Morgunblaðið - 22.09.2010, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.09.2010, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2010 Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Þ að er Skálabáturinn sem Skúli keypti, tein- æringur smíðaður af Niclas í Koltri sem er einn þekktasti bátasmið- ur Færeyinga. „Þetta er listavel búinn bátur og einn besti kappróðrabátur sem hefur verið smíðaður í Færeyjum en það hafa margir kappróðrarnir unn- ist á honum. Báturinn er þekktur í Færeyjum enda góður bátur og léttróinn,“ segir Skúli sem getur siglt út með tíu manns í einu. Hann gerir út frá gömlu grásleppuskúr- unum við Grímsstaðavör við Ægi- síðu en skúrarnir hafa nú verið gerð- ir upp enda um að ræða elstu minjar um smábátaútgerð í Reykjavík. „Ég fékk aðstöðuna hjá Reykjavíkurborg og hef síðan útbúið þarna sleða sem ég renni bátnum á, fólk veður svo út í bátinn í klofstígvélum sem ég út- vega,“ segir Skúli. Hann ætlar bæði að vera með ferðir og útgerð. „Ég mun sigla með ferðamenn frá Ægisíðunni og það verða nokkr- ar útgáfur af þeim ferðum; fólk get- ur skotist út í smáferð eða veitt á færi og eldað matinn. Það er mikið dýralíf þarna sem hægt er að skoða, ég hef aldrei farið út öðruvísi en að sjá sel og síðast eltu fimm selir bát- inn. Álftanesið er svo með einstak- lega auðugt fuglalíf, bæði sumar og vetur. Svo er það sagan, en það er mikil saga á þessu svæði, t.d. strand- aði skip frá Alsír, sem Tyrkjaránið er kennt við, beint fyrir utan Skerja- fjörðinn. Þegar ég fer um slóðina segi ég sögurnar sem tengjast sigl- ingaleiðinni. Svo getur fólk valið að fara í ferð og njóta náttúrunnar án þess að ég sé að blaðra. Skansinn er þarna úti líka, hann var reistur fjörutíu árum eftir Tyrkjaránið og er fyrsta virkið á Íslandi. Ferða- menn geta veitt og farið svo yfir á Skansinn og eldað aflann þar. Síðan er hægt að fara alla leið inn í Gálga- hraun, sem er alveg heilsdagsferð,“ segir Skúli. Lagði höfuðið í bleyti Spurður hvernig hugmyndin að þessum ferðamannaiðnaði hefði kviknað segist Skúli einfaldlega hafa lagt höfuðið í bleyti. Ferðamenn og fiskar frá Grímsstaðavör Skúli Guðbjarnarson keypti einn besta árabát Færeyinga og siglir nú með ferða- menn frá Ægisíðunni og fiskar í Skerjafirðinum. „Ég mun sigla með ferðamenn frá Ægisíðunni og það verða nokkrar útgáfur af þeim ferðum,“ segir Skúli. Hann á heima á Álftanesi og fannst ekki vitlaust að reyna að gera eitthvað þar í kring enda dreymdi hann í gamla daga um að gerast útvegsbóndi. Morgunblaðið/Ernir Útgerð Skúli vitjar um netin sín í Skerjafirðinum. Heimasíðan UmMig.is er hluti af meistaraverkefni í lýðheilsufræðum frá Háskólanum í Reykjavík, höfundar eru Anna Margrét Einarsdóttir og Halla Heimisdóttir. Síðan er fyrst og fremst skrifuð með börn, unglinga og foreldra í huga en mikið magn upplýsinga er á henni sem ætti að nýtast öllum. Síðunni er skipt í þrjá flokka, þ.e. börn, unglinga og foreldra og svarar flestum spurningum um heilsu og líð- an, um hreyfingu, næringu, matar- æði, líðan, líkamann, kynlíf, ADHD, anorexíu, vöðvafíkn, jákvætt uppeldi, samskipti og forvarnir svo fátt eitt sé nefnt. Undir liðnum Foreldrar má meðal annars lesa sér til um jákvætt upp- eldi, skólann og barnið, mataræði og hreyfingu. Undir liðnum Unglingar er m.a. fjallað um kynlíf, líkamann, svefn, sjónvarp og tölvur og undir liðnum Börn er hreyfing, lesblinda og sjálfstraust meðal umfjöllunarefna. Á síðunni er mikinn fróðleika að finna, hún er einföld í notkun og gagnleg. Vefsíðan www.ummig.is Morgunblaðið/Ómar Unglingar Mikinn fróðleik er fyrir þá að finna á vefsíðunni. Fyrir börn, unglinga og foreldra Kómedíuleikhúsið á Ísafirði frum- sýndi nýlega nýtt íslenskt leikverk, Bjarni á Fönix. Nú leggur leikhúsið land undir fót og sýnir tvær sýningar í Slippsalnum að Mýrargötu 2, Reykja- vík. Sýningarnar verða næstkomandi föstudagskvöld, 24. september, og sunnudagskvöldið 26. sept. Sagan af Bjarna skipherra á Fönix er sönn vestfirsk hetju- og þroska- saga. Í þessu leikverki skiptast á ástir og átök úr íslenskum raunveruleika. Um er að ræða einleik og er leikari Ár- sæll Níelsson sem jafnframt er höf- undur ásamt leikstjóra verksins, Elf- ari Loga Hannessyni. Leikmynd og búninga gerir Marsibil G. Kristjáns- dóttir. Miðasala er á staðnum en einnig er hægt að panta í síma 847 3823. Endilega … … tryggið ykkur miða Leikstjórinn Elfar Logi Hannesson. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Þeir sem eiga gleraugu sem liggja ónotuð í skúffum og skápum ættu að huga að því að koma þeim í næstu Optical Studio-gleraugnaverslun. Optical Studio er í samtökunum Vision For All sem eru al- þjóðleg samtök sem hafa það að markmiði að koma til hjálpar við að útbúa gleraugu og sjónmæla fólk sem býr við fátækt, skerta eða enga heilsu- gæslu í löndum þriðja heimsins. „Vision For All voru stofnuð árið 2003 og eru samtök sjóntækja- fræðinga, sjónstöðva og versl- ana auk þess sem Lions-klúbbar koma að þeim í Skandinavíu. Við söfnum saman vel nothæf- um gleraugum sem eiga að nýt- ast áfram þeim sem þurfa á sjón- hjálpartækjum að halda í vanþróaðri ríkjum,“ segir Kjartan Kristjánsson, sjóntækjafræðingur hjá Optical Studio. Vaxandi þörf „Við söfnum saman notuðum gleraugum og nýj- um og sendum til Svíþjóðar þar sem höfuðstöðv- arnar eru. Optical Studio gekk í samtökin fyrir þremur árum og hefur nú þegar sent verulegt magn af gleraugum. Gleraugun hafa fallið til í verslun- unum hjá okkur og við erum líka að gefa ónotuð gleraugu eða ónotaðar umgjarðir sem er mjög vel þegið. Þessi þörf er vaxandi og við sjáum fyrir okk- ur að senda frá okkur fólk til vinnu í stuttan tíma á þessum svæðum á næsta ári. En sjóntækjafræð- ingar fara út á vegum Vision for All með gleraugun og setja upp starfsstöðvar á þessum svæðum sem eru yfirleitt í úthverfum stórborga landa eins og Síle, Níkaragva, Kenýa, Úganda og Tansaníu. Sjón- tækjafræðingarnir gera nauðsynlegar sjónmæl- ingar og það myndast yfirleitt langar raðir. Þeir gera mælingar og stilla og endursmíða gleraugun eins og þarf fyrir hvern og einn. Enn sem komið er hafa sjóntækjafræðingar frá Íslandi ekki farið út en það stendur til vonandi á næsta ári,“ segir Kjartan. Mest af lesgleraugum Gleraugnasending er á leiðinni frá Íslandi til Sví- þjóðar en reynt er að senda út töluvert magn tvisv- ar á ári. „Þessi sending sem er að fara núna er frek- ar sniðin að yngra fólki, en mest fellur nú til af lesgleraugum og sá hópur er alltaf stór. Það er töluverð vinna í því hjá okkur að fara yfir gleraugun sem fara út og flokka. Það verður að vera auðvelt að ganga að þeim þar sem þeim er dreift.“ Kjartan segir að töluvert hafi fallið til af gler- augum núna eftir að leysiaðgerðir á augum jukust hér á landi. „Eftir leysiaðgerð er fólk mjög ánægt með að geta látið gleraugun sín nýtast öðrum og þá sérstaklega þar sem þörfin er mikil.“ Tekið er á móti gleraugum í Akralind 8 í Kópa- vogi, sem er vörulager Optical Studio, og í öllum verslunum Optical Studio. Góðgerðarmál Safna nýjum og notuðum gleraugum fyrir íbúa fátækra ríkja Gleraugnasafn Silja Sverrisdóttir og Bára Gunnarsdóttir hafa umsjón með verkefninu hér á landi fyrir hönd Optical Studio / Miðbaugur EHF og Vision For All. Þær eru hér með umgjarðir sem eru á leið til Svíþjóðar. Kjartan Kristjánsson Nánar má lesa um Vison For All og sjá myndir á vefsíðunni: www.visionforall.org „Ég var tíður gestur í Þjóðminjasafn- inu þegar ég var barn og fannst alltaf eitthvað draga mig þangað aftur og aftur. Það sem heillaði mig einna mest í safninu voru gömlu mál- verkin og altaris- töflurnar. Í forsal safnsins á 2. hæð má sjá mörg þess- ara verka sem ég sem starfsmaður safnsins, get enn gleymt mér við að skoða. Það er erfitt að gera upp á milli þeirra en ég nefni hér eitt – sem að vísu er málað af dönskum málara í Kaupmannahöfn árið 1684. Það er málverkið af Gísla Þorlákssyni Hóla- biskupi (1657-1684) ásamt þremur eiginkonum, Ragnheiði sem lét mála verkið, Gróu og Ingibjörgu. Litirnir í myndinni, dökku hempurnar með gylltum skreytingum, rauðu og bláu innan undir, hvítu kragarnir og glæsi- legir hattarnir svo ekki sé minnst á ljómandi andlit kvennanna, eru alltaf jafn ótrúlega fallegir. Þessi mynd er fyrirmyndin að ís- lenska 5000 króna seðlinum.“ Þorbjörg Gunnarsdóttir sýningarstjóri Þjóðminjasafns Íslands Uppáhaldssafngripur Þorbjargar Gunnarsdóttur Gísli og eigin- konurnar þrjár Þorbjörg Gunnarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.