Morgunblaðið - 22.09.2010, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.09.2010, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2010 Þú sparar 498 kr. ódýrt og gott HP pizza , pepperoni, skinka og margarita 3 2fyr ir Á Íslandi koma reglubundið uppdellumál, sem sumir fjölmiðla- menn og spjallarar falla flatir fyrir. Týndur hundur hefur jafnvel tekið umræðuna yf- ir um stund.    Hinn sér-staki saksóknari, sem nú rannsakar bankahrunið með ógrynni liðs, fékk sína eldskírn við að rannsaka hlerunarmálið mikla.    Þá átti maður frá leynilögreglunniað hafa setið á kolli í símstöð- inni og hlustað grannt eftir leyni- legum samtölum þáverandi utanrík- isráðherra við þá Kidda rót, Ámunda og Jakob stuðmann og jafnvel fleiri.    Samtölin voru svo löng að þraut-þjálfaður njósnarinn varð að bregða sér afsíðis og þá tók sóma- kær starfsmaður hlustunargræj- urnar og bar upp að eyrum. Og viti menn …    Árni Páll, núverandi ráðherra,var á hlustunartímanum snúningastrákur í utanríkisráðu- neytinu og hann hafði samband við fjölmiðla, enda í prófkjöri, og sagði að líka hefði verið njósnað um sig. Komst hann í kastljós fjölmiðla í nokkra daga og það dugði í prófkjör- inu.    Sá sérstaki fann ekki heila brú ídellunni svo sem vonlegt var. Þetta var um dellumál sem fékk al- vörubrag um stund og gufaði svo upp.    Nú er þingið búið að rembast ímarga mánuði með alvörumál, sem virðist vera að breytast í dellu áður en það gufar upp.    Það er ekki öll vitleysan eins ogþað er þakkarvert. Ekki við einteyming STAKSTEINAR Veður víða um heim 21.9., kl. 18.00 Reykjavík 8 skýjað Bolungarvík 4 rigning Akureyri 6 alskýjað Egilsstaðir 5 skýjað Kirkjubæjarkl. 8 skýjað Nuuk 6 skúrir Þórshöfn 7 skúrir Ósló 13 heiðskírt Kaupmannahöfn 15 léttskýjað Stokkhólmur 11 skýjað Helsinki 12 skúrir Lúxemborg 20 heiðskírt Brussel 20 léttskýjað Dublin 17 skýjað Glasgow 17 skýjað London 21 léttskýjað París 22 heiðskírt Amsterdam 18 léttskýjað Hamborg 16 léttskýjað Berlín 17 léttskýjað Vín 21 heiðskírt Moskva 13 heiðskírt Algarve 23 heiðskírt Madríd 26 léttskýjað Barcelona 22 léttskýjað Mallorca 26 léttskýjað Róm 22 léttskýjað Aþena 23 léttskýjað Winnipeg 10 skýjað Montreal 12 skúrir New York 20 heiðskírt Chicago 27 alskýjað Orlando 30 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 22. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:11 19:31 ÍSAFJÖRÐUR 7:16 19:36 SIGLUFJÖRÐUR 6:58 19:19 DJÚPIVOGUR 6:41 19:00 Í gær gátu hjólandi vegfarendur látið fara yfir hjólin sín á Lækjartorgi, hvort sem var að láta smyrja þau, pumpa í dekk, stilla bremsur og gíra eða aðrar smáviðgerðir. Margir notfærðu sér þessa ókeypis þjónustu hjá hjóla- læknum sem höfðu komið sér fyrir í tjaldi í tilefni af samgönguviku. Reið- hjólum hefur fjölgað verulega í borginni og þau þurfa viðhald. Morgunblaðið/Ernir Hjólalækningar í boði Hæstiréttur staðfesti í gær að svipta ætti konu um þrítugt sjálfræði svo hægt væri að veita henni meðferð við átröskun en konan er langt leidd af sjúkdómnum. Með þessu staðfesti Hæstiréttur niðurstöðu Héraðs- dóms Reykjavíkur. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar krafðist svipt- ingarinnar sem þrautaúrræðis til þess að freista þess að veita konunni viðeigandi meðferð. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að konan hafi greinst með alvarlega átröskun þegar hún var um 14-15 ára gömul og hafi glímt við sjúkdóm- inn síðan. Sé hann nú kominn á mjög alvarlegt stig og að mati geðlæknis hafi konan nær ekkert sjúkdóms- innsæi. Þá hafi hún þjáðst af geð- rofseinkennum og aðsóknarrang- hugmyndum frá árinu 2008. Hún hafi margsinnis legið á geðdeild Landspítalans, oft um lengri tíma. Þar hefði þurft að sitja yfir henni stöðugt allan sólarhringinn en ef það væri ekki gert væri hún á stöðugri hreyfingu um deildina, gjarnan með mjög þungan bakpoka í því skyni að brenna fleiri hitaeiningum en hún tekur inn. Konan hafi viljað fara af geðdeild en að mati geðlæknis sem kom fyrir dóminn væri það glapræði og taldi hann hana í raunverulegri lífshættu fengi hún ekki meðferð. Sjálf bar konan fyrir dómnum að hún efaðist um eigin veikindi. Þeir sem veita konunni meðferð töldu brýna þörf á langtímaendur- hæfingu. Þótti þeim óhjákvæmilegt að svipta konuna sjálfræði til þess að meðferðaráætlun hennar héldi. kjartan@mbl.is Í lífshættu af átröskun  Hæstiréttur staðfestir sjálfræðissviptingu ungrar konu með átröskun Neyðarúrræði til að veita henni meðferð Morgunblaðið/Brynjar Gauti Hjólavefsjá var opnuð á Samgöngu- viku í Reykjavík um helgina. Hjóla- vefsjáin gerir borgarbúum kleift að velja sér góða leið áður en þeir leggja af stað á hjóli. Hún gefur upp vegalengdir, leiðarlýsingu og áætl- aðan ferðatíma um borgina, að því er segir í tilkynningu. Jón Gnarr borgarstjóri afhenti OpenStreetMap á Íslandi götugögn Reykjavíkurborgar án endurgjalds til þess að leiðavalið byggðist á bestu upplýsingum hverju sinni. Reykja- víkurborg fékk um leið að gjöf lénið hjolavefsja.is frá sama aðila. Morgunblaðið/Kristinn Sull Ekki stysta leiðin en skemmtilegust. Geta valið sér bestu leið á hjólavefsjánni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.