Morgunblaðið - 05.10.2010, Síða 24

Morgunblaðið - 05.10.2010, Síða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 2010 ✝ Árni Sig-ursteinsson fædd- ist á Brakanda í Hörgárdal 30. októ- ber 1921. Hann lést á hjartadeild Landspít- alans 27. september 2010. Hann var sonur hjónanna Jóns Sig- ursteins Júlíussonar frá Brakanda og Lilju Sveinsdóttur frá Flögu í Skriðuhreppi í Eyjafirði. Bræður Árna voru Sveinn og Eiríkur sem báðir eru látnir. Árni kvæntist árið 1945 Ólöfu Elíasdóttur frá Ísafirði, f. 1924. Þau eignuðust tvo syni: Eyþór, f. 1948, kvæntur Sigurbjörgu Einarsdóttur, f. 1950, og eiga þau þrjú börn, Ólöfu Lilju, f. 1973, Árna Þór, f. 1976, og Erlu Sóleyju, f. 1980; Haf- þór, f. 1950 kvæntur Jónínu Ólafs- dóttur, f. 1951, og eiga þau fjögur börn, Sigríði Kristínu, f. 1970, Hönnu Björk, f. 1973, Ólaf Árna, f. 1981, og Helgu Maríu, f. 1984. Langafabörnin eru 13 talsins. Árni ólst upp á Brakanda en fluttist til Akureyrar. Þaðan fluttist hann til Reykjavíkur árið 1943. Hann og Ólöf bjuggu sín fyrstu ár í Kirkjustræti 2 en fluttust þaðan á Frakkastíg 22. Lengst af bjuggu þau í Glaðheimum 4 en síðustu tvö árin bjuggu þau á Strikinu 8 í Garðabæ. Árni starfaði í nokkur ár hjá Raf- lampagerðinni Suðurgötu en frá 1950 og þar til hann hætti sökum aldurs vann hann sem afgreiðslu- maður hjá Skeljungi eða í rúm 40 ár. Útför Árna fer fram frá Lang- holtskirkju í dag, 5. október 2010, og hefst athöfnin kl. 13. Nú er elsku afi okkar búinn að kveðja þennan heim eftir skamm- vinn veikindi. Á slíkri stundu hrann- ast upp góðar og fallegar minningar um afa. Þegar við vorum yngri var afi mikill gæi og ekki beint afalegur eins og afar vina okkar voru. Afi gekk nefnilega í gallabuxum, með hárið snyrtilega greitt aftur og með sólgleraugu. Hann var alloft með greiðuna á lofti og eru okkur minn- isstæðar bílferðirnar á vel bónuðum Volvonum þar sem afi tók greiðuna upp, nánast á hverjum umferðar- ljósum. Við minnumst einnig margra skemmtilegra stunda uppi í Skammadal þar sem afi og amma voru með lítið hús og þar ræktaði fjölskyldan kartöflur, gulrætur og rófur á hverju sumri. Afi hafði mik- inn áhuga á kartöflurækt og hafði oft áhyggjur af því hversu seint við tókum upp kartöflurnar á haustin. Við minnumst líka góðra stunda á heimili þeirra í Glaðheimunum sem afi var mjög stoltur af að hafa byggt. Hann var mjög handlaginn og dug- legur að hjálpa ömmu við jólaföndr- ið hennar. Hann sagaði m.a. niður trjáboli og lakkaði þá, útbjó stóla og skó á jólafígúrurnar hennar. Einnig var hann mjög flinkur með litla vasahnífinn sinn í laufabrauðsút- skurðinum og erum við ekki frá því að laufabrauðin hans hafi alltaf verið flottust í jólaboðunum í Glaðheim- unum. Við erum þakklát fyrir þann góða tíma sem við höfum átt með afa okk- ar. Við eigum eftir að sakna hans mikið og biðjum góðan guð að geyma hann. Ólöf Lilja, Árni Þór og Erla Sóley. Elsku afi, okkur langar nú þegar við kveðjum þig að rifja upp nokkrar ánægjulegar stundir sem við áttum með þér. Þau voru ófá skiptin sem við heimsóttum þig á bensínstöðina, þangað fannst okkur gaman að koma, þar sem þú bauðst upp á app- elsín og lakkrísrör og við fengum líka að fara með strætó til þín. Þú varst alltaf svo flottur, alltaf svo vel tilhafður með greiðuna í rassvasan- um. Oft dáðumst við að fallegu hlut- unum sem þú hafðir svo gaman af að gera. Ósjaldan komum við barna- börnin í jólaföndur, laufabrauðsút- skurð og konfektmolagerð, hafa þessar heimsóknir oft verið rifjaðar upp þar sem ýmislegt skemmtilegt gerðist á þessum stundum. Minn- ingarnar sem barnabarnabörnin eiga um langafa sinn eru einnig margar og góðar. Það var alltaf gaman að hitta langafa, þó svo að það hafi verið stutt í stríðnispúkann hjá honum af og til. Þú varst hepp- inn með heilsuna allt þitt líf, þó svo að síðustu árin hafir þú glímt við veikindi varstu svo heppinn að geta verið heima, þar sem amma hugsaði þá svo vel um þig. Við munum geyma góðar minn- ingar um þig í hjörtum okkar. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Guð geymi þig. Fyrir hönd okkar systkinanna, Hanna Björk Hafþórsdóttir. Elsku afi, nú er komin kveðju- stund og mig langar að kveðja þig með örfáum orðum og þakklæti fyrir allan þann tíma sem við höfum feng- ið að njóta þín hér. Nú munu aðrir njóta krafta þinna á einhverjum öðr- um stað og þú njóta þín aftur við að laga og dytta að hlutum sem þarfn- ast viðgerðar eða fegrunar, þessa hluti sem þú hafðir svo gaman af að gera getur þú nú farið að dunda þér við á ný. Ég er þakklát fyrir allar þær góðu minningar sem við eigum af Strikinu, Glaðheimunum, Skammadalnum og sumarbústaðn- um hjá mömmu og pabba. Ég á líka eftir að minnast og hafa gaman af að rifja upp sögurnar sem þú sagðir mér, þegar þú ungur maður varst að temja folana þína. Hver veit nema áhugi minn á dýrum og þá sérstak- lega hrossum hafi kviknað í þessum sögum. Við skulum seinna finna fol- ana okkar og þeysast saman um á þeim. Í hjarta mínu geymi ég fallega mynd af þér. Hvíldu í friði, elsku afi. Sigríður Kristín (Didda Stína). Árni Sigursteinsson ✝ Elskuleg móðursystir okkar og mágkona, UNA ÞORGILSDÓTTIR, Ólafsbraut 62, Ólafsvík, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtu- daginn 7. október kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Ólafur Sveinsson, Kristlaug Sigríður Sveinsdóttir, Sveinn B. Ólafsson. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HULDA SNORRADÓTTIR frá Dagverðartungu, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn 8. október kl. 13.30. Gylfi Pálsson, Rósa María Björnsdóttir, Ragna Pálsdóttir, Ævar Ragnarsson, Gísli A. Pálsson, Stefanía Þorsteinsdóttir, Snjólaug Pálsdóttir, Þorsteinn Sigurðsson, Snorri Þ. Pálsson, ömmu- og langömmubörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, AUÐAR WAAGFJÖRD JÓNSDÓTTUR frá Garðhúsum, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á 4. hæð á Sólvangi í Hafnarfirði fyrir frábæra umhyggju, þolinmæði og hlýju. Kristinn Jörundsson, Steinunn Helgadóttir, Kristín Bára Jörundsdóttir, Eiríkur Mikkaelsson, Jón Sævar Jörundsson, Rita Arnfjörð Sigurgarðsdóttir, Alda Guðrún Jörundsdóttir, Jóhann Hlöðversson, Anna Sigríður Jörundsdóttir, Bjarni Kristinn Jóhannsson, Jörundur Jörundsson, Áslaug Hreiðarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Við þökkum auðsýnda samúð vegna fráfalls okkar ástkæra, JÓNS MARÍNÓ SAMSONARSONAR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar A2 á hjúkrunarheimilinu Grund. Heiðbrá Jónsdóttir, Einar Baldvin Baldursson, Svala Jónsdóttir, Hildur Eir Jónsdóttir, José Enrique Gómez-Gil Mira, Sigrún Drífa Jónsdóttir, Árni Sören Ægisson, Soffía, Helga, Baldvin, Jón, Íris Eir, Sóley Margrét, Rósa og Eiður Ingi. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku- legrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, AÐALBJARGAR ÞORKELSDÓTTUR frá Felli, til heimilis að, Hraunbúðum, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hraunbúða fyrir frábæra umönnun, ljúft viðmót og hlýju. Magnea G. Magnúsdóttir, Hannes Haraldsson, Grímur Magnússon, María Ármannsdóttir, Helga Magnúsdóttir, Jón Ragnar Sævarsson, Hafdís Magnúsdóttir, Jón Ólafur Svansson, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, afa og langafa, SIGURÐAR ÓLAFSSONAR slökkviliðsmanns, Skipalóni 26, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjartadeildar og göngudeildar hjartasjúklinga við Landspítalann við Hringbraut, fyrir frábæra umönnun og hlýju. Einnig til Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins fyrir auðsýndan stuðning, virðingu og vinarhug. Ingunn Elísabet Viktorsdóttir, Viktor Rúnar Sigurðsson, Ásthildur Elín Guðmundsdóttir, Kristín Sigurðardóttir, Sæmundur Bjarnason, Guðrún Lísa Sigurðardóttir, Viðar Utley, barnabörn og barnabarnabarn. Lokað Vegna jarðarfarar Önnu Höllu Björgvinsdóttur verður bókasafnið lokað þriðjudaginn 5. október kl. 12.30 - 15.00. Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA GUÐFINNA JÓNSDÓTTIR, Brúnalandi 20, Reykjavík, lést föstudaginn 1. október. Sverrir Helgason, Óskar Sverrisson, Eiríksína Kr. Hafsteinsdóttir, Jón Sverrir Sverrisson, Margrét Steindórsdóttir, Helgi Sverrisson, Sigurborg Kristín Stefánsdóttir, Sigríður Ragna Sverrisdóttir, Sigurbjörn Jón Gunnarsson og barnabörn. ✝ Faðir okkar, ÞÓRARINN Þ. GÍSLASON tónlistarmaður, Reykjavík, andaðist á líknardeild Landspítalans sunnu- daginn 3. október. Minningarathöfn verður í Neskirkju fimmtudaginn 7. október kl. 13.00. Jarðsett verður frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 9. október kl. 14.00. Fyrir hönd vandamanna, Margrét Palestini, Ingibjörg Sigurrós Stumpfl, Gísli Þór Þórarinsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.