Morgunblaðið - 22.09.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.09.2010, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2010 www.noatun.is Nóatúni Nýttu þér nóttina í Verslanir Nóatúns eru opnar allan sólarhringinn FRÉTTASKÝRING Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Hver afdrif þingsályktunartillagn- anna tveggja frá þingmannanefnd- inni verða skýrðist síður en svo á Al- þingi í gær. Ljóst var strax í gærmorgun við upphaf þingfundar að mikil spenna var í loftinu, þing- menn VG voru logandi reiðir og þingmenn Samfylkingarinnar af- skaplega órólegir. Fljótlega kom þó á daginn að ýms- ir þingmenn Samfylkingarinnar virðast hafa tekið ræðu Jóhönnu Sig- urðardóttur forsætisráðherra frá því í fyrradag sem einskonar leiðarvísi. Þar gagnrýndi hún störf þingmanna- nefndarinnar harðlega og lýsti yfir miklum efasemdum um að Alþingi ætti að samþykkja ákærur á hendur þremur eða fjórum fyrrverandi ráð- herrum og draga fyrir landsdóm. Því var mikið rætt um það þing- manna á meðal í gær að forsætisráð- herra og kannski flestir þingmenn Samfylkingarinnar myndu að líkind- um skilja þá tvo fulltrúa sína sem sátu í þingmannanefndinni, þau Magnús Orra Schram og Oddnýju Harðardóttur, eftir á köldum klaka. Mismunandi kenningar voru með- al þingmanna í gær um hver væri skýringin á því að Jóhanna Sigurð- ardóttir hefði snúist um 180 gráður í afstöðu sinni frá því að hún hrósaði og þakkaði þingmannanefndinni og sagði að til þess hefði nú leikurinn verið gerður að róa almenning í land- inu. Ákveðnir þingmenn sem rætt var við kváðust ekki í nokkrum vafa um að formaður Samfylkingarinnar hefði einfaldlega áttað sig á því fyrir og um nýliðna helgi að hætta væri á klofningi Samfylkingarinnar ef þing- flokkurinn styddi allur þingsálykt- unartillögu fulltrúa sinna um að þau Geir H. Haarde, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Árni M. Mathiesen yrðu ákærð og dregin fyrir lands- dóm. Ró eða svikalogn? Samkvæmt samtölum við þing- menn í gær var eins og einhver ró kæmist á í þingflokki VG eftir þing- flokksfund í hádeginu í gær, þar sem þingflokkurinn ályktaði að hann bæri fullt traust til þingmannanefnd- arinnar. Aðrir sögðust þó telja að um svikalogn væri að ræða og undir niðri kraumaði djúpstæð reiði. „Ef Alþingi nær ekki að klára mál- ið með atkvæðagreiðslu, á hvorn veg sem hún fer, þá tel ég að Alþingi sé þar með að bregðast skyldum sínum og þá beri að rjúfa þing og efna til kosninga,“ sagði Atli Gíslason, for- maður þingmannanefndarinnar, í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi. Aðspurður hvort hann væri ekki með þessum orðum að segja að hann myndi hætta að styðja ríkis- stjórn Samfylkingar og VG ef þingið kláraði ekki málið með atkvæða- greiðslu fyrir 1. október sagði Atli: „Nei, það hef ég aldrei sagt. Ég hef einungis sagt að ef þingið nær ekki að klára málið með atkvæðagreiðslu hefur það brugðist skyldum sínum og þá sé ástæða til að efna til þing- kosninga.“ Við upphaf þingfundar í dag verða greidd atkvæði um það á Alþingi hvort vísa beri málinu til þingmanna- nefndarinnar eða hvort vísa beri því til allsherjarnefndar eins og Ragn- heiður Elín Árnadóttir gerði tillögu um í gær. Búast ákveðnir þingmenn við því að það verði ákveðinn vendipunktur í málinu, því fari það til allsherjar- nefndar séu taldar miklar líkur á að þetta haustþing nái ekki að ljúka af- greiðslu málsins með atkvæða- greiðslu fyrir 1. október og þar með sé málið komið á byrjunarreit á ný. Var forsætisráðherra að reyna að afstýra klofningi?  Reiði og óánægja kraumar undir niðri, aðallega hjá þingmönnum VG, en einnig hjá ákveðnum þing- mönnum Samfylkingar  Endalok málsins jafnvel talin ráðast af því til hvaða nefndar málinu verður vísað Morgunblaðið/Kristinn Formaður Var Jóhanna að afstýra klofningi innan Samfylkingarinnar? Myndin er frá flokkstjórnarfundi á þessu ári. Ýmsir þingmenn og ráðherrar Sam- fylkingarinnar hafa orðið til þess að gagnrýna tillögur og málsmeðferð þingmannanefndarinnar varðandi ákærur á hendur fyrrverandi ráðherr- um. Fulltrúar flokksins í nefndinni, Magnús Orri Schram og Oddný G. Harðardóttir, stóðu að tillögu um að hlífa skyldi Björgvini G. Sigurðssyni, fyrrverandi viðskiptaráðherra, við ákæru, en ákæra þau Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur, Geir H. Haarde og Árna M. Mathiesen. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra gagnrýndi málsferð nefnd- arinnar á þingi á mánudag og sagði hún landsdómsfyrirkomulagið óeðlilegt. Ráðherrarnir fyrrverandi hefðu ekki notið nægilegrar réttarverndar og ósanngjarnt væri að draga þessa ráðherra til ábyrgðar þegar forverar þeirra í embætti hefðu ef til vill borið meiri ábyrgð á falli bankakerfisins. Þá sagði Árni Páll Árnason viðskiptaráðherra að ekki væri ljóst hvað ráð- herrarnir fyrrverandi hefðu getað gert til að afstýra hruni. Rökstuðningur nefndarinnar fyrir kæru væri ekki skýr og ekki væri hægt að byggja nið- urstöður á honum. „Það er ekki lausn að kasta hlutunum aftur fyrir sig og fórna einhverju fólki,“ sagði Árni Páll. Á Alþingi í gær benti Magnús Orri Schram, sem stóð að tillögunni um að ákæra þrjá ráðherra, á það að allir þingmenn hefðu verið sammála um ferli málsins í upphafi og skipun þingmannanefndarinnar og þá hefði engin um- ræða verið um það að lög um ráðherraábyrgð og landsdóm væru óskýr. Hefði þingmönnum verið í lófa lagið að breyta þessum lögum áður en nefnd- in var skipuð ef þeir hefðu talið ástæðu til þess. Lýsti hann þeirri skoðun sinni að ekki ætti að fara að flokkslínum í afgreiðslu málsins. Þórunn Svein- bjarnardóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, sagði frá því í and- svari við ræðu þingmannsins að þingflokkurinn hefði ákveðið að hver og einn þingmaður myndi eiga það við sannfæringu sína hvernig hann greiddi atkvæði í málinu. Engin flokkslína væri í Samfylkingunni. kjartan@mbl.is Engin flokkslína í Samfylkingunni Árni Páll Árnason Magnús Orri Schram Einhugur er á meðal þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem hafa tjáð sig um tillögurnar um málshöfðun gegn fyrrverandi ráðherrum og eru þeir mótfallnir þeim. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, sagðist á um- ræðum á Alþingi í gær vera ósammála tillögunum í grundvallaratriðum og því bæri að hafna þeim. Sagði hann ekkert ákæruatriði uppfylla kröfu um að meiri líkur væru á sakfellingu en minni. Þá væru lög um landsdóm og ráðherraábyrgð neyðarúrræði þingsins og þeim bæri að beita af ýtrustu varkárni. Loks væri vafa undirorpið hvort lögin uppfylltu nútímakröfur um refsi- rétt og mannréttindi. „Nái þessi tillaga fram að ganga eru öll grið rofin,“ sagði Bjarni og bætti við að búast mætti við að landsdómur yrði kallaður reglulega saman í framtíðinni. kjartan@mbl.is Sjálfstæðismenn á móti málshöfðunum Bjarni Benediktsson Töluverð óánægja er innan raða Vinstri grænna eftir gagnrýni forsætisráðherra á störf og tillögur þing- mannanefndarinnar á mánudag. „Trúverðugleiki Al- þingis er í húfi að málið verði leitt til lykta á málefna- legan og lýðræðislegan hátt, án óþarfa tafa og undanbragða,“ segir í samþykkt þingflokks VG frá því í gær. Þingflokkurinn hittist á fundi til að ræða at- hugasemdir forsætisráðherra við störf þingmanna- nefndarinnar. Minnir flokkurinn á í samþykkt sinni að lög um skipan rannsóknarnefndar Alþingis og þing- mannanefnd sem tæki við niðurstöðum hennar hefðu verið samþykkt samhljóma á Alþingi. Þverpólitísk samstaða hefði fram til þessa verið um störf beggja nefndanna. Alþingi yrði nú að axla sína ábyrgð í málinu í ljósi þess að 7 af 9 nefndarmönnum hefðu lagt til að mál yrði höfðað gegn fyrrverandi ráðherrum. Þá var þingmannanefndinni þakkað fyrir vel unnin störf og lýst yfir fullu traust til hennar. kjartan@mbl.is Alþingi axli sína ábyrgð í málinu Steingrímur J. Sigfússon Framsóknarþingmenn hafa lítið vilja gefa út um afstöðu sína til tillagnanna en fulltrúar flokksins í þingmanna- nefndinni, þau Eygló Harðardóttir og Sigurður Ingi Jó- hannsson, stóðu að þingsályktunartillögunni um að ákæra fjóra fyrrverandi ráðherra Samfylkingar og Sjálfstæð- isflokks. Þó er búist við að skoðanir framsóknarmanna verði skiptar um málið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsókn- arflokksins, sagði í gær að flokksmenn hefðu ólíkar skoð- anir á málinu og hann hefði talið að ekki mætti gera það flokkspólitískt. Sagðist hann ætla að leyfa umræðum að klárast áður en hann gerði grein fyrir eigin niðurstöðu varðandi ákærurnar. Þá sagðist Sigmundur Davíð óviss um hvort tillögurnar hlytu afgreiðslu í þinginu og sér sýndist nýr meirihluti Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks vera að myndast í þessu máli. kjartan@mbl.is Framsókn lætur lítið uppi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Fulltrúi Hreyf- ingarinnar í þing- mannanefndinni, Birgitta Jóns- dóttir, sem stóð að þingsályktun- artillögunni um að ákæra alla ráðherrana fjóra, tók undir það í umræðum á Al- þingi á mánudag að ráðherrar sem voru við völd eftir 2007 hefðu ekki getað komið í veg fyrir hrunið. Þeir hefðu hins vegar getað dregið úr því hve stórfellt það yrði. Þá væru það ekki gild rök fyrir því að sleppa að ákæra ráðherrana fjóra að skammur fyrningarfrestur ylli því að þeir ráð- herrar sem ef til vill bæru mesta ábyrgð á hruninu slyppu. „Ég upplifi það ekki sem einhvern sérstakan hefndarþorsta eða blóð- þorsta að vilja lúta leiðsögn þeirrar skýrslu [rannsóknarskýrslu Alþing- is] sem svo mikið hefur verið mærð hér í þingsölum sem tímamóta- skýrsla sem okkur beri að læra af. Við getum ekki bara sleppt því sem er óþægilegt og snýr að ábyrgð ráð- herranna,“ sagði hún. kjartan@mbl.is Krafa um kosningar Birgitta Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.