Morgunblaðið - 22.09.2010, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.09.2010, Blaðsíða 31
AF LISTUM Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Ámorgun hefst Alþjóðlegkvikmyndahátíð í Reykja-vík, Reykjavík International Film Festival, RIFF. Alls verða yfir 100 myndir sýndar og hafa þær verið flokkaðar í 17 flokka. Í flokk- inum Sound on Sight verður sýnd kanadíska heimildarmyndin The Genius Within – The Inner Life of Glenn Gould sem fjallar um tónlist- arundrið Glenn Gould og varpar ljósi á manninn á bak við goðsögn- ina.    Gould var sannkallaður píanó-snillingur en sérvitur og sér- stakur eins og snillingar eru gjarn- an. Hann fæddist í Toronto árið 1932 og var einkabarn foreldra sinna sem voru músíkölsk og lögðu mikla áherslu á tónlistarlegt upp- eldi sonarins. Sagt er að Gould hafi lært að lesa nótur áður en hann lærði að lesa stafi og hann flutti frumsamið verk á tónleikum aðeins sex ára gamall. Hann lærði á píanó við The Royal Conservatory of Mu- sic í Toronto og útskrifaðist þaðan með hæstu einkunn 12 ára gamall.    Gould var aðeins 32 ára þegarhann hélt opinbera tónleika í síðasta skiptið en hann var afar gagnrýninn á tónleikahald og hélt því fram að lifandi flutningur hefði haft þau áhrif að sýndarmennska fór að einkenna tónsmíðar ýmissa tónskálda, meðal annarra Mozarts. Hann var hins vegar afar hrifinn af því að vinna í stúdíói þar sem hann hafði frið og ró og allt á valdi sínu. Hann var alls óhræddur við að eiga við upptökurnar, þótt það væri sjaldnast nauðsynlegt, og var þeirr- ar skoðunar að upptökur væru ekk- ert síður sannar eða merkilegar þótt þær væru klipptar saman.    Gould var eins og fyrr segir aðmörgu leyti mjög sérvitur. Hann átti það til að humma nót- urnar á meðan hann spilaði af því að honum fannst píanóið ekki geta skilað þeim blæbrigðum sem tón- listin bauð upp á. Nær alla sína ævi sat hann við píanóið á stól sem faðir hans smíðaði handa honum eftir að hann meiddist í baki aðeins tíu ára gamall. Þetta gerði það að verkum að hann sat mjög lágt við hljóðfærið og notaði sérstaka tækni þar sem hann togaði píanónóturnar niður í stað þess að slá þær. Hann giftist aldrei, átti engin börn og hélt sig mikið út af fyrir sig.    Glenn Gould var einn mestiklassíski tónlistarmaður 20. aldarinnar. Hann var píanóleikari, orgelleikari, tónskáld, útsetjari, út- varpsmaður og spekingur. Hann skrifaði gagnrýni og greinar í fjölda blaða og hélt margra fyrir- lestra. Hann dáði Bach umfram allt en var líka hrifinn af djasstónlist. Gould lést árið 1982, aðeins fimm- tugur að aldri. Aðdáendur píanótónlistar ættu að bíða spenntir eftir The Genius Within – The Inner Life of Glenn Gould. Fyrir þá sem ekki þekkja til er upplagt að kíkja á Youtube og sjá snillinginn við píanóið. Fimir fingurnir slá ekki eina einustu feil- nótu og nákvæmnin er ótrúleg. Myndin verður sýnd 23. september í Iðnó og 25. og 27. sept- ember og 1. október í Bíó Paradís. Hummandi snillingur á RIFF »Hann átti það til aðhumma nóturnar á meðan hann spilaði af því að honum fannst pí- anóið ekki getað skilað þeim blæbrigðum sem tónlistin bauð upp á. Glenn Gould Forvitnileg mynd um snillinginn verður sýnd á RIFF. 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2010 ATH: Tilboðin gilda ekki í Borgarbíói NÝTT Í BÍÓ! Baltasar Kormákur kynnir nýja íslenska gamanmynd eftir Grím Hákonarson. Er í lagi að selja álfastein úr landi? SÍMI 564 0000 L L 16 16 12 L L L 12 16 SÍMI 462 3500 L 16 12 L SUMARLANDIÐ kl. 8-10 RESIDENTEVIL:AFTERLIFE3D kl. 8-10 THEOTHERGUYS kl. 6 AULINN ÉG 3D kl. 6 SÍMI 530 1919 L 16 12 L 16 SUMARLANDIÐ kl. 6-8.30-10.30 RESIDENTEVIL:AFTERLIFE3D kl. 8.30-10.30 THEOTHERGUYS kl. 5.30-8-10.30 THEFUTUREOFHOPE kl. 6 THEEXPENDABLES kl. 8-10.20 SUMARLANDIÐ kl. 3.30-6-8-10 SUMARLANDIÐLÚXUS kl. 8 RESIDENTEVIL: AFTERLIFE3D kl. 5.50-8-10.10 RESIDENT EVIL: AFTERLIFE3DLÚX kl. 10.10 THEOTHER GUYS kl. 5.30-8-10.30 DESPICABLEME3D kl. 3.40-8 AULINN ÉG 3D kl. 3.40-5.50 AULINN ÉG 2D kl. 3.40 SCOTTPILGRIM VS THEWORLD kl. 10.10 SALT kl. 10.15 .com/smarabio Sýnd kl. 8 og 10 (3D) - enskt tal Sýnd kl. 6 (3D) - íslenskt tal ÍSLENSKT TAL Á heildina litið er Aulinn ég 3D einstaklega vel heppnuð teiknimynd sem hentar ekki einungis börnum, heldur öllum aldurshópum. H.H. - MBL Sýnd kl. 5:50, 8 og 10:15 Sýnd kl. 6, 8 og 10 STEVE CARELL „Mikið er nú gaman að geta loks hlegið innilega í bíó“ -H.S.S., MBL HHHH „Leikurinn er sannfærandi, persónur verða ljóslifandi og fjölskylduspennan mögnuð“ -H.S., MBL HHH -R.E., FBL -bara lúxus Sími 553 2075 www.laugarasbio.is Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum RIFF, Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, hefst á morgun. Erlendir gestir eru nú þegar farnir að streyma til landsins vegna hátíðar- innar, en alls er búist við um 300 manns erlendis frá vegna hátíðar- innar. Á meðal stórra fjölmiðla sem senda fulltrúa sína á RIFF má nefna kvikmyndatímaritin Screen Daily, Film Comment og Film Quarterly og aðra miðla á borð við Frankfurter Rundschau (Þýskaland), Die Zeit (Þýskaland), ARTE (Þýskaland/ Frakkland), Weekendavisen (Dan- mörk), Jyllandsposten (Danmörk), Minneapolis Star (Bandaríkin), CBS (Bandaríkin), New York Magazine (Bandaríkin), IndieWIRE (Banda- ríkin). Á meðal virtra kvikmynda- hátíða sem senda fulltrúa á RIFF má nefna Berlinale, Toronto, Kar- lovy Vary og Tribecca. Þá koma einnig fulltrúar dreifingaraðila á borð við The Match Factory, Fort- issimo Films og Magnolia Pictures. Stórt Screen Daily er með virtustu ritunum sem hingað koma. Erlendir gestir streyma á RIFF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.