Fréttablaðið - 20.12.2011, Side 56

Fréttablaðið - 20.12.2011, Side 56
20. desember 2011 ÞRIÐJUDAGUR52 náttúrulega gott um jólin Arnaldur Indriðason er einn sölu- hæsti íslenski rithöfundurinn, bækur hans hafa náð geysilegri útbreiðslu og sögur hans af Erlendi Sveinssyni eiga sér dygga aðdáendahópa úti um allan heim. Fréttablaðið greindi frá því í gær að útgáfu- réttur Einvígisins, nýjustu bókar Arnald- ar Indriðasonar, hefði verið seldur til Þýska- lands, Frakklands og Hollands. Þetta teljast vart mikil tíðindi hjá Arnaldi því hann hefur átt stóra aðdáendahópa í þessum þremur löndum. Og bækurnar sitja oft og iðulega í efstu sætum vinsældalistanna. Fáum íslenskum höfundum hefur tekist að ná viðlíka útbreiðslu og Arnaldi, hann hefur verið þýddur á yfir fjörutíu tungumál og komið út í um hundrað löndum en með Einvíginu eru bæk- urnar orðnar fimmtán og hafa þær selst í yfir sjö milljónum eintaka á heimsvísu. - fgg ARNALDUR ÚTI UM ALLAN HEIM Cook eyja Þrátt fyrir að Cook- eyja sé nánast óbyggileg þá eru engu að síður lesnar bækur þar. Og það fékk Íslendingur að kynnast sem fór þar inn í búð og sá Arnald tróna á toppi metsölulista hennar. HEIMURINN SIGRAÐUR HEIMURINN SIGRAÐUR Fáum íslenskum rithöfundum hefur tekist að ná jafn mikilli útbreiðslu og Arnaldi Indriðasyni. Rauður: Liturinn sýnir í hvaða löndum Arnaldur hefur verið gefinn út. Bandaríska hljómsveitin The Beach Boys ætlar að koma saman á næsta ári í tilefni fimmtíu ára afmælis síns. Tónleikaferð um heiminn er fyrirhuguð auk þess sem ný plata verður tekin upp. Allir upphaf- legir meðlimir sveitar- innar sem eru enn á lífi, Brian Wilson, Mike Love og Al Jar- dine, taka þátt í endur- komunni ásamt Bruce Johnston og David Marks sem hafa spilað með hljómsveit- inni undanfarna áratugi. „Þetta afmælisár verður sérstakt vegna þess að ég sakna strákanna. Það verður gaman fyrir mig að gera með þeim plötu og stíga með þeim á svið á nýjan leik,“ sagði Wilson. Deilur stóðu yfir á milli Love og Jardine varðandi notk- unina á nafni hljómsveitarinn- ar en þeir sömdu um málið utan dómstóla árið 2008. Beach Boys snúa aftur SNÚA AFTUR The Beach Boys árið 1967. Frá vinstri: Brian Wilson, Mike Love, Carl Wilson, Dennis Wilson og Al Jardine. NORDICPHOTOS/GETTY BRIAN WILSON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.