Morgunblaðið - 05.10.2010, Blaðsíða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 2010
568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is
Gauragangur (Stóra svið)
Sun 10/10 kl. 20:00 9.k Fös 29/10 kl. 20:00 aukas Fim 18/11 kl. 20:00 14.k
Fim 14/10 kl. 20:00 10.k Fim 4/11 kl. 20:00 12.k
Fim 21/10 kl. 20:00 11.k Lau 13/11 kl. 20:00 13.k
Eftir Ólaf Hauk Símonarson - tónlist Nýdönsk
Harry og Heimir (Litla sviðið)
Lau 9/10 kl. 19:00 aukas Fös 22/10 kl. 19:00 11.k Lau 30/10 kl. 19:00 15.k
Fös 15/10 kl. 19:00 8.k Lau 23/10 kl. 19:00 12.k Sun 31/10 kl. 20:00 16.k
Lau 16/10 kl. 19:00 9.k Sun 24/10 kl. 20:00 13.k
Lau 16/10 kl. 22:00 10.k Fim 28/10 kl. 20:00 14.k
Allra síðustu sýningar í Rvk. Sýnt á Akureyri í nóv.
Enron (Stóra svið)
Lau 9/10 kl. 20:00 6.K Lau 23/10 kl. 20:00 10.k Fös 12/11 kl. 20:00 14.k
Fös 15/10 kl. 20:00 7.K Fim 28/10 kl. 20:00 11.k Lau 20/11 kl. 20:00 15.k
Lau 16/10 kl. 20:00 8.k Lau 30/10 kl. 20:00 12.k Fim 25/11 kl. 20:00 16.k
Fös 22/10 kl. 20:00 9.k Lau 6/11 kl. 20:00 13.k Sun 28/11 kl. 20:00 17.k
Heitast leikritið í heiminum í dag
Fólkið í kjallaranum (Nýja svið)
Fös 8/10 kl. 20:00 Fors Lau 23/10 kl. 19:00 6.k Lau 6/11 kl. 22:00 aukas
Lau 9/10 kl. 20:00 Frums Lau 23/10 kl. 22:00 aukas Sun 7/11 kl. 20:00 13.k
Þri 12/10 kl. 20:00 aukas Sun 24/10 kl. 20:00 7.k Fös 12/11 kl. 19:00 14.k
Fös 15/10 kl. 20:00 2.k Þri 26/10 kl. 20:00 aukas Fös 12/11 kl. 22:00 15.k
Lau 16/10 kl. 19:00 3.k Fim 28/10 kl. 20:00 8.k Sun 14/11 kl. 20:00 16.k
Lau 16/10 kl. 22:00 aukas Lau 30/10 kl. 19:00 9.k Lau 20/11 kl. 19:00 17.k
Sun 17/10 kl. 20:00 4.k Lau 30/10 kl. 22:00 aukas Lau 20/11 kl. 22:00 18.k
Þri 19/10 kl. 20:00 aukas Sun 31/10 kl. 20:00 10.k Sun 21/11 kl. 20:00 19.k
Mið 20/10 kl. 20:00 5.k Mið 3/11 kl. 20:00 11.k
Fös 22/10 kl. 19:00 Aukas Lau 6/11 kl. 19:00 12.k
Leikgerð verðlaunasögu Auðar Jónsdóttur
Horn á höfði (Litla svið)
Lau 9/10 kl. 13:00 aukas Sun 17/10 kl. 14:00 7.k Lau 30/10 kl. 13:00 10.k
Sun 10/10 kl. 14:00 6.k Lau 23/10 kl. 13:00 8.k Sun 31/10 kl. 14:00 11.k
Lau 16/10 kl. 13:00 aukas Sun 24/10 kl. 14:00 9.k
Gríman: Barnasýning ársins 2010!
Orð skulu standa (Litla svið)
Þri 5/10 kl. 20:00 Þri 19/10 kl. 20:00
Þri 12/10 kl. 20:00 Þri 26/10 kl. 20:00
Gestir 5/10: Guðrún Ásmundsdóttir leikkona og Gunnar Eyjólfsson leikari
Húmanímal (Stóra Sviðið)
Fös 8/10 kl. 21:45
Verðlaunasýning - flutt einu sinni í tilefni af sviðslistahátíðinni Keðju
Þú ert hér (Litla sviðið)
Fös 8/10 kl. 23:15
Aukasýning í tilefni af Keðju. Sýningin er flutt á ensku.
Orð skulu standa 3. þáttur í kvöld
Ath. Sýningar hefjast kl. 19:00
Nánar á leikhusid.is
Sími miðasölu 551 1200
Mbl, GSP
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Ígegnum blómatíma „kvik-myndavorsins“, og allar götursíðan, er það undravert aðenginn kvikmyndagerð-
armaður hefur litið til hafs til að fást
við undirstöðuatvinnuveginn, sjó-
mennskuna. Að vísu fengum við
Reykjavík Rotterdam, hreint magn-
aða spennumynd, en hún fjallaði um
farmenn og smygl, sem getur tæpast
kallast mikilvæg atvinnugrein – þó að
hún færi einhverjum björg í bú.
Flestir vilja sjálfsagt gleyma ósköp-
unum RWWM, en nú hefur lang-
þráðu marki verið náð með Brimi,
sem er gerð af Árna Ólafi Ásgeirssyni
og leikurum sem annaðhvort hafa
unnið að mestu leyti fyrir Vesturport
eða verið í tengslum við þann merk-
ishóp. Hann stóð einnig að baki sam-
nefndu leikriti Jóns Atla Jónassonar
sem myndin er byggð á.
Brim er ekki hefðbundin mynd um
sjómannslíf þó að hún fjalli um það á
yfirborðinu. Umhverfið er lengstum
vertíðarbáturinn Jón á Hofi (mér
skilst að í handriti heiti hann Brim, en
ekkert hefur verið gert til að breyta
nafninu á bátnum sem var notaður.)
Útgerðin gengur brösuglega, skip-
stjórinn, Anton (Ingvar Eggert Sig-
urðsson), er búinnn að missa móðinn
eftir að hafa misst skip og áhöfn í haf-
ið, þ.á m. bróður sinn. Hann er með
Brim því hann hefur ekki menntun til
annars, áhuginn og aflasældin hafa
kvatt manninn. Þegar svo er komið
fæst ekki góður mannskapur um borð
og óhöppum fer fjölgandi. Logi
(Björn Hlynur), er skapofsamaður,
sem að einhverju leyti stafar af því
hann hefur konu sína grunaða um
græsku. Kiddi (Ólafur Egilsson), er
eilífðarstúdent í skóla lífssins sem
styttir sér stundir við peningaspil og
klámmyndagláp. Kokkurinn Benni
(Gísli Örn Garðarsson), er skítkokkur
af þeirri gerð sem gjarna voru kall-
aðir „Dósi“, því matseldin átti oft ræt-
ur að rekja til innihalds úr slíkum um-
búðum. Aukinheldur er hann ekki
fullkomlega heill á geðsmunum. Vél-
stjórinn Svavar (nánast óþekkjan-
legur Ólafur Darri), hugsar um vél-
arskriflið og þá er aðeins ótalinn
nýliðinn, Drífa (Nína Dögg Filipp-
usdóttir), bróðurdóttir skipstjórans
og kemst út á skyldleikann um borð, í
óþökk flestra.
Kvenfólk var löngum illa séð um
borð í fiskiskipaflotanum, álitnar upp
til hópa óheillakrákur. Vera hennar
um borð í Brimi virðist ekki breyta
miklu, dallurinn er orðinn hálfgerður
manndrápsbolli og myndin segir frá
áframhaldandi skakkaföllum skipsins
og áhafnarinnar. Áhersla er lögð á
andrúmsloftið um borð, brösug sam-
skipti þessa einangraða hóps sem má
þreyja saman súrt og sætt, hvort sem
hann kærir sig um það eður ei. Það er
mikið um ásteytingaefni og drama, en
þrátt fyrir góðan leik yfir höfuð vant-
ar oft á tíðum neistann í hápunktana.
Slysfarir og dauðsföll gerast eins og
af gömlum vana. Víkingur Kristjáns-
son leikur Jón Geir, hásetann sem tók
líf sitt í túrnum á undan og lýsir ör-
vinglun hans vegna fjölskyldumála
vel. Í grípandi meðförum Ingvars E.,
er kallinn í brúnni sárþjáður maður, í
hegðun hans felst harmurinn sem
kveður að þessari ólánsfleytu og
áhöfn hennar. Nína Dögg er með
ólíkindum trúverðug sem hornrekan
um borð, leikur konu sem lætur flest
yfir sig ganga með jafnaðargeði. Ólaf-
ur Egilsson lífgar upp á hópinn, gefur
honum örlítinn lit í grámóskunni, líkt
og Gísli Örn, aðrir hafa úr minna að
moða.
Í Brimi er sterkur og fær leikhópur
og nóg af dramatík þó að hún smiti
ekki nægilega vel fram til áhorfenda.
Kvikmyndatakan er yfirleitt vönduð,
nokkur skot af skipinu á siglingu úti á
hafi, gefa áhorfandanum tilfinningu
fyrir saltstorknu, einmanalegu um-
hverfi sjómannsins, slíkar tökur
hefðu að ósekju mátt vera fleiri. Að
öðru leyti er svo að sjá sem Brim sé
tekin á lygnum sjó eða við bryggju,
aldrei kemur brælan. Þrátt fyrir að
margt sé vel gert fáum við ekki nema
nasasjón af þessum einangraða og
viðkvæma heimi, skipi og skips-
hafnar.
Skip og skipshöfn
Á sjó Ólafur Egill Egilsson tekst á við sjómennskuna í kvikmyndinni Brim.
Smárabíó, Háskólabíó
Brim bbbnn
Leikstjóri: Árni Ólafur Ásgeirsson.
Handrit: Árni Ólafur Ásgeirsson,
Ottó Geir Borg, Jón Atli Jónasson.
Klipping: Valdís Óskarsdóttir. Kvik-
myndataka: Guðmundur Magni Ágústs-
son. Aðalleikarar: Ingvar Eggert Sig-
urðsson, Ólafur Darri Ólafsson, Björn
Hlynur Haraldsson, Gísli Örn Garð-
arsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Ólafur
Egilsson, Víkingur Kristjánsson, Andri
Kjartan, Valdimar Ágúst Eggertsson. Ís-
lensk. Gerð af Zik Zak og Vesturporti
með stuðningi Kvikmyndastofnunar Ís-
lands, The Polish Film Institute, o.fl. 85
mín. Ísland. 2010.
SÆBJÖRN
VALDIMARSSON
KVIKMYND
Jagúar fönk festival á NASA í byrjun
júlí og bauð meðal annars Richard
Louis að spila. Þar kynntust Louis og
Ingvar og það endaði með þessu boði
til hans að spila á festivalinu í New
York. Ingvar seldi lengi vel plötur í
Kolaportinu, allt þar til hann stofnaði
verslun á Hverfisgötunni árið 2009
sem nefnist Lucky Records. Ingvar
hefur meðfram rekstri verslunar-
innar unnið sem plötusnúður árum
saman og hlakkar mikið til að fara á
þetta festival. „Ég sá að þeir eru bún-
ir að setja þetta á forsíðu heimasíðu
sinnar hjá sendiráðinu í New York
þannig að ég býst bara við rauða
dreglinum með öllu tilheyrandi.“
Börkur Gunnarsson
borkur@mbl.is
DJ Lucky og Sammi Jagúar eru á leið
til New York á Brooklyn Soul Festi-
val. Sammi mun þar leita að hæfi-
leikaríku fólki fyrir festivalið sitt
heima á Íslandi en DJ Lucky er boðið
til New York til að spila. „Hann Rich-
ard Louis eða DJ Honkey, er gamall
plötusafnari sem byrjaði sinn feril sem
plötusnúður hér á Íslandi fyrir löngu.
Þetta festival hans þarna úti er orðið
ansi stórt og flott. Í fyrra mættu yfir
þúsund manns,“ segir Ingvar eða DJ
Lucky einsog hann er kallaður.
Í sumar hélt Sammi í hljómsveitinni
Fönk festival í New York
DJ Lucky og Sammi úr Jagúar verða um helgina á fönk
festivali í New York Uppselt á hátíðina í fyrra
Morgunblaðið/Heiddi
DJ Lucky Ingvar seldi lengi vel plötur í Kolaportinu og rekur nú Lucky Records á Hverfisgötunni.
Ljósmynd/Kjartan
Jagúarinn Samúel J. Samúelsson.
Liðsmenn hljómsveitarinnar Ra-
diohead, Thom Yorke og Jonny
Greenwood, hafa samið tónlist
fyrir nýjustu kvikmynd leikarans
Edward Norton, Stone, sem Ro-
bert De Niro leikur einnig í.
Stone verður frumsýnd í Banda-
ríkjunum 8. október nk. Norton er
vinur Radiohead-mannanna
tveggja og mun tónlistarverkefnið
hafa komið þannig upp í hend-
urnar á þeim. Jonny Greenwood
er þó ekki ókunnugur kvikmynda-
tónsmíðum, samdi tónlist við ósk-
arsverðlaunamyndina There Will
Be Blood.
Leikstjóri Stone, John Curran,
mun hafa hrifist mjög af efninu
sem félagarnir tveir sendu þeim
Norton og fékk tónskáldið John
O’Brien til að vinna frekar úr því.
Fangi Stilla úr kvikmyndinni Stone. Norton leikur fanga í henni.
Yorke og
Greenwood
í Stone