Morgunblaðið - 12.08.2010, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.08.2010, Blaðsíða 21
Umræðan 21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2010 –– Meira fyrir lesendur PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Þann 20.ágúst kemur út glæsilegt sérblað um skóla og námskeið sem mun fylgjaMorgunblaðinu þann dag. Í blaðinu verður fjallað um þá fjöl- breyttu flóru sem í boði er fyrir þá sem stefna á frekara nám í haust. MEÐAL EFNIS: Endurmenntun Símenntun Tómstundarnámskeið Tölvunám Háskólanám Framhaldsskólanám Tónlistarnám Skólavörur Skólatölvur Ásamt fullt af spennandi efni Skó lar o g ná msk eið NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Skólar og námskeið PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 16. ágúst. Fjármögnunarfyr- irtækin hafa ákveðið að halda áfram að inn- heimta óbreyttar greiðslur fyrir geng- istryggða rekstrar-, einka- og fjármögn- unarleigusamninga. Ákvörðunin er sögð byggjast á lögfræðiá- liti sem segir að ofan- greindir samningar „falli að öllum lík- indum“ ekki undir dóm Hæstaréttar frá 16. júní sl. sbr. upplýsingar á heimasíðu Lýsingar og SP fjár- mögnunar. Engar athugasemdir eða tilmæli eru sett fram af svokölluðum eft- irlitsaðilum eða Neytendasamtök- unum vegna þessarar ákvörðunar og enginn tekur upp hanskann fyrir þá sem augljóslega skal halda áfram að brjóta á. Umrætt lögfræðiálit sem ekki hefur verið birt getur ekki verið annað en rökleysa. Í dómi Hæstaréttar nr. 92/2010 þar sem málsaðilar deildu meðal annars um það hvort samningurinn væri leigu- samningur eða lánssamningur (um var að ræða kaupleigusamning SP fjármögnunar) úrskurðaði Hæsti- réttur að samningurinn væri láns- samningur sem „stefndi kaus í orði kveðnu að klæða í búning leigu- samnings“. Horft var til þess að í samningi væri rætt um höfuðstól, eftirstöðvar, lántöku í erlendum gjaldmiðli og afborganir o.fl. Eins var í samningnum ákvæði um vexti „en slíkt tíðkast í lánssamningum og á engan veginn við í leigusamn- ingum“ segir í dómnum. Þessi atriði er meira eða minna einnig að finna í þeim samningum sem fyrirtækin segja að falli ekki undir dóminn. Miðað við dóm Hæstaréttar eru þetta allt lánssamningar klæddir í hina ýmsu leigubúninga, allir eru þeir með höfuðstól (einnig nefnt „leigugrunnur,“ samningsfjárhæð“ eða annað) og bera vexti (oft skráðir á bls. 2 í samningi með greiðsluáætl- un). Þar af leiðandi falla samning- arnir undir lög nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu og því óheimilt að binda lánsfjárhæðina við gengi er- lendra gjaldmiðla. Í samanburðartöflu á heimasíðu SP er talað um vaxtakjör og láns- tíma allra þeirra samninga sem fé- lagið býður upp á og eins segir á síðu félagsins að „munurinn á fjár- mögnunarleigu og kaupleigu felist einkum í mismunandi bókhaldslegri og skattalegri meðhöndlun, en kjör þeirra eru hin sömu.“ Undir liðnum Spurningar og svör hjá SP segir einnig berum orðum: „Einkaleiga er kaupleigusamningur “ (og kaup- leigusamningur er lánssamningur skv. Hæstarétti). Á heimasíðu Glitn- is fjármögnunar er fjallað um höf- uðstólslækkun fjármögnunarleigu- samninga og breytingar á vaxtakjörum þeirra. Í lögfræðiorða- bók og á heimasíðu SP segir einnig: „Eignaleiga er samheiti yfir kaup- leigu, fjármögnunarleigu og rekstr- arleigu.“ Kaupleigusamningur getur þar af leiðandi ekki verið mjög frá- brugðinn fjármögnunar- og rekstr- arleigusamningum. Merkilegt að vita til þess að eftirlitsskyld fjármálafyrirtæki sem hafa gerst brotleg gagnvart þúsundum manna, stundað nótu- laus viðskipti til fjölda ára, dundað sér við skjalafals (búið til nýja samninga á nafni lán- takenda), notað hand- rukkara til að brjótast fyrir sig inn í opinberar byggingar, veitt Fjár- málaeftirlitinu rangar upplýsingar um starfsemi sína (sjá nánar bloggsíðu Erlings A. Jóns- sonar http://rlingr.blog.is/blog/ rlingr/entry/1083050/) og fleira, fái óáreitt að halda áfram innheimtu á lánum sem dæmd hafa verið ólög- lega verðtryggð af Hæstarétti. Eftirfarandi tilkynning var birt á vef Avant 16.2. 2010 og sýnir að markmiðið var að innheimta eins mikið og mögulegt var áður en fyr- irtækið færi í þrot: „Þeir við- skiptavinir AVANT hf. sem greiða skilvíslega af gengistryggðum samningum þar til niðurstaða Hæstaréttar liggur fyrir missa því engin réttindi gagnvart félaginu. Eru viðskiptavinir Avant hf. hvattir til að greiða skilvíslega af bílasamn- ingum og forðast vanefndir enda er fyrirsjáanlegt að þær munu hafa í för með sér verulegan van- skilakostnað og óþægindi fyrir hlut- aðeigandi greiðendur ef Hæstirétt- ur snýr við niðurstöðu héraðsdóms í framangreindu máli.“ Eftir dóm Hæstaréttar felldi Lýs- ing niður a.m.k. eitt mál sem var fjármögnunarleigusamningur og komið var inn til dómstóla. Það hefði félagið varla gert hefði það ekki tal- ið að dómurinn næði ekki líka til þeirra samninga. Lýsing hefði auk þess getað haldið áfram með málið „til að eyða óvissunni eins fljótt og auðið er“ eins og félagið segist von- ast til sbr. tilkynningu á heimasíðu félagsins frá 23.7. 2010. Á inn- heimtuseðlum Lýsingar fyrir fjár- mögnunarleigu komu fram „eft- irstöðvar“ en þessu hefur verið breytt á nýjustu seðlunum skv. við- skiptavini Lýsingar. „Rétt- aróvissan“ er tilbúningur hjá stjórn- endum þessara fyrirtækja sem sérhæfa sig í ólöglegum lánveit- ingum og svívirðilegri starfsemi sem á ekkert skylt við viðskipti. Allir umræddir samningar eru lánssamn- ingar sbr. skilgreiningu Hæsta- réttar og falla því undir dóm hans frá 16. júní sl. Einbeittur brota- vilji fjármögnunar- fyrirtækjanna Eftir Þórdísi Björk Sigurþórsdóttur Þórdís Björk Sigurþórsdóttir »Miðað við dóm Hæstaréttar eru þetta allt lánssamningar klæddir í hina ýmsu leigubúninga, allir eru þeir með höfuðstól og bera vexti. Höfundur er viðskiptafræðingur. Síðustu árin hafa nánast engar óhlut- drægar fréttir af átök- unum í Gyðingalandi (Ísrael, Palestínu) birst í íslenskum fjöl- miðlum. Mikið hefur hins vegar birst af svæsnum hatursáróðri stuðningsmanna pal- estínskra öfga- samtaka, gjarnan und- ir fölskum formerkjum heiðarlegrar fréttamennsku og með fulltingi „aðgerðasinnaðra“ frétta- manna. Í þágu „málstaðarins“ hafa þeir ekki hikað við að misnota trún- aðartraust almennings með rang- færslum og ýkjum. Hver kannast ekki við tugi opnugreina í íslenskum dagblöðum til stuðnings öfgasjón- armiðum Palestínuaraba, en hver kannast við að hafa séð þó ekki væri nema eina slíka til stuðnings sjón- armiðum meirihluta íbúa Ísraels? Hver getur nefnt eina? Tyrkjarán hugarfarsins Fréttastofa RÚV er glórulaus í ofstæki sínu og hlutdrægni og svo snögg upp á lagið er hún þegar Ísr- ael ber á góma að helst minnir á krókódíla í náttúrulífsmyndum þeg- ar priki er stungið upp í þá. Skolt- arnir skella saman með firnakrafti! Hiklaust skellir Krókó-Rúv allri sök á Ísrael þegar átök verða og jafnvel áður en þau hefjast. Hið frumstæða taugakerfi frétta- stofunnar tók mikil flog í upphafi fréttaflutnings af mannfalli á tyrk- nesku ófriðarfleyi útifyrir Gaza- strönd nýlega. Strax var með „að- gerðasinnuðum“ og ærumeiðandi hætti gefið í skyn að um tilefn- islausa morðárás Ísraelsmanna á skipverja væri að ræða, þrátt fyrir að öll gögn bentu til þess að morðárásin hefði komið frá skip- verjum og hermenn- irnir orðið að verja hendur sínar. Svona „fréttaflutningur“ hefði örugglega ekki gengið gagnvart neinu öðru ríki en Ísrael – nema kannski Íslandi. Minnir hann ekki tals- vert á fréttaflutning breskra fjölmiðla af „hryðjuverkum“ Ís- lendinga fyrir tveimur árum? Hver sem ástæðan er þá er ljóst að afar fáar alvörufréttir af hinum miklu deilumálum í Mið-Aust- urlöndum er að hafa úr íslenskum fjölmiðlum. Eina leiðin er að leita upplýsinga á netinu, t.d. Youtube- .com og fá þar ærlegar fréttir af því sem raunverulega er að gerast. Roots Club Gaza og ólympíusundlaugin Sem dæmi um fréttaháskóla You- tube.com er að nota litla gluggann efst á vefsíðunni til að slá inn leit- arorð um áhugaverð svið deilumála Ísraels og Palestínumanna. T.d: „Pallywood“(áróðurs-kvikmynda- gerð og sviðsetningar Palest- ínumanna fyrir útlendinga). Fólk getur líka slegið inn „Roots Club Gaza“ og séð þá kynningar- myndband fyrir nýtt lúxus-fimm- stjörnu veitingahús á Gaza, sem tek- ur afar vel á móti Hamas-foringjum, starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna, diplómötum og hjálparstarfsfólki auk fína fólksins á Gaza, en þetta sést allt á myndbandinu. Fróðlegt og fréttnæmt, eða hvað? Ef þú slærð inn „swimming pool gaza“ þá sérðu glænýju ólympíusundlaugina sem þar var nýlega opnuð. Hvar voru vestrænir fjölmiðlar þá? Glæsileg verslanamiðstöð (Mall) var opnuð á Gaza 17. júlí, kölluð Gaza-Mall og getur fólk dáðst að dýrðinni á heimasíðunni www.gaza- mall.ps, ef hún er ekki hrunin vegna álags! Hvar voru fréttamiðlar? Mátti ekki heimsbyggðin samgleðj- ast Gaza-búum? Lauren Booth og „hungursneyðin“ Þú getur líka til gamans slegið inn nafn Palestínuvinarins Lauren Bo- oth, systur eiginkonu Tony Blair, sem á ferð um Gaza lýsti fjálglega „hungursneyðinni“ á Gaza í farsíma- viðtali við heimsfjölmiðla, standandi sjálf inni á gólfi í kjörbúð troðfullri af vörum, með sína eigin inn- kaupakörfu fulla af góðgæti,súkkul- aðistöngum og gosi. Soldið vand- ræðalegt að þetta skyldi nást á mynd en það er sko ekki tekið út með sældinni að vera frægur aðgerðasinni, með öll þessi augu á Gaza. Á www.memritv.org er hafsjór af alvörufréttum frá Ísrael og Palest- ínu og nálægum löndum. Þú verður agndofa af undrun. Þarna vinnur fólk sem hefur þá hugsjón að upp- lýsa heiminn um það sem raunveru- lega er að gerast. Hugsjón sem sumir virðast hafa glatað, þrátt fyrir að hafa heitið henni hollustu. Lokaorð á praktísku nótunum: Þar sem gyðingarnir í Ísrael hafa hjálpað þremur milljónum óvin- veittra Palestínuaraba að efla hag- kerfi sitt um hátt í 10% ár eftir ár, er þá goðgá að velta fyrir sér hvern- ig þeir myndu koma fram við tíu sinnum fámennari örþjóð í norður- höfum, sem þeir gætu litið á sem vini sína? Krókódílar Eftir Hreiðar Þór Sæmundsson »Hiklaust skellir Krókó-Rúv allri sök á Ísrael þegar átök verða og jafnvel áður en þau hefjast. Hreiðar Þór Sæmundsson Höfundur er kaupmaður. Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 smáauglýsingar mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.