Morgunblaðið - 14.08.2010, Side 8
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 2010
Greinilegt er að nýir stjórnendurReykjavíkurborgar þurftu góða
hvíld eftir kosningar enda tekur á að
vera glettinn og skemmtilegur í
gegnum heila kosningabaráttu.
Ekki á þetta sístvið um Dag B.
Eggertsson, vara-
formann Sam-
fylkingarinnar,
sem sparaði ekki
húmorinn og upp-
skar eftir því.
En þó að gríniðhafi tekið á og sumarfrí hafi ver-
ið nauðsyn í þágu borgarbúa hafa
skemmtilegheitin þó ekki alveg
hætt.
Það tókst til að mynda að skemmtaborgarbúum dögum saman með
því að halda þeim í spennandi óvissu
um hvort borgin gæti sprengt flug-
elda sem hún var búin að kaupa.
Skemmtilegt er til þess að vita aðborgarkerfið hafi verið upptekið
af flugeldasýningu dögum saman.
Sú umræða var þó ekki aðeins gef-
andi vegna skemmtigildisins heldur
ekki síður vegna þess um hve mikla
hagsmuni var að tefla.
Miklu lakara hefði verið ef for-ystumenn borgarinnar hefðu
varið þessum tíma í leiðindamál eins
og fjárhagsáætlun borgarinnar líkt
og minnihlutinn í borgarstjórn hefur
lýst áhuga á að gert verði.
Minnihlutann virðist skorta næm-an skilning meirihlutans á gildi
gleðinnar við stjórn borgarinnar.
Stjórn borgarinnar snýst ekki um
stór mál heldur stórar bombur.
Hvort á að kveikja í bombunni?Það er stóra spurningin við
stjórn Reykjavíkurborgar.
Stóra bomban
Veður víða um heim 13.8., kl. 18.00
Reykjavík 14 alskýjað
Bolungarvík 15 alskýjað
Akureyri 15 skýjað
Egilsstaðir 16 alskýjað
Kirkjubæjarkl. 13 alskýjað
Nuuk 16 léttskýjað
Þórshöfn 12 skýjað
Ósló 20 skúrir
Kaupmannahöfn 21 skýjað
Stokkhólmur 25 heiðskírt
Helsinki 26 heiðskírt
Lúxemborg 17 skýjað
Brussel 20 léttskýjað
Dublin 17 skýjað
Glasgow 21 léttskýjað
London 16 léttskýjað
París 17 skýjað
Amsterdam 18 léttskýjað
Hamborg 22 skýjað
Berlín 22 skýjað
Vín 27 léttskýjað
Moskva 27 skýjað
Algarve 26 heiðskírt
Madríd 27 léttskýjað
Barcelona 23 skýjað
Mallorca 23 heiðskírt
Róm 27 skýjað
Aþena 32 heiðskírt
Winnipeg 18 alskýjað
Montreal 22 skýjað
New York 25 heiðskírt
Chicago 30 skýjað
Orlando 31 skýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
STAKSTEINAR
VEÐUR KL. 12 Í DAG
14. ágúst Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 5:17 21:49
ÍSAFJÖRÐUR 5:07 22:09
SIGLUFJÖRÐUR 4:49 21:52
DJÚPIVOGUR 4:42 21:22
Halldór Armand Ásgeirsson
haa@mbl.is
„Það er sagt að mér hafi verið
sagt upp vegna niðurskurðar en
hins vegar er mjög margt sem
bendir til þess að mér hafi verið
sagt upp því ég hef verið mjög
gagnrýninn á skólann,“ segir Ein-
ar Steingrímsson, doktor í stærð-
fræði. Honum var afhent upp-
sagnarbréf frá Háskólanum í
Reykjavík um miðjan júnímánuð.
Að sögn Einars hefur hann
gagnrýnt yfirstjórn skólans
undanfarin tvö ár fyrir að fylgja
ekki opinberri stefnu sinni og að
fara ekki að ráðum sem alþjóðleg
ráðgjafarnefnd hefur gefið skól-
anum um uppbyggingu hans.
„Það vita allir sem vilja vita að ég
var rekinn því ég hef gagnrýnt
forystu skólans mikið.“
Einar skrifaði harðorða grein í
Morgunblaðið síðasta sumar þar
sem hann gagnrýndi Háskólann í
Reykjavík, Háskóla Íslands og
menntamálaráðuneytið og sagði
umræðu um háskóla- og vísinda-
starf á Íslandi vera „blekking-
arleik“. Þar gagnrýndi hann með-
al annars forystu HR fyrir að
hafa „eytt mestöllum kröftum
sínum síðustu tvö árin í að fegra
ímynd skólans“.
Einar segir jafnframt að helst
hefði hann gagnrýnt skólann fyrir
að ráða reynslulítið fólk til að
byggja upp rannsóknarstarf við
skólann. „Það er yfirlýst mark-
mið skólans að komast í fremstu
röð alþjóðlegra rannsókna-
háskóla. Alþjóðleg ráðgjafarnefnd
ráðlagði skólanum einmitt að til
þess að ná þessu markmiði þyrfti
að ráða reynslumikið fólk til að
sjá um rannsóknarstarf en ráðn-
ingar síðustu ár hafa engan veg-
inn verið í samræmi við þá
stefnu.“
Einar segist vera að kanna
réttarstöðu sína í málinu enda
telji hann uppsögn sína hafa verið
ólögmæta. „Ég hef meðal annars
hjá mér tölvubréf milli háttsetts
fólks innan HR þar sem sagt er
að auðvitað hafi mér ekki verið
sagt upp vegna niðurskurðar. Ég
vil gera allt sem hægt er til að
þeir sem bera ábyrgð á þessu
verði að mæta afleiðingum. Mér
finnst ekki ganga að hægt sé að
reka fólk úr háskólum á ómálefna-
legum forsendum.“ Einar hefur
jafnframt farið fyrir rannsóknar-
hópi í HR í fléttufræðum sem hef-
ur hlotið virta styrki.
Hefðum viljað halda öllum
Menntamálaráðuneytið hefur
gefið þau tilmæli að háskólar á Ís-
landi verði að skera niður um
7,5-8% fyrir næsta ár. Ari Krist-
inn Jónsson, rektor HR, segir að
ekki hafi verið hægt að ganga
lengra í flötum niðurskurði og því
hafi þurft að grípa til uppsagna.
„Við ákváðum að standa vörð um
kjarnafögin okkar; tækni, við-
skipti og lög og þurftum að leggja
niður þrjár námsbrautir, þ.m.t.
BS-gráðu í stærðfræði.“
Hann vísar því jafnframt á bug
að annarlegar ástæður hafi ráðið
því að Einari var sagt upp störf-
um. „Einar er virtur vísindamaður
og er þekktur alþjóðlega á sínu
fræðasviði. En þetta var því miður
ein af mörgum sársaukafullum að-
gerðum sem við þurftum að fara í
til að mæta niðurskurðinum. Við
hefðum miklu frekar viljað halda
öllu okkar góða starfsfólki og það
er mikill missir að þeim sem
fóru.“
„Rekinn fyrir gagnrýni“
Einar Steingrímsson, prófessor í stærðfræði við HR, segir að sér hafi verið
sagt upp af annarlegum ástæðum „Sársaukafull aðgerð,“ segir rektor skólans
Morgunblaðið/G.Rúnar
Ari Kristinn
Jónsson
Einar
Steingrímsson
Slagorð Einar sakar forystu skólans m.a. um að einblína á að fegra ímynd
skólans í stað þess að fylgja stefnu hans um að verða virtur rannsóknarháskóli.
„Við ritum þetta bréf til að lýsa
furðu okkar yfir þeirri ákvörðun að
segja upp prófessor Einari Stein-
grímssyni. Hann er einn af frum-
kvöðlum og helstu leiðtogum
rannsókna á sviði fléttufræðinnar
og hefur byggt upp afar öflugt
rannsóknarteymi við Háskólann í
Reykjavík,“ segir í bréfi sem 51
stærðfræðingur frá mörgum af
virtustu háskólum heims skrifaði
undir og m.a. var sent til HR og
menntamálaráðuneytis.
„Okkur skilst að Háskólinn í
Reykjavík sé í fjárhagserfiðleikum
en háskóla án sterkrar stærð-
fræðideildar skortir einfaldlega
trúverðugleika ef hann ætlar sér
frama á hinu alþjóðlega fræða-
sviði. Við hvetjum ykkur til að
endurskoða uppsögnina og endur-
heimta þar með traustið sem hið
alþjóðlega vísindasamfélag ber til
Háskólans í Reykjavík.“
„Frumkvöðull og leiðtogi“
STÆRÐFRÆÐINGAR UM VÍÐA VERÖLD RÍSA UPP