Morgunblaðið - 12.08.2010, Page 6

Morgunblaðið - 12.08.2010, Page 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2010 Námskeið erlendis fyrir þá sem hafa góðan grunn í ensku, en vilja bæta stöðu sína og ná betri tökum á faglegu tungutaki og samskiptum. Hagnýt þjálfun og reyndir kennarar tryggja miklar framfarir á stuttum tíma. Form námskeiða: Einkaþjálfun, samsett námskeið, smáhópur. Tími: ein vika eða tvær – og í boði allt árið. Sérsniðin enskuþjálfun fyrir fólk í erlendum viðskiptum. FRÉTTASKÝRING Jónas Margeir Ingólfsson jonasmargeir@mbl.is Gylfi Magnússon, efnahags- og við- skiptaráðherra, sagðist í Kastljósi RÚV ekki hafa kynnt sér lögfræðiálit Seðlabanka Íslands vegna þess að skjalið væri trúnaðargagn sem ein- göngu var ætlað lögfræðingi ráðuneyt- isins, Sigríði Rafnar Pétursdóttur. Nafna hennar, Sigríður Logadóttir, aðallögfræðingur Seðlabankans, kveðst ekki kannast við að nokkur fyr- irvari hafi verið gerður þess efnis. Ekki náðist í Gylfa Magnússon við vinnslu fréttarinnar en Benedikt Stef- ánsson, aðstoðarmaður ráðherra, seg- ir það matsatriði hvað teljist til trún- aðargagna og hvað ekki. „Lögfræðingarnir hérna og aðrir starfsmenn eru í tölvupóstsamskipt- um í sífellu. Það er því alltaf bara matsatriði hverju þeir eiga að deila með ráðherra eða hvað sé gert með öðrum hætti. Hún kláraði svo minn- isblaðið og það er kynnt fyrir ráð- herra.“ Niðurstaðan aðalatriðið Benedikt kveður aðalatriði málsins vera að öll álitin þrjú hafi komist að sömu niðurstöðu, þ.e. að eingöngu sé heimilt að verðtryggja lán í íslenskum krónum við neysluverðsvísitölu. Einnig sé heimilt að veita lán í er- lendri mynt tengdri erlendu gengi en grátt svæði geti myndast þar á milli. Benedikt segir að skoða verði hvert skuldaskjal með gengisviðmiði fyrir sig til að kanna hvort um erlent lán sé að ræða í raun eða ekki. „Þetta er oft sett fram sem voða einföld mynd, þ.e. að á einhverjum tímapunkti hafi menn komist að því að gengistryggð lán væru ólögmæt. Þetta væri ný uppgvötvun en því var haldið leyndu fyrir einhverjum hópi fólks. En þetta vaknar við efnahags- hrunið af skiljanlegum orsökum. Fyr- ir þann tíma hafði enginn hag af því að sækja rétt sinn í þessum málum,“ segir Benedikt sem kveður sitt sýnast hverjum um hvort fordæmi Hæsta- réttar taki til allra gengistrygginga eða ekki. FME kannar málið „Fjármálaeftirlitið hefur hins vegar kallað eftir því að fá sem best yfirlit yfir allar tegundir samninga. Þá hafa þeir kost á að fara yfir hverja samningstegund fyrir sig og meta hvar fordæmis- gildi dóma Hæstaréttar gildi skýrt en einnig kannað hvar sé klárlega um erlent lán að ræða.“ Sitt sýnist hverjum um fordæmisgildi  Aðstoðarmaður ráðherra segir að meta verði hvert lán Morgunblaðið/Kristinn Ráðherra Gylfi hélt því fram að lögfræðiálit Seðlabankans væri trúnaðarmál og því hafi hann ekki greint frá þeim. Seðlabankinn segir enga leynd yfir málinu og lögfræðingur ráðuneytis tilkynnti ráðuneytisstjóra um lögfræðiálitið. Jónas Margeir Ingólfsson jonasmargeir@mbl.is Sigríður Rafnar Pétursdóttir, lög- fræðingur í efnahags- og viðskipta- ráðuneytinu, vann minnisblað að beiðni þáverandi ráðuneytisstjóra, Jónínu S. Lárusdóttur, um lánveit- ingar í erlendri mynt. Við vinnslu minnisblaðsins fékk hún lögfræði- álit sent frá Seðlabankanum ásamt lögfræðiáliti frá lögmannsstofunni LEX sem unnið var fyrir Seðla- bankann. Í þeim kom fram að gengistrygging lána væri hugsan- lega ólögmæt. Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, sagði í Kastljósi RÚV í fyrrakvöld að hann hafi ekki veitt Alþingi rangar upplýsingar um lögmæti gengistryggðra lána fyrir rúmu ári þó að þá hafi ráðu- neytið haft í höndunum lögfræði- álit frá Seðlabankanum þess efnis. Samkvæmt Gylfa setti Seðlabank- inn ráðuneytinu það skilyrði að að- eins einn starfsmaður ráðuneytis- ins mætti sjá álitið og því hafi hann ekki vitað af því. Sendi ráðuneytisstjóra álitin Sigríður kveðst hafa unnið álitið samkvæmt verklagsreglum ráðu- neytisins og því áframsent álit Seðlabankans og lögmannsstof- unnar LEX á þáverandi ráðuneyt- isstjóra. „Ég fékk álitið frá Seðlabank- anum og ég áframsendi það á þá- verandi ráðuneytisstjóra efna- hags- og viðskiptaráðuneytis samdægurs,“ segir Sigríður sem kveðst þannig hafa haldið yfir- mönnum sínum upplýstum um málið. Efnisleg niðurstaða hin sama Sigríður kveður niðurstöðu minnisblaðs síns vera í samræmi við niðurstöðu lögfræðiálits Sigríð- ar Logadóttur, aðallögfræðings Seðlabanka Íslands, og lögfræðiá- lits lögmannsstofunnar LEX. Í niðurstöðu Sigríðar segir: „Lög nr. 38/2001 taka af skarið um það að verðtrygging á lánum í ís- lenskum krónum er aðeins heimil ef grundvöllur verðtryggingarinnar er vísitala neysluverðs.“ Efnisleg niðurstaða hinna álit- anna var sú sama. Ekki öll lán eins Í minnisblaði Sigríðar er þó áréttað að skera verði úr um lög- mæti samningsskilmála lána í er- lendri mynt að því er varðar verð eða gengistryggingarþáttinn. Þannig sé það dómstóla að ákvarða hvaða gengistryggðu lán séu ólög- mæt á þeim grundvelli að þau hafi örugglega verið veitt í íslenskum krónum en ekki erlendri mynt. Með öðrum orðum þarf að ganga úr skugga um að hver tegund samn- inga um lán í erlendri mynt stangist ekki á við ákvæði vaxtalaga. Á minnisblaðinu eru tilgreind nokkur mismunandi dæmi um orða- lag samningsskilmála lánssamn- inga í erlendri mynt. Dæmin eru tínd til af lögfræð- ingnum til að sýna fram á að samn- ingsskilmálarnir kalla á sjálfstæða túlkun um það mögulega álitaefni hvort um ræði lánveitingu í íslensk- um krónum eða erlendri mynt. Ráðuneytis- stjóri vissi af lögfræðiálitum  Lögfræðingur ráðuneytisins sendi yfirmönnum lögfræðiálitin samdægurs Morgunblaðið/Golli Lögfræðiálit Sigríður Rafnar með fyrrverandi viðskiptaráðherra. Jónas Margeir Ingólfsson jonasmargeir@mbl.is Árni Tómasson, endurskoðandi og formaður skilanefndar Glitnis banka, telur það mögulegt að kanna hvort krafa geti myndast á hendur ríkisins ef í ljós kemur að ráðherra hafi leynt upplýsingum um ólögmæti gengistryggðra lána. Skilyrði þess er þó að Hæstiréttur snúi við hér- aðsdómi um leiðréttingu vaxtakjara gengistryggðra lána. „Ég vil nú ekki útiloka það en menn fylgdust vel með þessu við samningagerð. Það skiptir meira máli hvort úrskurður héraðsdóms verður staðfestur eða ekki. Mér finnst þó nokkuð líklegt, ef honum verður snúið við, að þetta hafi miklu meiri áhrif á allt saman,“ segir Árni sem kveður uppbyggingu vera mik- ilvægasta í málinu. „Ég hef nú verið talsmaður þess að hætta, eins og kostur er, að líta í baksýnisspegilinn og reyna að ein- beita okkur að byggja þetta upp hjá okkur. Ég get hins vegar ekki litið framhjá þeim gríðarlegu áhrifum ef vaxtaþættinum verður snúið við. Þá gjörbreytist þetta og þá má segja að forsendur séu verulega breyttar. Hins vegar vildi ég mælast til þess að ef þetta fer eins og dómar líta út núna að þá reyni menn að einbeita sér með jákvæðum hætti að því að gera sem best úr stöðunni.„ Mögulegt að krefja ríkið um bætur vegna leyndar Morgunblaðið/Heiddi Formaður Árni Tómasson mælist til þess að jákvæðni verði beitt. Skilanefnd bíður dóms um vexti Skilanefnd Glitnis » Formaður skilanefndar Glitnis telur mögulegt að kanna rétt til bóta ef í ljós kemur að ráðherra hafi leynt upplýsingum. » Skilyrði þess er að Hæsti- réttur snúi við héraðsdómi og dæmi gengistryggða lána- samninga vaxtalausa. Benedikt Stefánsson, aðstoð- armaður efnahags- og við- skiptaráðherra, segir minn- isblað ráðuneytisins gefa góð dæmi um hvað gengistryggðir skuldabréfasamningar geti ver- ið mismunandi og því verði að meta fordæmisgildi dóma Hæstaréttar gagnvart hverjum samningi sjálfstætt. „Við höfum komist að því að það geta verið tugir ef ekki hundruð útgáfna af sömu gögnum. Í einum bankanum sem ég veit um voru þrjátíu mismunandi tegundir af gengisbundnum húsnæð- islánasamningum. Þetta er skrýtin staða því það veit enginn hvað það tekur langan tíma að komast að niðurstöðu í öllum þessum samn- ingum,“ segir Benedikt. Hundruð útgáfna TEGUNDIR SAMNINGA Benedikt Stefánsson hagfræðingur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.