Morgunblaðið - 12.08.2010, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.08.2010, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2010 Ríkisstjórnin minnkar í áliti, eftirþví sem fleiri fréttir berast af öðru áliti, lögfræðiáliti til S.Í.     Sagt er að ósannindamönnum farn-irst að jafnaði betur séu þeir sæmilega minnugir. Ella sé hætt við að þeir festist fyrr eða síðar í eigin ósannindavef. Í tilviki ríkisstjórn- arinnar hefur það gerst fyrr en síðar. Seðlabankinn gætti þess að sögn Más að hann fengi ekki að sjá álitið. En bankinn sendi það Viðskiptaráðu- neytinu. Og bankinn hefur upplýst að rangt sé að hann hafi bundið þá send- ingu því skilyrði að enginn í ráðu- neytinu fengi að sjá það nema lög- fræðingur þess. Því skyldi bankinn setja slíkt skilyrði? Gæti embætt- ismaður í ráðuneyti tekið við erindi úr „undirstofnun“ með því skilyrði að sýna það ekki yfirmönnum sínum, ekki einu sinni ráðherranum? Enda hefur lögfræðingurinn nú staðfest að „leyniskjalið“ hafi þegar í stað verið sent ráðuneytisstjóranum. Trúir ein- hver því að sá embættismaður hafi vogað sér að fela skjal sem varðaði slíka hagsmuni fyrir ráðherranum? Því trúir enginn. Niðurstaðan er því sú að ráðherrann laug að þinginu og þjóðinni og hefur haldið ósannind- unum áfram. Þau ósannindi eru nú á ábyrgð forsætisráðherrans.     Og forsætisráðherrann furðar sig áað Seðlabankinn sendi sér ekki skjöl. Þegar sami forsætisráðherra lét semja lög sem fólu í sér árás á sjálfstæði S.Í., því nýir valdhafar töldu sig eiga óuppgerðar sakir við gamlan andstæðing, fékk bankinn ekki að sjá frumvarpið. Hann varð að láta sækja það sjálfur í þingið eftir að það var lagt fram. Slíkt var óþekkt. Gylfi Magnússon Jóhanna Sigurðardóttir Gleymnir ósannindamenn Viðarhöfða 6 - Reykjavík www.sindri.is / sími 575 0000 PI PA R\ TB W A • SÍ A • 10 19 29 Stærð: 3600 x 3600mm BxH Litur á panel: Ral 9002 Þær uppfylla hinn nýja og stranga EU-framleiðslustaðal EN 13241-1. Iðnaðarhurðir á sérstöku tilboði Af sérstökum ástæðum getum við boðið 9 einangraðar iðnaðarhurðir frá Loading Systems. 250.000 kr. stk. á aðeins TILBO Ð Veður víða um heim 11.8., kl. 18.00Reykjavík 14 léttskýjaðBolungarvík 15 skýjaðAkureyri 17 léttskýjað Egilsstaðir 16 heiðskírt Kirkjubæjarkl. 18 léttskýjað Nuuk 12 skýjað Þórshöfn 12 skýjað Ósló 16 skýjað Kaupmannahöfn 18 skýjað Stokkhólmur 21 heiðskírt Helsinki 22 léttskýjað Lúxemborg 18 skýjað Brussel 21 léttskýjað Dublin 17 skýjað Glasgow 16 skýjað London 21 léttskýjað París 20 léttskýjað Amsterdam 18 léttskýjað Hamborg 21 léttskýjað Berlín 23 skýjað Vín 26 skýjað Moskva 31 skýjað Algarve 32 heiðskírt Madríd 36 heiðskírt Barcelona 26 léttskýjað Mallorca 30 heiðskírt Róm 28 léttskýjað Aþena 31 léttskýjað Winnipeg 23 léttskýjað Montreal 23 léttskýjað New York 31 heiðskírt Chicago 30 skýjað Orlando 31 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ STAKSTEINAR VEÐUR KL. 12 Í DAG 12. ágúst Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:10 21:56 ÍSAFJÖRÐUR 4:59 22:17 SIGLUFJÖRÐUR 4:42 22:00 DJÚPIVOGUR 4:36 21:30 Bhakti Sharam frá Udaipur á Ind- landi, hefur nú synt um flest heims- ins höf en hún á aðeins eftir að synda í Suður-Íshafinu. Bhakti fór ásamt fylgdarliði til Grímseyjar í vikunni og synti yfir norðurheimskautsbauginn. Synti hún sem nam einni sjómílu. Sundið tók um 33 mínútur og var hún orðin svolítið köld er hún kom upp úr sjón- um, en sjávarhiti var mældur 9,2° C við yfirborð. Bhakti heldur úti vef- síðu þar sem hægt er að lesa um hana og afrek hennar; http:// bhaktisharma.com/site/index.html Ermarsund þreytti hún hinn 5. júlí árið 2006, aðeins 16 ára gömul og lauk því á 13 tímum og 55 mínútum. Í júlí 2007 synti hún einnig Erm- arsundið í boðsundi ásamt móður sinni Leena Sharam (43 ára) og vin- konu sinni Priyanka Gehlot (20 ára), á 16 tímum og 19 mínútum, sem er Asíumet. Bhakti hefur að baki ýmis önnur sundmet, meðal annars synti hún í laug í heimabæ sínum í 12 tíma samfleytt um 35 km. Að þessu afreki loknu í Norður-Íshafinu hyggst fara sér hægar í sundinu og einbeita sér að námi sínu. Ljósmynd/Jón Svavarsson Á sundi Bhakti Sharam syndir yfir heimskautsbaug við Grímsey og sjófuglarnir fylgjast vel með sundinu. Hún synti sem nam einni sjómílu. Synti yfir heim- skautsbauginn Lögreglan á Selfossi fór í hálend- iseftirlit í fyrradag og fór meðal ann- ars upp í Veiðivötn, þar sem margir eru við veiðar á þessum árstíma. Á veiðisvæðinu stöðvaði lögregla 44 ökumenn til að athuga ástand þeirra. Af þessum 44 ökumönnum voru sextán búnir að neyta áfengis. Að- eins tveir þeirra höfðu þó drukkið svo mikið að svipta þurfti þá ökuleyf- inu á staðnum. Hinum var öllum gert að hætta akstri og fengu þeir áminn- ingu. Um verslunarmannahelgina lenti þyrla Landhelgisgæslunnar á sama stað og athugaði ökuhæfni veiði- manna í Veiðivötnum. Þá voru 40 ökumenn stöðvaðir en aðeins einn reyndist hafa drukkið og var hann sviptur ökuréttindum þá þegar. Ástandið var því mun verra nú en um verslunarmannahelgina. Margir voru við skál í Veiðivötnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.