Morgunblaðið - 05.10.2010, Side 18

Morgunblaðið - 05.10.2010, Side 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 2010 Nýlega féll dómur í Hæstarétti (HR) á þá leið að reikna ætti svo- kölluð gengistryggð lán út frá lægstu vöxt- um Seðlabanka Ís- lands (SÍ) og féllst dómurinn því í meg- inatriðum á það sem dómur héraðsdóms gekk út frá. Vextir á veikum grunni Fjallað hefur verið ítrekað um þessi mál út frá ýmsum sjón- arhornum, m.a. út frá því að Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn hafði bent á hættur sem fælust í lánveitingum og útreikningum af þeim toga sem fjármálafyrirtæki lögðu upp með í kröfugerðum sínum. Einnig hefur verið fjallað um þá þætti er snúa að fjármálastöðugleika og því að vextir á Íslandi urðu svo háir sem raun ber vitni vegna óreiðu. Nú hefur HR dæmt að fara eigi eftir þeim háu vöxtum sem SÍ ákvarðaði m.t.t. þenslu á markaði og óreiðu. HR dæmir nú eins og allt hafi verið í stakasta lagi. Þetta er órökrétt og gegn neytendavernd. Ísland hefur aldrei innleitt mannréttindi af sjálfsdáðum heldur oftast þurft að flytja þau réttindi inn. Mál sniðin að þörfum fjármálafyrirtækja Bent hefur verið á að við Hér- aðsdóm Reykjavíkur var mál þetta, sem og einhver önnur, lagt upp sem íslenskt krónulán og bent á að því gilti ekki hin meinta gengistrygging sbr. ákvæði laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu en þar er ótvírætt tekið fram að óheimilt sé að binda skuldbindingar í krónum við gengi erlendra mynta. Bankarnir, a.m.k. lengi vel, ásamt SÍ fullyrtu að um erlend gengistryggð lán hefði verið að ræða en fyrir einhverra hluta sakir náðu lögmenn skuldara að leggja málið upp sem krónulán og vísuðu í framangreind lög. Þetta hefur greinarhöfundur gagnrýnt enda var um erlend lán að ræða sem voru gengistryggð en ekki gengistryggð íslensk krónulán. Hins vegar, ef skuldarar sem fóru fram með þessi lán, stóðu í þeirri trú að hafa tekið kró- nulán og menn hafi sæst á að svo hafi verið og sammála um slíkt er ekkert óeðlilegt við framsetningu málsins. Hvert er hins vegar hlutverk og hver er ábyrgð lögmanna sem vinna að málum og ráðleggja lántakendum sem hafa nú fengið úr- skurð sinna mála? Talsmaður neytenda hefur m.a. bent á að þar hafi farist fyrir að tryggja fleiri varakröfur en lögmað- ur viðkomandi lántakanda lagði upp með. Hér verður að hyggja að mörgu og m.a. umræðu á Alþingi um frumvarp sem síðar varð að lög- um nr. 77/1998 um lögmenn. Réttarbót kæfð á Alþingi Íslendinga Í framangreindu stjórn- arfrumvarpi, sem Þorsteinn Páls- son, þáverandi dómsmálaráðherra, lagði fram á þingi, var mælt fyrir því að afnema ætti skylduaðild að Lögmannafélagi Íslands (LÍ). Það var kæft á Alþingi. Að auki lagði Jó- hanna Sigurðardóttir, núverandi forsætisráðherra, fram breytinga- tillögu við frumvarpið þess efnis að ráðuneyti viðskipta gæti sett reglu- gerðir um hámark innheimtukostn- aðar lögmanna. Bæði þessi mál voru felld og sú réttarbót sem lagt var upp með fyrir Ísland var algjörlega kaffærð þar sem varað var m.a. við að um réttarspjöll gæti verið að ræða sem bryti í bága við mannrétt- indarákvæði sbr. dóm Mannrétt- indadómstóls Evrópu frá 30. júní 1993 gegn íslenska ríkinu. Hverjir mæltu með að þetta yrði fellt út? Það voru lögmennirnir sjálfir. Eitt af því mikilvægasta sem eytt var út úr stjórnarfrumvarpinu var að afnema skuli skylduaðild að LÍ. Innheimtu og kröfugleði skila- nefnda nú, skilanefndir sem virðast engin mál leysa og senta allt til úr- lausna fjársveltra dómstóla, er áhugaverð í ljósi breytingatillögu Jóhönnu Sigurðardóttur á sínum tíma. Þeir lögmenn sem þar sitja virðast hafa ótakmarkaðar heimildir til að senda óhemjuháa reikninga fyrir þóknun sína í miðju hruni ís- lenskra heimila. Nú ætlar lögfræð- ingur einn, sem er ráðherra Íslend- inga, að leggja fram frumvarp fyrir fjármálafyrirtæki, kröfuhafa þeirra og lögmenn skilanefndanna en gegn almenningi. Hvert er Ísland að fara? Ráða lögmenn ferðinni? Lögmenn ákváðu sjálfir að ekki yrði sett ákvæði í lög um þá sjálfa sem myndi hamla því að þeir gætu samræmt aðgerðir sínar hvað hæð innheimtu varðaði. Til að bíta höf- uðið að skömminni samþykkti Al- þingi breytingu sem fól í sér einræði þessarar stéttar í eigin málum með íhlutun stéttarinnar sjálfrar um dóma í eigin sök. Þetta er engum hollt og því síður Íslandi. Sjálfstæði Alþingis og Íslands Var Alþingi sjálfstætt á þessum tíma? Er Alþingi sjálfstætt í dag eða eru það fjármálafyrirtæki og léttadrengir þeirra og stúlkur í lög- mannastétt sem vilja nú lög gegn heimilum landsmanna, fólki sem býr í sama landi, samborgurum sínum? Hér skal undirstrikað að margir lögmenn eru mjög siðferðislega þroskaðir en því miður virðast þeir ekki ráða ferð. Er Ísland sjálfstætt og fullvalda ríki? Aðrar leiðir og önnur lán Það vill svo til að það eru mál í dómskerfinu sem hafa verið lögð upp með öðrum hætti en HR byggir niðurstöðu sína á í nýföllnum dómi. Hér skal áréttað að ef miðað er við upplegg málsins frá upphafi til enda er dómur HR rökréttur en í honum eru fordæmi sem vel eru nýtanleg í öðrum málum þar sem aðilar hafa sammælst um að hafi verið geng- istryggð erlend lán. Þessu er ekki lokið enda gyðjur réttlætis ekki sáttar og dómur HR enginn Sal- ómonsdómur. Dómur Hæstaréttar og lögmenn Eftir Svein Óskar Sigurðsson »Eitt af því mikilvæg- asta sem eytt var út úr stjórnarfrumvarpinu var að afnema skuli skylduaðild að Lög- mannafélagi Íslands. Sveinn Óskar Sigurðsson Höfundur er BA í heimspeki og hag- fræði. Viðskiptafræðingur MBA. Þú getur verið einn eða ein þeirra sem þekkir fólk sem á við andlega erfiðleika að etja. Þú getur horft á úr fjarlægð og hugsað. Þú getur líka verið sá eða sú sem stígur fram til hjálpar eða leiðsagnar. Þú getur þekkt vinnufélaga, kunningja eða fjölskyldumeðlim, sem á í erf- iðleikum. Við þekkjum öll einhverja sem eiga við geðraskanir að etja því geðraskanir eru algengar. Þær birt- ast oft í kjölfar álags og áfalla og geta skert starfsgetu og lífsgæði. Forvarna- og fræðslusjóðurinn ÞÚ GETUR! var stofnaður árið 2008 til að styrkja þá sem eiga við geðræna vanlíðan að stríða. Stofnandi sjóðsins er dr. Ólafur Þór Ævarsson geðlækn- ir og stofnstyrktaraðilar eru heil- brigðisráðuneytið, Landsnet, For- varnir ehf. og Actavis. Fjölmargir einstaklingar og fyrirtæki hafa styrkt starfið. Stór hópur tónlistarmanna hefur veitt sjóðnum ómetanlegan stuðning. Markmið sjóðsins er að styrkja þá til náms sem orðið hafa fyrir áföllum eða hafa átt við geðræn veikindi að stríða. Einnig að efla þjónustu við geðsjúka á sviði fræðslu og forvarna með því að afhenda starfsfólki sem skarað hefur fram úr á þessum svið- um í geðheilbrigðisþjónustu hvatn- ingarverðlaun. Stjórn sjóðsins vill einnig stuðla að umræðu og aðgerð- um sem draga úr fordómum í sam- félaginu. Nálgast má upplýsingar um sjóðinn á Facebook undir Þú getur og á www.thugetur.is Geðraskanir Umfjöllun um geðræna vanlíðan og fordóma er afar mikilvæg á tímum áfalla og álags. Álagstengda vanlíðan má bæta með ýmsum ráðum og góð meðferðarúrræði eru til gegn geð- rænum veikindum. Að auki er fræðsla og opin umræða mikilvægir þættir til forvarna. Geðraskanir eru algengar og valda þjáningum hjá ein- staklingum og álagi á aðstandendur, ekki síst börnin í fjölskyldunni. Þrátt fyrir miklar framfarir í meðferð- armöguleikum og aukna þjónustu, fé- lagslegan stuðning og endurhæfingu, er mikil þörf fyrir frekari sérhæfingu og aukna möguleika til eflingar. Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunin hvetur mjög til aukinnar fræðslu og umræðu í samfélaginu um þessi málefni og efl- ingu menntunar fagstétta. Er það von okkar sem stöndum að átakinu ÞÚ GETUR! að Ísland geti í framtíð- inni skipað sér í fremstu röð hvað varðar þjónustu og stuðning við þá sem eiga við geðraskanir að etja. Stuðningur við þennan hóp er mæli- kvarði á gæði samfélagsins. Þú getur Eftir Ólaf Þór Ævarsson, Ásu Ólafsdóttur, Siv Friðleifs- dóttur, Pálma Matthíasson og Sigurð Guðmundsson. Stjórn Forvarna- og fræðslusjóðsins ÞÚ GETUR! Dr. Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir, formaður, Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir verkefnastjóri, Pálmi Matthíasson sóknarprestur í Bústaðasókn, meðstjórnandi, Ása Ólafs- dóttir LLM, lektor, hrl, gjaldkeri, Sigurður Guðmundsson forseti heilbrigð- isvísindasviðs Háskóla Íslands, meðstjórnandi og Siv Friðleifsdóttir alþing- ismaður og f.v. heilbrigðisráðherra, ritari. » Geðraskanir eru al- gengar og valda þjáningum hjá ein- staklingum og álagi á aðstandendur, ekki síst börnin í fjölskyldunni. Ólafur Þór Ævarsson er geðlæknir, Ása Ólafsdóttir LLM, lektor, hrl., Siv Friðleifsdóttir alþingismaður og fv. heilbrigðisráðherra, Pálmi Matthías- son sóknarprestur í Bústaðasókn og Sigurður Guðmundsson forseti heil- brigðisvísindasviðs Háskóla Íslands. Ekki fékk ég boð á þjóðfundinn í þetta skiptið frekar en það fyrra. Ég sem hlakkaði svo til að segja ein- hverju bláókunnugu fólki hvernig ég vildi sjá fjölskylduna í þessu guðsvolaða landi vera setta á hæsta stall, langt fyrir ofan kóks- niffandi peningadýrk- endur og aðra mammonsþræla. En hvað um það, ég sest þá bara við tölv- una og reyni að hafa áhrif á þá út- völdu með þessum línum. Ég held að alls staðar annars stað- ar í heiminum en hér væri allt fyrir löngu orðið snarvitlaust við þær að- stæður sem við höfum búið við und- anfarið. Aðstæður þar sem alls kyns valdhafar s.s. rukkarar af öllu tagi, hvort sem kröfurnar eru réttmætar eða ekki, virðast hafa fengið ódagsett veiðikort úhlutað og bráðin er al- menningur. Á kortinu ábyggilega til- greindir sem einstaklingar sem aldr- ei standa saman í að hindra yfirgang valdhafa, sama hvað á dynur. Sem sagt mjög auðveld bráð. Ég tek eitt dæmi. Við erum búin að borga í líf- eyrissjóði í áratugi þó að það hafi margsannast að þeir eru eingöngu gerðir til að tryggja peningavaldið í landinu. Og pen- ingavaldið hefur ekki hingað til litið á fjöl- skyldurnar á Íslandi öðrum augum en bóndi lítur mjólkurkú, að því undanskildu að bónd- anum þykir í flestum tilfellum vænt um kúna. Bankar og lífeyrissjóðir eru hvoru tveggja stofnanir sem eiga að þjóna okkur en við er- um í öllum tilfellum þrælar og ambáttir undir þeim. Sönn saga. Kona borgar í þrjá líf- eyrissjóði á sinni starfsævi. Í l.s. Sláturfélags Suðurlands borgaði hún í mörg ár en hann fór á hausinn og þar fékkst ekki króna. L.s. Kaup- félagsins var ekki betri en þar fund- ust ekki einu sinni gögn um að hún hefði borgað í sjóðinn og af því að hún átti ekki áratuga gamla launa- seðla til að sanna sitt mál fékk hún ekki krónu. Úr sjóði sem hún borgaði smáræði í vegna aukavinnu sem hún tók að sér við skúringar fékk hún greitt nokkra þúsundkarla á mánuði. Þessi kona átti að básúna óréttlætið og við áttum að standa með henni öll sem eitt þar til réttlætinu var full- nægt. Önnur sönn saga og nú skulum við tala um tryggingafélag. Hjón á Akranesi, minnir mig, lentu í því að húsið þeirra var dæmt ónýtt vegna veggjatítlu sem rústaði innviðum hússins. Hvort sem um var að kenna því sem stóð í tryggingaskilmálum eða sem stóð ekki í tryggingaskil- málum, þá fengu þau ekki krónu. Þar með var umrætt tryggingafélag orð- ið gróðafyrirtæki til þess gert að færa eigendum sínum hámarksarð en ekki til að tryggja að venjuleg fjölskylda, sem gerði allt rétt og átti sér enskis ills von, stæði ekki uppi húsnæðislaus. Risnan hefur trúlega á hverju ári hljóðað upp á hærri upp- hæð en þá sem hjónin töpuðu vegna ófullkominna skilmála sem nota bene tryggingafélagið semur. „Þar sem tryggingar snúast um fólk“ – „Ef þú ert tryggður þá færðu það bætt“. Innantómt orðagjálfur, því miður. Og hvað gerðum við, ég og þú, til að styðja þessa fjölskyldu? Ekkert. Að sjálfsögðu áttum við að hópast niður í umrætt tryggingafélag og hóta að segja upp öllum okkar tryggingum. Standa saman. Það verður vaðið yfir okkur endalaust ef við stöndum ekki saman og segjum ekki neitt. Ég skal sanna það með eftirfarandi dæmi. Ef þú, lesandi góður, ferð í buxnavasa minn í biðröð úti í búð, tekur pening úr vasa mínum og ég geri enga at- hugasemd við það, þá gerir þú það að sjálfsögðu aftur, og aftur, og aftur. Ég geri þér að vísu upp að þú sért siðblindur, en það teljast mannkostir í dag, ekki satt? Verðtrygging og okurvextir á Ís- landi viðgangast vegna þess að stjórnmálamennirnir sem eiga að halda þessum hlutum í lagi eru ekki að vinna fyrir almenning í landinu heldur eru þau opinberi geirinn af því peningavaldi sem fer aftur og aft- ur ofan í vasa okkar og sækir þangað með góðu eða illu allt sem þar er og öllum er þeim slétt sama hvort við eigum fyrir mat á eftir eða ekki. Þetta fólk sér þá sem í fjöl- skylduhjálpina leita í hverri viku sem vel heppnað verkefni. Ég ætla ekki að hafa þetta lengra en niðurstaðan er ekki flókin. Pen- ingarnir sem áttu að vera til að ein- falda okkur þau daglegu vöruskipti sem við þurfum að hafa okkar á milli á degi hverjum eru orðnir að skrímsli sem við erum flest okkar að puða fyr- ir á meðan lyklabörnin okkar eru ein heima að horfa á teiknimynd, fulla af ofbeldi. Eftir Magnús Vigni Árnason »Ég vildi sjá fjöl- skylduna í þessu guðsvolaða landi vera setta á hæsta stall, langt fyrir ofan kóksniffandi peningadýrkendur og aðra mammonsþræla. Magnús Vignir Árnason Höfundur er bifreiðasali. Íslendingar í hnotskurnMóttaka aðsendra greina Morgunblaðið birtir alla útgáfu- daga aðsendar umræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í sam- ráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Þeir sem þurfa að senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarks- lengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt en boðið er upp á birtingu lengri greina á vefnum. Nánari upplýsingar gefur starfs- fólk greinadeildar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.