafabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og bróðir, Stefán S. Bjarnason skipasmíðatæknifræðingur, lést á heimili sínu að Kambahrauni 19, Hveragerði, þann 14. desember. Jarðarförin verður auglýst síðar. G. Sigríður Geirsdóttir Bjarni Stefánsson Lillian Gundestrup-Sørenesen Halldór Ásgrímur Stefánsson Guðrún Bjarnadóttir Bergese Margrét Rósa Bjarnadóttir Laugardaginn 17. desember voru brautskráðir 68 stúdentar og þrír nemendur af sérsviði fjölmiðlunar við Flensborgar- skólann í Hafnarfirði. Í stúdentahópnum luku fjórir nemendur námi á tveimur og hálfu ári, og 44 á þremur og hálfu ári. Þetta eru um 70 prósent nemenda og hefur aldrei jafn hátt hlutfall stúdenta í einum útskriftarhópi lokið námi á skemmri tíma en fjór- um árum. Dúx skólans að þessu sinni er Heiðdís Rún Guðmunds- dóttir sem lýkur prófi með glæsilegum árangri á þremur og hálfu ári af íþróttaafrekssviði Viðskipta- og hagfræði- brautar með 1. ágætiseinkunn, 9,21. Semidúx er Guðmunda Þóra Jónsdóttir stúdent af mála- braut, einnig með 1. ágætiseinkunn 9,15. Ragnheiður Guðjónsdóttir útskrifaðist með flestar ein- ingar eða 188. Fleiri ljúka námi á styttri tíma GLAÐIR ÚTSKRIFTARNEMAR Alls luku 70 prósent útskriftarnema við Flensborgarskólann nú námi til stúdentsprófs á innan við fjórum árum. MYND/LÁRUS KARL INGASON AFMÆLI TEITUR ÞOR- KELSSON, fyrrverandi fréttamaður, er 42 ára. STEFÁN HJÖR- LEIFSSON tónlistar- maður er 47 ára. ÓLAFUR HAUKUR JOHNSON, skólastjóri Hraðbrautar, er 60 ára. SUNNA BORG leikkona er 65 ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.