Morgunblaðið - 22.09.2010, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.09.2010, Blaðsíða 19
UMRÆÐAN 19Bréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2010 Dr. Sveinn Guðmundsson yfirlæknir Blóðbankans og dr. Ólafur E. Sigurjónsson lektor við tækni og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður stofnfrumuvinnslu og grunnrannsókna í Blóðbankanum fjalla um eiginleika stofnfrumna, kynna notkun blóðmyndandi stofnfrumna í læknisfræðilegri meðferð, ræða og vara við oftrú á „galdra- mætti“ stofnfrumna í nútíma læknisfræði en kynna jafnframt not stofnfrumna t.d. með stofnfrumugjafaskrám og nafla- strengsbönkum. 22. september kl. 20:00 - 21:30 Súfistanum, Máli og menningu er í kvöld VÍSINDAKAFFIÐ Þriðja H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n ...tækifæri eða tálsýn? Stofnfrumur... Laugavegi 13, 101 Reykjavík sími 515 5800, rannis@rannis.is www.rannis.is www.rannis.is/visindavaka Allir velkomnir. Láttu sjá þig! Frá Eldri borgurum í Hafnarfirði Föstudaginn 17. september var spilað á 16 borðum. Úrslit urðu þessi í N/S Rafn Kristjánsson– Magnús Halldórss. 367 Ragnar Björnsson – Pétur Antonsson 362 Oliver Kristóferss. – Magnús Oddss. 360 Björn Karlsson – Jens Karlsson 356 A/V Friðrik Jónss. – Jóhannes Guðmannss. 384 Kristín Óskarsd. – Gróa Þorgeirsd. 369 Oddur Halldórsson – Gísli Friðfinnss. 358 Helgi Einarsson – Ágúst Stefánsson 355 Ragnarsson| norir@mbl.is Bridsdeild Breiðfirðingafélagsins Fyrsta spilakvöld hjá okkur á þessu hausti var sunnudaginn 19/9. Spilað var á tíu borðum. Hæsta skor kvöldsins í N/S Björgvin Kjartans. - Kjartan Björgvinss.264 Haukur Guðbjartss. - Þórarinn Bech 242 Snorri Markúss. - Ari Gunnarsson 231 Austur/Vestur Oddur Hanness. - Árni Hannesson 274 Garðar V Jónsson - Unnar A Guðmss. 263 Birna Lárusd. - Sturlaugur Eyjólfsson 241 Næsta sunnudag verður spilaður eins kvölds tvímenningur. Síðan hefst þriggja kvölda tvímennings- keppni. Spilað er í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, á sunnudögum kl. 19 Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Stangarhyl 4, mánudaginn 20. september. Spilað var á 13 borðum. Meðalskor: 312 stig. Árangur N - S: Albert Þorsteinsson - Bragi Björnsson 373 Magnús Oddsson - Oliver Kristófersson 357 Ólafur Gíslas. - Guðm. Sigurjónss. 351 Árangur A - V: Elías Einarsson - Höskuldur Jónsson 387 Magnús Jónsson - Gunnar Jónsson 373 Anna Garðarsd. - Hulda Mogensen 338 Tvímenningskeppni fimmtudag- inn 16. september. Spilað var á 12 borðum. Meðalskor: 216 stig. Árangur N - S: Júlíus Guðmuss - Rafn Kristjánsson 255 Ingibj. Stefánsd. - Margrét Margeirsd. 247 Jón Lárusson - Ragnar Björnss. 236 Árangur A - V: Jóhannes Guðmannss. - Björn Svavarss. 261 Albert Þorsteinsson - Bragi Björnsson 247 Oddur Halldórss. - Þorsteinn Sveinss. 235 Tvímenningskeppni mánudaginn 13. september. Spilað var á 12 borð- um. Meðalskor: 216 stig. Árangur N - S: Siguróli Jóhannss. - Auðunn Helgason 248 Örn Ingólfsson - Örn Ísebarn 239 Ægir Ferdinandss. - Helgi Hallgrímss. 229 Árangur A - V: Jóhannes Guðmannss. - Björn Svavarss. 266 Ragnar Björnsson - Guðbjörn Axelss. 262 Höskuldur Jónsson - Elías Einarsson 247 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Hæstiréttur hefur dæmt. Og við vökn- uðum og vöknuðum illa. Við verðum nú að hypja okkur upp á dekk og hafa uppi há- reysti – hvað annað? Við gætum orðið blóð- ug upp fyrir axlir! Ég vona þó að æðri mátt- ur eða hundaheppni komi í veg fyrir það. Pólitískt ráðn- ir hag- og lagafræðingar hafa hing- að til séð um að leikreglur sam- félagsins séu á hverjum tíma stjórnvöldum þóknanlegar. Það er því ekkert nýtt í nýjustu niðurstöðu æðsta réttar lýðveldisins. Eða er það? Okkur blæðir hans vegna ekk- ert meir en oft áður. Sannleikurinn liggur fyrir í rán- dýrri og þar af leiðandi skilmerkri sannleiksskýrslu um alla viðskipta- leiki stjórnvalda, banka og við- skiptajöfra í aðdraganda hrunsins. Við þurfum engan meiri eða fleiri sannleika. Sannleikurinn er sá, í sinni einföldu mynd, að fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi rit- stjóri sagði okkur sannleikann þeg- ar hann tók út 400-þúsundkallinn úr sparibókinni sinni í bankanum. Og hann bætti um betur þegar hann sem seðlabankastjóri neitaði að þjóðin bæri ábyrgð á óreiðunni. Og nú þegar hann situr sinn frið- arstól ritstjórans bendir hann á að landsdómur megi sofa áfram þyrni- rósarsvefni því nú þegar óvandaðir reyni að vekja hann upp minni hann á uppvakninginn Franken- stein og þá verði lítið við hann ráð- ið, sem er auðvitað hárrétt ályktun sem oftast áður hjá ritstjóranum. Já – við hefðum átt að grennslast betur um það sem ritstjórinn var að bauka áður en hann varð ritstjóri og fljóta þannig sofandi að feigð- arósi. Ekki meir, ekki meir, nei og aft- ur nei, ekki meiri eða fleiri heima- tilbúna sannleika, – við þurfum ekki frekari bræðra- eða systravíg eða vægt til orða tekið hlandgusuþvott ráðandi meðalmennsku. Það er nóg komið af slíku. Það sem við þurfum nú sem aldrei fyrr er þjóðarsátt til að brúa okkur burt frá óreiðu for- tíðar en ekki langvarandi blóðugan mannorðssviptingarferil sem færir aðeins lögmannastéttinni í landinu brauð á borð og fitar bara púkana á fjósbita þjóðar okkar. Kristín Ómarsdóttir skáld lýkur hetjukvæði sínu með niðurstöðu miðkynslóðarhetjanna. Hetjanna sem sigldu m.a. með þjóðina í útrás og stýrðu þjóðarskút- unni svo rækilega í strand að ekkert er eftir nema kjölurinn. Og hún segir: „Því ef við verðum gömul höf- um við að minnsta kosti eitthvað meira og gagnlegra að segja en gamalmennin nú sem runnu á rassinn með sitt og það er ekki okkur að kenna! Eitt- hvað verður að minnsta kosti öðruvísi, tími stingdu okkur á hol.“ Kristín sýnir svo sannarlega í kvæðinu að óvandaðir geta aldrei orðið gamlir með bleiur, því tíminn stendur í stað hjá hetjunum. Núverandi ráð- andi hetjur ættu að gera sér grein fyrir því að ekki er svo í raun, því það kemur nýr dagur á eftir deg- inum í dag. Við viljum og þurfum stjórn- málamenn og -konur sem kunna að greina hinn daglega vanda, kunna samræðulist raunverulegra stjórn- mála, kunna að leysa það næsta óleysanlega með samstarfi og sam- ræðu hagsmunahópanna. Við viljum og þurfum breytingar frá áratuga stjórnmálaóreiðu á Íslandi með menningarbyltingu í stjórnmála- starfi. Starfshefðir stjórnvalda Ís- lendinga hafa mótast út frá hags- munum einstakra samfélagshópa, því þar með væri heildarhags- munum þjóðarinnar best borgið, samanber rökin fyrir hagsmuna- gæslu fyrir landbúnað og sjávar- útveg, og að lokum fyrir „útrás- arvíkinga“ pólitískra og einkavæddra banka. Ég tek undir þá kröfu að ríkisstjórn sé fjölskipað stjórnvald og ég tek undir með fv. borgarstjóra um hugmynd hennar um „þjóðstjórnar“starfshætti í borgarstjórn. Við notuðum þá starfshætti í sveitarstjórn Egils- staða allt fram á áttunda áratuginn og reyndist það mjög vel við að skapa kaupstað úr þorpi. En ég segi bara líkt og Jóhannes úr Kötl- um í kvæðinu Landið fær mál: „Sláum upp skjaldborg um lýðræði og réttlæti, það er menningin ís- lenska þjóð.“ Þetta ætti allt að bjargast, þrátt fyrir allt, því við byggjum land mik- illa auðlinda sem frumkvöðlarnir hafa hagnýtt fyrir þjóðina og eigum því að vera nokkuð örugg ef við fáum að njóta þeirar gæfu að Sam- fylkingarsveitin í ríkisstjórn læri að smala köttunum og geti þannig þvingað ný orkuframleiðslutækifæri fram í stað þess að liggja undir sæng til að heyra ekki breimið. En við verðum nú og þá að taka undir heróp Einars Ben: „Sé almúginn sínum foringjum framar, er festa hans vígsins síðasta hamar. Vakn- aðu, reistu þig lýður míns lands.“ Við þurfum engan meiri sannleika Eftir Erling Garðar Jónasson » Það sem við þurfum nú sem aldrei fyrr er þjóðarsátt til að brúa okkur burt frá óreiðu fortíðar, ekki langvar- andi blóðugan mann- orðssviptingarferil. Erling Garðar Jónasson Höfundur er tæknifræðingur og formaður Samtaka aldraðra. Síðastliðna mánuði hafa Barnaheill – Save the Children á Íslandi staðið fyrir vitundarvakningu undir yf- irskriftinni „Horfin lífsgleði“. Markmið átaks- ins er að minna okkur öll á að við berum ábyrgð á því að koma í veg fyrir ofbeldi gegn börnum og að of- beldi er aldrei barninu að kenna. Umræða síð- ustu daga um að- búnað barna á Silungapolli og í Reykjahlíð á árum áður er þörf áminning um það að víða hefur verið og er pottur brotinn í þessum málum og því mikilvægt að halda vöku sinni. Samkvæmt íslenskum lögum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eiga öll börn rétt á vernd gegn öllu ofbeldi; líkamlegu, andlegu og kyn- ferðislegu, og gegn vanrækslu. Þá eiga börn sem orðið hafa fyrir of- beldi jafnframt rétt á hjálp. Samhliða vitundarvakningunni undanfarna mánuði hafa starfsmenn Barnaheilla – Save the Children á Íslandi verið á vettvangi til að afla börnum „heillavina“. Sem heillavin- ur barna styður þú samtök okkar í því að veita börnum vernd gegn of- beldi, þú gefur þeim tækifæri til að tjá skoðanir sínar og hafa áhrif og þú leggst á árar með að tryggja réttindi barna í lögum og reglum. Heillavinir leggja líka sitt af mörkum til að bæta framtíð barna í stríðshrjáðum löndum, þeir tryggja börnum neyð- araðstoð þar sem þörfin er mest, t.a.m. í Pakistan og á Haítí og berj- ast gegn mansali og þrælkun barna. Ég vil þakka þeim fjölmörgu sem slegist hafa í hóp heillavina Barna- heilla – Save the Children á Íslandi. Án ykkar stuðnings, gætum við ekki sinnt því brýna starfi að standa vörð um og efla réttindi barna hérlendis og erlendis. Ef þig langar að slást í hóp heilla- vina og gefa börnum um allan heim mannréttindi, getur þú haft sam- band við skrifstofu okkur að Suður- landsbraut 24 eða farið inn á vef- svæði okkar, www.barnaheill.is PETRÍNA ÁSGEIRSDÓTTIR, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Gefðu börnum mannréttindi Frá Petrínu Ásgeirsdóttur Petrína Ásgeirsdóttir Skuldarar þeirra lána sem nýlega voru dæmd ólögleg í Hæstarétti eiga rétt á skaðabótum fyrir ólögmæta og saknæma með- ferð á sér. Var valdið ólögmætu tjóni. Fyrst voru skuldarar látnir skrifa undir ólög- leg skuldabréf með ólöglegri gengistryggingu sem Alþingi hafði nýlega hafnað að leyfa. Bankarnir vissu að þeir voru að fremja glæp gegn fólkinu og það fékk skaðabóta- rétt á bankana sem hefur safnast upp og aukist að krónutölu þar til Hæsti- réttur dæmir þessar lántökur ólög- legar. Þarna gildir almenna skaða- bótareglan. Það er Hæstaréttar í nýju máli höfðuðu af skuldara að meta og dæma fjárhæð bótanna, sem skuldarinn fær greiddar í dag. Skuldarar eiga einnig rétt á skaða- bótum vegna „röskunar á stöðu og högum“. Skuldarar eiga rétt á skaða- bótum fyrir það ólöglega tjón, sem beiting bankanna á ólöglegum skuldabréfum, sbr. dóm Hæstaréttar um bréfin, hefur valdið. Þarna má nefna missi bíla og íbúða sem bankinn tók af skuldurum ólöglega með því að beita ólöglegu skudlabréfi sem bank- inn sagði gengistryggt sem það var svo ekki. Sumir gerðir gjaldþrota með ólöglegri skuld. Þarna voru eign- ir hafðar af fólki með ólöglegum hætti, svikum og blekkingu. Þetta allt eiga skuldarar að fá bætt með nýjum dómum Hæstaréttar. LÚÐVÍK GIZURARSON, hæstaréttarlögmaður. Skuldarar eiga rétt á skaðabótum Frá Lúðvík Gizurarsyni Lúðvík Gizurarson Sími 551 3010 Hárgreiðslustofan Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.