Morgunblaðið - 05.10.2010, Side 19
UMRÆÐAN 19Bréf til blaðsins
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 2010
Verð 3.900 kr. fyrir félagsmenn ÍMARK
Verð 4.900 kr. fyrir aðra
Skráning á imark@imark.is
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
4
3
7
8
6
TÆKIFÆRI Í
SAMFÉLAGSMIÐLUM
Hádegisverðarfundur ÍMARK,
7. október kl. 12 - 13.30
á Hilton Reykjavík Nordica.
Matt Bamford-Bowes, yfirmaður samfélagsmiðla
og stefnumótunar hjá The Brooklyn Brothers,
fjallar um tækifæri sem felast í samfélagsmiðlum
í markaðssetningu. Hann hefur víðtæka reynslu
af þeim málum og hefur m.a. komið að frægum
herferðum á borð við T-Mobile samsönginn á
Trafalgar Square ásamt markaðssetningu á
ferðaþjónustu víðs vegar um heim.
Í kjölfar at-
hugasemdar sem ég
fékk vegna birtingar
greinarkorns í Morg-
unblaðinu hinn 29.
september skal tekið
fram að þetta voru
ekki mistök af hálfu
blaðsins. Ég stal fjöl-
miðlapistli Kolbrúnar
Bergþórsdóttur
blaðamanns og bók-
menntagagnrýnanda. Kolbrún hef-
ur starfað sem gagnrýnandi um
árabil en telur sig þrátt fyrir það
hlutverk ekki tilheyra „hámenn-
ingunni“. Nú er það ekki ætlun
mín að ráðast persónulega á Kol-
brúnu sem ég þekki og hef unnið
með, heldur benda á að slíkt hlut-
verk felur í sér leiðandi vald sem
Kolbrún ætti að vera sér vel með-
vituð um. En þótt hún telji sig
færa um að tjá sig opinberlega um
bækur í hverri viku og segja öðr-
um hvað þeir eigi að lesa er henni
ekki vel við að bókmenntir og listir
séu krufin til mergjar. Hún kýs að
halda því fram að slík umræða sé
ekki fyrir venjulegt fólk. Kannski
hef ég meira álit á venjulegu fólki
en Kolbrún, því ég er henni ósam-
mála.
Ástæðan fyrir því að ég stal
pistlinum var að þar tjáði hún sig
um útvarpsþátt þar sem ég ásamt
fleirum reyndi að ná utan um um-
ræðu um höfundarrétt er spannst í
framhaldi af því að myndlistarverk
sem nýverið var sett
upp í Reykjanesbæ
var talið svipa mjög til
annars verks sem er
staðsett í Skerjafirði.
Það má vel vera að sú
umræða hafi ekki orð-
ið nógu hnitmiðuð en
þó var ætlunin að
fjalla um málið í víð-
ara samhengi og
reyna að komast að
því hvers vegna um-
ræðan um líkindi
verkanna og mögu-
legan höfundarrétt-
arstuld fór af stað. Að halda því
fram að slík umræða sé aðeins
handa útvöldum er auðvitað firra.
Almenningur á að geta treyst því
að fjölmiðlar séu færir um að út-
skýra hin ólíklegustu málefni sem
upp koma í samfélaginu og hann á
rétt á því að fá skýringar á hvers
vegna umræðan fór af stað.
Myndlistarmenn kvarta oft und-
an því að myndlist fái litla athygli í
fjölmiðlum. Þá er vinsælt að bera
umfjöllun um listir saman við um-
fjöllun um íþróttir sem taldar eru
fá mikið pláss. En það er ekki að-
eins plássið sem greinir umfjöllun
fjölmiðla um íþróttir frá umfjöllun
þeirra um listir heldur hvernig
fjallað er um þessi tvo ólíku svið
mannlífsins. Á meðan fréttamenn
koma fram og greina knattspyrnu
og handboltaleiki og íþróttamenn
fá að tjá sig um frammistöðu sína
og sinna manna í smæstu smáat-
riðum án þess að neinn fetti út í
það fingur þykir sjálfsagt að slá
greiningu á bókmenntum og listum
út af borðinu sem einkamál fárra
útvaldra. Það er rétt að leikregl-
urnar í íþróttunum eru skýrari en í
listum, en ástæðan fyrir því er
meðal annars sú að þeir sem fylgj-
ast með íþróttum þekkja reglurnar
sem þar gilda. Leikreglur listanna
eru ekki eins skýrar en engu að
síður gilda þar ákveðnar leikreglur
sem sérfræðingar þekkja og
áhugafólk vill kynna sér. Það er
ekki síst síðarnefndi hópurinn sem
á rétt á því að um áhugamál hans
sé fjallað á þann hátt að eitthvert
vit sé í umræðunni.
Í alvöru
Eftir Margréti
Elísabetu
Ólafsdóttur
» Í kjölfar athuga-
semdar sem ég fékk
vegna birtingar grein-
arkorns í Morgun-
blaðinu skal tekið fram
að þetta voru ekki mis-
tök af hálfu blaðsins.
Margrét Elísabet
Ólafsdóttir
Höfundur er myndlistargagnrýnandi
og stundakennari í listfræðum.
Undirritaður rakst á þessa frétta-
klausu í sunnudagsblaði Mbl. nýlega.
Hún lætur lítið yfir sér en segir mik-
ið. Þar kemur fram, að mesta losun
gróðurhúsalofttegunda á Íslandi
kemur frá stóriðjunni, nokkuð sem
stóriðjupostular hafa jafnan reynt að
fela og gera sem minnst úr. Hugi
Ólafsson, form. verkefnisstjórnar að-
gerðaáætlunar ríkisstjórnarinnar í
loftslagsmálum, segir óljóst, hvort
efnahagskreppan hafi haft áhrif á los-
un gróðurhúsalofttegunda hér á
landi, „því stóriðja telur mest í okkar
losun, og þar varð aukning á árunum
2007 og 2008 vegna gangsetningar
Fjarðaáls“.
Samkvæmt aðgerðaáætlun Íslands
frá því í des. á síðasta ári er stefnt að
því að draga úr losun gróðurhúsa-
lofttegunda um 19-30% fyrir árið
2020. En fram til ársins 2013 gildir
„íslenska ákvæðið“ í Kyoto-
bókuninni, sem veitir undanþágu
vegna stóriðju. Gott er að heyra, að
núv. ríkisstjórn hyggst ekki fram-
lengja það óheillaákvæði. Við þurfum
eins og allar aðrar þjóðir að leggja
fram okkar réttmæta skref til að
draga úr losun gróðurhúsaloftteg-
unda og þar með hlýnun jarðar, sem
nú ætti hverju mannsbarni að vera
augljós, m.a. vegna bráðnunar jökla á
Íslandi, sem við höfum fyrir augum.
Jafnvel Grænlandsjökull bráðnar nú
hraðar en áður var talið.
Það gefur augaleið, að við munum
ekki ná yfirlýstum markmiðum okkar
í loftslagsmálum fyrir árið 2020, með
því að reisa fleiri álver á Íslandi. Þess
vegna ber okkur að láta staðar numið
á þeirri braut og jafnframt leita allra
leiða til að draga úr mengun á öðrum
sviðum, svo sem í samgöngumálum.
En gott er að fá það staðfest, að
stóriðjan losi mest og það í sjálfu
Mbl., sem væntanlega fer ekki með
fleipur undir ritstjórn Davíðs Odds-
sonar.
ÓLAFUR Þ. HALLGRÍMSSON,
Mælifelli.
Langmesta losunin
kemur frá stóriðjunni
Frá Ólafi Þ. Hallgrímssyni
Þessa dagana er
talsvert rætt um hverj-
ir séu höfundar að hinu
mikla fjárhagslega
slysi sem bankahrunið
á Íslandi er nú orðið og
sér varla fyrir endann
á. Alþingi fundar dag
eftir dag um hvað skuli
gera við þá sem voru
helstu ráðamenn þjóð-
arinnar án þess að nið-
urstaða fáist í málið.
Ýmis gáfumenni, bæði löglærðir
og aðrir hafa varpað fram sinni
skoðun að landsdómur sé úrelt fyr-
irbæri og því sé ómögulegt að nota
það kerfi til að dæma fyrrverandi
ráðamenn. Það er líklega talsvert til
í því þar sem allt hið háa alþingi og
jafnvel allt stjórnkerfið virðist vera í
algerri blindgötu með sín mál.
Ástæðan er varla önnur en þeir ann-
markar sem menn sjá á landsdómi,
að allt þetta kerfi er úrelt og getur
ekki lengur annað því á mannsæm-
andi hátt að stjórna landinu. Dag
eftir dag, mánuð eftir mánuð og nú
eiginlega ár eftir ár fær fólkið að
hlusta á óskiljanlega þvælu um öll
skúmaskot þessa stjórnkerfis okkar,
hverjir áttu að gera hvað en gerðu
ekki. Listinn yfir þvæluna er langur
meðan allt virðist veltast hér áfram
af miklu stjórn- og stefnuleysi.
Sem dæmi um vitleysuna þá féll
nýlega hæstaréttardómur um geng-
istryggð lán. Beint í framhaldinu og
samdægurs kom yfirlýsing frá ríkis-
stjórninni um að sett yrðu lög á öll
gengistryggð lán þar sem allir ein-
staklingar yrðu teknir sér og fengju
viðhlítandi hjálp og meðferð hjá rík-
inu meðan fyrirtækin yrðu látin
gossa og mættu glíma við sín hrun-
lán án aðstoðar frá stjórnvöldum.
Við smá athugun kom í ljós að nær
allir sem enn eru að vinna og hafa
ekki misst vinnuna, vinna hjá þess-
um fyrirtækjum sem eiga enga
möguleika á að lifa af án aðstoðar
vegna bankahrunsins. Sem sagt,
nýjustu aðgerðir ríkisstjórnarinnar
virðast miða við að restin af atvinnu-
lífinu fari á hausinn. Í framhaldi
lýstu forystumenn
launþega og samtaka
iðnaðarins því yfir að
ekkert samkomulag
yrði um stöðuleikasátt-
mála milli ríkisins og
þessara samtaka fyrr
en fyrir lægi hvernig
öllum aðgerðum rík-
isins í samskiptum við
vinnumarkaðinn yrði
háttað. Það er ekki um
neitt að semja ef allir
eru dauðir. Það er því
ekki bara eitthvert
orðaglamur á alþingi
sem virðist vera í ógöngum heldur
eru margskonar ákvarðanatökur á
vegum hins opinbera mjög illa hugs-
aðar. Það kann að vera að atvinnu-
rekendur séu ekki nánir vinir núver-
andi vinstri stjórnar. En hvað þá
með fólkið sem vinnur í fyrirtækj-
unum? Það hljóta að vera þar ein-
hverjir kjósendur núverandi stjórn-
valda sem fengu talsverðan
meirihluta í síðustu kosningum. Ef
þeir missa allir vinnuna, hvern ætli
þeir kjósi þá næst? Það er einhver
mjög skaðlegur sjúkdómur í gangi í
hausnum á þeim sem komast til
valda og áhrifa á Íslandi, einhver
vírus sem virðist einnig eiga við
ýmsa háttsetta í stórum fyrir-
tækjum. Það sáum við greinilega í
hruninu hvernig þessi illskæði vírus
var algerlega landlægur í banka-
kerfinu og fjölda tengdra fyrirtækja.
Nýju bankarnir hafa fengið sinn
skammt af grunsemdum að ekki sé
allt í lagi þar innan dyra vegna þess
hvernig hefur verið farið með eignir
bankanna. Vírusinn virðist því halda
áfram, bæði innan stjórnsýslunnar,
alþingis og meðal stjórnenda banka
og stórfyrirtækja. Fólkið virðist
upplifa þetta þannig. Það er engin
hreinsun eftir hrunið ef taka á mið af
því sem almenningsálitið lætur í ljós.
Ragnar Önundarson ritaði til
dæmis grein sem birtist í Morgun-
blaðinu 20. september sl. þar sem
hann meðal annars talar um „ofvax-
in börn“ og á þar við fyrrverandi
bankstjóra í hrunbönkunum.
Þeir kafskuldsettu bankana með
skammtímalánum sem þeir síðan
endurlánuðu í langtímalánum. Þetta
segir Ragnar að sé svo barnalegt að
hverju 11-12 ára gömlu barni mundi
ekki detta önnur eins vitleysa í hug.
Hinn illskæði vírus var alls staðar og
sérstaklega inni í banka- og fjár-
málakerfinu. En hver voru þessi „of-
vöxnu börn“ Ragnars? Jú, meðal
annars: Halldór J. Kristjánsson,
bankastjóri, sem er lögfræðingur og
með meistarapróf í alþjóðalögum frá
New York University í Bandaríkj-
unum. Hann starfaði sem aðstoðar-
bankastjóri hjá Evrópubankanum í
London 1991-1994 og gegndi starfi
ráðuneytisstjóra í iðnaðar- og við-
skiptaráðuneytinu til ársins 1998.
Hann var bankastjóri Landsbanka
Íslands frá því í apríl 1998 og fram í
hrun.
Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri
Landsbankans, er verkfræðingur að
mennt og með MBA-próf í fjár-
málafræðum frá University of
Minnesota í Bandaríkjunum. Hann
starfaði hjá Búnaðarbanka Íslands
frá 1995 og varð framkvæmdastjóri
hans frá 1998, síðast sem fram-
kvæmdastjóri rekstrarsviðs.
Elín Sigfúsdóttir, framkvæmda-
stjóri fyrirtækjasviðs, er viðskipta-
fræðingur sem starfaði hjá Bún-
aðarbanka Íslands í 24 ár áður en
hún hóf störf hjá Landsbankanum
og vann þar fram yfir hrun.
Er þetta rétt skilgreining á börn-
um? Eða var þetta fólk allt saman
fárveikt? Tugir og hundruð annarra
Íslendinga og útlendinga með mikla
menntun og áratuga bankareynslu
unnu í bönkunum fram að hruni en
þrátt fyrir það fór þetta allt á haus-
inn. Íslandsvírusinn lamaði liðið.
Á ekki að fara að stoppa þessa vit-
leysu?
Íslandsvírusinn
Eftir Sigurð
Sigurðsson » Það er einhver mjög
skaðlegur sjúkdóm-
ur í gangi í hausnum á
þeim sem komast til
valda og áhrifa á Íslandi
og stjórna stórum fyrir-
tækjum í landinu
Sigurður
Sigurðsson
Höfundur er cand. phil. bygg-
ingaverkfræðingur.