Morgunblaðið - 14.08.2010, Page 40
40 MenningFÓLK
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 2010
Djasskvartettinn Reginfirra gaf
nýverið út sína fyrstu plötu og
verður henni fagnað með ´útgáfu-
tónleikum á Venue annað kvöld.
Meðlimir kvartettsins ætla þó að
þjófstarta fögnuðinum örlítið og
koma fram á tónleikastaðnum Fak-
torý í kvöld ásamt hljómsveitunum
Moses Hightower og Asamasada.
Aðgangseyrir er 1000 krónur. Efri
hæðin opnar kl. 21.00 og tónleik-
arnir hefjast kl. 22.00.
Reginfirra og vinir á
Faktorý í kvöld
Fólk
Tónlistarvefsíðan rjóminn.is
birti á vef sínum í vikunni nýtt lag
úr smiðju tónlistarmannsins Bene-
dikts Hermannssonar, en hann
þekkja eflaust margir sem Benna
Hemm Hemm. Lagið heitir „FF
ekki CC“ og er af ónefndri plötu
tónlistarmannsins sem er vænt-
anleg síðar í vetur. Benni hefur
fengið gott fólk til að vinna með sér
á plötunni og sem dæmi má nefna
að stuðsveitin Retro Stefson sér um
allan undirleik á plötunni.
Nýtt lag frá Benna
Hemm Hemm
Þessa dagana er unnið að því að
fullmóta dagskrá Reykavík Int-
ernational Film Festival, en að-
standendur hátíðarinnar hafa þó
ákveðið að taka forskot á sæluna og
tilkynna hvaða heimildarmyndir
verða sýndar í ár.
Boðið verður upp á um þrjátíu
heimildarmyndir á hátíðinni og
verða þrettán þeirra sýndar í sér-
stökum heimildamyndarflokki sem
kallast Docs In Focus. Í flokknum
má m.a. finna myndir eins og Today
Is Better Than Two Tomorrows,
The Last Truck: Closing Of A GM
Plant, Monica And David, Addicted
In Afghanistan svo nokkar séu
nefndar.
Í tilkynningu frá RIFF segir að í
flokknum kenni ýmissa grasa og að
allar myndinar eigi það sameig-
inlega að hafa gert það gott á kvik-
myndahátíðum víð um heim. Allar
upplýsingar um hátíðina er hægt að
nálgast á vefsíðunni www.riff.is.
Heimildarmyndir í
fókus á RIFF í ár
Myndir/Christoffer Leka
Á ferð „Fyrst hjóluðum við bara frá heimabænum okkar til Helsinki …“
Vegurinn sem aldrei endar
Finnskt par bloggar um hjólaferðalag í kringum landið Hyggur á myndasögu
í kjölfarið en nýútkomin er myndasögubók um Evrópuferðalag parsins Tóku
upp hjólalífsstíl eftir að fætur stúlkunnar, Kaisu Leka, voru fjarlægðir að hluta
Par Kaisa og Christoffer Leka byrjuðu að hjóla saman fyrir 4 árum. Áætlun Menn hjóla ekki hringinn án þess að vera hæfilega skipulagðir.
Myndasögubók Kaisu og Christoffers er ríflega 400 síður og í fallegu
broti, þar sem hún er látin
líta út fyrir að vera veðruð og
velkt. Um samvinnu var að
ræða, textinn kom frá þeim
báðum en Kaisa sá um teikn-
ingar að mestu. Ferðasagan
er í senn fyndin og falleg, og
pælingum parsins um lífið og
tilveruna er veitt út í einföld-
um, smekklegum teikn-
ingum. Þess má geta að par-
ið rekur forlag, Absolute
Tryth Press og
hefur Kaisa
gefið út þó-
nokkrar bækur,
m.a. mynda-
söguna I am
not these feet,
sem fjallar um
hvernig hún
tókst á við af-
limunina á fót-
leggjunum.
Ekki bara hjólið
MYNDASÖGUBÓK KAISU OG CHRISTOFFERS
Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
Það er engin nýlunda að fólk taki sig
til og hjóli í kringum landið en í til-
felli finnska parsins Kaisu og Chri-
stoffers Leka er um nokkuð sérstætt
tilfelli að ræða. Þau blogga reglulega
um ferðina (www.hringvegur.blogs-
pot.com) og í ferðalok verður efninu
safnað saman og það gefið út sem
myndasaga en eitt slíkt rit liggur
þegar eftir parið (sjá fylgju). Það
merkilegasta er þó að það eru ekki
nema fjögur ár síðan þau byrjuðu að
hjóla. Tóku þau upp á því í kjölfar
þess að fætur Kaisu fyrir neðan hné
voru fjarlægðir þar sem hún hafði
þjáðst af skæðri liðagigt frá fæðingu.
Óvægin náttúran
Parið var 15 kílómetra frá Höfn
þegar blaðamaður heyrði í Kaisu.
– Af hverju Ísland?
„Okkur fannst það bara áhuga-
vert. Öðruvísi. Finnland og Evrópa
voru að baki og við þurftum nýtt
verkefni. Hjólaferðalög gefa manni
líka einstakt tækifæri til að virða
náttúruna almennilega fyrir sér og
drekka hana í sig.“
– Voruð þið ekkert smeyk um að
þetta yrði of erfitt?
„Við vissum að þetta gæti orðið
erfitt. Við lásum um aðrar ferðir og
komumst að raun um að íslensk
náttúra gæti verið óvægin! En okkur
var sagt að ef við héldum okkur við
þjóðveginn ætti okkur að vera borg-
ið.“
Eins og jóga
– Hvenær byrjuðuð þið að hjóla af
svona miklu kappi?
„Það var fyrir fjórum árum. Fyrst
hjóluðum við bara frá heimabænum
okkar til Helsinki en svo fór okkur
að langa í einhverja fjölbreytni,
áskorun jafnvel. Þannig að við hjól-
uðum um Finnland og vissum ekkert
hvernig það myndi fara, kannski
yrðum við leið eftir 2,3 daga. En
ferðalagið gekk alveg ljómandi vel
og þess vegna fórum við í langa ferð
um Evrópu. Við skrifuðum litlar
greinar um það og í kjölfarið fór fólk
að spyrja okkur um þetta. Áhuginn
var það mikill, og hvatningin
það styrkjandi að við
ákváðum að búa til bók.“
– Ég sá í rannsóknum mín-
um fyrir þessa grein að þið
tengið hjólastússið andlegum
málum, eins og jóga og búdd-
isma …
„Já, það er eitthvað jógískt
við það að hjóla. Þú ert einn
með hugsunum þínum og
þessi rútínubundna hreyfing
róar þig og stillir. Ferðalögin
eru það löng að þú hættir að hugsa
um endalokin; sleppir hugsunum um
lokatakmarkið og einbeitir þér að
því að vera í núinu. Ég upplifi það
a.m.k. stundum (hlær). Og sú tilfinn-
ing er frábær.“
Ákveðni
– En hvernig er með álagið á þig
og fæturna?
„Upphaflega var ég ekki viss
hvort ég myndi ráða við þetta. Erf-
iðast er að finna ekki fyrir fótunum
en það lagaðist eftir að ég fékk skó
sem er hægt að smella við pedalana.
Þá veit ég hvar þeir eru! Ég er ekki
með eins mikinn styrk í fótunum og
aðrir en ætli ég bæti ekki fyrir það
með ákveðninni.“
» Þú ert einn meðhugsunum þínum og
þessi rútínubundna
hreyfing róar þig og
stillir.
-www.hringvegur.blogspot.com
-www.yogaofcycling.com
-www.facebook.com/tourdeeu-
rope