Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 14.08.2010, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 14.08.2010, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 2010 Það muna eflaust flestir eftir fræðsluteiknimyndunum Einu sinni var sem sýndar hafa verið í Ríkissjónvarpinu með jöfnu millibili undanfarna þrjá áratugi. En í teiknimynda- seríu Frakkans Alberts Barillé sér spekingurinn Fróði, sem mætti kalla David Attenborough teikni- myndanna, um að fræða börn á öllum aldri m.a. um staf- semi mannslíkamans, geiminn og merka atburði mannkyns- sögunnar. Margir hafa eflaust beðið lengi eftir að þættirnir kæmu út á mynddiskum og í haust er sú bið á enda. „Þetta hefur aldrei verið gefið út hérna heima áður. Um er að ræða sjö seríur og munum við gefa út tvær í ár og fylgja þeim eftir með einni seríu á hverju ári,“ segir Ólafur Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Bergvíkur, sem sér um að gefa út mynddiskana. Stefnt er að gefa út Manninn sem er fyrsta þáttaröðin í flokknum í september og næst kemur Lífið út í desember. En hver þáttaröð verður á sex dvd- diskum og inniheldur um þrettán klukkustundir af efni. Ólafur segir að í þáttunum verði sömu raddir og voru í Sjónvarpinu þegar þætt- irnir voru endursýndir í lok ní- unda áratugarins en þá voru það Þórdís Arnljótsdóttir og Halldór Björnsson sem talsettu þættina. Þegar þættirnir voru sýndir upp- runalega hérlendis, í kringum 1978 eða þegar fyrsta þáttaröðin var gerð úti í Frakklandi sá Guðni Kolbeinsson, þýðandi þáttanna, um raddirnar. Þetta var svo end- urtalsett þegar að endursýningum kom með fagfólki eins og Guðni sjálfur upplýsti blaðamann um í stuttu spjalli. „Við erum búnir að vera að- vinna í þessu lengi að reyna koma þessu öllu saman. Við höfum lagt áherslu á það í gegnum árin að gefa út fjölbreytt barnaefni og Einu sinni var er bæði skemmtun, mikill fróðleikur og lærdómur, þess vegna vildum við gefa þetta út,“ bætir Ólafur við. Þess má svo til gamans geta að nýjasta þáttaröðin, Einu sinni var … Jörðin er sýnd á mið- vikudögum í Ríkisjónvarpinu. matthiasarni@mbl.is Blóðflæði Áhorfendur læra m.a. um hvernig blóðkorn ferðast um líkamann í þáttaröðinni um manninn.  Teiknimyndaþættirnir Einu sinni var koma út á mynddisk í fyrsta sinn David Attenborough teiknimyndanna SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI FRÁBÆR GRÍNMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA! HHHH „BRÁÐFYNDIN OG HJARTNÆM FRÁ BYRJUN TIL ENDA, LANG BESTA SHREK MYNDIN OG ÞAÐ ERU ENGAR ÝKJUR.“ BOXOFFICE MAGATZINE HHHH „MEÐ LOKAKAFLANUM AF SHREK TEKST ÞEIM AÐ FINNA TÖFRANA AF- TUR.“ EMPIRE HHHH „ÞRÍVÍDDIN ER ÓTRÚLEGA MÖGNUГ NEW YORK DAILY NEWS SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í KRINGLUNNI OG KEFLAVÍK SPARBÍÓ 950 krkr á allar sýningar merktar með grænu SALT kl.5:50-8-10:10 14 SHREK: SÆLL ALLA DAGA m. ísl. tali kl.1:303D -3:403D -5:503D L THE SORCERERS APPRENTICE kl.1 -3:20-5:40-8-10:20 7 SHREK: SÆLL ALLA DAGA m. ísl. tali kl.1:30 - 3:40 L INCEPTION kl.4 -7-8-10:10-11 L SHREK: FOREVER AFTER m. ensku tali kl.5:50 L INCEPTION kl.2 -5-8-11 VIP-LÚXUS SEX AND THE CITY 2 kl. 8 12 LEIKFANGASAGA 3 m. ísl. tali kl. 1 - 1:50 - 3:20 L TWILIGHT SAGA : ECLIPSE kl.10:50 12 / ÁLFABAKKA / THE LAST AIRBENDER kl. 5:503D -83D -10:503D 10 THE SORCERERS APPRENTICE kl. 1 - 3:20-5:40-8-10:20 7 INCEPTION kl. 8 -10:20 12 LEIKFANGASAGA 3 3D m. ísl. tali kl. 13D -3:203D L OG SELFOSSI HHH „Jolie stendur sig vel sem kvenkyns útgáfan af Jason Bourne og myndin er hugsanlega ein sú hraðskreiðasta sem ég hef séð í allt sumar.” T.V. - Kvikmyndir.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.