Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 14.08.2010, Síða 14

Morgunblaðið - 14.08.2010, Síða 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 2010 Kristján Jónsson kjon@mbl.is Fulltrúar Landsambands slökkvi- liðs- og sjúkraflutningamanna, LSS, stöðvuðu í gær flug á vegum Flug- félags Íslands til Húsavíkur með því að stilla sér upp í útgöngudyrum á Reykjavíkurflugvelli. Upphaflega átti vélin að fara til Akureyrar en var beint til Húsavíkur vegna verkfalls slökkviliðsmanna á Akureyri. Tals- menn LSS sögðu að um verkfalls- brot væri að ræða þegar fluginu var beint frá Akureyri. Næstu tveim ferðum norður var að lokum aflýst. Farþegar lýstu sumir yfir mikilli óánægju með aðgerðirnar og deildu við verkfallsverðina sem dreifðu miðum á íslensku og ensku til að út- skýra málstað sinn. Framkvæmda- stjóri Flugfélagsins, Árni Gunnars- son, sagði í fréttum Stöðvar 2, að farþegunum yrði boðið að fá far í dag en einnig gætu þeir fengið miðann endurgreiddan. Sá kostnaður myndi lenda á félaginu. Hann útilokaði ekki að LSS yrði kært vegna málsins. Að sögn fulltrúa LSS kom ekki til neinna verulegra vandræða varðandi sjúkraflutninga í gær þrátt fyrir verkfallið. Ávallt væri brugðist um- svifalaust við í neyðartilfellum og sjúklingar ávallt látnir njóta vafans væri einhver raunverulega hætta á ferð þegar þeir væru fluttir á milli staða. Setið við samningaborðið langt fram á nótt Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagðist í gær í samtali við mbl.is vonast til þess að samn- ingar næðust fljótlega milli launa- nefndar sveitarfélaganna og LSS. Góður gangur hefði verið í viðræðun- um í gærmorgun og í raun ekki mikið sem skildi á milli. „Ég vona að við vinnum okkur saman út úr því sem eftir er, þannig að við náum saman þó svo að það hafi ekki tekist í nótt,“ sagði Inga Rún, en hún stýrir viðræðunefndinni. Spurð um útreikninga á launum slökkviliðs- og sjúkraflutninga- manna segir hún að LSS hafi fengið sérfræðing á vegum BSRB til þess að fara yfir útreikninga fulltrúa sveitarfélaganna. Hann hafi ekki séð neitt athugavert við þá útreikninga. Deila hart á Isavia Slökkviliðsmenn fordæma stefnu Isavia, félagsins sem annast rekstur flugvalla, segja að öryggi farþega sé stefnt í voða þar sem ekki sé nægi- lega traustur viðbúnaður á vellinum á Húsavík. Þar er nú nokkurra ára- tuga gamall slökkviliðsbíll sem fulltrúar LSS segja að hafi verið sóttur til Bakka á Suðurlandi en í síðasta dagsverkfalli var sendur bíll frá Akureyri. LSS fullyrðir að sá sem eigi að nota bílinn á Húsavík hafi aðeins fengið nokkurra stunda þjálfun í að nota gamla bílinn sem mun vera af gerðinni Unimog. Isavia hafnar því eindregið að öryggisreglur séu brotnar. Isavia sé ekki aðili að deilunni, starfs- menn Isavia á flugvellinum á Húsavík séu ekki í LSS og því ekki í verkfalli. Alþýðusamband Ís- lands sendi í gær frá sér yfirlýsingu og minnti á að verkfalls- rétturinn væri grund- vallarréttur hvers stétt- arfélags. Voru aðgerðir Isavia og Flugfélags Íslands átaldar. Rafiðnaðarsamband Íslands sendi einnig frá sér yfirlýsingu og sagðist líta það „mjög alvar- legum augum ef verið er að þvinga félagsmenn sambands- ins til þess að brjóta á bak aftur löglega boðað verkfall í launabar- áttu slökkviliðsmanna“. Voru við að landa samningi Morgunblaðið/Ernir Harka Verkfallsverðir úr röðum liðsmanna Landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á Reykjavíkurflugvelli um eittleytið í gær. Er farþegar reyndu að komast út í vélarnar stilltu verðirnir sér upp í dyrunum og hindruðu fólkið í að nota dyrnar. Seinni ferðum Flugfélagsins norður var loks aflýst.  Verkfallsverðir í Reykjavík stöðvuðu í gær ferðir á vegum Flugfélags Íslands norður  Fulltrúi sveitarfélaganna telur að herslumun hafi skort í gærmorgun til að ná samningum Sverrir Björn Björnsson, formaður Landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, segir að afar litlu hafi munað að samningar tækjust aðfaranótt föstudags, undir lokin hafi aðeins verið deilt um „tæknilegt atriði sem stóð í mönnum“. Í sjálfu sér sé eðlilegt að samningamenn Launanefndar sveitarfélag- anna hafi þurft að fara betur yfir málið, tím- inn hafi einfaldlega verið of naumur en verk- fallið hófst klukkan átta um morguninn. „Þetta var alveg að takast og þetta var mjög góður fundur sem við áttum,“ segir Sverrir. Nú sé viðurkennt að talan um 252 þúsund króna meðalgrunnlaun hjá liðs- mönnum sambandsins, sem launanefndin hefur birt, sé villandi. Þá séu teknir með í dæmið slökkviliðsstjórar og brunaeftirlitsmenn í staðinn fyrir að reikna grunnlaun þeirra sem vinni þau störf sem um ræðir, þ.e. við að slökkva elda og annast sjúkraflutninga. Hann segist engu getað spáð um framtíðina en ríkissáttasemjari muni nú kanna stöðuna um helgina. Aukin harka er komin í aðgerðir LSS eftir að verk- fallsverðir komu í veg fyrir að flogið yrði norður í gær. Alþýðusambandið og fleiri aðilar í verkalýðshreyfing- unni hafa lýst yfir stuðningi við LSS. En telur Sverrir að verkfallið njóti samúðar hjá almenningi? Stuðningur gæti minnkað „Alls staðar þar sem við forystumenn í félaginu höfum komið höfum við fengið stuðning,“ segir Sverrir. „Og í sjúkrabílunum og þar sem menn hafa verið að vinna hafa þeir fundið fyrir miklum stuðningi. Það er einna helst í bloggheimunum sem menn kvarta! En í dag þurftum við að fara í þessar aðgerðir út af flug- inu og þá getur að sjálfsögðu verið að stuðningurinn hafi minnkað, að einhver neikvæðni sé komin í almenn- ingsálitið. Þannig er það bara, verkföll bitna oft á þeim sem síst skyldi. Þetta fór samt allt friðsamlega fram í dag.“ Næsta dagsverkfall verður eftir viku en hafi þá ekki ver- ið fundin lausn skellur á allsherjarverkfall eftir tvær vik- ur. Yfirvinnubann sem hófst í gær verður áfram í gildi þar til semst. Og liðsmenn LSS eru eftir sem áður ekki með boðtækin sem við venjulegar aðstæður eru notuð til að kalla út aukalið þegar mikið liggur við. kjon@mbl.is „Verkföll bitna oft á þeim sem síst skyldi“ FORMAÐUR LSS SEGIR LITLU HAFA MUNAÐ AÐ SAMNINGAR NÆÐUST Chevrolet - Tangarhöfða 8-12 - Rvk.- 590 2000 - www.chevrolet.is / Spesbílar - Njarðarbraut 9 - Reykjanesbæ - 420 3300 / Bílasalan Ós - Óseyri 5 - Akureyri - 462 1430 Stofnað 1975 SPARK- AKSTUR Chevrolet SPARK er ekki bara massíft öruggur í akstri hann er líka skemmtilega skynsamlegur í rekstri: Eldsneytisnotkun: 4,2 L/100 km í blönduðum akstri. Spark L kr. 1.990 þús. Bíll á mynd: Spark LS kr. 2.290 þús. Chevrol et er me st seldi bíl linn á Íslandi í júlí. BB 11 .0 8. 20 10 -A lla ru pp lý si ng ar er u bi rta rm eð fy rir va ra um pr en tv ill ur og m yn da ví xl .

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.