Morgunblaðið - 22.09.2010, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.09.2010, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2010 ✝ Jón Þórðarsonfyrrverandi slökkviliðsmaður fæddist í Reykjavík 16. september 1927. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja 14. september 2010. Hann var sonur hjónanna Þórðar Gíslasonar, f. 1902, d. 1980, og Guðríðar Árnadóttur, f. 1898, d. 1959. Systkini Jóns eru tvíburasystir hans Svava, f. 1927, d. 1973, Ólöf Unnur, f. 1929, Gísli, f. 1931, Árný Klara, f. 1939, Katrín Svein- björg, f. 1941, d. 1994, og hálfsystir þeirra, Jóhanna Jónsdóttir, f. 1923, d.2002. 9. október 1948 kvæntist Jón eft- irlifandi konu sinni, Þórunni Gott- liebsdóttur, f. 1929. Börn þeirra eru 1) Brimhildur, f. 1948, maki Anton Pálsson, börn þeirra, a) Jón Þór, f. 1966, maki Guðlaug Hilmarsdóttir, börn þeirra Hilmar Þór, Brimhildur Gígja og Telma Eik. b) Páll, f. 1969, maki Dagbjört Vilhjálmsdóttir, börn Páls, Anton Hafþór, Páll Brimar, Ástþór Grétar og Guðmunda Áróra í sambúð með Bjarka Fjeldsted, börn þeirra Rúna María og Júlía Rós. c) Ríkharður Örn, f. 1973, börn hans eru Ariel og Leonardo. 2) Róbert, f. 1949, d. 1984, var giftur Eyvöru Hall- dórsdóttur, börn þeirra, a) Halldór, f. 1969, maki Anika Halldórsson. b) Guð- laugur, f. 1977. c) Magni, f. 1980. 3) Rík- harður, f. 1953, maki Hugrún Helgadóttir, börn Ríkharðar, a) Guðmundur Valur, f. 1975, maki Anna Sigfúsdóttir, börn þeirra Sigfús og Jónína París. b) Óskar Hlíðberg, f. 1980, dóttir hans Aþena Mist. c) Þórunn, María, f. 1985, sonur hennar Jón Freyr. d) Ríkharður, f. 1994. 4) Hrafn, f. 1956, maki Hulda Sveinsdóttir, börn Hrafns, a) Sif, f. 1982, maki Dagný Skúladóttir. b) Róbert Ægir, f. 1988, og fósturdóttir Saga Roman, f. 1992. 5) Margrét, f. 1962, maki Tobías Brynleifsson, börn þeirra, a) Að- alheiður Ósk, f. 1986, í sambúð með Davíð Hallgrímssyni. b) Róbert Þór, f. 1991. Útför Jóns fer fram frá Ytri- Njarðvíkurkirkju í dag, 22. sept- ember 2010, og hefst athöfnin kl. 14. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Blessuð sé minning þín. Þín eiginkona, Þórunn. Hafðu þakkir fyrir allt, pabbi minn, ég kveð þig með þessu fallega ljóði sem mér fannst eiga vel við þig. Og það er margt sem þakka ber við þessa kveðjustund. Fjör og kraftur fylgdi þér, þín fríska, glaða lund. Mæt og góð þín minning er og mildar djúpa und. Þú skilur eftir auðlegð þá sem enginn tekið fær. Ást í hjarta, blik á brá, og brosin silfurtær. Mesta auðinn eignast sá er öllum reynist kær. En þó að verði vegamót og vinir hverfi brott, á alfaðir við öllu bót svo aftur verði gott. Hann græðir allt af einni rót með ást og kærleiksvott. Þín minning öllu skærar skín þó skilji leið um sinn. Þó okkur byrgi sorgin sýn mun sólin brjótast inn. Við biðjum Guð að gæta þín og greiða veginn þinn. (G.Ö.) Þín dóttir Margrét. Elsku pabbi minn, ég kveð þig með þessu ljóði. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Þín dóttir, Brimhildur. Elsku pabbi. Lífið getur verið yndislegt, gjöfult og erfitt og þú hefur reynt þetta allt. Ég man þegar ég var að alast upp og fylgdist með þér þegar þú varst að raka þig og gera þig kláran til þess að fara á vakt í slökkviliðinu uppi á Keflavíkurflugvelli, og ég að fara í skólann, vatnið lak ofan í vaskinn, þú varst búinn að bera sápu framan í þig, og skafan tilbúin, einkennisfötin strokin og skórnir vel burstaðir. Ég hugsa til þess núna þegar ég er að gera sömu hlutina í dag áður en ég fer á vakt. Og nú er sonur minn Róbert að feta í sömu fótspor og við höfum báðir gert. Gömlu vinnufélagar þínir hafa sagt mér að þegar Jón mætti til vinnu kl. 7.13 hafi menn stillt úrin sín. Og eftir 31 ár í starfi, og aðeins veikur í 2 vaktir, getur maður ekki annað en verið stoltur og hreykinn af þér. Það að mæta á réttum tíma eru einkenn- ismerki þessarar fjölskyldu, og hefur oft verið hlátursefni innan hennar sem utan. Ef boðið hefur verið í mat klukkan 6 þá eru þeir fyrstu að mæta klukkan 5, og reyndar kappsmál hjá fjölskyldumeðlimum að vera ekki sá síðasti til að mæta. Og svo er það orðatiltækið frá þér: „Mikið keyra þessar rútur hratt“ sem flestir innan fjölskyldunnar þekkja, og hefur oft verið mikið hlegið að. Pabbi minn, ég veit að oft hafa tímarnir verið erfiðir, mikil vinna, langar vaktir og svo strit- ið að byggja heimili yfir konu og 5 börn. Samt man ég ekki annað en okkur hafi liðið vel og ekki skort neitt. Þegar veikindin þín voru farin að hrjá þig, kom í ljós samheldni fjölskyld- unnar, að skutla, heimsækja, redda, bæta og laga. Maður sér hvað heilsan skiptir miklu máli þegar aldurinn færist yfir, mér þótti þó vænst um þann tíma sem við áttum saman, þegar ég kom í heimsókn til að raka þig, þegar þú gast það ekki lengur sjálfur, snert- ingin og hlýjan sem ég fann. Þá kom oft upp í huga minn þegar ég var lítill strákur að fylgjast með pabba sínum raka sig. Pabbi minn, sjúkdómurinn hafði þig undir í þetta sinn, en ég horfi samt til baka á þig með stolti og sökn- uði, ég veit að þú ert hvíldinni feginn. Ég stari inn í örlaganna bál, mér ægja þessi duldu huldumál. Bágt er að vita vini lífi farga og vera einskis megnugur að bjarga. Því heggur dauði höggum svona grimm- um? Ei haggast lauf í brunarústum dimmum. Á ljúfu vori er lífið ei að saka, en loksins kemur þessi angurvaka. Á eftir brimsjó þungra bárufalla er blækyrr ró, sem færist yfir alla. En hvenær rís hún aftur báran bláa – og blikar sínum faldi himinháa? Ég skil ei, vinur, þennan skapadóm er skuggi breytir sólarljósi í hjóm. Í örlaganna ægi mikla veldi er eilífðin frá morgni og að kveldi. (J.H.) Þinn sonur, Hrafn. Elsku afi minn. Ég elska þig með öllu mínu hjarta og þótt þér líði örugglega vel á nýja staðnum sem þú ert kominn á á ég eftir að sakna þín sárt. En eitt máttu vita, hvað ég kann að meta að hafa haft þig í mínu lífi í öll þessi ár. Það verður erfitt að sætta sig við lífið án þín. Ég vildi að þú hefðir getað verið lengur hjá okkur og hitt bum- bubúann minn en nú ertu kominn á betri stað og fylgist með okkur þaðan. Á litlum skóm ég læðist inn og leita að þér, afi minn. Ég vildi að þú værir hér og vært þú kúrðir hjá mér. Ég veit að þú hjá englum ert og ekkert getur að því gert. Í anda ert mér alltaf hjá og ekki ferð mér frá. Ég veit þú lýsir mína leið svo leiðin verði björt og greið. Á sorgarstund í sérhvert sinn ég strauminn frá þér finn. Ég Guð nú bið að gæta þín og græða djúpu sárin mín. Í bæn ég bið þig sofa rótt og býð þér góða nótt. (S.P.Þ.) Þín Aðalheiður Ósk. Hvíl í friði, elsku afi minn Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. (Hugrún) Þinn, Róbert Þór. Í dag verður til moldar borinn góð- ur vinur og samstarfsfélagi til margra ára, Jón Þórðarson. Ekki eru nema rétt um þrír mán- uðir síðan okkar ágæti vaktarforingi, Stefán Eiríksson, kvaddi þessa jarð- vist, blessuð sé minning hans, þannig að skammt er stórra högga á milli. Þeim fjölgar hægt og bítandi gömlu „B-vökturunum“ í Slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli, sem horfnir eru yfir móðuna miklu. Teljist mér rétt til fer fjöldi þeirra að nálgast tuginn. Jón var svipmikill maður, dökkur á brún og brá eins og sagt er og hafði maður ávallt á tilfinningunni að hann væri nýkominn „úr sólinni“. Hann hafði góða nærveru og var þægilegur og góður vinnufélagi. Jón gat þó verið fastur fyrir og sagt sínar skoðanir um- búðalaust ef á þurfti að halda. Jón hóf störf hjá Slökkviliði Kefla- víkurflugvallar árið 1963 og starfaði þar óslitið til ársins 1994, er hann lét af störfum, kominn á aldur, eins og sagt er. Jón var svo sannarlega af gamla skólanum, þar sem verkin voru látin tala, enda hraustmenni til líkama og sálar. Þar af leiðandi varð okkur ungu pungunum, sem hófum störf í slökkvi- liðinu fyrir um fjörutíu árum, fljótt ljóst, að þar var á ferðinni maður með reynslu. Ekki bara af slökkvifræðum, heldur ekki síður af lífinu sjálfu, mað- ur sem vissi sínu viti og vert væri að virða og taka mark á. Það var því ekki ónýtt fyrir ungan mann, að koma til starfa hjá Slökkviliðinu á Keflavíkur- flugvelli árið 1968, að hitta fyrir Jón og hans félaga. Menn eins og Svein Eiríksson, Magga Óla, Halla, Stefán, Halldór, Ásta og marga fleiri. Þetta voru menn með reynslu og vilja til að kenna og uppfræða þá sem komu nýir til starfa. Við vorum teknir föstum tökum og enginn griður gefinn, enda vorum við nýgræðingarnir fljótir að komast inn í málin og verða virkir í starfi. Jón var snillingur á mörgum svið- um og er mér einkum í minni hversu matargerð og garðrækt voru honum hugleikin. Algengt var, að á stórhá- tíðum og tyllidögum sæi vaktin um matargerð. Þegar þannig bar að var Jón okkar foringi og sá um matseld- ina, enda snilldarkokkur. Hvað garð- ræktina varðar þá voru þau hjón, Jón og Þórunn, í sérflokki. Garðurinn þeirra og allt umhverfi, er þau bjuggu í Vogum á Vatnsleysuströnd, var ekki bara verðlaunagarður og þeim til sóma, heldur einstakur – hvílík snilld. Það er alltaf eftirsjá að góðum fé- lögum, en eitt sinn skal hver deyja, eins og sagt er. Jón var drengur góð- ur og skilur eftir sig góða minningu. Ég vil fyrir mína hönd, konu minnar og fyrrverandi samstarfsfélaga þakka Jóni fyrir áratuga samstarf og vináttu. Megi hann að eilífu ganga á ljóssins vegum. Þórunni og fjölskyldu votta ég samúð. Þórður Kristjánsson. Jón Þórðarson ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma, systir og tengdadóttir, ÞÓRANNA SIGRÍÐUR JÓSAFATSDÓTTIR, Dalseli 9, Reykjavík, sem lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut þriðjudaginn 14. september, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju föstudaginn 24. september kl. 13.00. Jónsteinn Jónsson, Elvar Freyr Jónsteinsson, Rebekka Lea Te Maiharoa, Grétar Jósafat Jónsteinsson, Jón Ingiberg Jónsteinsson, Viktoría Sigurgeirsdóttir, barnabörn, systkini og tengdamóðir. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, ALFA SIGURÐARDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað laugardaginn 18. september. Minningarathöfn verður haldin í Norðfjarðarkirkju föstudaginn 24. september kl. 14.00. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 29. sept- ember kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á að styrkja Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað eða Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði. Fyrir hönd aðstandenda, Siggi Jensson, Eyrún Eggertsdóttir, Hlín Jensdóttir, Kristinn Björnsson, Katla, Matthías, Mikael Þór og aðrir vandamenn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, AGNESAR MARINÓSDÓTTUR, Hraunbæ 103, Reykjavík. Marinó Kristinsson, Helga Kristinsdóttir, Flosi Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Að skrifa minningagrein Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu minningagreina. Þær eru einnig birtar á www.mbl.is/minningar. Skilafrestur minningagreina er á hádegi tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, en á föstudegi vegna greina til birtingar á mánudag og þriðjudag. Fjöldi greina í blaðinu á útfarardag ræðst af stærð blaðsins hverju sinni en leitast er við að birta allar greinar svo fljótt sem auðið er. Hámarkslengd minningagreina er 3.000 tölvuslög með bilum. Lengri greinar eru vistaðar á vefnum, þar sem þær eru öllum opnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.