Morgunblaðið - 05.10.2010, Síða 26

Morgunblaðið - 05.10.2010, Síða 26
26 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 2010 Sudoku Frumstig 8 3 6 5 2 7 4 4 3 7 1 2 7 4 5 1 8 5 8 3 3 2 5 8 2 3 3 6 3 6 1 9 9 2 3 4 3 4 5 6 9 3 2 8 5 2 1 8 6 4 2 4 9 1 6 2 5 3 1 8 4 5 8 6 7 5 4 7 2 5 8 7 6 2 3 4 6 5 1 3 4 2 8 7 9 3 4 9 8 7 5 2 6 1 8 7 2 9 6 1 3 5 4 2 6 5 4 8 9 1 3 7 1 3 7 5 2 6 9 4 8 9 8 4 7 1 3 6 2 5 4 1 3 6 9 7 5 8 2 5 2 8 1 3 4 7 9 6 7 9 6 2 5 8 4 1 3 4 7 1 9 2 6 5 8 3 9 8 2 1 5 3 7 4 6 6 5 3 4 7 8 1 9 2 1 4 6 2 3 5 9 7 8 5 3 9 7 8 1 6 2 4 8 2 7 6 9 4 3 1 5 7 6 8 5 1 2 4 3 9 3 9 4 8 6 7 2 5 1 2 1 5 3 4 9 8 6 7 7 3 1 2 9 6 5 8 4 9 5 8 7 4 1 3 2 6 6 2 4 3 8 5 1 9 7 2 1 7 9 5 3 4 6 8 4 6 3 8 7 2 9 1 5 5 8 9 1 6 4 7 3 2 8 7 2 4 3 9 6 5 1 1 9 5 6 2 7 8 4 3 3 4 6 5 1 8 2 7 9 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Flóðogfjara 5. október Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 4.11 3,6 10.22 0,7 16.27 3,9 22.48 0,4 7.49 18.45 Ísafjörður 0.06 0,3 6.14 1,9 12.20 0,3 18.22 2,2 7.57 18.46 Siglufjörður 2.06 0,3 8.31 1,3 14.20 0,3 20.38 1,3 7.40 18.29 Djúpivogur 1.11 1,9 7.17 0,6 13.39 2,1 19.49 0,6 7.19 18.13 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Krossgáta Lárétt | 1 viðarbútur, 4 bol- ur, 7 konungur, 8 mis- kunnin, 9 þreyta, 11 geð, 13 lélegur kveðskapur, 14 gól, 15 falskur, 17 döpur, 20 bók- stafur, 22 hæð, 23 bumba, 24 nirfilsháttur, 25 skyldmenn- in. Lóðrétt | 1 afdrep, 2 skott- ið, 3 maður, 4 dauði, 5 ung- viðin, 6 gripdeildin, 10 rán- dýr, 12 skepna, 13 skar, 15 illmennin, 16 skoðunar, 18 kompa, 19 fugl, 20 hlífa, 21 slíta. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 mertrippi, 8 erjur, 9 urtan, 10 tin, 11 dunda, 13 neita, 15 harms, 18 elgur, 21 tif, 22 lamdi, 23 aðals, 24 manngildi. Lóðrétt: 2 eljan, 3 tyrta, 4 Iðunn, 5 patti, 6 feld, 7 unna, 12 dóm, 14 ell, 15 hold, 16 remma, 17 stinn, 18 efaði, 19 grand, 20 Rósa. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Í dag er þriðjudagur 5. október, 278. dagur ársins 2010 Orð dagsins: En ef einhver elskar Guð, þá er hann þekktur af honum. (I.Kor. 8, 3.) Víkverji hefur síðustu vikurnarhugsað Símanum þegjandi þörf- ina, ekki síst er hann situr í eldhúsinu og reynir að horfa á fréttir Sjón- varpsins í svarthvítum hríðarbyl á skjánum. Þetta byrjaði með saklausu bréfi er kom frá Símanum inn um lúguna, þess efnis að skipta þyrfti um sjónvarpskerfi, úr breiðbandi yfir í ljósleiðara með ADSL-tengingu. Þar sem ekki voru gefnir margir val- kostir hugsaði Víkverji með sér að hann yrði að taka þátt í tæknibylting- unni eins og allir hinir, í þeirri von að lífsgæði heimilisins myndu haldast þau sömu er kemur að sjónvarps- glápi. Líkt og hann gerði þegar loft- netið var aftengt og breiðbandið kom í hús. Annað kom þó á daginn. x x x Tvö sjónvarptæki hafa verið ínotkun á heimili Víkverja, annað í stofunni og hitt í eldhúsinu. Gæðin í stofunni eru í sjálfu sér í lagi, skýr mynd og möguleiki á fleiri stöðvum að horfa á. En til að sjá útsendingar í eldhúsinu varð Víkverji að punga út allt að 25 þúsund krónum ef hann ætlaði að fá Ljósnetið tengt þangað. Frekar var þá gamalt inniloftnet dregið fram úr geymslunni til að sjá fréttir yfir kvöldmatnum. Sagan er þá ekki öll sögð. Er tæknimaður kom frá Símanum til að skipta um myndlykla kom babb í bát- inn. Ljósnetinu fylgdi löng og ljót snúra, grá að lit, úr símamótaldinu (ráternum) í sjónvarptækið. Víkverji gat ekki ákveðið sig á staðnum hvaða leið yrði farin með snúruna og bað um umhugsunarfrest áður en farið yrði að bora í veggi eða umturna skipulagi stofunnar. Hálfum mánuði síðar lá ákvörðun fyrir, þ.e. að leggja snúruna gráu dágóða leið að tækinu og annar tæknimaður kom frá Sím- anum til að græja það. Sú vinna var svo á kostnað Víkverja og er hann var eitthvað að tuða í tæknimann- inum yfir þessari kerfisbreytingu Símans sagði hann að verki loknu: Ef þú ert ósáttur geturðu líka skipt um símafyrirtæki! Þann valkost vantaði að sjálfsögðu í bréf Símans, og aldrei að vita nema Víkverji láti bara verða að því. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Be3 Rf6 6. f3 d5 7. Rxc6 bxc6 8. exd5 Rxd5 9. Bf2 Hb8 10. Dc1 Df6 11. c3 De5+ 12. Kd1 Dc7 13. Kc2 e5 14. Rd2 Bf5+ 15. Re4 Bg6 16. Bd3 Rf4 17. g3 Rxd3 18. Kxd3 f5 19. Rd2 e4+ 20. Ke2 Dd7 21. Be3 Be7 22. f4 0-0 23. Dc2 Hfd8 24. Hab1 Dd5 25. Rb3 Db5+ 26. Kf2 Da4 27. Rd4 Dxc2+ 28. Rxc2 c5 29. b4 Hbc8 30. bxc5 Bxc5 31. Rd4 Bf7 32. Hb2 g6 33. Hd1 Bb6 34. Hc1 Bc4 35. Rc2 Staðan kom upp í opna flokki Ól- ympíuskákmótsins sem er nýlokið í Khanty-Mansiysk í Síberíu í Rúss- landi. Íslenski stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2.585) hafði svart gegn Mondoly Sanon (2.120) frá Haítí. 35. … Hd2+! og hvítur gafst upp enda staða hans að hruni komin eftir t.d. 36. Ke1 Bxe3. Svartur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Öryggisspilamennska. Norður ♠KDG53 ♥108 ♦754 ♣842 Vestur Austur ♠1087 ♠9642 ♥G ♥542 ♦DG1098 ♦62 ♣D965 ♣KG73 Suður ♠Á ♥ÁKD9763 ♦ÁK3 ♣Á10 Suður spilar 7G. Í Meistaratvímenningi Bandaríkja- manna spila þeir einir sem hafa unnið sér inn 300 meistarastig eða meira. Þar eru engir byrjendur á ferð. Með hlið- sjón af því þótti keppnisstjóra furðulegt að finna stakan 100-kall í dálki A-V við hliðina á súlu af 2220 í N-S fyrir 7G sögð og unnin. Hann skoðaði allar hendur og sá að einsemd hjartagosans tryggir sagnhafa aðgang að spöðum blinds og þar með alla slagina. Var um skráningarvillu að ræða? Útspilið var ♦D. Nei. Umræddur sagnhafi gerði sér grein fyrir því að eina vinningsvonin væri blankur ♥G. En líkur á slíkri draumalegu eru aðeins 13%. Með því að leggja niður ♥Á færi hann því tvo niður í 87% tilvika. Það vildi hann ekki og spilaði þess vegna smáu hjarta að ♥10-8 til að sleppa örugglega einn niður. Guðmundur Hreiðarsson er fimmtugur í dag sam- kvæmt þjóðskrá. „Samkvæmt þjóðskránni já, en ekki samkvæmt fæðingardegi mínum. Ég á afmæli 5. september,“ segir Guðmundur. „Ég fæddist í heimahúsi hjá ömmu minni. Ég fæddist þar 5. september 1960. Einhverra hluta vegna er ég skráður vitlaust í kirkjubækur. Þetta byrjaði á því að ljósmóðirin sem tók á móti mér skráði vitlausan mánuð. Ég var skírður skömmu síðar og þetta var skráð og staðfest í kirkjubók- um.“ Guðmundur kveðst hafa uppgvötvað mistökin þegar hann sótti um skellinöðruréttindi fimmtán ára gamall. „Þá var skráð í bókum hjá sýslumanni að ég væri fæddur 5. október. Síðan var þetta tölvukeyrt en aldrei lagað,“ segir Guðmundur og bætir við að það sé ómögulegt að leiðrétta villuna. „Fyrirtæki geta skipt um kenni- tölu en einstaklingar ekki. Ég er þannig með vitlaust skráðan fæðing- ardag í þjóðskrá en samkvæmt öllum sem enn eru á lífi og þekkja mig á ég afmæli 5. september. Ég reyndi að laga þetta fyrir tuttugu árum. Þegar ég var búinn að ganga á milli stofnana í vikur og mánuði þá gafst ég bara upp.“ jonasmargeir@mbl.is Guðmundur Hreiðarsson á ekki afmæli í dag Átti afmæli í september 5. október 1949 Dregið var í fyrsta sinn í Vöruhappdrætti Sambands íslenskra berklasjúklinga (SÍBS). Hæsti vinningur, hús- gögn í tvær stofur, kom á miða númer 18064. 5. október 1963 Hljómar léku í fyrsta sinn opinberlega, í Krossinum í Njarðvík. Nákvæmlega fjörutíu árum síðar héldu þeir tónleika í Austurbæ. 5. október 1991 Blönduvirkjun var formlega tekin í notkun. Fram- leiðslugeta hennar er 150 megawött. Stofnkostnaður virkjunarinnar var meira en 12 milljarðar króna. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … Hlutavelta Natalía Rúnars- dóttir, Þórdís Katla Sverrisdóttir og Embla Eik Arn- arsdóttir voru með tombólu í Aust- urveri 2. október sl. Þær söfnuðu 9.517 krónum sem þær færðu Rauða krossinum. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Að vera vel undirbúin/n er lykillinn að sjálfstrausti þínu. Orka þín fer til spillis og þér líður ekki nógu vel vegna óánægju þinnar með vinnuaðstæður. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú ert í mjög góðri stöðu til þess að nýta þér tækifæri sem dettur á borð þitt, en það er ekki þar með sagt að þú eigir að gera það. Opnaðu gluggann og hreinsaðu loftið. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Ástarsamband þitt veldur þér hug- arangri þessa dagana. Einhver kvilli gerir þér lífið líka leitt. Leitaðu læknis. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Hvort sem um er að ræða umferð, veður eða hæga nettengingu, finnst þér þú vera leiksoppur örlaganna í dag. Slakaðu á. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Einhver löngu liðinn atburður setur of mikinn svip á nútímann. Skipulagning þín auðveldar ýmislegt. Ekki vera súr yfir veðrinu, það gæti verið verra. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Ástvinir vilja allt fyrir þig gera af því að þú ert svo skapgóð/ur í kringum þá. Sinntu vinunum sem þú mátt, því þú munt fá það endurgoldið með einhverjum hætti. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Nú er kominn tími til að þú njótir lífsins. Lokaðu eyrunum ef þú ert beðin/n um greiða sem aðrir geta sinnt. Nudd og gufa er málið. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú færð tækifæri til þess að láta ljós þitt skína. Ekki leita að ástinni, hún kem- ur óvænt úr allt annarri átt en þú átt von á. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Það er ekki við aðra að sakast þótt þú sért undir miklu vinnuálagi. Þú gleyp- ir við öllum verkefnum sem að þér eru rétt. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Harðar deilur verða til þess að fyr- irhyggja þín og góðar meiningar eru mis- skilin. Hækkaðu tónlistina í kvöld og áhyggjur dagsins hverfa á nokkrum mínútum. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Umburðarlyndi er undirstaða sambands fólks í millum. Ekki eyða einni ein- ustu mínútu í áhyggjur af hvort einhver elskar þig eða ekki, ef þú elskar þig er það nóg. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú átt ekki að hika við að segja þína meiningu, hver sem í hlut á. Vertu skorinort/ ur og réttsýn/n. Næmi þitt á líðan annarra mun koma sér vel fljótlega. Stjörnuspá Bozena Rajch- artová, fyrrver- andi sendiherra- frú á Íslandi, er áttatíu og fimm ára í dag, 5. októ- ber. Hún fagnar afmælinu á heim- ili sínu í Prag. 85 ára Sigtryggur Helgason for- stjóri, Hlyngerði 12, Reykjavík, er áttræður í dag, 5. október. Hann ver afmælisdeg- inum með fjöl- skyldu og vinum. 80 ára

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.