Morgunblaðið - 14.08.2010, Side 10
PRUFUTÍMINN
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Ég fékk að taka forskot ásæluna í gær og spilaminigolf á nýjum velliSkemmtigarðsins í Graf-
arvogi. Völlurinn verður opnaður
fyrir almenning næstkomandi
þriðjudag og er allur hinn glæsileg-
asti, sannkallað ævintýri.
Ég hafði aldrei farið í golf, hvað
þá minigolf, og vissi svo sem ekki við
hverju var að búast, hélt jafnvel að
þetta yrði jafn svæfandi og að horfa
á golfmót í sjónvarpi. Svo var nú ekki
og eftir holurnar átján í ævintýra-
heiminum sem Skemmtigarðurinn
hefur byggt upp var ég öll upp-
veðruð, keppnisskapið lét á sér
kræla og ég hafði orðið metnað fyrir
því að koma bleiku kúlunni minni
niður í holurnar.
Þegar ég mætti á staðinn í gær-
morgun tók Ingibjörg Guðmunds-
dóttir hjá Skemmtigarðinum á móti
mér. Mikið hafði rignt um morg-
uninn en rigningin tók sér pásu fyrir
mig og var veðrið því hið fínasta til
að spila minigolf þó að brautin væri
svolítið blaut.
Í réttu stemningunni
Þema minigolfvallarins eru sjó-
ræningjar og allt sem tilheyrir þeim,
risastórt sjóræningjaskip er á
miðjum vellinum og byrjaði ég á að
fræðast um sögu þess hjá Ingi-
björgu.
„Sjóræningjaskipið var smíðað
árið 1961. Þetta er 30 tonna bátur
sem við fundum í Njarðvík, þá hét
hann Sólborg, og það átti að fara að
urða hann. Við fengum hann og
breyttum í sjóræningjaskip. Okkar
færustu leikmyndahönnuðir og
smiðir gerðu skipið upp og byggðu
völlinn, þetta er stærsta leikmynd
sem þeir hafa unnið að og fær að
vera uppi. Við vorum mjög dugleg að
finna eitthvað gamalt og spennandi
til að skapa réttu stemninguna,“ seg-
ir Ingibjörg um uppbyggingu vall-
arins.
Áður en ég lagði í fyrstu holuna
fannst Ingibjörgu ekki annað hægt
en að ég yrði í réttu stemningunni og
skellti sjóræningjahatti á höfuð mér.
Ég veit ekki hvort það hafði áhrif á
spila(ó)heppni mína en það var að
minnsta kosti skemmtilegt að spila
sem sjóræningi í sjóræningjaveröld.
Átta högg þurfti til
Minigolfbrautin er í raun æv-
intýri sem spilað er í gegnum. Ég
byrjaði á braut eitt sem er bryggjan,
þaðan fór ég út í skip, yfir á klettótta
strönd, svo á eyju þar sem er sjó-
ræningjaþorp, niður öldudal, yfir
brú, þaðan á hvalaströnd, í annan
öldudal og endaði hjá fjársjóðskist-
unum.
Ingibjörg elti mig með skor-
kortið sem allir þátttakendur fá. Í
kortið er skráð hvað maður þarf
mörg högg til að koma kúlunni niður
í holuna á hverri braut. Sá vinnur
sem kemst brautina á sem fæstum
höggum.
Það tekur um kukkutíma að
fara völlinn, lengra eða styttra getur
það orðið, það fer eftir þeim fjölda
sem er að spila í hvert skipti og hvað
fólk eyðir miklum tíma í hvert skot.
„Það geta ekki verið meira en
fjórir spilarar saman í hóp og það
eiga ekki að þurfa að vera meira en
sex skot á hverja holu,“ segir Ingi-
björg.
Ég var nú afar óheppin og þurfti
oftast þrjár til fjórar tilraunir til að
koma kúlunni ofan í, ein brautin var
sérstaklega erfið og sló ég kúluna
Sjóræningjagolf
í sudda og sælu
Ég hef alltaf litið á minigolf sem einhverskonar barnasport og því líklega ekki sóst
eftir að prófa það. En ég er ekki barn og það kom mér á óvart hvað það var gam-
an að berjast við að koma kúlu ofan í holu í nýbyggðum sjóræningjaævintýra-
heimi í Grafarvogi.
Morgunblaðið/Eggert
Minigolf Sjóræningi á braut með sjóræningjaskipið í bakgrunni.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 2010
10 Daglegt líf
Sumarið er ekki búið þó að liðið sé á
ágúst og sólin hafi aðeins dregið sig í
hlé á bak við skýin. Það er ekki tími
til kominn að fara að kúra sig í sóf-
anum og kveikja á kertum, veturinn
er nógu langur til þess.
Sumarið er til loka ágúst og það
má ennþá fara í útilegur, rölta um
bæinn í sandölum, fá sér ís og grilla á
kvöldin. Þó það sé smárigning er enn
hlýtt úti. Það getur verið erfitt að
fara út í rigninguna þegar inni er set-
ið en þegar út er komið er það ynd-
islegt, skellið ykkur í pollagallann og
dansið í rigningunni til loka sumars.
Endilega …
… dansið í
rigningunni
Morgunblaðið/Valdís Thor
Rigning Sumarið er ekki búið.
Í dag og á morgun fer fram hin árlega
Aldamótahátíð á Eyrarbakka. Þar
munu íbúar og gestir klæða sig uppá
í anda aldamótanna 1900. Forn-
bílamenn og konur eru heiðursgestir
hátíðarinnar og margir bjóða á rúnt-
inn í glæsivögnunum. Eyrbekkingar
opna húsin sín og bjóða gestum að
kíkja inn í kaffi og pönnsu og harm-
onikkur duna. Það verða listsýningar,
hlöðuball með Klaufunum, tónleikar,
skrúðganga, kappsláttur, fornbílar,
bændamarkaður, kaffihús, veitinga-
hús, gisting og kjötsúpa.
Allar nánari upplýsingar um hátíð-
ina eru á heimasíðunum www.arborg-
.is og www.eyrarbakki.is.
Bæjarhátíð
Aldamótahátíð
á Eyrarbakka
Morgunblaðið/Einar Falur
Guðshús Kirkjan á Eyrarbakka.
Ítalskar ömmur kunna heldur betur
að elda og það sannar hin 24 ára
gamla Rossella Rago á vefsíðu sinni
cookingwithnonna.com. Þar er að
finna fimmtán mínútna ítalska mat-
reiðsluþætti, en fyrir þá sem eru ekki
sleipir í ítölskunni stendur orðið
nonna fyrir amma. Rago fær góða
gesti til sín í settið, þar á meðal þaul-
reyndar ítalskar ömmur sem ljóstra
upp leyndarmálum sínum á bak við
eldamennsku sína.
Saga Rago er stórskemmtileg, en
hún fékk áhuga á matargerð er hún
bjó hjá ítalskri ömmu sinni í New
York. Amman sú kunni eitt og annað
fyrir sér í eldhúsinu og framreiddi
dýrindis rétti frá Ítalíu dag hvern fyr-
ir barnabarn sitt. Henni tókst heldur
betur vel til því sá matur sem Rago
býður upp á kitlar bragðlaukana.
Unnendur ítalskrar matargerðar
ættu að skella sér sem fyrst á vefsíð-
una cookingwithnonna.com. Það þyk-
ir þó ekki ráðlegt að leggja leið sína
þangað á fastandi maga vegna kræs-
inganna sem þar eru í boði. Upp-
skriftirnar eru þó flestar tiltölulega
einfaldar og ekki vandamál að
skreppa í búðina og kaupa hráefni í
eitt Cialledda eða jafnvel Lagane di
San Giuseppe.
Vefsíðan: www.cookingwithnonna.com
Morgunblaðið/Heiddi
Nammi namm Ítalskur matur kitlar bragðlaukana.
Þaulreyndar ítalskar ömmur