Morgunblaðið - 05.10.2010, Qupperneq 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 2010
✝ Bjarni Helgasonfæddist 12. júní
1937 á Eystra-
Hrauni, Landbroti, V-
Skaft. Hann lést á
heimili sínu 21. sept-
ember 2010.
Foreldrar hans
voru þau Ingveldur
Bjarnadóttir, f. 3. feb.
1897 í Efri-Vík, Land-
broti, og Helgi Páls-
son, f. 3. júní 1907 á
Seljalandi í Fljóts-
hverfi, V-Skaft.
Systkini Bjarna eru
Guðlaug Helgadóttir, f. 26. des.
1934, og Helga Helgadóttir, f. 7.
apríl 1936 á Ytra-Hrauni, Land-
broti.
Sambýliskona Bjarna til margra
ára var Gréta Árnadóttir, f. 19. júlí
1939, d. 31. mars 2007.
Bjarni lauk barna-
skóla á Kirkjubæj-
arklaustri 1950, verk-
námsdeild
Gagnfræðaskólans
við Hringbraut 1953,
lærði vélvirkjun í Vél-
smiðjunni Héðni hf.
1954-58, lauk Iðnskól-
anum í Reykjavík og
sveinsprófi sama ár.
Hann lauk vélstjóra-
prófi í Vélskólanum í
Reykjavík 1961 og
rafmagnsdeild 1962.
Bjarni var vélstjóri á
ýmsum millilanda- og fiskiskipum
svo sem ms. Þorsteini RE 45, bv.
Sveini Jónssyni KE 9 og Svani RE
45.
Útför Bjarna fer fram í Fossvogs-
kapellu í dag, 5. október 2010, og
hefst athöfnin kl. 13.
Bjarni, káti, stóri og brosmildi
frændi okkar og vinur er látinn.
Hann var ávallt kallaður í einu orði
Bjarni-frændi. Hann var vélstjóri á
millilandaskipum og fiskiskipum og
fyrir okkur sem þá vorum börn að
aldri, var hann umlukinn ævintýra-
ljóma. Hann átti það til að dekra
við okkur systrabörn sín með gjöf-
um sem keyptar voru erlendis.
Gjafirnar voru fyrir okkur það
flottasta og fínasta sem til var.
Prinsessudúkkur sem tilheyrðu
ævintýraheimi. Þegar við komumst
á fullorðinsár var leitað til Bjarna
varðandi biluð heimilistæki, við-
gerðir á húsum og bílum því þar
kom enginn að tómum kofunum
enda Bjarni völundarsmiður og
ráðagóður eftir því.
Bjarni eignaðist góða sambýlis-
konu, Grétu Árnadóttur. Eftir að
Gréta kom til sögunnar var ávallt
talað um „Bjarna og Grétu“. Þeir
sem stóðu Bjarna næst eru á einu
máli um að þetta hafi verið bestu
árin í lífi hans. Það fréttist af
Bjarna á ferðalögum um landið
þvert og endilangt, í tjaldútilegum
og á ævintýragöngum á fjöllum. Að
ferðast um landið átti vel við hann
enda var hann mikill unnandi ís-
lenskrar náttúru. Bjarni naut einn-
ig góðra stunda með Ívari mági
sínum í Héðinsfirði en þar áttu þeir
ógleymanlegar stundir. Þá var fisk-
ur í ám, sjó og vötnum og félagarn-
ir undu sér milli fjalla í dásamlegri
paradís sem ósnertur Héðinsfjörð-
urinn var þá, að sjálfsögðu án síma
og sjónvarps.
Síðustu árin þegar Grétu naut
ekki lengur við og sjóndepra hrjáði
Bjarna fóru félagarnir í bíltúra
vestur í Dali og austur fyrir fjall.
Ívar sá þá um aksturinn og lögðu
þeir iðulega í hann árla morguns á
sólríkum, fallegum dögum með
nesti og nýja skó.
Minningin um Bjarna frænda lif-
ir og kveðjum við hann með virð-
ingu og söknuði.
Þó virði brimið að vettugi spor og
nöfn
og viði og spækjur kæfi í möl og
sandi,
þá fagna því gamlir farmenn, sem
láta úr höfn,
að finna draum sinn rekinn á nýju
landi.
(Davíð Stefánsson.)
Veistu ef þú vin átt
þann er þú vel trúir
og vilt þú af honum gott geta.
Geði skaltu við þann blanda
og gjöfum skipta,
fara að finna oft.
(Úr Hávamálum.)
Lilja Ívarsdóttir,
Inga Ívarsdóttir og
Ívar H. Friðþjófsson.
Okkur bræðurna langar að minn-
ast Bjarna Helgasonar eða Bjarna
frænda eins og við höfum jafnan
kallað hann. Bjarni lést hinn 21.
september síðastliðinn. Andlátið
bar brátt að. Vissulega hafði hann
átt við vanheilsu að stríða und-
anfarin ár, en þó hafði ástandið á
honum farið heldur skánandi eftir
mikinn veikindakafla.
Bjarni var sannkölluð hetja í
augum okkar bræðranna er við
vorum að vaxa úr grasi. Síkáti sjó-
arinn, bróðir hennar mömmu. Það
var ætíð glatt á hjalla þegar hann
mætti á svæðið á Land Rovernum,
ýmist til að þiggja kaffibolla, eða
jafnvel að lagfæra heimilistæki
sem voru að stríða foreldrum okk-
ar. Bjarni var nefnilega algjör
snillingur í að eiga við hvers konar
vélar, stórar sem smáar. Gjarnan
fylgdi vindlalykt heimsóknum
hans. Það þótti okkur ekkert verra
og minnkaði ekki spenninginn yfir
því að fá hann í heimsókn, nema
síður væri. Ekki gleymdi hann
litlum frændum í þessum heim-
sóknum, spurði frétta af því sem
við vorum að sýsla og gaukaði
gjarnan að okkur einhverjum
glaðningi.
Aldrei mun gleymast þegar opn-
aður var einn pakkinn frá honum
og í ljós komu tvær forláta skamm-
byssur í viðeigandi hulstrum,
byssubelti og að auki þessi líka
flotti riffill. Með þennan vopnabún-
að var ljóst að eigandi hans var af
drengjunum í götunni talinn best
til þess fallinn að kljást við hvers
kyns óþjóðalýð sem herjaði á nær-
liggjandi húsagarða. Sá eldri okkar
var lengi sannfærður um að Bjarni
væri næststerkasti maður á Ís-
landi, og færði fyrir því ýmis rök
við félagana. Sterkastur var auðvit-
að Reynir Leósson, vörubílstjórinn
sem dundaði sér við það í hjáverk-
um að lyfta fararskjóta sínum og
brjótast úr hlekkjum og fangaklef-
um, það var erfitt að mótmæla því.
Bjarni kom hins vegar þar á eftir,
það gat bara ekki annað verið.
Eftir því sem árunum fjölgaði
fengum við eilítið nýja sýn á
Bjarna. Hann kom okkur fyrir
sjónir sem hlédrægur og hjartahlýr
maður. Laghentur var hann og af-
skaplega greiðvikinn auk þess sem
hann lagði ekki illt orð til nokkurs
manns. Það mátti skynja ákveðinn
óróa í Bjarna á tímabili, eins og
hann vissi ekki alveg hvaða stefnu
hann vildi taka með líf sitt. Lengi
vel var Bjarni piparsveinn og barn
eignaðist hann ekki. Það var
Bjarna hins vegar mikið lán að
hitta Grétu Árnadóttur, mikla
sómakonu sem bjó í sama húsi og
hann, með yngsta syni sínum,
Sveini. Þau rugluðu saman reytum
og áttu saman tuttugu góð ár.
Bjarni og Gréta voru miklir vinir
og afskaplega samtaka í því sem
þau tóku sér fyrir hendur. Þau
auðguðu líf hvort annars. Þó að þau
hafi síðar slitið samvistum ræktuðu
þau áfram sinn vinskap og voru
hvort öðru stoð og stytta allt þar til
Gréta féll frá, langt um aldur fram.
Sveinn hefur ætíð sýnt Bjarna
mikla ræktarsemi, fyrir það ber að
þakka. Mörg síðustu ár lífs síns átti
Bjarni við vanheilsu að stríða.
Hann bar sig þó ætíð vel og virtist
sáttur við hlutskipti sitt.
Að lokum viljum við bræðurnir
og fjölskyldur okkar þakka Bjarna
fyrir góðar samverustundir. Bless-
uð sé minning hans.
Helgi Freyr Kristinsson,
Kristinn Freyr Kristinsson.
Bjarni Helgason
✝ Brynhildur Eydalfæddist í Héð-
insvík á Tjörnesi 7.
október 1919. Hún
lést á hjúkr-
unarheimilinu Selja-
hlíð í Reykjavík 27.
september 2010.
Foreldrar hennar
voru Ingimar Stef-
ánsson, f. 5.4. 1890,
d. 22.12. 1982, og
Anna Andrea Guð-
mundsdóttir, f. 24.11.
1892, d. 22.1. 1981.
Brynhildur var elst
fjögurra systkina. Systkini Bryn-
hildar: Benedikt Ingimarsson, f.
31.3. 1923, dó barn að aldri, Sól-
veig Hallfríður Ingimarsdóttir, f.
11.7. 1925, d. 8.8. 1962, og Stefán
Gunnar Ingimarsson, f. 29.1. 1927.
Brynhildur giftist á Akureyri ár-
ið 1940 Brynjari Eydal iðnverka-
manni, f. 22.10. 1912, d. 9.10. 1995.
Foreldrar hans voru Ingimar Jón-
atansson Eydal, f. 7.4. 1873, d.
28.12. 1959, og Guðfinna Jóns-
dóttir Eydal, f. 17.9. 1881, d. 23.9.
1956. Brynhildur og Brynjar eign-
fræðingur, f. 24.5. 1952, maki
Bergþóra Vilhjálmsdóttir, leik-
skólakennari, f. 10.2. 1953. Börn
þeirra eru Rakel Salóme Eydal, f.
8.1. 1976, maki Einar Helgi Kjart-
ansson, f. 23.12. 1952, og Marta
Eydal, f. 13.7. 1985, sambýlis-
maður Hafþór Sindri Sigurðsson,
f. 20.6. 1987. Barn Rakelar og Ein-
ars Helga er Sara Fönn Ein-
arsdóttir, f. 4.8. 1995. Börn Mörtu
og Hafþórs eru Hrafn Andri Haf-
þórsson, f. 4.10. 2007, og Hinrik
Steinn Hafþórsson, f. 26.9. 2009. 5)
Margrét Hlíf Eydal, félagsráðgjafi,
f. 8.7. 1958, maki Friðrik Sigurðs-
son, líffræðingur, f. 22.5. 1957.
Börn þeirra eru Hrefna Eydal
Friðriksdóttir, f. 14.4. 1983, Sindri
Már Eydal Friðriksson, f. 28.11.
1988, og Brynjar Þór Eydal Frið-
riksson, f. 22.7. 1992.
Brynhildur Eydal fluttist frá
Héðinsvík á Tjörnesi með for-
eldrum sínum til Húsavíkur
þriggja ára gömul og ólst þar upp.
Undir tvítugt settist hún að á Ak-
ureyri. Hjónin Brynhildur og
Brynjar Eydal bjuggu á Akureyri
til ársins 1990 er þau fluttu til
Reykjavíkur.
Brynhildur verður jarðsungin
frá Fossvogskapellu í dag, 5. októ-
ber 2010, og hefst athöfnin kl. 15.
uðust fimm börn: 1)
Anna Inger Eydal, f.
25.7. 1940, d. 29.1.
1942. 2) Anna Inger
Eydal, kven-
sjúkdómalæknir, f.
13.3. 1942, maki Jó-
hannes Magnússon,
svæfingalæknir, f.
11.8. 1940. Börn
þeirra eru Haukur
Jóhannesson, f. 7.10.
1965, maki Cecilia
Klintö, f. 9.2. 1965,
og Anna Lísa Jó-
hannesdóttir, f. 16.7.
1983, maki Mandy Styles, f. 1975.
Börn Hauks og Ceciliu eru Jón
Klintö (Hauksson), f. 18.11. 1990,
Freyja Hauksdóttir, f. 20.6. 1993,
og Hannes Klintö (Hauksson), f.
10.1. 2000. 3) Guðfinna Inga Eydal,
sálfræðingur, f. 27.2. 1946, maki
Egill Egilsson, eðlisfræðingur og
rithöfundur, f. 25.10. 1942, d.
13.12. 2009. Börn þeirra eru Hild-
ur Björg Eydal Egilsdóttir, f. 26.3.
1976, Ari Eydal Egilsson, f. 28.11.
1980, og Bessi Eydal Egilsson, f.
28.11. 1980. 4) Matthías Eydal, líf-
Amma mín, mig langar að kveðja
þig með nokkrum orðum. Ég er
næstelsta barnabarnið þitt og helm-
ingur af nafninu mínu er frá þér.
Þótt ég sé búin að þekkja þig svona
lengi þá rifjast mest upp fyrir mér
góðu dagarnir á Akureyri þegar ég
heimsótti ykkur afa. Þegar þið sótt-
uð mig fjögurra ára á flugvöllinn á
litla brúna Coltinum er afar minn-
isstætt. Þú varst svo fín eins og allt-
af, eins og drottning í fínum fötum
með fallega hárgreiðslu. Ég var
litla prinsessan í aftursætinu sem
fékk mikla þjónustu. Stjanað var
við mig í mat og eru gömlu góðu
lærissneiðarnar í raspi enn í mestu
uppáhaldi, grjónagrautur með
slátri, og kjöt í karrí.
Þegar við fórum í bíltúrana um
Akureyri, fram í Eyjafjörð og út á
Grenivík þá fannst mér alltaf gott
veður og allt svo fallegt. Þið afi
kennduð mér að njóta norðlenska
landslagsins. Ég saknaði gömlu
góðu daganna fyrir norðan þegar
þið fluttuð suður en þá kom ég oft
til þín á Hagamelinn. Þú varst oft
veik og ég gisti hjá þér til að passa
þig. Það var gott að geta hjálpað
þér en ég hafði oft áhyggjur af þér.
Þú lifðir samt svona lengi og varst
alltaf jafnflott og ungleg. Þú varst
með ótrúlegt minni og varst algjör-
lega klár á öllu. Þú hringdir alltaf á
afmælisdögum, gafst gjafir og
fylgdist með líðan allra. Eftir að þú
fórst í Seljahlíðina þá var sami
drottningarbragurinn yfir ömmu
Billu og hún fylgdist með öllu og
spurði og spurði. Ekki síst þegar
öruggt var að von væri á lang-
ömmubarni, litlum langþráðum
strák. Mér finnst verst að þú skulir
ekki geta séð hann.
Nú hefur þú fengið hvíldina og ég
veit að þér líður vel. Takk fyrir allt
og allt.
Þín
Hildur Björg.
Elsku amma mín. Tíminn er
kominn, þú hefur fengið hvíld. Ég
er svo glöð að hafa hitt þig í síðasta
sinn daginn áður en þú kvaddir.
Það fyrsta sem þú gerðir var að
óska mér til hamingju með Hinrik
Stein, enda gleymdir þú aldrei af-
mælisdögum. Minningarnar eru
margar og ég á eftir að sakna þín.
Það var svo gaman að spjalla við
þig og alltaf hafðir þú áhuga á því
hvað var að gerast hjá mér og
hvernig gengi. Þegar ég var í fæð-
ingarorlofi heimsótti ég þig stund-
um og vildir þú gjarnan fylgjast vel
með öllu sem viðkom drengjunum,
hvað þeir fengju að borða, hvort
þeir væru farnir að velta sér eða
skríða o.s.frv. Það var hefð hjá þér
að bjóða upp á súkkulaði þegar
maður kom í heimsókn og þáði ég
það að sjálfsögðu með bestu lyst.
Ég man eftir því þegar ég var barn
hvað ég var spennt að segja þér frá
hvað mér gekk vel í skólanum og
hvað ég fékk í einkunnir. Það var
partur af jólunum að fá þig í heim-
sókn og varst þú oftar en ekki hjá
okkur á aðfangadagskvöld. Alltaf
fannst mér skemmtilegt að spjalla
við þig um liðna tíma, enda hafðir
þú lifað tímana tvenna. Mér þykir
líka mjög vænt um ljóðið sem þú
samdir til mín einu sinni. Þakka þér
fyrir samveruna elsku amma, megir
þú hvíla í friði.
Þín
Marta.
Í dag kveðjum við Brynhildi föð-
ursystur okkar en hún var alltaf
kölluð Billa frænka í fjölskyldunni.
Meðan Billa og Binni höfðu heilsu
og gátu haldið heimili saman
bjuggu þau á Akureyri. Við eigum
ljúfar æskuminningar frá heim-
sóknum okkar til þeirra. Þau voru
einstaklega gestrisin og alltaf jafn
gott að koma til þeirra. Þó við
kæmum óvænt, heil fjölskylda,
fundum við ekki að það breytti
neinu á heimilinu. Við settumst
bara inn í eldhús, drukkum hvíta
vatnið á Akureyri, spjölluðum á
meðan Billa eldaði dýrindis mat á
rafmagnspönnunni og Binni sagði
skemmtilegar sögur með sínu ein-
staka lagi. Einhvern veginn er það
þannig að í minningunni var alltaf
sól og gott veður á Akureyri og enn
þann dag í dag ökum við hægt
framhjá húsinu þeirra við
Þingvallastræti þegar við komum
þangað, enda eigum við svo margar
góðar minningar þaðan.
Billa sagði skemmtilega frá og
var mjög vel að sér. Gaman var
þegar hún sagði frá fólki og mann-
lífi á Húsavík og Akureyri í gamla
daga. Billu var mjög umhugað um
alla fjölskylduna og þó að líkaminn
hafi smátt og smátt bilað síðustu
árin þá var heilastarfsemin 100%
fram á síðasta dag. Hún mundi alla
afmælisdaga í stórfjölskyldunni og
fylgdist af áhuga með systkinabörn-
um sínum og fjölskyldum þeirra.
Efst í huga hennar voru þó afkom-
endur hennar sem hún var nánast í
daglegu sambandi við, bæði heima
og erlendis. Þegar við heimsóttum
hana í Seljahlíð fengum við fréttir
af fjölskyldunni.
Billa frænka var alltaf fín og vel
tilhöfð. Hún bjó í Seljahlíð síðustu
árin og þó að hún væri að mestu
rúmföst vegna ýmissa kvilla fór hún
í lagningu, setti á sig skartgripi,
lakkaði neglurnar og var í litríkum
og fallegum fötum. Hún var sann-
arlega höfuð fjölskyldunnar sem við
söknum og erum þakklátar fyrir þá
hlýju og umhyggju sem við höfum
notið.
Við vottum Önnu Inger, Guð-
finnu, Matthíasi, Margréti og fjöl-
skyldum þeirra samúð okkar, bless-
uð sé minning Brynhildar Eydal.
Sólveig, Guðmunda og
Steingerður Anna.
Brynhildur Eydal
✝ Kristján Guð-mundsson fæddist
á Akureyri 16. nóv-
ember 1929. Hann
lést lést 18. sept-
ember 2010.
Hann var elstur
þriggja systkina:
Helga Guðmunds-
dóttir, gift Svan Ing-
ólfssyni. Þeirra börn
eru fjögur, Guð-
mundur, Hafberg,
Ólafur og Svanhildur.
Jón Marinó Guð-
mundsson, mál-
arameistari á Akureyri, f. 1936, d.
1982. Eftirlifandi
kona hans er Frið-
finna Jónsdóttir og
eru dætur þeirra El-
ín, Ólöf, Laufey og
fósturdóttir Jóns er
Hansína Hafsteins-
dóttir.
Kristján dvaldi síð-
ustu æviárin á
Kjarnalundi, Ak-
ureyri og lést þar 18.
september sl. Útför
fór fram frá Höfða-
kapellu í kyrrþey að
ósk hans hinn 24.
september 2010.
Kristján var glaðsinna og léttur í
lund og oft var stutt í grínið hjá
honum. Hann sá spaugilegu hlið-
arnar á mörgu því sem í kringum
hann var. Nokkur síðustu árin átti
hann við veikindi að stríða og
hvíldin var því kærkomin.
Ég vil þakka Finnu og dætrum
hennar þá góðvild sem þær sýndu
Kristjáni bróður alla tíð, en alltaf
litu þær inn til hans þegar tæki-
færi gáfust. Ennfremur fjölskyldu
minni á Akureyri og þá sér í lagi
Svan, en þær eru óteljandi ferð-
irnar hans í Kjarnalund.
Að lokum óska ég Kristjáni vel-
farnaðar í nýjum heimkynnum með
þökk fyrir öll árin okkar hér.
Blessist þér förin bróðir minn kær
bata og gleði nú hlýtur
hjartað var mætt og hvíldin þér kær
í himnasali nú flytur.
Þú finna munt ástvini, fegurð og
frið
þar faðmar þig himinsins englalið
(E. Halls)
Með hinstu kveðju og þökk fyrir
allt.
Helga og Svan.
Kristján Guðmundsson