Morgunblaðið - 05.10.2010, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.10.2010, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 2010 Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Kristbjörg OddnýIngunn Sigvalda- dóttir fæddist í Hafnarfirði 8. apríl 1927. Hún lést á öldr- unardeild Landspít- alans í Fossvogi 25. september síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin Guð- munda Margrét Sveinbjörnsdóttir, húsmóðir, f. 27. okt. 1899, d. 27. ágúst 1981, frá Dísukoti í Þykkvabæ, og Sigvaldi Ólafur Guðmundsson, húsasmíðameistari í Reykjavík, f. 17. mars 1892, d. 29. des. 1978, frá Ásbúð í Hafnarfirði. Systkini Kristbjargar: Birna Anna f. 1925, d. 1999; Hrefna Iðunn, f. 1930; Ólafur Ármann, f. 1931, d. 1993; Ragnar Konráð Sigurður, f. 1937, d. 1937; Guðbjörg Sigrún, f. Austurbæjarskólann og lauk burt- fararprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík árið 1945. Í framhaldi af Kvennaskólanum stundaði hún nám við Húsmæðraskólann í Reykjavík í hálft ár. Á námsárunum starfaði Krist- björg á sumrin við afgreiðslustörf í Þorsteinsbúð við Snorrabraut. Að loknu námi við Húsmæðraskólann var hún skrifstofustúlka hjá fyrir- tækinu Garðari Gíslasyni í fjögur ár. Eftir að hafa verið húsmóðir í 32 ár fór Kristbjörg aftur út á vinnumarkaðinn og starfaði um skeið við umönnun barna í Tjarn- arborg og Hagakoti en síðustu starfsárin á skrifstofu Lífeyr- issjóðs starfsmanna Reykjavík- urborgar. Kristbjörg tók virkan þátt í starfsemi kvenfélagsins Hrannar. Hún gegndi þar ýmsum trún- aðarstörfum um árabil. Hrönn er félag eiginkvenna stýrimanna og skipstjóra á far- og varðskipum. Megintilgangur félagsins er að sjó- mannskonur styrki hver aðra í langri fjarveru eiginmanna sinna. Útför Kristbjargar verður gerð frá Neskirkju í dag, 5. október 2010, og hefst athöfnin kl. 15. 1938 og Aðalheiður, f. 1943. Kristbjörg giftist 28. maí 1949 Ásgeiri Sigurðssyni, skip- stjóra, f. 29. nóv- ember 1923, d. 10. september 2007. Börn þeirra: Sig- valdi, skógfræðingur, f. 10. mars 1950; Halldór, kennari, f. 16. apríl 1951; Mar- grét, kennari, f. 15. september 1954 og Sigurður Gunnar, garðyrkjufræðingur, f. 20. maí 1960. Dætur Sigurðar Gunnars og Elínar Margrétar Hárlaugsdóttur eru Ingunn Rut, f. 15. júlí 1995 og Rakel Rut, f. 22. mars 1997. Kristbjörg fluttist tveggja ára gömul til Reykjavíkur og ólst að mestu upp í Eskihlíð D og á Snorrabraut 69. Hún gekk í Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý og hógvær göfgi svipnum í. Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt og hugardjúpið bjart og stillt. (Höf. ók.) Með virðingu kveðjum við Ingu ömmu okkar sem alltaf var svo hlý og góð. Hún var alla tíð kletturinn á heimilinu sem allir gátu treyst á. Vön að stjórna og stýra öllum málum með hógværð og réttlæti að leiðarljósi. Það var ekki alltaf auðvelt að standa ein í brúnni með fjögur börn og sjá um allt þegar afi sigldi milli heims- álfa svo vikum skipti. Amma var sterk og ráðagóð og lét ekki hagga sér þótt mikið gengi á stundum, tók flestu með æðruleysi og auðmýkt. Hún var mjög glöð þegar við fædd- umst og naut sín í ömmuhlutverkinu og hafði alltaf tíma til að spjalla og gera ýmislegt skemmtilegt með okk- ur. Húmorinn var alltaf til staðar, al- veg fram á síðasta dag, þrátt fyrir veikindin á síðustu misserum. Hún var mikill grínisti og ekki mikið fyrir að vorkenna sér. Núna er amma búin að fá hvíld frá veikindum sínum og komin til afa. Við viljum þakka Margréti frænku og Halldóri frænda fyrir að hafa hugsað svona vel um ömmu í veik- indum hennar síðastliðin tvö ár. Guð blessi minningu Ingu ömmu okkar. Ingunn Rut og Rakel Rut Sigurðardætur. Fallin er frænka mín, sem var mér einkar kær. Við fæddumst sama ár og áttum samleið og ríkuleg sam- skipti alla okkar tíð meðan báðum entist aldur. Feður okkar reistu saman hátimbrað hús yfir fjölskyld- ur sínar utan þéttbýlis Reykjavíkur, þegar við Inga vorum enn börn að aldri. Húsið stóð nánast þar sem nú standa skrifstofur sýslumannsins í Reykjavík við Skógarhlíð. Þarna sameinuðust tvær fjölskyldur, sem áttu síðan eftir að lifa saman í sátt og samlyndi um áratuga skeið. Þarna gafst okkur börnunum í húsinu mikið lífsrými til útileikja. Við rákum okkar eigin leikskóla, sem engin var girðing umhverfis eða slagbrandar í hliðum svo sem nú tíðkast. Heimur okkar var svo víður sem vildum að því tilskildu að koma inn að kvöldi og hlýða á bænir ömmu okkar. Mikil snjóalög voru oft á þessum árum, sem óspart voru notuð til skíða- og sleðaferða. Sumrin voru notuð til útileikja og ævintýraferða einkum upp í Öskjuhlíð, oft með nesti og mjólk á flösku. Þarna leið bernska okkar og æska „sem indælt vor“. Síðar færðu fjölskyldurnar sig um set. Sigvaldi sem varð umsvifamaður í húsbyggingum reisti hús yfir sína stóru fjölskyldu í Norðurmýri og mín fjölskylda settist að í næsta ná- grenni. Dagleg samskipti héldust því milli heimilanna. Inga ólst upp með fjórum systrum og bróður og ríkti náin vinátta milli þeirra. Þrjú þeirra eru nú fallin frá. Inga lauk prófi frá Kvennaskólan- um í Reykjavík 1945. Hún var þá orð- in glæsileg stúlka og vel menntuð. Henni bauðst gott starf hjá heild- verslun Garðars Gíslasonar og starf- aði hún þar fram að því að hún giftist og stofnaði heimili. Árið 1949 giftist hún Ásgeiri Sig- urðssyni, sem þá hafði lokið prófi við Stýrimannaskólann í Reykjavík. Ás- geir hafði stundað sjómennsku frá 14 ára aldri. Hann kleif metorðastigann hjá Eimskipafélagi Íslands hratt og var skipstjóri á skipum þess í ára- tugi. Hann reyndist mjög farsæll í störfum og skilaði ætíð fleyjum þeim sem hann stjórnaði heilum í höfn. Hjónaband Ingu og Ásgeirs var einkar farsælt. Börn þeirra eru fjög- ur. Það kom í hlut Ingu eins og ann- arra eiginkvenna farmanna að ann- ast föðurhlutverkið að hluta með móðurhlutverkinu og leysti hún það með sóma eins og öll sín verk. Tvö barna þeirra hafa lengi búið undir sama þaki og foreldrarnir og voru foreldrum sínum ómetanlegur styrk- ur þegar aldur og hnignandi heilsa sótti á. Inga náði að hlúa að bónda sínum allt að því að þrek hans þraut og hún naut hjálpar barna sinna á eigin heimili allt að seinustu lífdögum. Ríkjandi eiginleiki í fari Ingu var hógværð og háttvísi. Góðvild var henni í blóð borin og hún var einkar fús að ljá þeim lið sem hjálpar þurftu. Hún var mikil ræktunarkona og undi löngum stundum í garði sínum, þar sem allt blómstraði í kringum hana. Á vegamótum þegar ég kveð mína mikilhæfu frænku er hugur minn fullur af þakklæti fyrir að hafa átt samleið með henni á langri vegferð. Hún hefur nú hafist til bláhimins og heiðríkju hjartkærra minninga minna og situr þar í öndvegi. Sveinbjörn Dagfinnsson. Góðvild og óviðjafnanlega hlý nærvera er það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar við minnumst ömmusystur okkar, Ingu Sigvalda- dóttur. Hún hafði einstakt lag á því að sýna þeim sem á vegi hennar urðu áhuga og ástúð. Inga var næstelst sex systkina sem alla tíð voru mjög náinn og sam- heldinn hópur. Elst var Birna Anna, amma okkar, og þegar hún varð bráðkvödd var Inga alveg sérstak- lega góð við okkur systur og það var líklega þá sem við uppgötvuðum hvað hún var lík ömmu okkar Birnu um margt. Inga var einstaklega natin og góð móðir og var svo stolt af börnunum sínum fjórum sem nú syrgja yndis- lega móður. Hún hélt heimili sem auðvelt var að dást að fyrir fegurð og myndarskap. Í jólaboðum sem þar voru haldin fyrir stórfjölskylduna var fátt skemmtilegra fyrir okkur litlar en að laumast inn í eldhús og fylgjast með systrunum í aksjón með Ingu í fararbroddi. Atgangurinn var svakalegur, rjómi þeyttur, hangikjöt skorið og hrært í kökur, allt án upp- skrifta og hvað þá mæliskeiða. Frammi beið full stofa af ættingjum og svo báru systurnar fram krásirn- ar, hverja á fætur annarri. Í seinni tíð, þegar ný kynslóð hafði tekið við veisluhöldunum, var nota- legt að setjast í sófann hjá Ingu í þessum stóru boðum og láta hana klappa sér á handarbakið eða kinn- ina. Svo sagði hún manni kannski sögur af þeim systkinum frá því í gamla daga þannig að maður sá Reykjavík um miðbik síðustu aldar alveg ljóslifandi fyrir sér. Við vottum Valla, Halldóri, Mar- gréti, Sigga, Ingunni, Rakel, Hrefnu, Sigrúnu og Addý okkar dýpstu sam- úð. Guð blessi minningu Ingu Sig- valdadóttur. Birna Anna og Lára Björg Björnsdætur. Í dag kveðjum við yndislega konu. Inga og Geiri frændi eiga stóran stað í hjörtum okkar systkinanna. Ein elsta minning okkar Bergþórs úr barnæsku er sú þegar mamma lá á spítala og við fengum að fara heim með Ingu og Geira. Þvílík gleði það var. Við kynntumst því aldrei að eiga afa, en upp frá þessum degi úti á Sel- tjarnarnesi áttum við Bergþór okkar Geira afa og Ingu hans. Því miður var ekki stöðugur sam- gangur á milli okkar en þegar leiðir lágu saman við hin ýmsu fjölskyldu- tilefni var kærleikurinn ávallt mikill. Það er því með djúpum söknuði sem við kveðjum Ingu en minning um yndislega konu lifir í hjörtum okkar um ókomna tíð. Elsku Sigvaldi, Halldór, Margrét, Sigurður, Ingunn Rut og Rakel Rut, við systkinin vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Hvíl í friði, elsku Inga. Andrés, Íris og Bergþór. Inga móðursystir mín er látin. Ég fékk þessi sorglegu tíðindi laugar- daginn sem hún dó og þó að þetta hafi ekki verið óvæntar fréttir er allt- af erfitt að kveðja. Mínar fyrstu minningar af Ingu eru þegar ég flutti heim til Íslands frá Bandaríkjunum, fimm ára gamall. Inga og móðir mín voru mjög nánar systur og áttu einn- ig börn á svipuðu reki þannig að fjöl- skyldutengslin urðu snemma mjög sterk. Ég gleymi aldrei hvað mér fannst gaman að koma á Nesveginn heim til Ingu og fjölskyldu og fá að leika við frændsystkini mín sem voru mér sem systkini og eru enn. Á sumrin vorum við í endalausum bolta- og byssuleikjum fram yfir miðnætti og á veturna voru byggð snjóhús og farið í snjókast. Stórfjöl- skyldan kom líka mikið saman um hátíðir og ógleymanleg voru gaml- árskvöldin á Nesveginum. Ásgeir maður Ingu var skipstjóri hjá Eim- skip og gat því komið heim með skrautlega flugelda, sólir og bombur sem voru ekki auðfáanlegar á Íslandi á þessum tíma. Ljósadýrðin og sprengingarnar voru svo miklar að allt hverfið nötraði og sá maður að nágrannarnir voru flestir komnir út til að fylgjast með látunum og allir skemmtu sér konunglega. Enn sterkari urðu bönd mín við Ingu þeg- ar fjölskylda mín flutti aftur til Bandaríkjanna. Eftir að hafa verið þar í eitt ár kunni ég ekki nógu vel við mig og einnig saknaði ég Íslands mikið. Eftir miklar vangaveltur fóru málin þannig að Inga og Ásgeir buðu mér að búa hjá sér svo ég gæti verið heima og haldið áfram skólagöngu á Íslandi. Inga hafði alltaf verið mér mjög náin en þarna reyndist hún mér eins og besta móðir. Inga taldi það ekki eftir sér að taka mig inn á heim- ilið þó að hún væri sjálf með fjögur börn og eiginmann sem var skip- stjóri og því sjaldan heima við. Líkt sem fyrr þá voru þetta einnig ógleymanleg ár. Inga var frábær kokkur í alla staði og gat galdrað fram veislumat eins og hendi væri veifað. Samt er mér minnisstæðastur gamli góði Ruddinn, sem var hvunn- dagskaka sem Inga bakaði fyrir okk- ur krakkana. Kökugreyinu var gefið þetta nafn því Ingu þótti uppskriftin frekar einföld og ómerkileg. Þegar konan mín bað um uppskriftina löngu seinna, sprakk Inga af hlátri og neitaði að gefa uppskrift af svona ómerkilegri köku. Fátt fannst mér samt betra en að sitja í eldhúsinu hjá Ingu, drekka ískalda mjólk og gæða mér á nýbökuðum Rudda. Ég og fjöl- skylda mín höfum nú verið búsett í Bandaríkjunum í mörg ár. Á ferðum okkar heim hefur alltaf verið jafn- yndislegt að koma í heimsókn til Ingu, fá sér kaffi og með því, ræða málin og rifja upp gömlu árin. Ég á því miður ekki heimangengt en vil því nota þetta tækifæri til að kveðja elsku Ingu og þakka henni fyrir allt sem hún gerði fyrir mig. Því mun ég aldrei gleyma. – Við hjónin sendum börnum Ingu, Valla, Halldóri, Mar- gréti og Sigga og barnabörnum, okk- ar dýpstu samúðarkveðjur. Karl Ragnarsson. Kristbjörg Oddný Ingunn Sigvaldadóttir Ljósið flæðir enn um ásýnd þína; yfir þínum luktu hvörmum skína sólir þær er sálu þinni frá sínum geislum stráðu veginn á. (Jóhannes úr Kötlum) Hann elsku Sævar er fallinn frá og kveðjustundin er erfið. Enn stendur fjölskyldan frammi fyrir því að kveðja ástvin sem sami sjúkdómurinn tók sér bólfestu í og hefur nú hrifsað þau Lóu og Sævar frá okkur með svo stuttu millibili. Ég kynntist Sævari fyrir rúmum 40 árum þegar ástir tókust með hon- um og Ólu frænku minni. Ég var svo lánsöm að fá að dvelja hjá þeim í Garðinum á unglingsárum mínum við leik og störf. Sá tími var yndislegur, ég kynntist vel stórfjölskyldunni á Húsatóftum og hefur það síðan yljað mér í upprifjun minninganna. Fyrstu hjúskaparárin bjuggu Óla og Sævar í kjallaranum á Húsatóft- um. Íbúðin var ekki stór, aðeins eitt svefnherbergi og eldhús. Í þessari litlu íbúð var hjartalagið stórt, þar ríkti mikill kærleikur og ástin blómstraði. Fljótlega var hafist handa við að stækka heimilið og húsið á Skólabrautinni reis fyrr en varði. Ást- in bar ávöxt og börnin fæddust eitt af öðru og eru fimm. Síðan bættust við tengdabörn og barnabörnin eru nú tíu. Sævar var hamhleypa til vinnu. Margir í fjölskyldunni nutu krafta hans og hann var sérstaklega bóngóð- ur maður. Honum þótti vænt um alla ættingja sína og fór ekki dult með það enda eru mörg börnin sem hafa skrið- ið upp í fangið á Sævari og hjúfrað sig þar. Öll börn voru hans börn. Það var gaman að vera með Ólu og Sævari, það var gert að gamni sínu, hann söng fyrir mann en stundum stríddi hann og það gat verið viðkvæmt fyrir ung- linginn. Haustið 2007 kom svo reiðarslagið, Sævar, þessi sterki og þrekmikli mað- ur, greindist með krabbamein. Eins og alltaf hjá þessum elskulegu hjón- um þá var þetta sameiginlegt verk- efni sem þeim hafði verið úthlutað. Samhent tókust þau á við lyfjameð- ferðir og mikla aðgerð. Þau voru bjartsýn og létu aldrei neinn bilbug á sér finna. Í fjarlægð hef ég dáðst að hve fal- lega og vel þau tóku á þessum málum. Í vor fór sjúkdómurinn að herja frek- ar á. Sumarið var erfitt og Sævar Jens Sævar Guðbergsson ✝ Jens Sævar Guð-bergsson fæddist í Hvammi (nú Gerða- vegur 5) í Garði 9. desember 1948. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja 24. september 2010. Útför Jens Sævars fór fram frá Útskála- kirkju 1. október 2010. mikið veikur. Að morgni 24. september kom svo hringingin sem ég var búin að kvíða, Sævar var dá- inn. Elsku Óla mín, þú mátt vera svo stolt af samvistum þínum og Sævars í gegnum lífið. Þið voruð einstök hjón og samband ykkar allt- af jafn kærleiksríkt. Elsku Sveinn, Jens, Sveina, Særún, Hallur, tengdabörn og barna- börn, það er lítið hægt að segja en við reynum að hugga okkur við að sigr- arnir voru margir þó svo að orrustan tapaðist. Þið eigið minningar um ynd- islegan mann sem barðist og ætlaði að sigra vágestinn, hann var hetja. Vinir í varpa hafa tekið á móti honum í nýj- um heimkynnum. Elsku Sævar, þú sagðir við mig í sumar: „Þóra, við sjáum til hvernig þetta fer.“ Ég fékk harðan hnút í magann en nú vitum við endalokin og ég er sorgmædd og sakna þín mikið. Enn ein skær og falleg stjarna hefur bæst við á himnum. Ég flyt þér af hljóðu hjarta hinstu kveðju og þakk- argjörð. Sofðu vært kæri vinur, ég man þig alltaf. Gunnþóra (Þóra Fríða). Ég þekkti Sævar aðeins um skamma hríð, en þau kynni voru afar kær og mér mjög dýrmæt. Hann var einstakur maður, góður í gegn með afskaplega notalega nærveru. Við kynntumst í gegnum okkar góða sam- eiginlega vin, Ásmund Friðriksson, í stjórnmálavafstri fyrir rúmu ári. Sævar hafði mikinn áhuga á stjórn- málum og fóru skoðanir okkar vel saman. Hann var tryggur stuðnings- maður, lét mig vita af því að hann fylgdist náið með því sem var að ger- ast á Alþingi og gantaðist með það að hann missti aldrei af ræðu „sinnar“ á þinginu. Mér er heiður að því að hann hafi álitið mig „sína“. Ég á eftir að sakna hans og hugsa til hans þegar ég stíg næst í pontu, sannfærð um að hann er að hlusta. Við Guðjón sendum Ólu, börnum þeirra Sævars og fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning góðs drengs. Ragnheiður Elín Árnadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.