Fréttablaðið - 20.12.2011, Page 52

Fréttablaðið - 20.12.2011, Page 52
20. desember 2011 ÞRIÐJUDAGUR48 Metal Íslensk hönnun Íslenskt handverk Stefán Bogi gullsmiður Metal design • Skólavörðustígur 2 • sími 552 5445 Pantaðu í síma 565 600 0 eða á w ww.som i.is Frí heim sending * TORTILLA VEISLUBAKKI EÐALBAKKI LÚXUSBAKKI DESERTBAKKI GAMLI GÓÐI TORTILLA OSTABAKKI 30 bitar 30 bitar 20 bitar 20 bitar 20 bitar 50 bitar Fyrir 10 manns ÁVAXTABAKKI Hver samlokubakki er hæfilegur fyrir fjóra eða fimm. *Frí heimsending gildir aðeins ef pantaðir eru 4 eða fleiri bakkar. FRÁ SÓMA ER KOMINN NÝTT FYRIR JÓL IN Hamborgarahryggur og kartöflusalat Dönsk lifrakæfa, sveppir og beikonJólasíldarsalat HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Þriðjudagur 20. desember ➜ Tónleikar 20.30 Hjaltalín og Lay Low spila í Edrúhöllinni, Efstaleiti 7. Kaffi og kökur í boði í massavís. Aðgangseyrir kr. 500. 20.30 Kór Fella- og Hólakirkju heldur jólatónleika í kirkjunni. Ásamt þeim munu fram koma Áshildur Haralds- dóttir flautuleikari og Katie Buckley hörpuleikari. Aðgangseyrir er kr 1.500. 19.00 X-mas - minningartónleikar til heiðurs Hermanns Fannars Valgarðs- sonar, betur þekktum sem Hemma feita, verða haldnir í Kaplakrika. Meðal þeirra sem fram koma eru Mugison, Dikta, Friðrik dór og Ensími. Miðaverð er kr. 2.000 og rennur allur ágóði í minn- ingarsjóð Hemma. 21.00 Kammerhópurinn Camerarctica heldur sína árlegu kertaljósatónleika, Mozart við kertaljós, í Kópavogskirkju. Aðgangseyrir er kr. 2.500 og 1.500 fyrir nemendur og eldri borgara. Frítt fyrir börn. 22.00 Tón- leikarnir Odd- krist aðventa og obláta verða haldnir á Ob-La-Dí, Frakkastíg 8. Guðlaugur Kristinn Ótt- arsson mun flytja aðventu- hugvekjur af ýmsum toga ásamt hljómsveit og góðum gestum. Aðgangur er ókeypis og í boði verða oblátur og messuvínsídýfur. ➜ Leiklist 20.00 Leikhópurinn Svavar stendur fyrir sýningu í Norðurpólnum. Flutt verður gamansamt leikrit, stuttmyndin Svavar verður sýnd og að lokum þrír dramatískir einleikir. Miðaverð er kr. 1.000. ➜ Uppákomur 11.00 Bjúgnakrækir kíkir í heimsókn í Þjóðminjasafn Íslands og syngur og spjallar við börnin. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir 12.34 Jóladagatal Norræna hússins heldur áfram. Jólaglögg og piparkökur í boði, auk þess sem óvæntur snillingur skemmtir fólki. Ókeypis aðgangur og allir velkomnir! 16.00 Útgáfu myndverkabókarinnar Apfelsin Bros verður fagnað í húsakynn- um Útúrdúrs að Hverfisgötu 42. ➜ Málþing 15.00 Helgi Tómasson verður fram- sögumaður á málstofu í fundarsal Seðlabankans, Sölvhóli. Efnið verður: Áhættuvöktun - Tölfræðigreining á vís- bendingum um kerfislægar breytingar. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. Framleiðandi James Bond-mynd- anna, Michael G. Wilson, vill að Daniel Craig leiki njósnarann 007 í fimm myndum til viðbótar. Craig hefur þegar samþykkt að leika í þriðju Bond-myndinni, Skyfall. „Daniel hefur verið frá- bær Bond. Hann er mjög góður leikari og er virkilega góður náungi. Aðdáendur elska hann og ég held að það sé ekki til betri maður til að leika hann,“ sagði hann við The People. Ef Craig leikur Bond í átta myndum tekur hann fram úr Roger Moore sem hefur leikið hann oftast, eða sjö sinnum. Vill Craig í átta myndir til viðbótar FIMM Í VIÐBÓT? Craig getur leikið Bond í átta myndum ef hann vill. „Ég fer mjög lítið á einhvern ákveðinn bar. Þetta fer oftast eftir því hvað við strákarnir erum að gera. Stundum kíkjum við á Hvítu perluna, það er mjög góð stemning þar,“ segir rapparinn Óskar Axel Óskarsson. „Systir mín var að opna veitinga- stað niðri í bæ, Grillmarkað- inn. Ég er stundum þar líka og á Uno.“ Besti barinn: Óskar Axel Óskarsson Góð stemning á Hvítu perlunni Hljómsveitin Súrefni snýr aftur eftir tíu ára hlé og spilar á jólatónleikunum X-mas í Kaplakrika. Súrefni stígur á svið í fyrsta sinn í tíu ár á jólatónleikunum X-mas í Kaplakrika í kvöld. Tónleikarnir eru haldnir í minningu útvarps- og athafnamannsins Hermanns Fann- ars Valgarðssonar, sem lést langt fyrir aldur fram í nóvember. „Það lá alltaf beinast við að við myndum spila á tónleikunum. Hemmi starfaði mikið með okkur þegar hljómsveitin var að byrja. Hann var mikið í kringum bandið og það kom eiginlega ekkert annað til greina en að við myndum hóa saman í mannskapinn í þrjú lög,“ segir Páll Arnar Sveinbjörnsson úr Súrefni. Hann er upphaflegur með- limur hljómsveitarinnar ásamt Þresti Elvari Óskarssyni. Síðar meir bættust í hópinn þeir Arnar Þór Gíslason trommari og Tómas Tómasson, gítarleikari úr Rokka- billíbandi Reykjavíkur, og ætla þeir fjórir að spila saman í kvöld. „Við erum búnir að taka tvær mjög góðar æfingar og menn hafa engu gleymt. Það verður hrikalega gaman að spila.“ Páll Arnar er einn af þeim sem standa að X-Mas-tónleikunum í ár. „Það var mjög auðvelt að fá hljómsveitirnar og alla sem koma að þessu til að taka þátt. Þetta er búið að vera ótrúlegt verkefni og velvildin og stemningin hefur verið frábær.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 18 og miðaverð er 2.000 krónur. Auk Súrefnis koma fram Mug- ison, Dikta, Of Monsters and Men, Hjálmar, Lay Low, Retro Stefson, Pollapönk, Ensími og fleiri. freyr@frettabladid.is Súrefni snýr aftur á X-mas AFTUR Á SVIÐ Hljómsveitin Súrefni á árum áður. Hún snýr aftur á jólatón- leikana X-mas í Kaplakrika í kvöld. Páll Arnar Sveinbjörnsson er til vinstri og Þröstur Elvar Óskarsson er til hægri. MYND/BRYNJAR GAUTI Hemmi starfaði mikið með okkur þegar hljómsveitin var að byrja. PÁLL ARNAR SVEINBJÖRNSSON TÓNLISTARMAÐUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.