Morgunblaðið - 14.08.2010, Page 1

Morgunblaðið - 14.08.2010, Page 1
L A U G A R D A G U R 1 4. Á G Ú S T 2 0 1 0  Stofnað 1913  188. tölublað  98. árgangur  KYLFINGAR Í SJÓRÆNINGJA- VERÖLD ÞRÆDDIR VEGIR HJARTANS HJÓLAÐ Á VEGINUM SEM ALDREI ENDAR SUNNUDAGSMOGGINN HRINGVEGARBLOGG 40MINIGOLF 10 Egill Ólafsson egol@mbl.is Tillögur um hækkun fjármagnstekjuskatts, tekjuskatts fyrirtækja, auðlegðarskatts, erfða- fjárskatts og umhverfis- og auðlindagjalds eru til skoðunar í fjármálaráðuneytinu. Þá liggja ennfremur fyrir tillögur um sérstakan banka- skatt. Það er starfshópur sem fjármálaráðherra skipaði í vor sem vinnur að tillögum í þessa veru, en gert er ráð fyrir að þær komi til fram- kvæmda á næsta ári og á árunum 2012-2014. Í vinnuskjali frá starfshópnum er lagt til að fjármagnstekjuskattur verði hækkaður. Ekki er gerð tillaga um hversu mikil hækkunin eigi starfshópurinn gerir tillögu um að hann verði hækkaður. Hækkun úr 1,25% í 1,5% myndi skila um 800 milljónum króna í ríkissjóð. Þá er lagt til að erfðafjárskattur verði hækk- aður á næsta ári, en hann er 5% í dag. Hvert prósentustig skilar ríkissjóði um 200 milljónum. Í vinnuskjalinu er að finna tillögur um „bankaskatt“ og vísað er til umræðna um slíkan skatt í Svíþjóð, Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi. Tekið er fram að miðað við út- færslu Breta geti 0,05% bankaskattur skilað um einum milljarði. Starfshópurinn stefnir að því að skila áfangaskýrslu til ráðherra um næstu mánaðamót. Ætla að hækka skatta  Unnið er að tillögum í fjármálaráðuneytinu um hækkun fjármagnstekjuskatts, tekjuskatts fyrirtækja, auðlegðarskatts, erfðafjárskatts og auðlindagjalds MLeggja til hækkun skatta »4 að vera, en tekið fram að miðað við óbreytt skattleysismörk skili hvert prósentustig um einum milljarði króna. Starfshópurinn leggur til að tekjuskattur lögaðila verði hækkaður. Bent er á að hækkunin hafi óveruleg tekjuáhrif árið 2011, en hvert prósentustig er talið skila um einum milljarði króna. Auðlegðarskattur var lagður á í fyrra, en Starfshópurinn skilaði til- lögunum til Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráð- herra, en þær eru enn „til umræðu og skoðunar“. Harðsvíraðir erlendir glæpamenn í íslenskum fangelsum og samgangur og samþjöppun fanga sem framið hafa alvarleg af- brot leiða til aukinnar hörku í fangelsum hér á landi. Þetta er mat Páls Winkels, fangelsismálastjóra, og Jóns Sigurðssonar, deildarstjóra og starfandi fangelsisstjóra á Litla-Hrauni. Á undanförnum árum hefur afplánunarföngum fjölgað veru- lega og hefur fjöldi þeirra tvöfaldast frá árinu 2004. 330 manns bíða nú afplánunar. skulias@mbl.is »24 Meiri harka í fangelsunum  Hamfarastofn- anir á vegum Sameinuðu þjóð- anna og Evrópu- sambandsins hafa leitað til Reiknistofu í veðurfræði um veðurspár fyrir flóðasvæðin í Pakistan. Ólafur Rögnvaldsson, framkvæmdastjóri reiknistofunnar, sem einnig er með belging.is, segir að þegar verði brugðist við þessari beiðni og spákort fyrir svæðið sett upp um helgina. Reiknistofan hefur undanfarin ár unnið að þróun sér- sniðinna veðurtóla fyrir björgunar- og leitaraðila. Hátt í tvö þúsund manns hafa lát- ist í flóðunum í Pakistan og talið er að um 14 milljónir manna hafi orðið fyrir áföllum vegna þeirra. Ekkert lát hefur verið á úrfellinu sem er vegna monsúnrigninga. aij@mbl.is Íslendingar spá um veður í Pakistan Hann er tignarlegur að sjá fossinn sem rennur úr Hálslóni, en lónið fylltist 28. júlí. Þegar það gerist verður til foss, sem kallaður hefur verið Hverfandi, og rennur ofan í Hafrahvammagljúfur. Hlynur Sigbjörnsson, stöðvarvörður í Fljótsdalsstöð, segir að rennslið í fossinum sé 330 rúmmetrar á sek. sem er svipað og meðalrennsli í Þjórsá. Tignarlegur foss úr Hálslóni Ljósmynd/Gísli Sigurgeirsson 18% fjármagnstekjuskattur verður hækkaður verði tillögum starfs- hópsins hrundið í framkvæmd. Skatturinn var hækkaður í fyrra úr 10%. Hvert prósent skilar um einum milljarði í auknar tekjur í ríkissjóð. milljarður kemur í ríkissjóð ef tekjuskattur fyr- irtækja verður hækkaður um eitt prósentustig. Skatturinn var hækk- aður úr 15% á síðasta ári í 18%. ‹ AUKNAR TEKJUR › »  Móðir sex ára telpu sem slasaðist í hringekju í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinum 30. júlí sl. telur við- brögð starfsmanna við slysinu ámælisverð. Hún segir í samtali við Morgunblaðið að enginn starfs- maður hafi að fyrra bragði boðið fram aðstoð sína á vettvangi. Fjöl- skyldan hyggst kæra málið til lög- reglu. »2 Stúlkan missti um fjórðung af hárinu og finnur ennþá til í hársverðinum. Ætla að kæra Húsdýragarðinn Egill Ólafsson egol@mbl.is „Hafi einhver misskilið mig þá var það ekki ætlun mín og ég hlýt að biðjast velvirðingar á því. Það var alla vega ekki ætl- un mín að blekkja einn né neinn,“ segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra um það svar sem hann gaf í þinginu um myntkörfulán. Gylfli ræddi við Jóhönnu Sigurðardóttur for- sætisráðherra og Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra í gær um gagnrýni sem beinst hefur að honum síðustu daga. Gylfi sagðist ekki ætla að segja af sér vegna þessa máls, en hins vegar „ætli hann ekki hanga á ráðherraembættinu eins og hundur á roði“. Hann hefði tekið sæti í ríkisstjórninni á þeirri forsendu að um tíma- bundið verkefni væri að ræða. „Við ætlum að fara yfir alla þræði þessa máls og reyna að upplýsa þá eftir bestu getu, að því marki sem það hefur ekki verið gert nú þegar. Það eru auðvitað brýnir hags- munir fyrir mig að það sé gert, en einn- ig almanna- hagsmunir. Að því verður unnið næstu daga.“ Gylfi sagð- ist ekki telja að hann hefði af- vegaleitt Alþingi þegar hann svaraði fyrirspurn frá Ragnheiði Ríkharðsdóttur alþingismanni um lögmæti myntkörfulána. Hann tekur jafnframt fram að starfsmenn ráðuneytisins hafi ekki haldið neinum upplýsing- um frá honum um þessi mál. Ráðuneytisstjórinn hafi upplýst hann eins og honum bar að gera. Gylfi segist telja sjálfsagt að fara yfir það hvort réttarágrein- ingur um þetta mál hafi getað haft áhrif á hvernig eignum var skipt á milli nýju og gömlu bank- anna. »4 Segir ekki af sér vegna svars- ins í þinginu  Hafi einhver misskilið mig hlýt ég að biðjast velvirðingar á því Gylfi Magnússon MMeira á mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.