Morgunblaðið - 05.10.2010, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 05.10.2010, Qupperneq 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 2010 Um þessar mundir stendur yfir í Tate Brita- in í London sýn- ing á verkum eft- ir mann sem margir segja hafa vísað fólki leið inn í nú- tímann, eins og við þekkjum hann; Eadweard Muybridge (1830-1904). Hann var merkur uppfinningamaður, og einn merkasti landslagsljósmyndari sög- unnar, en er ekki síst minnst fyrir það í dag að hafa skapað fyrstu kvikmyndirnar. Dæmi um þær gef- ur að líta á sýningunni. Hvert myndskeið er örstutt en þau sýna fólk framkvæma einfalda hluti; ganga, hlaupa eða fara upp stiga, eða sýna dýr, eins og páfa- gauk fljúga eða hest hlaupa. Muybridge tók myndirnar ekki á kvikmyndatökuvél, heldur á röð ljósmyndavéla, eina mynd á hverja. Hann fann síðan upp sýningavél, Zoopraxiscope kallaði hann hana, og sýndi myndirnar í Chicago árið 1893. Viðtökurnar ollu honum hins vegar svo miklum vonbrigðum, að Muybridge var hættur að sýna fólki kvikmyndirnar innan árs. Mynd- raðir hans eru hins vegar þekktar og hafa í raun vakið sífellt meiri áhuga innan list- og tækniheimsins eftir því sem tíminn hefur liðið, en þá sem ljósmyndir. Nú er hins veg- ar hægt að skoða þær í Tate- safninu sem „lifandi myndir“. Áhrif á myndlistina Gagnrýnendur segja sýninguna opna augu margra fyrir merkum frumherja. Gagnrýnandi The In- dependent segir tilraunir Muy- bridge hafa skipt sköpum hvað varðaði skilning manna á hreyfingu manna og dýra. Sumir kynnu að halda að sýningin ætti betur heima á vísindasafni en listasafni, en þeg- ar hún er skoðuð „skilur áhorfand- inn hvað Muybridge hefur haft gríðarleg áhrif á myndlist á 20. öld: frá Degas til Duchamps, gegnum Bacon og Hockney til konseptlista- manna samtímans, vinsælla kvik- myndagerðarmanna samtímans og leikstjóra tónlistarmyndbanda …“ Fyrstu kvik- myndirnar sýndar í Tate Myndröð eftir Muybridge Claude Monet (1840-1926) er einn umtalaðasti listamaðurinn í Frakklandi um þessar mundir en tvær sýningar með verkum hans verða opn- aðar í París þetta haustið. Í Grand Palais eru sýnd um 200 verk sem fengin eru að láni frá 70 söfnum víða um heim. Á sýningunni eru verk frá 60 ára ferli listamannsins. Þetta er stærsta yfirlitssýning á verkum Mo- nets í Frakklandi í 30 ár og höfðu 83.000 manns tryggt sér miða á sýninguna þegar hún var opnuð fyrir rúmri viku. Önnur sýning verður opnuð eftir tvo daga í Musée Marmottan Monet, með 130 málverkum. Claude Mo- net vinsæll í Frakklandi Frá sýningunni í Grand Palais ...má í stuttu máli lýsa henni sem para- dís fyrir ísgrísi 32 » Í næstu viku verður haldið í Gerðubergi námskeið um Þór- berg Þórðarson rithöfund, í umsjón Péturs Gunnarssonar. Á undanförnum árum hafa birst nýjar upplýsingar og bækur sem varpa ljósi á sitt- hvað áhugavert í lífi og ferli Þórbergs og á umsjónarmaður þátt í því, en í tveimur skáld- fræðisögum endurskapaði Pét- ur þroskasögu skáldsins á róm- aðan hátt. Námskeiðið verður haldið mánudaginn 11. október og miðvikudaginn 13., kl. 20-22. Nám- skeiðsgjald er kr. 8.000 og er skráning á gerdu- berg@reykjavik.is. Bókmenntir Stefnumót við Þór- berg Þórðarson Þórbergur Þórðarson Í kjölfar gossins í Eyja- fjallajökli hefur verið ákveðið að sýna nokkrar íslenskar eld- gosamyndir saman í Kvik- myndasafni Íslands. Kvikmyndirnar eru Hekla 1947, eftir Vigfús Sig- urgeirsson, Eldur í Heklu (1947) eftir Ósvald Knudsen, Prospect of Iceland ( Surtsey 1963 – brot úr landkynning- armynd) og Eldeyjan (Heima- ey 1973), eftir Pál Steingrímsson, Ernst Kettler og Ásgeir Long. Sýningarnar verða í Bæjarbíói í Hafnarfirði í kvöld, þriðjudag, kl. 20., og á laugardaginn kemur kl. 16. Kvikmyndir Eldgos í Kvik- myndasafninu Frá eldgosinu í Heimaey 1973 Lobbyists, sýning þeirra Li- biu Castro og Ólafs Ólafs- sonar í Nýlistasafninu, hefur verið framlengd til 9. október næstkomandi. Í þessu nýjasta verki sínu draga Ólafur og Libia upp mynd af fulltrúum þrýstihópa við störf í Brussel og Strass- borg, þar sem þeir reyna að hafa áhrif á ákvarðanatöku hjá Evrópusambandinu. Ýmis listform fléttast saman í verkinu. Þau Ólafur og Libia, sem hafa vakið athygli hér heimna og erlendis fyrir samfélagsrýna list- sköpun sína, verða fulltrúar Íslands á næsta Fen- eyjatvíæringi. Myndlist Sýning um fulltrúa þrýstihópa Libia Castro og Ólafur Ólafsson Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Það verður dagskrá frá klukkan átta á morgnana fram á nótt,“ segir Ása Richardsdóttir stjórnandi Keðju Reykjavík 2010, alþjóðlegrar sviðs- listahátíðar sem verður haldin í Reykjavík um næstu helgi. Hátíðin er samstarfsverkefni Íslenska dans- flokksins, Borgarleikhússins, Listaháskólans, Sjálfstæðu leikhús- anna og Reykjavík Dance Festival. En hver er þessi Keðja? „Keðja er umfangsmikil alþjóðleg sviðslistahátíð, hluti af miklu stærra verkefni en því sem fer fram hér,“ segir Ása. Verkefninu var hrundið af stokkunum fyrir þremur árum, af danskynningastofnunum á Norð- urlöndunum og í Eystrasaltslönd- unum, fyrir tilstuðlan stórra evr- ópskra og norrænna styrkja. Tilgangurinn er að reyna að skapa aukin tengsl á milli fólks í dans- samfélaginu í Norður-Evrópu. „Það hefur ekki verið mikið sam- starf á milli landanna og það þótti vera kominn tími til að skapa verk- efni þar sem fólk gæti hist, borið saman bækur sínar og skipst á hug- myndum,“ segir Ása. Von á um 250 erlendum gestum Hátíðin hér er sú síðasta af sex í verkefninu. Hver þessara viðburða hefur haft sitt þema en að þessu sinni er tekinn fyrir bræðingur list- greina, en þess sér glögglega stað í verkunum sem verða sýnd. „Við ákváðum að leggja mikla áherslu á listviðburðina sjálfa og er- um með fjórtán mismunandi sýn- ingar, af öllum stærðum og gerðum, um alla borg,“ segir Ása. „Þar að auki verða sex fyrirlestrar, flestir fluttir í Tjarnarbíói sem er aðal- viðkomustaður Keðju. Þá verður op- in dagskrá, óvenjulegir viðburðir og slúttað er með listrænni óvissuferð út í íslenska náttúru á sunnudags- kvöldið. Það verður því verið að frá morgni til kvölds. Það er von á um 250 erlendum gestum og við höfum gert þeim ljóst að þeir eru ekki að koma til Íslands til að sofa!“ Ása hlær. En hvað fá þátttakendur einkum út úr hátíð sem þessari? „Íslensku þátttakendurnir eru einkum okkar frábæra listafólk en yfir 80 listamenn taka þátt í sýning- unum sem boðið verður uppá á Keðju. Því miður koma ekki margir erlendir gestir allajafna til að upp- lifa íslenskar sviðslistasýningar, þótt þeim hafi sem betur fer farið fjölgandi á síðustu árum. Staðan hefur breyst mikið á síðustu tíu ár- um hvað það varðar. Fyrir tíu árum voru fáir íslenskir sviðslistamenn í alþjóðlegu samstarfi, mjög fáir sem sýndu erlendis eða voru í samtali við kollega í öðrum löndum. Þetta hefur gjörbreyst. Til dæmis starfar meiri- hluti íslenskra danshöfunda nú jöfn- um höndum á Íslandi og erlendis og leikhópurinn Vesturpost hefur farið sigurför um heiminn, eins og al- kunna er.“ Tengsl og nýjar viðmiðanir Ása segir að megintilgangurinn með hátíðinni sé að mynda tengsl og gefa fólki nýjar viðmiðanir, nokkuð sem gerist ekki svo glatt í litlu sam- félagi sem okkar ef ekki er unnt að spegla sig í því sem gerist annars staðar. „Listamenn þurfa að geta borið sig saman við það sem gerist í stærra samhengi, og þeir þurfa að finna fyrir því að þeir tilheyri ört vaxandi alþjóðlegri listgrein. Ég fullyrði að íslenskt sviðslistafólk stenst fyllilega samanburð við hvern sem er í hinum stóra heimi og það felast fjölmörg efnahagsleg og listræn tækifæri í því að styrkja tengslin út úr landinu enn frekar.“ Til að kynna betur það sem listamenn eru að gera á þessu sviði hér á landi, hef- ur rúmlega 20 manna hópi kaupenda sviðlistasýninga verið boðið sérstaklega. Ása segir þetta vera stjórnendur stórra hátíða, danshúsa og leikhúsa frá Evrópu, Kanada og Bandaríkjunum sem hafa hug á að þefa uppi spenn- andi listafólk og spennandi sýn- ingar. „Ég geri mér vonir um að margar af sýningum á Keðju eigi eftir að rata á erlendan markað, fyrir til- stuðlan þessa hóps,“ segir hún. „Á fyrri fimm viðburðum verkefn- isins hefur listafólk frá þátt- tökulöndunum hist og fundið sálu- félaga. Keðja er því orðin einskonar móður-tengslanet margra lítilla hópa og verkefna á Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndunum; þau eru farin að skipta tugum verkefnin sem hafa orðið til vegna þess að Keðja hefur skapað skilyrði fyrir þetta fólk til að hittast. Eins og annað í sam- félaginu þrífst listin best í samtali. Margt af besta sviðslistafólki lands- ins tekur þátt í Keðju og Keðja Reykjavík hefði aldrei orðið að veru- leika ef fólk hefði ekki verið svona spennt fyrir því að taka þátt. Færri taka þátt en vildu því við fengum tugi umsókna sem valið var úr,“ seg- ir Ása. Eins og fyrr segir er Keðja Reykjavík síðasti viðburðurinn í sex viðburða röð. „Vonandi er þetta þó ekki endirinn á þessu því það stend- ur til að sækja um stuðning fyrir áframhaldandi verkefni og fá ný lönd til samstarfs,“ segir Ása. „Fullyrði að íslenskt sviðslista- fólk stenst fyllilega samanburð“ Morgunblaðið/Ómar Bræðingur „Transaquania – Into Thin Air“ er meðal sviðslistaverkanna sem flutt verða á Keðju um næstu helgi.  Alþjóðleg sviðs- listahátíð verður haldin hér um helgina Á Keðju Reykjavík 2010, hinni alþjóðlegu sviðs- listahátíð sem verður haldin hér um næstu helgi, verður boðið upp á fjórtán ólíkar sýningar íslenskra listamanna, virta fyr- irlesara og ýmsar aðrar uppákomur víða um borgina. Á meðal sýninganna má nefna Humanimal, Transaquania – Into Thin Air en það er ný útfærsla sýn- ingar sem var sett up í Bláa lóninu í fyrra, The Schneider sisters og An Eternal Piece on Relativity. Þema hátíðarinnar er bræðingur listgreina, en í sýningunum taka höndum saman listamenn úr hin- um ýmsu geirum íslensk menning- arlífs: dansarar, leikarar, tónlist- arfólk og myndlistarmenn. Á þriðja hundrað erlendra gesta sækir hátíðina, þ. á m. margir for- stöðumenn menningarstofnana. Bræðingur ýmissa listgreina KEÐJA REYKJAVÍK STENDUR FYRIR UPPÁKOMUM VÍÐA Ása Richardsdóttir stjórnandi Keðju www.kedja.id.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.