Morgunblaðið - 14.08.2010, Síða 26
26 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 2010
Nánari upplýsingar í síma 561 3131 og 893 6363
Jón Guðmundsson lögg. fast.sali.
Geitland 2
Markland 16
Glæsileg 128 fm 4-5 herbergja íbúð á 2. hæð í
vönduðu fjölbýlishúsi með stórum suður-svölum,
frábært útsýni. Verð 29 millj.
Opið hús á þriðjud. 17 á milli kl. 17 til 18
Góð 74 fm 3ja herbergja enda íbúð á 2. hæð í
endurnýjuðu fjölbýlishúsi með góðum suður-svölum
miklu útsýni. Verð 18,4 millj.
Opið hús á þriðjud. 17 á milli kl. 18 til 19
Íslendingar hafa í
sumar notið einmuna
veðurblíðu, einkum
suðvestanlands. Hér
eins og víða um heim
stefnir í að hitamet
verði slegin þetta árið.
Upplifunin af því er
hins vegar víða dap-
urlegri en hérlendis.
Rússland upplifir nú
mestu hita og þurrka í
mannaminnum og af-
leiðingarnar eru skógareldar og
mengun sem ógna heilsu tugmillj-
óna. Á Indlandsskaga hrekjast
milljónir manna frá heimilum sínum
vegna metúrfellis. Frá Kína berast
daglega fréttir af manntjóni vegna
náttúruhamfara. Á norðurskauts-
svæðinu rýrnar sumarísinn hraðar
en menn áður hafa upplifað. Við
hitamælingar í andrúmslofti bætt-
ust sl. vor rannsóknaniðurstöður um
þróun hitastigs í efstu lögum sjávar
á tímabilinu 1993-2008. Þær sýna
verulega hækkun á þessu tímabili,
meiri en IPCC-vísindanefnd Sam-
einuðu þjóðanna hafði áætlað. Við
þetta bættust síðan fyrir skemmstu
rannsóknir sem taldar eru sýna allt
að 40% minnkun á plöntusvifi í
heimshöfunum á síðustu 100 árum,
að miklum hluta eftir
1950. Skamm-
tímaþróun ein og sér,
hvað þá einstakir at-
burðir eða staðbundin
frávik, sanna vissulega
ekkert um hlýnun jarð-
ar til frambúðar. En
þegar mælingar og
aðrar vísbendingar á
löngu tímabili stefna í
eina og sömu átt þarf
mikla forherðingu til
að afneita forspám um
hlýnun jarðar af
mannavöldum vegna
losunar gróðurhúslofts.
Eftirmál loftslagsráðstefnu
Loftslagsráðstefnan í Kaup-
mannahöfn í desember 2009 olli
miklum vonbrigðum. Niðurstöður
ráðstefnunnar voru óskuldbindandi
andstætt því sem Evrópuríki og
fleiri höfðu stefnt að. Gífurlegar
væntingar höfðu verið bundnar við
þessa 190 ríkja ráðstefnu aðila lofts-
lagssamningsins og síðan hefur ver-
ið leitað að blórabögglum. Máls-
meðferðin hefur verið gagnrýnd þar
sem niðurstaðan réðst á fundi 25
ríkja á meðan fulltrúar annarra
landa horfðu í gaupnir sér í aðal-
fundarsal. Í raun voru það stór-
veldin sem úrslitum réðu. Kína og
Indland neituðu að taka á sig tölu-
legar skuldbindingar um losun og
vísuðu til ábyrgðar gömlu iðnríkj-
anna á því hvernig komið er. Þau
fengu stuðning annarra áhrifamik-
illa þróunarríkja eins og Brasilíu og
Suður-Afríku. Staða Obama Banda-
ríkjaforseta reyndist veik í ljósi
þess að hann hefur ekki vald á mál-
um heima fyrir þar sem meirihluti á
Bandaríkjaþingi hefur lagst gegn
stefnu hans í loftslagsmálum. Einn-
ig hefur reynsluleysi danska for-
sætisráðherrans Lars Løkke Rasm-
ussen verið kennt um hvernig fór.
Staðreyndin er sú að í stað þess að
vísa fram á veginn lauk ráðstefn-
unni án þess að nokkurt alþjóðlegt
samkomulag væri í sjónmáli til að
taka við af Kyótóbókuninni.
Bandaríkjaþing bregst
skyldum sínum
Þótt Kína hafi nú jafnað metin við
Bandaríkin í heildarlosun gróð-
urhúsalofts eru það þau síðarnefndu
sem leggja langsanlega mest til
mengunar andrúmsloftsins reiknað
á íbúa. Lífsmáti Bandaríkjamanna –
the American way of life – með of-
urneyslu og sóun auðlinda hefur
verið fordæmisgefandi fyrir heims-
byggðina frá lokum heimsstyrjaldar
fyrir 65 árum. Sovétríkin og fylgi-
ríki þeirra með sínum miðstýrða
áætlunarbúskap drógu heldur ekki
fram nein önnur gildi í umhverf-
ismálum og skildu víða eftir sviðna
jörð. Loftslagssamningur Samein-
uðu þjóðanna er ávöxtur Ríó-
ráðstefnunnar 1992 en Bandaríkja-
þing hefur aldrei fengist til að horf-
ast í augu við loftslagsvandann, þótt
einstök fylki eins og Kalifornía hafi
sýnt loftsvert frumkvæði. Þannig
hafa Bandaríkin ekki staðfest
Kyótóbókunina og í síðasta mánuði
gerðust þau tíðindi að Harry Reid,
talsmaður meirihluta demókrata í
öldungadeild Bandaríkjaþings,
ákvað að draga til baka loftslags-
frumvarp (cap and trade bill) sem
fulltrúadeildin samþykkti í fyrra
með naumum meirihluta. Fullyrti
hann að þingstyrk vantaði fyrir mál-
inu, en auk repúblikana hafa all-
margir þingmenn demókrata snúist
gegn frumvarpinu. Bandaríkja-
stjórn kemur þannig berhent sem
aldrei fyrr til næsta ársfundar ríkja
loftslagssamningsins sem haldinn
verður í Mexíkó í nóvember næst-
komandi.
Það þarf ekki spádómsgáfu til að
sjá að jarðarbúar standa frammi
fyrir stórkostlegum vanda vegna
umhverfisbreytinga af mannavöld-
um. Óhófleg notkun jarðefnaelds-
neytis sem meginorkugjafa veldur
mestu um þá stöðu sem við blasir
ásamt ósjálfbæru hagkerfi sem háð
er stöðugri útþenslu og aukinni efn-
islegri neyslu. Gífurleg fjölgun
mannkyns sem hvergi sér fyrir end-
ann á bætir gráu ofan á svart. Nátt-
úruhamfarir af völdum hlýnunar
jarðar og röskun lífkerfa eiga að
óbreyttu eftir að stigmagnast sam-
hliða skorti og þurrð undirstöðuauð-
linda eins og ferskvatns. Mannkynið
má í raun engan tíma missa áður en
snúið verði róttækt við blaðinu. Nú-
verandi orkubúskapur með kol og
olíu að undirstöðu leiðir fyrr en var-
ir til ofhitunar og eyðingar á stórum
svæðum þurrlendis og undirstöður
sjávarlífs eru þegar teknar að láta á
sjá. Brýnast af öllu er að þróa efna-
hagskerfi sem staðið geti undir
sjálfbærri framleiðslu og jöfnuði án
eyðandi hagvaxtar sem nú er drif-
fjöðrin. Takist þetta ekki innan
skamms bíða menn þess eins að
náttúran taki í taumana óháð óskum
og vilja Homo sapiens.
Hugleiðingar á heitu sumri
Eftir Hjörleif
Guttormsson » Brýnast af öllu er að
þróa efnahagskerfi
sem staðið geti undir
sjálfbærri framleiðslu
og jöfnuði án eyðandi
hagvaxtar sem nú er
driffjöðrin.
Hjörleifur
Guttormsson
Höfundur er náttúrufræðingur.
Sumarið 1899 kom
jarðfræðingurinn dr.
Helgi Pjeturss frá
námi í Kaupmanna-
höfn. Hann var af-
burða-námsmaður og
kom víða við í sínu
námi m.a. í lækn-
isfræði og fleiri grein-
um náttúrufræði.
Hann fór austur í
Hreppa til jarðfræði-
rannsókna. Hann fann
þar jarðlög sem vörpuðu nýju ljósi á
jarðfræði landsins og gerði þá meg-
inuppgötvun að ísöldin var ekki
samfelld heldur rofin af fjölda hlý-
skeiða, uppgötvun sem var mjög
þýðingarmikil fyrir þekkingu á
jarðsögu Íslands og sýndi mun fyllri
mynd af hlýskeiðum á ísöld en þær
vísbendingar sem fyrir lágu erlend-
is.
Helgi ferðaðist næstu ár víða um
land og voru rannsóknir hans á
jarðfræði Íslands mjög brautryðj-
andi. Hann varð doktor 1905 og var
doktorsritgerð hans um jökulmynd-
anir meðal annars.
Helgi byrjaði snemma að velta
eðli svefns og drauma fyrir sér.
Niðurstaða hans varð að orsök
drauma væri fjarhrif og að í svefni
eigi nokkurs konar orkuhleðsla sér
stað.
Undirrót draumsins er fjarhrifa-
samband við annan mann. Þann
mann nefndi Helgi draumgjafa. Oft-
ast er þetta samband mjög veikt.
Þá mótar hugur okkar drauminn að
miklu leyti, rangþýðir hann. Hins
vegar geta draumar verið mjög
skýrir þannig að slíkra rangþýðinga
gætir jafnvel hverfandi lítið. Við at-
hugun á skýrum draumum bendir
ýmislegt til þess að sambandið sé
við líf á öðrum hnöttum. Menn
dreymir að þeir horfi til himins og
sjá stjörnuhimin frábrugðinn okkar.
Jafnvel tvö eða fleiri tungl á lofti
samtímis, í mismunandi fyllingu,
allt í samræmi við útsýn frá annarri
jörð. Einnig má nefna að margan
dreymir að hann sjái sig í spegli
þannig að andlit annars manns blas-
ir við, jafnvel öðruvísi útlits en
þekkist hér á jörð.
Helga varð ljóst að
fjarhrif séu mik-
ilvægur þáttur í lífi
okkar, áhrifaþáttur
sem við gerum okkur
jafnvel ekki grein fyr-
ir, nema þá helst ein-
staklingar sem hafa
sérstaka hæfileika á
þessu sviði. Hann helg-
aði síðari hluta starfs-
ævinnar athugunum á
þessu sviði og komst
að þeirri niðurstöðu að
lífsambönd væru mik-
ilvægt heimsafl, sem
hefði víðtæk áhrif um alla veröld.
Helgi skrifaði fjölda greina og rit-
gerða um þessi mál, sem hann birti
í ritverkinu Nýall, upphaflega í sex
bindum.
Helgi skrifaði einnig um ýmsar
greinar vísinda, sem hann birti í
Nýal, en einnig í dagblöðum og víð-
ar. Hann kom víða við í skrifum um
önnur málefni, svo sem um ræktun
íslenskrar tungu, sagnfræðileg mál-
efni og höfundarmark fornsagna.
Helgi skrifaði þar að auki mjög vin-
samlegar greinar til stuðnings öðr-
um vísindamönnum, skáldum og
listamönnum.
Hvað eru fjarhrif? Eitt besta
dæmið er þegar Emanuel Sweden-
borg var staddur í Gautaborg árið
1759 og skynjaði að eldur hefði
brotist út í Stokkhólmi, lýsti fram-
gangi hans og hvernig tókst að ráða
niðurlögum eldsvoðans.
Lýsingar sem komu í bréfum
með hraðboða frá Stokkhólmi
tveimur sólarhringum síðar voru í
nákvæmu samræmi við lýsingu
Swedenborgs. Immanúel Kant
rannsakaði atburð þennan og álykt-
aði að skynjun Swedenborgs hefði
verið raunveruleg.
Hvernig geta fjarhrif átt sér
stað? Hugsanlega getur phase en-
tanglement-fyrirbæri, sem kalla má
tilvistarfléttu á íslensku, gefið vís-
bendingar. Rannsóknir á svo-
nefndum tvíburaljósdeilum, sem
hafa verið aðskilin, sýna að ef
ástandi annars er breytt, til dæmis
skautun þess, verður sama breyting
samstundis á hinu ljósdeilinu óháð
fjarlægðum og ljóshraða. Hreyf-
ingar einda innan frumeinda virðast
vera á þann veg að þær hverfa og
myndast samtímis annars staðar í
frumeindinni. Eðlisfræðin býr fyrst
og fremst yfir þekkingu á eðl-
iskröftum náttúrunnar, hvernig
verkanir þeirra eru og þess háttar.
Þessi þekking er hins vegar mun
grynnri en margur hyggur.
Í því sambandi má benda á að
ekki er vitað hvers eðlis aðdrátt-
araflið er að öðru leyti en því að
hver einasta efnisögn í alheimi er
með einhverjum hætti í sambandi
við allar aðrar og þær dragast hver
að annarri í samræmi við massa og
fjarlægðir.
Fjarhrif eru sama marki brennd
og öll önnur fyrirbæri í náttúrunni.
Við þekkjum aðeins hvað gerist,
hverjar eru verkanir ákveðins afls,
en vitum ekki hvað raunverulega
býr að baki en tilvistarfléttan virð-
ist líklegust til skýringa.
Helgi fékk góðan stuðning frá
mörgum kunnum vísindamönnum
hérlendis og eigi síður erlendis, en
það var á brattann að sækja, enda
verkefnið næsta erfitt viðureignar.
Helgi var í svipaðri stöðu og veð-
urfræðingurinn Wegener, sem setti
fram landrekskenninguna og fór
þar með út fyrir sérgrein sína, en
hafði rétt fyrir sér.
Almenningur hefur fullt leyfi til
að hugsa sjálfstætt og meta þessi
mál og bera saman við sína reynslu.
Heimspekingur nokkur sagði ein-
hvern tíma að rannsókn Helga
Pjeturss hefði ekki neitt gildi, þar
sem hún væri aðeins rannsókn eins
manns á sjálfum sér. Ég bendi hins
vegar á að hver einasti maður getur
gert sömu athuganir á sjálfum sér.
Fólk getur athugað drauma sína
og velt því fyrir sér hvort þeir geti
ekki verið nokkurs konar endur-
ómun þess sem annars staðar ger-
ist.
Lesa má um Helga á netinu.
Dr. Helgi Pjeturss
og verk hans
Eftir Pál Ragnar
Steinarsson »Dr. Helgi Pjeturss
gerði þá meginupp-
götvun að ísöldin var
ekki samfelld heldur
rofin af fjölda hlýskeiða.
Páll Ragnar
Steinarsson
Höfundur er sölumaður og er
formaður Félags nýalssinna.