Morgunblaðið - 12.08.2010, Síða 11

Morgunblaðið - 12.08.2010, Síða 11
Daglegt líf 11 Ljósmynd/Björn Arnarson Rennismiðurinn Ragnar Arason við rennibekkinn sinn í bílskúrnum þar sem hlutirnir verða til. urinn stóð í þessa átt,“ segir Ragnar. Hann rennir ýmiskonar hluti úr tré en segist aðallega vera að gera hluti í smærri kantinum. „Þetta eru aðallega skálar, kertastjakar, eftirlíkingar af göml- um strokkum, mjaltafötum, með gamla laginu, og mjólkurbrúsum og svona sitthvað. Taflmenn hef ég líka gert. Í gegnum tíðina hefur verið sóst svolítið eftir þessu hjá mér. Ég hef nú farið oft á Hrafnagilssýninguna og þessir smáhlutir, strokkar og mjólkurbrúsar, eru hlutirnir sem hafa fyrst verið keyptir, það er nú það. Ég sel líka í handverksverslun hér á Höfn hjá félagi sem heitir Handraðinn, annars staðar hef ég nú ekki verið mikið með mínar vörur.“ Góð sýning og menningarleg Ragnar reynir að komast á hverju ári á Handverkshátíðina í Hrafnagili og segir það mjög góðan vettvang fyrir handverksmenn. „Ég er ekki alveg með það á hreinu hvað ég er búinn að fara oft, ef til vill tíu sinnum. Ég hef sleppt úr tveimur árum, síðasta sumar gat ég ekki farið því það var verið að skipta um lið í öðru hnénu á mér og síðan var ég staddur í útlöndum í eitt skipti. Ég leigi 4 ferm. bás á hátíðinni og sel mína vöru þar. Þetta er virki- lega góð sýning og menningarleg. Ég get með góðri samvisku mælt með henni fyrir handverksfólk,“ segir Ragnar. Það kom honum á óvart að vera valinn handverks- maður ársins 2010. „Já, það kom mér á óvart, ég hafði sannarlega ánægju af því og var mjög ánægður með viðtökurnar sem ég fékk þarna.“ Ragnar segist aðallega renna úr íslenskum viði, birki og reyniviði. „Ég fæ viðinn héðan og þaðan, ég fékk t.d. mikið af reyniviði úr gamla trjágarðinum á Stafafelli í Lóni og kirkjugarðinum við Stafafellskirkju. Margir gefa mér greinar og trjá- stofna ef þeir eru að fella tré.“ Gullregn í uppáhaldi Spurður hvort einhver viður sé í meira uppáhaldi en annar stendur ekki á svari hjá Ragnari. „Gullregn, ég sækist eftir því. Það er svo afskaplega fallegt, ég renni mikið utan um penna og nota gullregnið í það.“ Ragnar segist hafa mest gaman af því að renna það sem svolítil áskorun í. „Ég hef gaman af því að renna það sem ég þarf að hugsa dá- lítið um hvernig ég á að hafa, ef það er svolítil áskorun í því. Ég hef til dæmis gaman af því að eiga við þessa taflmenn, það er fínlegt og þarf að vanda sig við það, eins og svo sem með allt. Lykillinn að góðum rennismiði er þolinmæði, æfing, að láta verk- færin bíta og að flýta sér hægt,“ seg- ir Ragnar að lokum og vill koma á framfæri þakklæti til forsvarsmanna Handverkshátíðar og Félags tré- rennismiða. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2010 Kryddblandan sem hér er notuð til að marinera kjúklingabita áður en þeir eru grillaðir á spjóti er norður-afrísk að uppruna og framandi keimurinn leynir sér ekki. 600 beinlaust kjúklingakjöt, bringur eða læri 1 laukur í marineringu og 2 á spjótin 4 hvítlauksgeirar 3 cm engiferrót 3 msk paprikukrydd 1 tsk. kóríanderkrydd 1 tsk. túrmerik 1 tsk. kanil 4 kardimommur ½ dl ólívuolía salt og pipar 1 sítróna Setjið lauk, hvítlauk, engiferrótina, paprikukrydd, túrmerik, kóríanderk- rydd, kanil, kardimommur og ólívu- olíu í matvinnsluvél. Bætið við saf- anum úr sítrónunni og um msk. af rifnum sítrónuberki. Saltið, piprið og maukið. Skerið kjúklinginn í bita og látið liggja í kryddleginum í að minnsta kosti klukkustund. Skerið lauk í bita og þræðið kjúklingabita og lauk til skiptis á grillspjót. Grillið spjótin og berið fram með Tabbouleh Couscous og sítrónubátum. Steingrímur Sigurgeirsson Uppskriftin Marokkósk kjúklingaspjót Fleiri uppskriftir má finna á Matur og vín-vef Morgunblaðsins: mbl.is/ matur og á vinotek.is. Bandaríski prófessorinn Ro- bert Agnew heldur fyrirlestur í Háskólanum í Reykjavík í há- deginu í dag. Agnew er best þekktur fyrir Álagskenningu sína eða Gene- ral Strain Theory þar sem hann skoðar álag í tengslum við af- brotahegðun. Fyrirlesturinn sem Agnew heldur nefnist General Strain Theory: Recent Developments and Policy Imp- lications. Fyrirlesturinn fer fram á milli kl. 12 og 13 í nýju húsi Há- skólans í Reykjavík, Mennta- vegi 1 í Nauthólsvík, stofu M1.01. Allir eru velkomnir. Fyrirlestur Morgunblaðið/Jakob Fannar Prófessor Robert Agnew er á Íslandi. Agnew ræðir Álagskenninguna „Það er sýningarstjórn sem vel- ur handverksmann ársins ár hvert, það er reynt að hlera hvað er eftirtektarvert og ber að hampa,“ segir Dóróthea Jóns- dóttir, framkvæmdastjóri Hand- verkshátíðar, spurð hvernig val- ið á handverksmanni ársins fer fram. „Það er þessi dugnaður og elja hjá Ragnari sem er orðinn 82 ára en kemur ár eftir ár sem var meðal annars ástæðan fyrir því að hann var valinn í ár. Það sýnir bara gildi hátíðarinnar fyr- ir handverksfólk, Ragnar er skýrasta merki þess hvað fólk leggur mikið á sig til að koma. Handverk fyrir eldra fólk er líka svo mikilvægt í dag, að yngra fólk hafi þessar fyrirmyndir og geti lært af þeim sem eldri eru. Handverksmaður ársins fær verðlaunagrip sem heitir Ungur nemur, gamall temur og er gerð- ur af Guðrúnu Steingrímsdóttur. Þetta eru tvö kýrhorn, lítið og stórt og er tákn þess hvað við þurfum að passa upp á að yngri kynslóðirnar læri af þeim sem eldri eru,“ segir Dóróthea. Ungur nemur, gamall temur HANDVERKSMAÐURINN Bónus Gildir 12. - 15. ágúst verð nú áður mælie. verð Egils appelsín 1 l ............................. 129 159 129 kr. ltr Bónus póló 2 l ................................ 129 179 65 kr. ltr Kartöflur 2 kg .................................. 298 359 149 kr. kg Ariel þvottaefni, 50 skammtar........... 1.998 2.498 40 kr. stk. Gillette rakfroða, 250 ml .................. 359 498 1.436 kr. ltr Bónus kleinuhringir, 2 í pk................ 198 259 99 kr. stk. Bónus kjarnabrauð, 500 g................ 158 198 316 kr. kg Í.f. frosnir leggir ............................... 359 598 359 kr. kg K.s. frosið læri ................................. 989 1.198 989 kr. kg Íslandsgrís helgarsteik ..................... 1.258 1.398 1.258 kr. kg Fjarðarkaup Gildir 12. - 14. ágúst verð nú áður mælie. verð Svínahnakki úrb. úr kjötborði ............ 998 1.498 998 kr. kg Svínalundir úr kjötborði .................... 1.498 2.198 1.498 kr. kg Nautagúllas úr kjötborði ................... 1.598 1.998 1.598 kr. kg Hamborgarar 2x115 g...................... 358 438 358 kr. pk. Fk kjúklingabringur .......................... 1.781 2.375 1.781 kr. kg Móa kjúklingaleggir ......................... 649 998 649 kr. kg Fjallalambs súpukjöt frosið............... 538 598 538 kr. kg SS kryddlegnar lambalærisneiðar ..... 2.262 2.828 2.262 kr. kg FK svínakótilettur grill....................... 1.198 2.098 1.198 kr. kg Ali vínarpylsur ................................. 539 899 539 kr. kg Hagkaup Gildir 12. - 15. ágúst verð nú áður mælie. verð SS kryddl. lambalærisneiðar............. 2.121 2.828 2.121 kr. kg Ferskur heill kjúklingur ..................... 594 849 594 kr. kg Indverskar kjúklingal. á spjóti ........... 2.027 2.895 2.027 kr. kg Kjúklingaleggir í texaskryddlegi ......... 647 995 647 kr. kg Kjúklingabringur í texaskryddlegi ....... 1.796 2.395 1.796 kr. kg Ferskir kjúklingavængir..................... 318 398 318 kr. kg Hagkaups kryddl. lambalærisn. ........ 1.953 2.298 1.953 kr. kg Hagkaups kryddl. grillsneiðar............ 1.358 1.598 1.358 kr. kg Kostur Gildir 12. - 15. ágúst verð nú áður mælie. verð Aro kaffipúðar, 20 stk í pakka ........... 359 399 0 kr. pk. Hunts spaghettisósa, 751 g ............. 199 259 0 kr. stk. Sætar kartöflur ................................ 289 405 289 kr. kg Gular melónur ................................. 249 389 249 kr. kg Krónan Gildir 12. - 15. ágúst verð nú áður mælie. verð Grísalundir...................................... 1.299 2.598 1.299 kr. kg Ungnauta piparsteik ........................ 1.749 3.498 1.749 kr. kg Ungnauta Roast Beef....................... 1.749 3.498 1.749 kr. kg Grísakótilettur New York ................... 899 1.498 899 kr. kg Krónu kjúklingabringur ..................... 1.598 1.798 1.598 kr. kg SS grískar grísahnakkasneiðar .......... 1.430 1.788 1.430 kr. kg Gik þorskbitar roð- og beinlausir ....... 798 998 798 kr. kg Laxaflök beinhreinsuð ...................... 1.798 1.998 1.798 kr. kg Miller brauð .................................... 299 429 299 kr. stk. Nóatún Gildir 12. - 15. ágúst verð nú áður mælie. verð Lambalæri ...................................... 1.398 1.398 1.398 kr. kg Lambahryggur ................................. 1.599 1.599 1.599 kr. kg Lamba grillleggir.............................. 998 1.198 998 kr. kg Lambalærissneiðar .......................... 1.298 1.998 1.298 kr. kg Lamba sirloinsneiðar ....................... 998 1.498 998 kr. kg Lambafille með fiturönd ................... 2.798 3.498 2.798 kr. kg Ungnautaborgari 120 g.................... 198 279 198 kr. stk. Ísl.m. kjúklingur heill ........................ 699 859 699 kr. kg Sóma Pítsa pepperoni/margaríta...... 498 598 498 kr. stk. Ostahúsið ostat. jarðarb.&myntu ...... 1.198 1.499 1.198 kr. stk. Þín Verslun Gildir 12. - 15. ágúst verð nú áður mælie. verð Korngrísakótilettur úr kjötborði .......... 998 1.698 998 kr. kg Korngrísalundir úr kjötborði .............. 1.695 2.398 1.695 kr. kg Korngrísahnakki úrb.úr kjötb............. 998 1.798 998 kr. kg Ísfugls kjúkl.bringur úrb. ................... 2.094 2.992 2.094 kr. kg Emmess Ísblóm jarðarb., 4 stk.......... 479 569 120 kr. stk. Ballerina kremkex, 190 g ................. 189 235 995 kr. kg Merr. Senseo púðak., Med.Roast ...... 398 498 3.184 kr. kg Daloon Kínarúllur 720 g................... 779 998 1.082 kr. kg Findus kanilsnúðar 420 g................. 559 729 1.331 kr. kg Neutral þvottaefni 1,9 kg.................. 835 998 440 kr. kg Helgartilboðin Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.