Morgunblaðið - 12.08.2010, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.08.2010, Blaðsíða 25
Minningar 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2010 sín. Ef við spurðum hvernig henni liði svarði hún um hæl eigum við ekki að ræða um eitthvað annað. Það er óhætt að segja að Regína hafi af dugnaði og elju barist fram á síðustu stundu. Hún lagði stolt og dugnað í allt sem hún gerði, hvort sem það var vinna, handavinna upp- eldi eða heimilið. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Reg- inu og taka þátt í lífi hennar og starfa með henni þessi ár. Við vorum einnig svo heppnar að hafa fengið tækifæri á að ferðast með henni bæði til Lond- on og Glasgow sem er okkur öllum ógleymanlegar ferðir. Elsku Regina, það er sárt að kveðja þig í blóma lífsins. Við mun- um minnast þín með söknuði. Við sendum Óla, Óla Einari og Tanjö og fjölskyldum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Hafðu þökk fyrir allt. Ég horfi á ljóssins loga sem lýsir í hugskot mitt og sé á björtum boga brosandi andlit þitt. (Snjólaug Guðmundsdóttir.) F.h. starfsfólks Foldaborgar, Guðbjörg Guðjónsdóttir og Elín Þóra Böðvarsdóttir. Föstudaginn 23. júlí varð veröldin grárri. Ragnar Ormsson hafði verið fluttur á sjúkrahús vegna bráðaveikinda og stuttu síðar af- hjúpaðist harðneskja tilverunnar þegar ljóst var að hann hafði fallið frá. Samvistum okkar við elskuleg- an og traustan mann var lokið. Stutt er síðan Ragnar tjáði mér að fljótlega yrði sumarbústaður þeirra hjóna í Biskupstungum full- gerður og að hann ætlaði að fara taka því rólega og njóta árangurs erfiðisins. Það hefði sannarlega verið verðskuldað því Ragnar var alla tíð einstaklega duglegur og vinnusamur maður og vel liðinn af sínum samstarfsmönnum. Aldrei upplifði ég þó að vinnan skyggði á fjölskyldulífið og barna- börnin höfðu alltaf greiðan aðgang að afa sínum. Söknuður tveggja Ragnar Hreinn Ormsson ✝ Ragnar HreinnOrmsson fæddist á Selfossi 12. nóvember 1952. Hann lést 23. júlí 2010. Útför Ragnars fór fram frá Grafarvogs- kirkju 3. ágúst 2010. lítilla afastráka var sár og einlægur þeg- ar þeir fréttu af frá- falli afa síns og gátu með engu móti skilið af hverju hann hafði verið tekinn frá þeim. En orð þeirra bera vitni um vin- áttu, væntumþykju og traust, því í þeirra huga var hann „besti afi í heimi“. Um ævina um- gengst maður ara- grúa fólks og eins og gengur er viðkynningin misjöfn. Fáum hef ég þó kynnst sem jafn auðvelt var að þekkja og eiga með ánægjulega stund. Ragnar bjó sér umhverfi sem einkenndist af yf- irvegun og glaðværð, varð öruggt skjól fyrir barnabörn og fjöl- skyldu, sem alltaf var hægt að sækja í og leita til. Ragnar Ormsson kveð ég með virðingu og þakklæti, með minn- ingu hans í hjörtum okkar mun veröldin taka lit sinn á ný. Þór Steinarsson. Það er erfiðara en orð fá lýst að setjast niður og skrifa nokkur kveðjuorð til míns kæra bróður, mágs og okkar frænda, sem á einni svipstundu er hrifinn frá fjölskyldu og vinum. Upp koma dýrmætar minningar um allar samverustundirnar sem fjölskyld- an hefur átt saman. Ragnar, þú varst mikill fjöl- skyldumaður, fróður, skemmtileg- ur og hrókur alls fagnaðar. Þú og Olga hafið alltaf verið dugleg að halda allskonar boð fyrir fjöl- skyldu og vini og enn eina grill- veislu voruð þið að skipuleggja í sumarbústað ykkar í Miðhúsum, þar sem þið voruð búin að koma ykkur upp framtíðar sælureit. Einnig eru ótaldar allar þær áætl- anir um allt sem átti eftir að gera saman. Við reynum að halda þeim áætlunum á lofti þér til heiðurs, en lífið verður fátæktara án þín. Þó þú svífir okkur frá, þér við aldrei gleymum. Minningar um þig, í hjörtum okkar geymum. (JG) Elsku Olga og fjölskyldan öll, okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Kveðja, Guðrún, Þorsteinn, Ragnhildur og Bjarni. Þegar ástvinur deyr tengjast eftirlif- endur sorgar- og kærleiksböndum – og hjarta móður Jarðar geislar sam- hygð. Sorgartónninn berst alla leið til ljóssins, sem blessar hann með- an minningar streyma og tár renna. Slíkur er skilyrðislaus kær- leikur alheimsins: Ættingjar og vinir Bjarna Björgvinssonar hafa undanfarið notið þessarar kærleik- sorku eftir fyrirvaralausa brottför hans úr jarðlífinu. Þakkir skulu færðar til þeirra fjölmörgu sem lögðu hönd á plóg og heiðruðu minningu hans við útför hans 16. júlí sl. Bjarni var mjög andlega sinnaður; lifði og hrærðist í því að Bjarni Björgvinsson ✝ Bjarni Björg-vinsson fæddist í Reykjavík 16. desem- ber 1946. Hann lést á Land- spítalanum fimmtu- daginn 8. júlí 2010. Útför Bjarna fór fram frá Hallgríms- kirkju 16. júlí 2010. fræðast um guðspeki og andleg fræði. Var virkur félagi í Guð- spekifélaginu, Sam- frímúrarareglunni og Íslenskri grafík, auk þess að leggja stund á listsköpun sem myndlistarmaður og taka þátt í fé- lagsstörfum eftir út- skrift úr Listaháskóla Íslands árið 2000. Áð- ur hafði Bjarni stund- að nám við Bænda- skólann að Hólum og bústörf, m.a. á Höll í Þverárhlíð, þar sem enn búa nánir vinir fjöl- skyldunnar. En framar öllu var Bjarni ástríkur eiginmaður Láru Magnúsdóttur, sem hann gekk að eiga árið 1972, og faðir barnanna þeirra; Björgvins, Sigurlaugar og Stefáns. Síðan tengdafaðir Skúla og Guðrúnar og afi 4 barnabarna. Kærleikssólin, sem vakti yfir vel- ferð þeirra allra af festu og styrk, var blessunin hún Lára; gæfan holdi klædd í lífi Bjarna og gullna rósin í hjarta hans. Fáir gætu gengið veginn hans Bjarna, enda gæddur einstökum styrk til að geta snúið örorku á miðjum aldri upp í sigurgöngu listamanns: Stoltur, skapstór, hóg- vær, yfirvegaður, bráður, listrænn, greindur, athugull, kíminn, hlýr – eru nokkur af orðunum sem lýst gætu persónu Bjarna. Aðalsmerki hans umfram allt var samt það að vera tryggur, hjálpsamur vinur sem hafði viðkvæmt og stórt hjarta. Fullyrða má að Bjarni hafi lifað félagslífi sínu í anda bænar Frans frá Assisi – alla tíð gaf hann meira en hann tók á móti – umbar dómhörku, eigingirni, harðneskju og skilningsleysi sem varð á vegi hans og einbeitti sér fremur að skapandi verkefnum. Síðustu árin lögðu Bjarni og undirritaður bróðir sameinaða krafta sína í að gera upp gamla tré- báta: Undu sér löngum stundum saman við sjávarsíðuna. Gleðin var mikil þegar báturinn Líney komst á flot, og bræðurnir voru stoltir yf- ir velgengni sinni með súðbyrðing- inn Egil, sem til stóð að Bjarni myndi sigla yfir til Noregs til að heimsækja litla bróður. En enginn má sköpum renna – fagnaðarfundir verða að bíða því nú er besti vinur minn allur. Víst er að vel hefur ver- ið tekið á móti Bjarna af fyrr- gengnum ástvinum. Eins þykist ég vita að skilningsrík sál hans skíni nú skært í friðsælu skjóli himna- föðurins. Þekki ég bróður minn rétt mun hann gerast sérlegur verndari fjölskyldunnar til að hjálpa konu sinni og börnum að takast á við sorgina og missinn. Fyrst og síðast vil ég þakka bróð- urþel sálufélaga sem ævinlega mun tengja okkur tvo saman. Kveð að sinni með orðum Jóhannesar úr Kötlum: Blessi þig blóm jörð, blessi þig útsær, blessi þig heiður himinn, elski þig alheimur, eilífð þig geymi, signi þig sjálfur Guð. (Jóh. úr Kötlum.) Páll Björgvinsson. 8 ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVAVAR JÓHANNSSON fv. skipulagsstjóri Búnaðarbankans, Brúnavegi 9, Reykjavík, sem lést sunnudaginn 8. ágúst, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju þriðjudaginn 17. ágúst kl. 15.00. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á Styrktar- og minningargjafasjóð Landspítalans. Edda Svavarsdóttir, Birgir Hólm Björgvinsson, Jóhannes Svavarsson, Unnur Guðjónsdóttir, Gunnar Svavarsson, Anna Þorsteinsdóttir, Bragi Svavarsson, Áslaug Þórðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ARTHÚR PÉTURSSON bóndi, Syðri–Vík, Vopnafirði, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtudaginn 5. ágúst, verður jarðsunginn frá Vopnafjarðarkirkju laugardaginn 14. ágúst kl. 14.00. Kristín Brynjólfsdóttir, Ásdís Arthúrsdóttir, Svanur Arthúrsson, Monserat Arlette, Brynhildur Arthúrsdóttir, Guðbrandur Stígur Ágústsson, Margrét Arthúrsdóttir, Heiðar Kristbergsson og barnabörn. Nú er meira en fjöll og höf sem skilja okk- ur að, en þrátt fyrir það mun minning mín um Kristján aldrei dofna. Við kynntumst í gegnum skylmingar, sem mótherjar en á sama tíma vinir. Undarleg blanda sem skilur eftir sig sterk vinabönd. Kristján var ákveðinn og heiðarleg keppnismanneskja og lét ekki hita leiksins hafa áhrif á herramennsku sína. Hann barðist alltaf eins og sönn hetja og herramaður, átti það einnig við hans daglega líf að sverðunum Kristján Hrafn Hrafnkelsson ✝ Kristján HrafnHrafnkelsson fæddist í Skövde í Sví- þjóð 25. maí 1990. Hann lést í Reykjavík 25. júlí 2010. Útför Kristjáns Hrafns var gerð frá Bústaðakirkju 5. ágúst 2010. slíðruðum. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Kristjáni, fyrst sem mótherja og síðar sem skólafélaga. Ég hugsa að ljóð Valdimars Hólms Hallstað, „Í fjarlægð“ nái að lýsa því hvernig mér líður, en Kristján átti miklu fleiri ár skilið. Þig, sem í fjarlægð fjöllin bak við dvelur, og fagrar vonir tengd- ir líf mitt við, minn hugur þráir, hjartað ákaft saknar er horfnum stundum ljúfum dvel ég hjá. Heyrirðu ei, þig hjartað kallar á? Heyrirðu ei storm er kveðju mína ber? Þú fagra minning eftir skildir eina, sem aldrei gleymist meðan lífs ég er. Ásta Guðrún Helgadóttir. Það er erfitt að velja orð til að lýsa því hversu yndisleg kona hún amma var. Hún hefur alla tíð leikið stórt hlutverk í lífi mínu og þegar hún hefur lokið þessu hlutverki er stórum kafla í mínu lífi lokið og það er sárt að hugsa til þess og það er eins og það vanti stóran hluta í hjarta mínu. En það hólf fyllist fljótt af dýrmætum og kærum minningum um fallegu, hlýju, góðu og fyndnu ömmu í Ás- byrgi. Þær minningar breyta oftar en ekki gráti í hlátur og er ég þakk- lát fyrir það. Ég minnist samtala okkar sem fjölluðu oftar en ekki um ástina og vangaveltur tengdar henni. Ég held ég gæti þulið upp allar frásagnir af því þegar hún var ung því ég lét hana segja mér þær aftur og aftur. Mér fannst hún eins Kristjana Margrét Sigurpálsdóttir ✝ Kristjana Mar-grét Sigurpáls- dóttir fæddist 16. maí 1921. Hún lést 22. júlí 2010. Útför Kristjönu fór fram 28. júlí 2010. og kvikmyndastjarna og þegar hún sagði mér frá því þegar hún var ung að læra að vera saumakona á Akureyri og þurfti að hlaupa undan ást- sjúkum hermönnum sá ég það eins og í bíómynd. Eins þegar hún kynntist afa, leigubílstjóranum með dökka hárið og bláu augun sem horfðu á hana í bak- sýnisspeglinum. Amma sagði líka svo skemmtilega frá, hún var leikkona frá náttúr- unnar hendi. Hún var einstaklega heillandi manneskja sem snart hjörtu allra þeirra sem hún hitti og mun ég sakna hennar sárt. En ég er rík að yndislegum minningum um yndislega konu. Heilsaðu einkum ef að fyrir ber, engil með húfu og rauðan skúf í peysu. Þröstur minn góður, það er stúlkan mín. (Jónas Hallgrímsson) Ösp Kristjánsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.