Morgunblaðið - 05.10.2010, Síða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 5. O K T Ó B E R 2 0 1 0
Stofnað 1913 232. tölublað 98. árgangur
SÝNINGIN Í
ANDA SJÖTTA
ÁRATUGARINS
EVRÓPULIÐIÐ
HAMPAÐI
RYDER-BIKAR
VERÐUR AÐ HREYFA
SIG REGLULEGA
SPENNANDI KEPPNI ÍÞRÓTTIR GERIR LÍTIÐ ÚR AFREKUNUM 10DÝRÐLEGUR DIOR 33
Nýbakaður Íslands-
meistari í Járnkarli
Rúnar Pálmason
Kjartan Kjartansson
Grjót buldi á bílum þingmanna og
ráðherra þegar þeim var ekið upp úr
bílakjallara Alþingis seint í gærkvöldi
og dæmi voru um að veist væri að al-
þingismönnum þegar þeir yfirgáfu
þinghúsið. Háværum og fjölmennum
mótmælum á Austurvelli var þá um
það bil að ljúka.
Geir Jón Þórisson yfirlögreglu-
þjónn sagði að lögregla hefði ekki
getað komið í veg fyrir grjótkastið.
Mótmælendur hefðu kastað því af
töluverðu færi, hefðu einfaldlega látið
vaða ofan í kjallarann og hitt ein-
hverja bíla. Áður hafði skoteldatertu
verið kastað ofan í kjallarann.
Gler brotnaði í um 30 rúðum þing-
hússins og mikill sóðaskapur hlaust
af eggjakasti og fleiru.
Um 7.000 manns mótmæltu
Jafnvel þótt lögregla hefði séð til
grjótkastaranna hefði hún átt erfitt
um vik í þéttum hópi mótmælenda.
Geir Jón telur að aðgerðir lögreglu
hafi tekist eins vel og framast var
unnt. Mikið hefði munað um álgirð-
inguna sem reist var framan við Al-
þingishúsið. „Það var auðséð að þeir
sem ætluðu sér að fara í okkur áttu
óhægt um vik,“ sagði hann.
Geir Jón telur að um fimm þúsund
manns hafi verið á Austurvelli þegar
mest var og eitt til tvö þúsund manns
á götunum í kring. Þetta séu fleiri en
hafi tekið þátt í mótmælafundum sem
haldnir voru í ársbyrjun 2009, í hinni
svokölluðu búsáhaldabyltingu. Meiri-
hluti þeirra sem tók þátt í mótmæl-
unum gerði það á friðsamlegan hátt
en tiltölulega lítill hópur lét ófriðlega.
Nokkrir virtust nýta tækifærið til að
grýta húsið, án þess að nokkur sér-
stök ástæða önnur en skemmdarfýsn
lægi að baki. Eggjum, málningu, golf-
kúlum, glerflöskum, stórum spýtum
og fleiru var kastað að alþingishús-
inu. Rúður brotnuðu í húsinu og
a.m.k. einn mótmælandi fékk glerílát
í höfuðið svo skurður hlaust af.
Morgunblaðið/Júlíus
Óánægja Mikill fjöldi mótmælti á Austurvelli í gærkvöldi, flestir friðsamlega en tiltölulega lítill hópur lét ófriðlega. Kveikt var í vörubrettum og fleiru svo úr varð mikið bál.
Ófriðarbál á Austurvelli
Grjóti kastað í bíla þingmanna þegar þeir óku upp úr bílakjallara þinghússins seint í gærkvöldi
Yfirlögregluþjónn telur að um 7.000 manns hafi mótmælt Meirihlutinn mótmælti friðsamlega
MMótmæli á Austurvelli »2 og 4
Jóhanna Sigurð-
ardóttir hyggst
boða formenn
allra stjórnmála-
flokkanna á
fund í dag til
þess að ræða
stöðuna í þjóð-
félaginu í ljósi
fjöldamótmæl-
anna í gær. Í við-
tali við RÚV
sagði hún þingmenn verða að taka
höndum saman til að finna lausnir á
skuldavanda fólks.
Ekki fengið boð
Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, sagðist seint í
gærkvöldi ekki hafa fengið neitt
slíkt fundarboð en lýsti sig tilbúinn
til að hlusta á hugmyndir forsætis-
ráðherra. „Það er útgjaldalaust af
okkar hálfu að mæta á fund. Mik-
ilvægast fyrir hana er að átta sig á
að þessi ríkisstjórn getur ekki starf-
að áfram,“ sagði Bjarni.
Boðar stjórnar-
andstöðuna á fund
Jóhanna
Sigurðardóttir
Girðingin sem lögregla reisti fyrir
framan Alþingishúsið fyrir mótmæl-
in í gær hélt þrátt fyrir að ein-
hverjir mótmælendur reyndu að
brjóta hana niður. „Hún reyndist
mjög vel og fólk var bara sátt við
hana, að minnsta kosti friðsömu
mótmælendurnir,“ sagði Arnar
Rúnar Marteinsson, aðalvarðstjóri
lögreglunnar.
Embætti ríkislögreglustjóra lét
smíða girðinguna hér á landi fyrr á
þessu ári og er hún sérhönnuð til að
nota í mótmælaaðgerðum. Er girð-
ingin smíðuð að erlendri fyrirmynd.
Ákveðið var að fjárfesta í girðing-
unni eftir mótmælin sem brutust út í
janúar í fyrra. kjartan@mbl.is
Mótmælendur sáttir
við varnargirðingu
Girðing Friðsamir mótmælendur voru sáttir við girðingu lögreglu að sögn aðalvarðstjóra.
Morgunblaðið/Júlíus