Morgunblaðið - 05.10.2010, Síða 15
FRÉTTIR 15Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 2010
Næstkomandi fimmtudag verður Viðskiptablað Morgunblaðsins með sérstaka úttekt um einyrkja
Kraftur einyrkjans
Við skoðum eins manns fyrirtæki sem eru að gera góða hluti, og það umhverfi sem þeim er búið.
- Hvernig býr markaður, skattalöggjöf og hið opinbera að einyrkjum í dag?
- Eru tækifærin til staðar fyrir duglegt fólk með góðar hugmyndir?
- Hverjar eru þær hindranir og áskoranir sem einyrkinn þarf að yfirstíga?
- Hvaða þjónusta er í boði til að létta einyrkjum lífið?
Þetta og margt fleira í fræðandi og skemmtilegri úttekt 7. október
Allar nánari upplýsingar veitir Sigríður Hvönn í síma 569-1134 eða sigridurh@mbl.is
Breski vísindamaðurinn Robert G.
Edwards, sem nefndur hefur verið
„faðir glasabarnsins“, hlýtur
Nóbelsverðlaunin í læknisfræði í ár
fyrir að þróa glasafrjóvgunar-
tæknina. Nóbelsverðlaunanefndin í
Stokkhólmi tilkynnti þetta í gær og
sagði að þessari tækni mætti þakka
að fjórar milljónir manna hefðu
fæðst í þennan heim.
Edwards, sem er lífeðlisfræðingur
að mennt, fæddist í Manchester á
Englandi árið 1925 og er því orðinn
85 ára gamall. Hann þróaði glasa-
frjóvgunartæknina ásamt skurð-
lækninum Patrick Steptoe.
Edwards hóf rannsóknir sínar á
tækninni á sjötta áratug aldarinnar
sem leið. Fyrsta barnið sem kom í
heiminn eftir glasafrjóvgun var
Louise Joy Brown sem fæddist 25.
júlí 1978.
„Framlag hans markaði tímamót í
nútímalæknisfræði,“ sagði nóbels-
verðlaunanefndin þegar hún til-
kynnti val sitt. „Afrek hans gerðu
það kleift að lækna ófrjósemi, kvilla
sem hrjáir stóran hluta mannkyns,
þeirra á meðal yfir 10% allra para í
heiminum.“
Faðir glasabarnsins heiðraður
Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins í Hollandi, kom
fyrir rétt í Amsterdam í gær, ákærður fyrir haturs-
áróður gegn múslímum. Wilders á yfir höfði sér allt að
árs fangelsi og sekt að andvirði 1,2 milljóna króna fyrir
að lýsa íslam sem „fasisma“ og líkja Kóraninum við
„Mein Kampf“, bók Hitlers.
Reuters
Wilders saksóttur fyrir hatursáróður
Líklegt er að eftir fjögur ár verði
samanlögð framleiðslugeta vind-
orkuvera í heiminum álíka mikil og
orkuframleiðsla allra kjarnorkuvera
heims, að mati Steve Sawyers,
framkvæmdastjóra Alþjóðlega
vindorkuráðsins, GWEC, stofnunar
sem beitir sér fyrir aukinni nýtingu
vindorku í heiminum.
Sawyer segir að samanlögð fram-
leiðslugeta allra uppsettra vind-
orkuvera heimsins verði að öllum
líkindum um 400 gígavött árið 2014.
Framleiðslugeta allra kjarn-
orkuvera heims er núna um 376
gígavött og verið er að reisa 59
kjarnakljúfa í heiminum en í mörg-
um tilvikum eiga þeir að koma í
stað eldri kljúfa sem verða teknir
úr notkun.
Fjárfestingar í vindorkuverum
voru meiri á síðasta ári en í nokk-
urri annarri orkutækni, meðal ann-
ars kjarnorkuverum, að sögn Al-
þjóðaorkumálastofnunarinnar
(IEA). Kínverjar hafa stóraukið
fjárfestingar sínar á þessu sviði á
síðustu misserum.
Um 200 gígavött í ár
Framleiðslugeta vindorkuvera
heimsins nam samtals 158,5 gíga-
vöttum (158.500 MW) í lok síðasta
árs. Gert er ráð fyrir því að hún
aukist um 40 gígavött í ár og verði
um það bil 200 gígavött. GWEC
telur að framleiðslugeta vind-
orkuveranna í öllum heiminum
verði allt að 1.000 gígavött innan
tíu ára.
Vindorkuver
í mikilli sókn
Gætu framleitt álíka mikið og kjarn-
orkuver heimsins innan fjögurra ára
2
1
Heimildir: Global Wind Energy Council, European Wind Energy Association, GE
VINDORKA
Samanlögð framleiðslugeta vindorkuvera í heiminum
Í lok síðasta árs, í megavöttum, MW
10,0001,000100
Argentína
31
Úrúgvæ
20
Jamaíka
23
Túnis
54 Kenía
5
Filippseyjar
33
Íran
91
S-Afríka
8
Ástralía
1.712
Kanada
3.319
Kína
25.805
Indland
10.926
Níkaragva
40
Kólumbía
20
Bandaríkin
35.064
Spánn
19.149
Ítalía
4.850
Frakkland
4.492
Grikkland
1.087
Svíþjóð
1.560
Þýskaland
25.777
Danmörk
3,465
Holland
2.229
Bretland 4.051
Portúgal
3.535
TÍU EFSTU LÖNDIN
Framleiðslugeta í MW, 2009
Bandaríkin
Kína
Þýskaland
Spánn
Indland
Ítalía
Frakkland
Bretland
Portúgal
Danmörk
35.064
25.805
25.777
19.149
10.926
4.850
4.492
4.051
3.535
3.465
Tíu efstu
137.114
Önnur 21.391
VINDORKAN BEISLUÐ
Snúður
Aðalöxull Gírkassi rafall
Blað
Blað
Vindur Snúðurinn og
blöðin snúa
aðalöxlinum og
gírkassanum og þeir
knýja rafalinn sem
breytir snúnings-
orkunni í raforku
Vindstreymi knýr
snúðinn og blöðin
George Osborne, fjármálaráðherra
Bretlands, sagði í gær að ríkisstjórn
Íhaldsflokksins og Frjálslyndra
demókrata væri að undirbúa mestu
breytingar á velferðarkerfinu frá
fimmta áratug aldarinnar sem leið.
Gert er ráð fyrir því að breska
stjórnin tilkynni 20. október áform
um að minnka útgjöldin um 25% í
flestum ráðuneytum til að minnka
metfjárlagahalla. Osborne sagði á
flokksþingi breskra íhaldsmanna í
gær að róttækar breytingar yrðu
gerðar á velferðarkerfinu. Meðal
annars væri gert ráð fyrir því að fjöl-
skyldur fengju ekki barnabætur ef
árstekjur annars foreldrisins næmu
44.000 pundum eða meira (sem sam-
svarar 7,8 milljónum króna). Enn-
fremur er gert ráð fyrir því að engin
fjölskylda geti fengið meira en
26.000 pund (4,6 milljónir króna) í
bætur frá ríkinu. „Engin fjölskylda
ætti að fá meira í bætur en meðalfjöl-
skyldan fær fyrir að vinna,“ sagði
Osborne. Hann bætti við að sumir
foreldrar hefðu meira upp úr því að
vera heima og fá bætur en að fara út
á vinnumarkaðinn. Því vildi Íhalds-
flokkurinn breyta.
Sparar 178 milljarða
Um 7,7 milljónir fjölskyldna fá
barnabætur í Bretlandi, alls um 12
milljarða punda á ári (2.100 milljarða
króna). Áætlað er að með því að
greiða ekki tekjuhæstu foreldrunum
barnabætur sparist um milljarður
punda á ári (178 milljarðar króna).
bogi@mbl.is
Tekjuhæstu foreldrarnir
fái ekki barnabætur
Boðar mestu breytingar á breska velferðarkerfinu í áratugi
Allir haldi bótunum
» Talsmenn Verkamanna-
flokksins sögðu að hann væri
andvígur áformunum um að
greiða ekki tekjuhæstu foreldr-
unum barnabætur.
» Áætlað er að 1,2 millj. fjöl-
skyldna missi barnabæturnar
ef áformin verða að veruleika.